Morgunblaðið - 12.07.1995, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN
FRANKLÍN
+ Jón Halldór
Franklín Frank-
línsson var fæddur
16. apríl 1914 á Ytri-
Veðrará í Onundar-
firði. Hann lést á
sjúkradeild Hrafn-
istu 3. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Guðmund-
ur Franklín Guð-
mundsson búfræð-
ingur, f. 17. feb.
4 1887 á Mýrum í
Dýrafirði, d. 13.
nóv. 1918 og Jóna
Guðrún Jónsdóttir
ljósmóðir, f. 7. ágúst 1892 á
Ytri-Veðrará, d. 24. okt. 1930.
Systkini Jóns voru Guðmundur
Hagalín, f. 28. apríl 1915, d. 15.
ágúst sama ár, og Guðrún Ingi-
bjðrg, f. 28. sept. 1916, d. 7. des
sama ár. Hálfsystkini Jóns sam-
mæðra voru: Guðmundur
Franklín, f. 1921, d. 1990, Guð-
rún Ingibjörg, f. 1922, Gróa
Margrét Hildur, f. 1923, Harald-
ur f. 1924, d. 1988. Oddur Guð-
mundur, f. 1926, Stefán, f. 1927
og Ólafur, f. 1930, d. 1994.
~ ' Þeirra faðir var Jón Guðmund-
ur Guðmundsson frá Görðum í
Önundarfirði, f.,1892, d. 1971.
Jón var tvíkvæntur, fyrri kona
hans var Anna Lísa Bemdtsson,
f. 24. maí 1920 í Gautaborg.
Þeirra börn em
Guðrún Ingibjörg
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 6. jan. 1948,
gift Ágústi Fjeld-
sted hæstarréttar-
lögmanni, sem nú
er látinn, og Guð-
mundur Franklín
húsasmiðameistari,
f. 19. nóv. 1949,
kvæntur Kolbrúnu
Gestsdóttur,
þroskaþjálfa, þeirra
böm era Þorbjörg
Anna, f. 1977, Pálmi
Franklín, f. 1977 og
Jón Franklín, f. 1988. Seinni
kona Jóns var Guðmundía G.
Bergmann, fædd 25. maí 1925
í Keflavík, d. 8. okt. 1988. Þeirra
böm em: Sigrún, kennari f. 7.
júní 1955, var gift Úlfari Guð-
mundssyni, flugumferðarstjóra,
þeirra böm em Haukur Armín,
f. 1979, Valur Adolf, f. 1981 og
Öm Bergmann, f. 1989, og
Rósamunda þroskaþjálfi, f. 31.
maí 1957, gift Þórami Hólm
Andréssyni tölvunarfræðingi,
þeirra böm era Sindri, f. 1982,
Andri Franklín, f. 1983, Gígja
Rós, f. 1986 og Harpa Marín,
f. 1995.
Útför Jóns Franklíns fer fram
frá Bústaðarkirlqu í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
TENGDAFAÐIR minn, Jón Frankl-
ín útgerðarmaður, er látinn. Stór-
huga athafnamaður er fallinn í val-
inn. Ég minnist hans sem sterks
persónuleika, manns sem gafst
aldrei upp og var alla tíð með hug-
-\ann við ævistarfið, sjómennsku og
útgerð.
Vestfirðir og Vestfirðingar skip-
uðu ávallt stóran sess í huga Jóns
en þar var hann fæddur og alinn
upp á Ytri-Veðrará í Önundarfirði.
Guðmundur Franklín faðir Jóns fór
til náms í Hólaskóla og að því loknu
tii Noregs að afla sér frekari mennt-
unar en veiktist svo af berklum og
dó áður en sonur hans hafði náð
fjögurra ára aldri. Jóna Guðrún
móðir hans útskrifaðist 1913 sem
ljósmóðir úr Ljósmæðraskólanum í
Reykjavík, fyr9ta árganginum sem
þar útskrifaðist. Hún giftist síðar
Jóni Guðmundi Guðmundssyni og
átti með honum sjö börn en þá var
hún einnig smituð af berklum. Jón
ólst upp hjá afa sínum og ömmu,
Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu
Ingibjörgu Jónsdóttur á Ytri-Veðr-
ará ásamt tveimur systrum sínum,
Gróu og Guðrúnu, hin systkinin
voru sett í fóstur.
Segja má að sjómennskan hafi
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞURÍÐUR JÓNA
MAGNÚSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
fimmtudaginn 13. júlí kl. 13.30.
Hildur Hansen, Þórir Stefánsson,
Þóranna Hansen, Aðalsteinn Grímsson,
Hildur Aðalsteinsdóttir, Ólafur Baldursson,
Þórhildur Þórisdóttir, Ingvar P. Jóhannsson,
Aðalsteinn og Andri Þór Ólafssynir,
Katrin Sif og Þórir Ingvarsbörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI BJÖRNSSON
tónskáld,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á Samtök um byggingu tónlistarhúss.
Helga Þorsteinsdóttir,
Katrín Árnadóttir, Reynald Jónsson,
Björg Árnadóttir, Andrevy Cauthery,
Árni Jón Eggertsson, Hulda Ólafsdóttir,
Halli Cauthery, Gunnar Atli Cauthery.
t
Hjartkær bróðir okkar,
STEFÁN VALUR STEFÁNSSON,
Austurbrún 2,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. júlí
kl. 13.30.
Björn Stefánsson
Ólafur Stefánsson
og fjölskyldur.
hafist hjá Jóni þegar hann var tólf
ára gamall, þar sem hann fór á
Prufunni, lítilli skektu, að húkka
rauðmaga. Þrettán ára fékk hann
oft fleiri hundruð rauðmaga yfir
fjöruna. Rauðmaginn var svo reykt-
ur og seldur og reyndist góð búbót.
Fimmtán ára kaupir Jón fjögurra
rúma bát og lætur setja í hann
vél. Næst kemur Mundi, íjögurra
lesta fiskibátur en síðan kaupir
hann hlut í Svani, fjórtán lesta bát
fyrir aleiguna sem var 2.000 krónur
sem hann fékk fyrir jarðarpart sem
hann hlaut í arf og eina kind sem
hét Nótt og alltaf var tvílembd.
Reyndar vildi amma hans að hann
menntaði sig fyrir þessa peninga
en hann hafði sitt fram með stuðn-
ingi afa síns. Afi og amma Jóns
voru honum mjög kær og létu allt
eftir stráknum. Þetta var aðeins
upphafið að sjómennsku og útgerð-
arferli Jóns sem hófst með fiskveið-
um þar sem hann var fyrst háseti
en síðar útgerðarmaður. Hann var
m.a. frumkvöðull að tilraunaveiðum
við Grænland og líkaði honum það
vel við Grænlendinga að hann hugð-
ist gerast innflytjandi og hefja þar
rekstur en fékk ekki til þess tilskil-
in leyfi. Lengst af ferilsins var Jón
í fraktflutningum ýmiss konar um
allt land og átti hann 32 skip og
báta um lengri eða skemmri tíma.
Umsvifín jukust þegar hann tók við
Jarlinum, 499 lesta skipi sem hlaut
nafnið Suðri, hann átti hann í fimm
ár. Síðan kaupir hann Vestra, 700
lesta skip en það sökk út af Akra-
nesi. Hann keypti danska skipið
Tomas Bjarko sem hafði strandað
en náðst út, ýmsar sögur gengu
um ástand skipsins en Jón var viss
í sinni sök, keypti skipið á átján
milljónir, lét gera við það, rak það
í nokkur ár undir nafninu Norðri
og seldi svo þ.a. hann átti áttatíu
milljóna króna afgang eftir að hafa
borgað áhvílandi skuldir. Jón var
stórhuga og keypti fleiri skip,
Austra, 850 lesta skip, og ísborg-
ina, 2.600 lesta skip, sem hlaut
nafnið Suðri.
Þegar reksturinn fór að ganga
erfiðlega, kom best í ljós þraut-
seigja Jóns og dugnaður, auðséð
var að hann ætlaði ekki að láta
deigan síga. Síðustu starfsárin
starfaði Jón sem vaktmaður um
borð í skipum en jafnvel eftir að
FLUGLEIÐIR
HÍTEL LÖFTLEIDIH
hann hafði lent í alvarlegu bílslysi
árið 1988 var hann enn að leggja
drög að því að kaupa nýtt skip,
skoða teikningar af frökturum og
reikna út kaupverð þeirra.
Þegar ég kom inn á heimili Jóns
og Gýgju var mér mjög vel tekið.
Jón hafði góðan húmor, var „hú-
morist" eins og hann hefði sjálfur
orðað það. Ég tók eftir því hann
talaði aldrei illa um menn og skipti
um umræðuefni ef talið var farið
að fara inn á þannig brautir að
hans mati, hins vegar hrósaði hann
fólki gjarnan ef honum fannst það
eiga það skilið. Hann gat verið fljót-
ur upp ef því var að skipta en jafn
fljótur að sættast við menn og var
ekki að erfa eitt né neitt. Ekki gerði
hann mannamun og umgekkst á
sama hátt ráðherra og róna. í gegn-
um tíðina hefur Jón átt fjölbreyttan
vina- og kunningjahóp, menn sem
hann tók gjarnan með sér heim í
mat eða kaffi, Gýgja tók vel á
móti þeim öllum, þó að fyrirvarinn
hafi oft ekki verið mikill. Jón átti
auðvelt með að ræða við fólk sem
hann hitti á förnum vegi, braut
hann gjarnan ísinn með því að
spyija hvaðan það væri og hverra
manna. Oftar en ekki þekkti hann
einhvern forföður viðmælanda síns
og gat þá oft sagt þeim smellnar
sögur af viðkomandi. Jón var ávallt
mjög bóngóður og vildi allt fyrir
alla gera, veit ég að margir hafa
notið góðs af greiðasemi hans í
gegn um tíðina þó að hann hafi
ekki verið að nefna það. Jón hafði
mikla ánægju af barnabörnum sín-
um og fagnaði þeim alltaf innilega
þegar þau komu í heimsókn. Barna-
börnin voru sameiginlegt áhugamál
Jóns og Gýgju og skipuðu þau stór-
an sess í huga þeirra.
Fyrir fjórum árum fór Jón í
hjartaaðgerð en eftir þá aðgerð
lagðist hann inn á sjúkradeild
Hrafnistu, þar sem hann dvaldi síð-
ustu árin. Var þetta mikil breyting
á lífi manns sem hafði verið mikið
á ferðinni og sífellt í viðskiptahug-
leiðingum.
Við fráfall Jóns Franklíns situr
eftir tómarúm í tilverunni og er
hans sárt saknað. Að leiðarlokum
bið ég honum blessunar og þakka
honum góða samfylgd.
Þórarinn H. Andrésson.
Nú er afi Jón dáinn og farinn til
ömmu Gýgju. Við eigum margar
góðar minningar með afa, sérstak-
lega þó hvað hann var gjafmildur,
t.d. eitt sinn þegar við fórum í
bæinn með honum kom til hans
róni og bað hann um að gefa sér
pening, en þar sem afi hafði enga
peninga á sér tók hann upp ávísana-
heftið og skrifaði ávísun upp á
1.500 kr. Þetta fannst okkur rosa-
lega flott. Alltaf var jafn gaman
að heimsækja ömmu og afa í Keldu-
landið. Afi eldaði oft hafragraut
með slátri handa okkur og með
honum fengum við seytt rúgbrauð
með þykku lagi af smjöri. Svo laum-
aði hann að okkur súkkulaðibitum.
Ef hann átti þá ekki til gaf hann
okkur sykurmola þegar mamma sá
ekki til. Hann var alltaf að stinga
að okkur smáaurum.
Einu sinni sendi hann okkur
bræðurna út í búð fyrir sig og varð
afgangur eftir að við höfðum versl-
að, við töldum enga þörf á að skila
honum því hann myndi hvort sem
er gefa okkur hann og við keyptum
okkur nammi með góðri samvisku.
Við sögðum honum frá því þegar
við komum heim og hann brosti
bara. Afi talaði aldrei illa um nokk-
urn mann og var alltaf að hrósa
okkur. En núna er afi á himnum,
þar taka örugglega á móti honum
ótal ættingjar og vinir sem á undan
eru farnir ásamt dýrunum í sveit-
inni sem hann sagði okkur svo oft
frá, þeim Koli, Stjörnu og Hetti.
Við biðjum Guð að geyma afa við
hlið ömmu Gýgju ogþökkum honum
fyrir allt.
Sindri og Andri.
Afi minn, ég þakka þér fyrir að
hafa alltaf verið svo góður við mig
og talað svo fallega við mig. Það
var alltaf gaman að heimsækja þig
og ég fékk alltaf súkkulaðibita eða
kex hjá þér. Ég vona að þér líði
vel núna og þið amma og afi séuð
saman uppi hjá Guði.
Þín Gígja Rós.
Afi „í bátnum" eins og við systk-
inin kölluðum hann er nú látinn.
Hann fékk þetta viðurnefni hjá
okkur systkinunum því hann var
sjómaður nær alla sína ævi. Sjó-
mennskan var hans líf og eftir að
hann hætti að geta stundað sjóinn
vegna aldurs gat hann ómögulega
slitið sig frá sjónum og bátunum
og gerðist vaktmaður á skipum er
lágu í höfn. Við systkinin munum
vel eftir heimsóknum okkar til afa
á kvöldin er hann vaktaði skipin.
Þetta voru spennandi ferðir fyrir
okkur að koma um borð í stóru og
drungalegu skipin sem hann vakt-
aði, en er við komum tók hann
okkur ávallt opnum örmum og bauð
okkur upp á kökur og gos. Afi var
oft með nammi í poka sem hann
geymdi í vasanum sínum er hann
kom í heimsókn, þá lét hann ávallt
heyrast skijáfið í pokanum svo við
yrðum forvitin og eftir stutta stund
leit hann á okkur og brosti og tók
upp fullan poka af nammi. Við
systkinin litum ávallt upp til hans
enda afi fullur af fróðleik um sjóinn
og alla bátana. Það voru ófáar
heimsóknir okkar með honum niður
á höfn til að skoða bátana þar sem
hann sýndi okkur öll stóru skipin.
En nú er hann ekki lengur með
okkur en við kveðjum hann með
söknuði og þökkum honum um leið
fyrir þá visku sem hann gaf okkur.
Pálmi, Þorbjörg og Jón,
barnabörn.
t
Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi,
SVANLAUGUR J. JÓNSSON,
Grænugötu 6,
Akureyri,
er lést 9. júlí sl., verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn
13. júlí kl. 13.30.
Hrefna Svanlaugsdóttir,
Hrefna Svanlaugsdóttir, Guðmundur Stefánsson,
Garðar Svanlaugsson, Tordis V. Albinus,
Halla Svanlaugsdóttir, Njáll Kristjánsson,
Margrét Svanlaugsdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Ómar Svanlaugsson, Kristín Geirsdóttir,
systkini og barnabörn hins látna.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlót og
útför móður minnar,
LILJU A. HALLGRÍMSDÓTTUR,
Freyjugötu 38.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svala Þ. Steingrímsdóttir.