Morgunblaðið - 12.07.1995, Page 35

Morgunblaðið - 12.07.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 35 I Stjörnubíó 1 Forsýning á riddaramynd STJÖRNUBÍÓ og Sambíóin forsýna í kvöld bandarísku kvikmyndina Fremstur riddara, eða First Knight, með Sean Connery, Richard Gere og Julia Ormond í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bretlandi og | Bandaríkjunum 7. júlí. Fremstur riddara fjallar um ástríður, hefnd, hatur, svik og grimmileg örlög. Leikstjóri er Jerry Zucker (Ghost). William Nicholson (Shadowlands) samdi handrit. Um klippingu sá Walter Murch (Apoc- alypse Now, The Godfather) og tón- listin er eftir Jerry Goldsmith (Alien, Poltergeist, Total Recall, og Basic Instinct). Stundarfjórðungi fyrir forsýning- : arnar í kvöld mæta riddararnir úr I Fremstur riddara en myndin verður sýnd kl. 21 í Bíóhöllinni við Álfa- bakka og kl. 23.15 í Stjörnubíói við Laugaveg. SEAN Connery leikur aðal- hlutverkið í Fremstur riddara. Hj ólr eiðakeppni í Hafnarfirði I HJ ÓLREIÐ AKEPPNI Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar fer fram fimmtudaginn 13. júlí á Víðistaðatúni. Keppnin er fyrir krakka á aldrin- um 7 til 14 ára og felst keppnin í því að hjóla ákveðna vegalengd á sem bestum tíma, einnig verða þrautir sem keppendum gefst kost- ur á að spreyta sig á. Síðustu ár hefur ÆTH haldið hjólreiðakeppni fyrir krakka sem eru þátttakendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum. Nú er keppnin opin öllum krökkum á aldrinum 7-14 ára. Þátttakendur eiga að mæta um kl. 13.00 fimmtudaginn 13. júlí á Víðistaðatún. Keppnin hefst síðan kl. 13.30 og verður keppt í þremur aldurshópum, 7 og 8 ára, 9 og 10 ára og 11 til 14 ára. I I ■ BOTNLEÐJUTÓNLEIKAR verða haldnir í kvöld á 22. Botn- leðja lenti í fyrsta sæti á síðustu Músíktilraunum og hyggst gefa út plötu í haust. Tvær aðrar hljóm- sveitir, Dallas og Stolía koma fram, en sú síðarnefnda hreppti annað sætið í sömu tilraunum. Tón- leikarnir hefjast kl. 23.00 og er aðgangseyrir enginn. Ný safn- plata frá Skífunni | SKÍFAN hf. hefur gefið út safn- plötuna Heyrðu 7 sem hefur að geyma 18 lög - íslensk og útlend. Fjögur laganna eru með íslensk- um flytjendum. Fyrst ber að nefna lagið I Don’t Believe You með hljómsveitinni Cigarette með söng- konuna Heiðrúnu Önnu Björns- dóttur í fararbroddi. Bubbleflies á hér einnig nýtt lag, I Bet You, sem er fyrsta lag sveitarinnar á vegum j Skífunnar. Aggi Slæ & Tamlasveit- ' in leggur til gamalkunnugt erlent lag með nýjum texta Egils Ólafs- sonar, Korriró. Loks á salsabandið Salsa Picante lagið Æ, ó, aum- ingja ég, sem er velþekkt frá fyrri árum. Útlendu lögin á Heyrðu 7 eru: Be My Lover (La Bouche), Love & t Devotion (Real McCoy), Back for Good (Take That), Scatman’s World (Scatman John), Catch Me | (Papermoon), Key To My Life (Bo yzone), Fake Plastic Tress (Radio- head), Save It Till The Morning After (Shut Up And Dance), Dreamer (Livin’ Joy), In The Sum- mertime (Shaggy), Lenny (Super- grass), Night In White Satin (Sandra), A Whiter Shade Of Pale (Annie Lennox) og Streets Of London, Sinead O’Connor. ------»-■»-♦---- Vinir Dóra í Kringlukránni HUÓMSVEITIN Vinir Dóra leikur í Kringlukránni í kvöld, miðvikudag, og hefst spilamennskan klukkan 22. Þetta eru aðrir tónleikar Dóra hérlendis síðan Halldór Bragason kom frá Bandaríkjunum. Með hon- um í kvöld leika m.a. Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson. ------♦ ♦ » ■ DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Neyslukönnunar Gallup 1995, þar sem í boði var ferð til Parísar fyrir tvo. Eingöngu var dregið úr innsendum spurningalist- um. Vinningurinn kom á miða nr. 1942, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍM Gallup, og er vinningsnúmer- ið birt hér án ábyrðar. FRÉTTIR Yfirlýsing frá Siglingamálastofnun vegna smíði víkingaskíps Ábyrgð fylgir útgáfu haffærisskírteinis MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Siglingamálastofnun ríkisins: „Vegna frétta í fjölmiðlum undan- farna daga varðandi víkingaskip sem er í smíðum í Reykjavík og afskipti Siglingamálastofnunar ríkisins af þvi máli óskar stofnunin eftir því að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Fyrir rúmu ári var haldinn fundur hjá Siglingamálastofnun þar sem Gunnar Marel Eggertsson skipa- smíðameistari kynnti fyrirætlun sína um að smíða víkingaskip sem yrði eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Skipið átti að nota til að sigla með skólabörn um sundin utan við Reykjavík og til útsýnisferða á innanverðum Faxaflóa með allt að 50 manns um borð, þ.e. áhöfn og farþegar samtals. Á þessum fundi var öllum ljóst að rætt var um að smíða skip til siglinga með farþega. Nú er það svo að ákveðin lög og reglur hafa verið sett til öryggis sjófarendum um gerð og búnað skipa, hvort sem þau eru til farþega- flutninga eða annarra nota. Hlutverk Siglingamálastofnunar ríkisins er meðal annars að annast eftirlit með að farið sé eftir þessum fyrirmælum og er skylt að senda inn teikningar og önnur nauðsynleg gögn vegna eftirlitsins áður en smíði skips er hafin. Á þessum fundi, sem Gunnar Marel óskaði eftir til að undirbúa smíðina, var öllum ljóst að skipið gæti ekki að öllu leyti uppfyllt nú- gildandi reglur og fór hann því fram á að vikið yrði frá reglunum á þeim forsendum að haffærisskírteini yrði gefið út til mjög takmarkaðra sigl- inga. Af hálfu Siglingamálastofnun- ar var lýst yfir fullum vilja til að leggja mat á að hve miklu leyti væri hægt að víkja frá reglunum miðað við nefndar forsendur og var ákveðið að Gunnar Marel legði sem fyrst fram teikningar og sínar hug- myndir um hvernig hann hyggðist styrkja skipið til að uppfylla lág- markskröfur, miðað við fyrirhugaða notkun. Af beggja hálfu var mikiil áhugi á að góð samvinna tækist um að leysa þetta áhugaverða verkefni með hliðsjón af núgildandi reglum og með tiiliti til öryggis áhafnar og farþega. I september sl. fréttist síðan að hafin væri vinna við smíðar skips- ins, en þá höfu engin gögn borist og var Gunnari Marel skrifað bréf þann 13. september 1994 og minnt- ur á niðurstöður fundarins í fyrra- vor. Þegar hann síðar lagði fram upplýsingar um hvernig hann hyggðist styrkja skipið, en þá var smíðin vel á veg komin, reyndust þær ekki nægilegar að mati stofnun- arinnar. Eftir að skipst hafði verið á skoðunum um málið setti stofnun- in fram í bréfi, þann 2. mars 1995, lágmarkskröfur um styrkingar í bol skipsins til þess að það gæti fengið umrætt haffærisskírteini. Þessar kröfur taldi hann sig ekki geta upp- fyllt og kærði afgreiðslu stofnunar- innar með bréfi til samgönguráð- herra þann 28. apríl sl. í viðtali við Gunnar Marel í Morg- unblaðinu þann 8. júlí sl. segir hann að þegar lánardrottnar hafi frétt af tregðu Siglingamálastofnunar til að gefa út haffærisskírteini hafí þeir dregið að sér hendur og því hafi smíði skipsins tafist um rúma tvo mánuði. Það sem hann kallar tregðu stofnunarinnar var honum kunnugt um strax í upphafi, á okkar fyrsta fundi, áður en smíði skipsins hófst, eins og áður hefur komið fram. í sambandi við afgreiðslu þessa máls hefur Siglingamálastofnun afl- að sér upplýsinga hjá siglingamála- stofnunum í Danmörku og Noregi. Þar eru gerðar strangar kröfur um skip og báta til farþegaflutninga, en vitað er um örfá dæmi um að gefíð hafi verið leyfi til að nota eftir- líkingar af víkingaskipum til siglinga með ferðamenn á afmörkuðum svæðum með ströngum skilyrðum. Eru það t.d. norsku skipin Kvitserk og Gaia, sem nefnd hafa verið í frétt- um. Samkvæmt upplýsingum norsku stofnunarinnar eru forsendur þessa takmarkaða leyfis sem Kvitserk hef- ur að skipið sé smíðað með botn- stokkum og böndum sem talin séu jafngilda kröfum í Norðurlandaregl- unum um smíði tréskipa, en það eru sömu reglur og gilda hjá okkur og hafa verið notaðar til viðmiðunar í þessu máli. Um Gaiu höfum við ekki upplýsingar á hvaða forsendum henni var veittþað takmarkaða leyfi sem hún hefur í Noregi. Þegar Gaiu hafði verið siglt til íslands frá Nor- egi árið 1991 var ákveðið að hún fengi að sigla undir íslenskum fána til að kynna ferðir víkinga á fyrri öldum. Þetta var gert í sambandi við hátíðarhöld vestan hafs í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá ferð Kólumbusar til Ameríku. Skipið fékk útgefið takmarkað haffærisskírteini sem gilti fyrir tímabilið 21. júní til 30. september 1991 til að sigla frá Reykjavík til Washington DC. Annað takmarkað haffærisskírteini var gef- ið út og gilti fyrir siglingu frá Reykjavík til Rio de Janero á tímabil- inu 15. nóvember 1991 til 1. júní 1992. Bæði skírteinin voru háð því skilyrði að skipinu fylgdi ávallt vél- knúið skip. Afstaða Siglingamálastofnunar í þessu máli ræðst að sjálfsögðu af því hlutverki sem henni er ætlað að gegna, þ.e. að sjá til þess að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda um smíði og búnað skipa. Haffærisskírteini er yfirlýsing um að viðkomandi skip uppfylli ákveðn- ar lágmarkskröfur um öryggi, yfir- lýsing sem sjófarendur eiga að geta treyst. Útgáfu haffærisskírteinis fylgir því mikil ábyrgð, ekki síst þegar um er að ræða skírteini fyrir skip sem ætlað er að flytja fólk á öllum aldri, sem jafnvel hefur aldrei á sjó komið. Þótt víkingaskipið verði búið öll- um nauðsynlegum öryggisbúnaði verður skipið sjálft alltaf aðalör- yggistækið.” Reykjavík 11. júlí 1995. Benedikt E. Guðmundsson, siglingamálastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.