Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D tvgamMafeito STOFNAÐ 1913 167. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 26. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjórir f órust og 62 slösuðust í sprengjutilræði á lestarstöð í Latínuhverfinu í París Alsírskir öfga- hópar grunaðir París. Reuter. ÞRJÁR konur og einn karl lét- ust og 62 særðust, þar af 14 alvarlega, er sprengja sprakk í lest á St. Michel-lestarstöð- inni í París í gær. Sprengingin varð á háannatíma, um kl. 17.30 að staðartíma, en þá er jafnan gífurleg umferð um stöðina, sem er í Latínuhverf- inu. Enginn hefur lýst ábyrgð- inni á hendur sér en grunur beinist fyrst og fremst að als- írskum öfgahópum að sögn dómsmálayfirvalda. Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Alain Juppe, forsætisráðherra, komu á stað- inn fljótlega eftir sprenging- una og var þeim mjög brugðið. Fordæmdu þeir tilræðið og Juppe hét því að rannsókn myndi leiða í h'ós hverjir hefðu staðið að baki tilræðinu. Á sama tíma og rætt var við þá, voru fórnarlömb sprengingar- innar borin upp úr stöðinni, mörg með alvarleg brunasár vegna elda sem kviknuðu í kjölfar sprengingarinnar. Af- lima þurfti fjóra hinna slösuðu á kaffihúsi í grenndinni þar sem komið var upp sjúkraskýli fyrir f órnarlömbin. Ragnar Hjartarson, sem býr skammt frá brautarstöðinni, sagði mikið öngþveiti í næsta nágrenni slysstaðar, hverfinu hefði verið lokað fyrir umferð, stöðugt sírenuvæl hefði verið fram eftir kvöldi og þyrlur flogið yfir með særða. Fyrir tæpum tíu áriim urðu nokkur sprengjutilræði í París en borgabúar hefðu ekki lengur óttast slíkt þegar þetta hefði dunið yfir. Þá Var talið að líb- anskir og íranskir öfgamenn bæru ábyrgð á tilræðunum. Grunurinn beinist fyrst og f remst að alsírskum öfga- mðnnum en Frakkar óttast mjög að blóðug átök heittrúar- manna og alsírskra stjórn- valda nái til Frakklands. Lög- regla útilokar hins vegar ekki að hryðjuverkamenn frá Mið- HLÚÐ var að hinum særðu á kaffihúsi í nágrenni St. Michel-brautarstöðvarinnar. Reuter Austurlöndum eða Bosníu- Serbar hafi staðið að tilræð- inu. Olíklegt þykir að spreng- ingin tengist kjarnorkutilraun- um Frakka í S-Kyrrahafi eða að hún sé hefnd vegna hand- töku hryðjuverkamannsins Carlosar. Sprengingin varð um borð í RER-lest en þær fara frá mið- borginni og út í úthverfin. Talið er að sprengjan hafi ver- ið 3-4 kg og verið í pakka sem komið var fyrir undir sæti í lestinni. Eldflaugatilraunir Kínverja Verðfall á fjármála- markaði áTævan Taipei. Reuter. KÍNVERSKI herinn gerði í gær til- raunir með tvær eldflaugar, sem beint var að ímynduðu skotmarki í hafinu norður af Tævan, og hefur þá skotið alls sex fiaugumfrá bæki- stöðvum í Suðaustur-Kína. Þykja tilraunirnar sýna, að Tævan sé að mestu varnarlaust fyrir hugs- anlegri árás frá Kína og höfðu þær þau áhrif í gær, að verðfall varð á verðbréfamarkaðnum í Taipei. Telja sumir markaðssérfræðingar, að um sé að ræða nokkurn fjármagnsflótta frá landinu. Embættismenn á Tævan segja, að tilgangur Kínverja með tilraununum sé að valda ókyrrð meðal landsmanna og að vara þá við hugmyndum um að afla Tævan viðurkenningar á al- þjóðavettvangi sem sjálfstæðs ríkis. Fjármagnsflótti Lee sagði í gær að hann óttaðist ekki formælingar stjórnarinnar í Peking en eldflaugatilraunirnar hafa valdið ugg meðal landsmanna eins og fram kom á fjármálamörkuðun- um. Verðbréfavísitalan lækkaði all- nokkuð og gengi tævanska dollarans hefur ekki verið lægra í eitt ár. Herlið Bosníu-Serba tekur Zepa-borg en íbúarnir flýja í skóga Karadzic og Mladic ákærðir fyrir þjóðarmorð Haag, Sarajevo, Ncw York. Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sam- einuðu þjóðanna vegna Júgóslavíu fyrrverandi ákærði í gær Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmann herafla þeirra, fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Tals- maður SÞ í New York, Ahmad Fawsi, sagði að þrátt fyrir þetta myndu samtökin halda áfram að ræða við þessa menn eins og aðra fulltrúa deiluaðila um leiðir til að koma á friði. „Við höfum velt þessum vanda fyrir okkur um nokkurt skeið," sagði Fawsi. „Þegar stríð geisar er samið við alla deiluaðila á vígstöðvunum." Hann sagði að sakborningarnir mættu búast við handtöku ef þeir yfirgæfu heimaland sitt en bætti við að hann héldi ekki að það væri hlut- verk friðargæsluliða að handtaka þá. Tuttugu og fjórir aðrir Bosníu- Serbar voru ákærðir í gær. Að sögn dómstólsins héldu Bosníu-Serbar rúmlega 3.000 múslimum og Króöt- um í fangabúðum sumarið 1992. „Fangar voru myrtir, nauðgað, pynt- aðir, barðir og á annan hátt beittir grimmilegum og ómannúðlegum refsingum," sagði dómstóllinn. Meðal annars var hleypt af vélbyssum inn í herbergi þar sem voru 140 fangar. Þeir létust allir. Richard Goldstone saksóknari sagði að einnig væri verið að rann- Reuter HERMENN úr frönsku útlendingahersveitinni, sem eru í hinum nýju hraðsveitum SÞ, koma að Igman-fjalli við Sarajevo í gær. saka ásakanir um alvarlega glæpi af hálfu Bosníu-Króata og Bosníu- múslima og að starfsmenn hans fylgdust með núverandi ástandi í fyrrum Júgóslavíu. Tadeusz Mazowiezki, mannrétt- indafulltrúi SÞ í löndum gömlu Júgó- slavíu, sagði í gær að um 7.000 manns, aðallega karlar, hefðu horfið er Bosníu-Serbar tóku múslimaborg- ina Srebrenica fyrr í mánuðinum. Búist er við að skýrsla SÞ um mann- réttindabrotin í Srebrenica verði birt á morgun. Hersveitir Bosníu-Serba tóku síð- degis í gær annað griðasvæði SÞ, múslimaborgina Zepa sem varðist í rúma viku þótt Serbar hefðu mikla yfirburði í vopnabúnaði. Talsmaður SÞ í Sarajevo hafði eftir friðargæslu- liðum í Zepa að borgin virtist mann- laus, konur og börn hefðu flúið inn í skóga í grenndinni. Fulltrúar stjórnvalda í Sarajevo fullyrtu að stjórnarhermennirnir hefðu ekki látið vopn sína af hendi eins og umsátursliðið krafðist en myndu nú taka sér stöðu á hæðum við Zepa og halda áfram varnarbar- áttunni. Deilt um vopnasölubann Búist var við að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði sl. nótt um tillögu repúblíkana þess efn- is að Bandaríkin liættu einhliða þátt- töku í vopnasölubanni SÞ í Bosníu. Bill Clinton forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn tillögunni ef báðar deildir þingsins samþykktu hana en taldar voru líkur á að næg- ur meirihluti yrði til að hnekkja neit- unarvaldi hans. Franskt dagblað hefur skýrt frá því að Frakkar hafi gert loftárásir á Pale, höfuðstað Bosníu-Serba, um síðustu helgi vegna þess að hermenn Serba felldu tvo franska friðargæslu- liða. Frönsk stjórnvöld vísuðu þessu á bug en bandaríska dagblaðið The New York Times sagði í gær að bandarískir leyniþjónustumenn teldu að þrjár Mirage-þotur hefðu varpað sprengjum á borgina, annaðhvort á sunnudag eða mánudag. Óljóst er um tjón, fréttamenn fengu ekki að kanna aðstæður í Pale. ¦ Rússarvih'aafnema/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.