Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 5 FRÉTTIR Breyting í fjarskipta- málum björg- unarsveita FJARSKIPTARÁÐ Landsbjargar og Slysa- varnafélags íslands gekkst fyrir lagfær- ingu á fjögurra ára gömlum endurvarpa á Snæfjalli við Isafjarðardjúp og uppsetningu nýs á Hornatám nærri Trostansfirði síðast- liðinn fimmtudag. Til verksins var notuð Chinook þyrla varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og gekk verkið að öllu leyti vel, en varnarliðið framkvæmdi alla sína vinnu Fjarskiptaráðinu að kostnaðarlausu. Rúmlega tuttugu björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal, Isafirði og Pat- reksfirði tóku þátt í þyrluflutningunum og vinnu við uppsetninguna. „Endurvarparnir eru stórkostlegt virki fyrir okkur björg- unarsveitarmenn um alla Vestfirði, því nú þjóna þeir okkur á Rás 2, sem er endurvarp- rás björgunarsveitarmanna. Með tilkomu endurvarpanna eru öll fjarskipti langdræg- ari og margfalt betri,“ sagði Magnús Ólafs Hansson hjá Björgunarsveit SVFÍ í Bolung- arvík. Hann segir björgunarsveitir á norð- anverðum Vestfjörðum aldrei hafa náð fjar- skiptasambandi við félaga sína á suður- fjörðunum. Sem dæmi nefnir Magnús að samstundis því sem endurvarparnir voru standsettir á Snæfjalli og Hornatám hafi báðir hóparnir náð fjarskiptasambandi við lögregluna á Blönduósi með skínandi ár- angri. „Við settum undirstöður undir end- urvarpana á Snæfjalli og hækkuðum hann talsvert, þar sem hann hefur fennt í kaf stærstan hluta ársins. Það hefur Iítið sem ekkert gagn verið af honum hingað til og hann verið óvirkur nema í brennandi sól- arhita þegar sólin hefur náð að bræða inn á sólarrafhlöðurnar. Varnarliðið gaf alla sína vinnu og afnot af þyrlu og Varnarliðsdrengirnir eru sann- Morgunblaðið/Hermann Þór Snorrason BJÖRGUNARSVEITARMENN bera undirstöður fyrir gamla endurvarpann á Snæfjalli úr þyrlunni. Hann var lagfærður fyrir 2 árum en var nú hækkaður um 2 metra, þar sem hann hefur nær alltaf fennt í kaf stærsta hluta ársins og verið ónothæfur af þeim sökum. kallaðir englar í hugum okkar björgunar- sveitarmanna. Við þökkum þeim innilega fyrir þeirra vinnu og hjálp. Sérstaklega vil ég koma á framfæri þökkum til Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, fjrir hans ómetanlega þátt,“ sagði Magnús Ölafs Hansson og bætti við að hann talaði þar fyrir hönd allra björgunarsveita á Vest- fjörðum. Þegar varnarliðsþyrlan hafði flutt björg- unarsveitarmennina á báða staðina hélt hún aftur til ísafjarðar og hugðist sækja þá síð- ar um kvöldið. Hins vegar vannst einungis tími til að sækja hópinn á Snæfjalli, því þyrlan átti að fara í skoðun um kvöldið. „Þess vegna héldum við suður aftur og gerðum þyrluna klára um nóttina fyrir sams konar verkefni á Kristínartindi í Skaftafelli, þar sem við höfum verið að reyna að selja upp endurvarpa undanfarið og ég vona að því verki verði Iokið um eða eftir helgi,“ sagði Friðþór Eydal, upplýs- ingafulltrúi varnarliðsins, en þar austur frá hefur m.a. veður og þyrlubilanir heft að- gerðir við flutninga. í 703 metra hæð á Hornatám. Endurvarp- inn ásamt undirstöðu vegur um 600 kíló. Meðlagsgreiðslur Vanskil jukust um 600 millj. milli ára VANSKIL við Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna meðlaga jukust um rúmar 600 millj. króna milli ár- anna 1993 og 1994 og námu vanskil- in 5.077 millj. kr. um síðustu ára- mót. Til samanburðar námu óinn- heimtar kröfur í árslok 1993 sam- tals um 4.446 millj. kr. Þessi van- skil hafa safnast upp frá því stofnun- in hóf starfsemi í byrjun árs 1972. Á síðasta ári innheimti Innheimtu- stofnun sveitarfélaga 1.148 millj. kr. í meðlög, en stofnunin þurfti að fá 512 millj. kr. frá Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga til að geta gert upp við Tryggingstofnun ríkisins sem greiðir út meðlögin. Fyrir áramót samþykkti Alþingi lög þar sem heimilað er að skulda- jafna greiðslur frá ríkinu, eins og barnabætur, barnabótaauka og vaxtabætur, vegna meðlagsvanskila. Meðlagsvanskilin eru áttundu í röð þeirra gjalda sem heimilað er að skuldajafna vegna. Við útgreiðslu barnabóta og barnabótaauka í vor innheimtust 23 milljónir króna vegna vanskila meðlaga með þessum hætti. Meðlag á mánuði með hverju barni nemur nú 10.794 krónum. Skylt er að borga með hveiju barni og breyt- ir fjöldi barna engu þar um. Að sögn Árna Brynjólfssonar hjá Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, fyrnast með- lagsskuldir ekki og höfuðstóll þeirra er ekki afskrifaður nema við lát skuldara. Hins vegar er heimiit að afskrifa dráttarvexti vegna vanskil- anna í þeim tilvikum sem sýnt er að félagslegar aðstæður hafi verið orsök vanskilanna. Ætlarþú að sœkja um námslán hjá LIN fyrír L ágúst? Á Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, eiga námsmenn m.a. kost á lánum í tengslum viö fyrirgreiöslu Lánasjóös íslenskra námsmanna. Lánafyrirgreiöslan er í formi stighœkkandi mánaöarlegrar yfirdráttarheimildar. Fyrirkomulagiö tryggir iágmarkskostnaö námsmanna þar sem þeir greiöa aöeins vexti af nýttri yfirdráttarheimild. í boöi á Menntabraut er meöal annars: Tékkareikningur meö 50.000 kr. yfirdráttarheimild óháö fyrirgreiöslu vegna LÍN Vönduö skipulagsbók Námsstyrkir Debetkort, greiöslukort o.fl. Námsmenn, kynniö ykkur fjöimarga kosti Menntabrautar Komiö og rœöiö viö þjónustufulltrúa íslandsbanka um fjármálin, þeir hafa sérhœft sig í málefnum námsfólks. ,«^IP(JLagS8ÓK >■ - ■ MENNTABRAUT Námsmantiaþjóriusta íslandsbanka VtKAN manaoa í/u fra menntun til framtiöar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.