Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand Smáfólk ?UHK! pLINK {UNK' pUNK' ^IHK! .—^ > í te \ ^ o<55 • • ■ * » - - - • o UIHO ARE YOU,KIP? '"COOLTHUMB" BR0U)M..JU5T WHERE'DYOUV A 5TRAN6ER LEARN TO SHOOT LIKE THAT? PA55IN6 THR0U6H... lL' y i(| Hver ert þú strák- „Svali Þumall“ ur? Hvar lærðirðu Bjarna ... ókunn- að skjóta svona? ugur á leið um ... BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til fjármálaráðherra Frá Jóhanni F. Guðmundssyni: LANGT er umliðið síðan þú varst svo vingjamlegur að senda mér línu í Mbl. varðandi bréf mitt um það rang- læti, sem ríkir varðandi lög sem banna afskriftir bifreiða í einkaeign og þá hvemig innheimtur er eignaskattur af bifreiðum, sem metnar em til fram- tals á því verði, sem þær vom keypt- ar á, þótt mörg ár séu um liðin og sannað er að söluverð þeirra er í dag allt annað og þá í öllum tilfellum lægra. Varðandi bifreið okkar hjóna kemur í ljós við könnun, sem ég gerði nýlega að um er að ræða rúma 1 milljón króna. Bifreiðin var keypt 1991 á kr. 1.870.000 en er í dag metin á kr. 800 þúsund, hjá bifreiðaumboði Ingvars Helgasonar. Eg bendi á að í tryggingaskilmál- um Tryggingar hf. um kaskótrygg- ingar ökutækja segir í gr. 13.1 „Vá- tryggingarverðmæti ökutækisins er sú Qárhæð, sem sambærilegt ökutæki að tegund, aldri og gæðum kostaði á almennum markaði á tjónsdegi, miðað við staðgreiðslu." Nú verður mér á að spytja þegar ríkið hefur gefið út bækli'nginn „Stöndum saman gegn skattsvikum" og jafnframt er að störfum Fram- kvæmdanefnd gegn skattsvikum. Hvemig eigum við skattborgarar að bregðast við þessari óréttlátu skatt- heimtu sem hér er til umræðu? Finnst þér óeðlilegt að mynduð verði nefnd, t.d. form. FÍB, form. Bflgreinasambandsins og form. Fram- kvæmdanefndar gegn skattsvikum, sem sýni fram á þá ágalla, sem fram koma í skattlagningu þeirra laga, sem þú bendir á og viðurkennir að séu óréttlát í dag, en tóku gildi 1979. Ef ríkið heldur áfram að innheimta skatta af eigum sem það veit að ekki eru til, hefur framkvæmdanefnd gegn skattsvikum ekkert við það að at- huga? Og ég minni á hvemig þessi óréttláti eignaskattur getur dregið aðra eignaskattsliði með sér og haft áhrif langt út fýrir þá álagningu, sem honum er ætlaður. Er ekki einnig hætta á að þessi innheimta leiði til þess að menn hugsi sem svo að ef ríkið geri þetta, því þá ekki við þegnamir, gagnvart því? Er réttlæti í því að eigandi bifreið- ar sem dvalið hefur erlendis og keypt nýja bifreið þar, þá skuli hún fást afskrifuð og metin til verðs, sem gild- ir á þeim tíma, sem hún er flutt inn? Allt bendir til stöðugs verðlags, þess vegna vænti ég okkar beggja vegna að ný lög verði til á haustþingi. Ég var nýlega að glíma við kross- gátu, svo þegar lausnin lá fyrir kom í ljós að lykilorð hennar voru þessi: „Af vondum lögum versna siðir.“ Og þá hvarflaði hugurinn að bréfaskrift- um okkar. Bestu kveðjur. Bið Guð að varð- veita þig og þína og gefa þér vit og visku í þínu ábyrgðarmikla starfí. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON, Látraströnd 8, Seltjamamesi. Á að hefta útbreiðslu lúpínu? Frá Ægi Geirdal: ÞAÐ hreinsunarátak sem hafið er gegn Alaska-lúpínunni vekur, að þvi er virðist, almenna furðu. Þetta er jurt, sem fengin var til landsins til þess að bjarga berangri íslenskrar náttúru. Ein meginforsenda þeirrar framkvæmdasemi er að lúpínan drepi allan lággróður, sem er vissulega kjaftæði, vegna þess að þar sem henni hefur verið plantað er lítill sem eng- inn lággróður heldur örfoka land. Oskjuhlíðin væri ekki svipur hjá sjón ef lúpínan hefði ekki komið til, með sínum faliega bláa lit gefur hún nátt- úmnni aukna fegurð og jarðvegsbæt- andi áhrif hennar em ótvíræð. Þessi aðferð að slá hana niður við rót og reyna að slíta hana upp er til háborinnar skammar fyrir þessa sjálf- skipuðu hreintrúarmenn um íslenska náttúm. Mun skynsamlegra er að hefta útbreiðslu lúpínunnar með fræ- söfnun, sem þá væri hægt að nota annars staðar til heftingar foks vegna uppblásturs. Unglingamir, sem unnu við útrýminguna, vom allir undrandi á þessari framkvæmd. Þeim fannst þetta vera fáránleg aðgerð og skildu augsýnilega ekkert í þessu. Það er alltaf verið að tala mjög fjálglega um að skila landinu betra í hendur þeirra sem erfa eiga landið. Þeir sem erfa eiga landið em bara ekkert spurðir hvemig þeir vilji hafa það, það em sjálfskipaðir hreintrúar- menn í landgræðslu sem taka þá ákvörðun fyrir æsku þessa lands, sem þó lýsir því yfir að hún vilji hafa hina bláu fegurð lúpínunnar í íslenskri náttúm. Þessi útrýming á nýjum landnema á Islandi hefur vissa samsvömn við hreinsanir á fólki, sem hreintrúar- menn hafa ástundað í hinum ýmsu þjóðlöndum. Þeir nýbúar, sem hafa aðlagað sig að íslenskum háttum og reynast flestir nýtir þjóðfélagsþegnar og auðga þjóðlífið með hinu margvís- lega litrófi menningar sinnar, mega e.t.v. eiga von á því, eftir u.þ.b. 40-50 ár, að verða slitnir upp með rótum og fleygt í burtu. Sú ástæða, sem þá væri gefin, væri eflaust á þann veg að þeir hefðu staðið sig svo vel að þeir væru famir að kæfa lággróður íslensks mannlífs. Það þarf að varast þessa hreintrúarmenn og koma í veg fyrir aðgerðir þeirra, því þrátt fyrir svokallaða menntun þeirra, vita þeir ekki hvað þeir gjöra. íslendingar em samansettir af mörgum þjóðarbrotum og í því felst styrkur okkar, þetta hefur reynst vera góð blanda og er sífellt að batna með nýjum landnemum. Við eigum að bjóða velkomna alla sem geta orð- ið til gagns og auðgað land okkar, hvort sem er í náttúm eða mannlífi. ÆGIR GEIRDAL, Lautasmára 25, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.