Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þýfi úr innbroti í Skákprent fyrir síðustu helgi komið til skila að mestu Vestfjarðaaðstoðin Keypti eignir sínar af þjófunum JÓHANN Þórir Jónsson, eigandi Skákprents, hefur náð til baka mestöllu af þeim tölvum og hug- búnaði sem stolið var í innbroti í fyrirtæki hans fyrir síðustu helgi með því að kaupa búnaðinn af þeim sem stóðu að innbrot- inu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir menn sem þekktu til í undirheimum borgarinnar hefðu tekið sig saman um að hjálpa sér við að ná þýfinu til baka. Jóhann Þórir vildi ekki upp- Iýsa hve hátt verð hann hefði greitt þjófunum. Hann sagðist hafa Iátið lögreglu vita um við- skiptin og hefði komið upplýs- ingum sem hann byggi yfir um málið á framfæri við hana. „Þegar þetta gerðist vissi ég að þeir sem fremja svona glæpi reyna að selja þýfið til að ná sér í eiturlyf fyrir andvirðið. Ég kom þeim skilaboðum á fram- færi að þetta væri óbærilegt tjón og sagði að ég væri tilbúinn að borga þeim fyrir að skila þessu. Niðurstaðan varð sú að mönnum sem þekkja til í þessum heimi ofbauð að þetta skyldi hafa átt sér stað hér og tóku höndum saman um að hjálpa mér að ná þessu,“ sagði Jóhann Þórir. Jóhann Þórir sagðist hafa komist í samband við þessa menn á sunnudagskvöld og að síðdegis á mánudag hefði megn- inu af þýfinu verið skilað. „Ég varð að borga fyrir þetta örlítið betur en þeir hefðu fengið fyrir þetta á sínum markaði," sagði Jóhann Þórir en vildi ekki upp- lýsa um hve háa fjárhæð hefði verið að ræða. „Það verður að vera milli mín og þess sem ég borgaði.“ Innbrotið var framið aðfara- nótt 20. þessa mánaðar og bar að sögn Jóhanns Þóris vott um mikla skipulagningu. M.a. var stolið tveimur tölvum, tölvuskjá og skanna fyrir 3-4 milljónir króna auk hugbúnaðar og efnis á tölvudiskum. Jóhann sagðist ekki hafa dregið til baka kæru sína til lög- reglu vegna innbrotsins og hefði hann sagt rannsóknarlögreglu frá viðskiptunum og veitt þeim ýmsar upplýsingar þar að lút- Morgunblaðið/Golli andi. „Ég áskil mér allan rétt á að haída skákinni áfram," sagði Jóhann Þórir um það hvort hann hefði fallið frá kærum. „En ég fékk á tilfinninguna að tíminn væri naumur áður en þetta yrði selt og vildi reyna að nota þá möguleika sem ég hafði til að tala við menn sem ég vissi að höfðu kynnst þessum heimi,“ sagði hann. Lagning slitlags á Meðallandsveg Framrás hf. með lægsta tilboðið INNAN skainms tekur Vegagerð- in á Suðurlandi ákvörðun um það hvaða tilboði skuli tekið í lagningu slitlags á tveggja kílómetra vegar- kafla á Meðallandsvegi frá Suður- landsvegi að Tungulæk. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í þessum mánuði en að þeim ljúki í september. 70% af kostnaðaráætlun Þegar tilboð voru opnuð kom í ljós að Framrás hf. í Vík í Mýrdal átti langlægsta tilboðið. Tilboð fyrirtækisins, tæpar 4,4 milljónir kr., var um 70% af kostnaðaráæti- un en hún hljóðaði 'upp á rúmar 6,3 milljónir kr. Næstlægsta tilboðið átti Vöru- bílstjórafélagið Neisti í Vík en til- boðsupphæðin var tæplega einni milljón króna hærri en Framrásar. Hæsta tilboðið var aftur á móti tæplega þremur milljónum króna hærri en hið lægsta. Samkvæmt upplýsingum um- dæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á Selfossi er stefnt að því að vegar- kaflinn verði lagður slitlagi í byij- un september. Byggða- stofnun af- greiddi til- lögumar BYGGÐASTOFNUN hefur afgreitt tillögur Vestfjarðanefndar um víkj- andi lán til fyrirtækja í Vesturbyggð. Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir að tillögurn- ar hafi verið samþykktar á stjórnar- fundi 12. júlí sl. Haft var eftir Eyjólfi Sveinssyní, aðstoðarmanni forsætisráðherra og formanni Vestfjarðanefndar, í Morg- unblaðinu í gær að Byggðastofnun væri ekki búin að taka tillögurnar til umfjöllunar. Segir Egill það ekki rétt. Hins vegar hefur formleg staðfesting á afgreiðslu Byggða- stofnunar ekki borist forsvarsmönn- um umræddra fyrirtækja. Sagði Guð- mundur Malmquist forstjóri Byggða- stofnunar í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að senda bréflegt samþykki stofnunarinnar fyrir tillögum Vestfjarðanefndar vegna sumarleyfa. Danskir lögreglu- menn farnir DANSKIR rannsóknarlögreglumenn sem komu til landsins í tengslum við rannsókn á líkamsárás í Hróarskeldu í mars sl. eru famir úr landi. Fimm íslendingar úr hópi sem var í slátraraskóla í Hróarskeldu í vetur, voru yfirheyrðir hér á landi. Niðurstaða ferðar Dananna hing- að mun vera sú að enginn íslending- anna sé talinn viðriðinn málið. Poul Nyrup í opinberri heimsókn Forsætisráð- herra Danmerk- ur Poul Nyrup Rasmussen og eiginkona hans frú Lone Dybkj- ær eru væntan- leg í opinbera heimsókn til landsins dagana 7-11. ágúst næstkomandi. Snemma beygist krókur ÞESSI pilt.ur lét umræður um banndaga og krókaveiðar ekki raska ró sinni þar sem hann dorgaði í blíðunni á Bíldudal á dögunum. Veiðin var treg en þó hafði strákur sett í smáþorsk daginn áður. Morgunblaðið/Guðni Höfuðborgarsvæðið Innbrotahrina í bíla BROTIST hefur verið inn í á þriðja tug bíla á höfuðborgar- svæðinu undanfarna tvo sólar- hringa. Einkum sækjast þjófarnir eftir útvarps- og hljómflutningstækj- um, sem talið er að þeir eigi auðvelt með að finna kaupendur að. Þá var úr einum bílnum stolið tölvu og úr öðrum bókalag- er sölumanns sem metinn er á um 200 þúsund krónur. Margir bílanna eru skemmdir eftir innbrotin og tjón eigend- anna tilfinnanlegt. Hiti að færast í kosningabaráttuna vegna formannskjörsins í Alþýðubandalaginu Einar Karl sakaður um að vinna fyrir Margréti AUKINN hiti er nú kominn í kosn- ingabaráttu stuðningsmanna Stein- gríms J. Sigfússonar og Margrétar Frímannsdóttur vegna formanns- kjörsins í Alþýðubandalaginu. Óánægja hefur komið upp meðal stuðningsmanna Steingríms sem telja að Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri flokksins, hafi notað flokksskrifstofu Alþýðu- bandalagsins við að afla Margréti stuðnings. Steingrímur sagðist aðspurður ekki neita því að hann hefði heyrt óánægju með að framkvæmdastjóri flokksins hefði blandað sér í barátt- una með þeim hætti sem ekki sam- rýmdist stöðu hans. „Að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta mál, nema þá innan stofnana flokksins, ef til- efni verður til að taka það upp þar. Ég lít svo á að skoðanaskipti okkar alþýðubandalagsmanna um málið í fjölmiðlum séu afar óheppileg og þetta sé eitthvað sem við hljótum að útkljá í okkar röðurn," sagði Steingrímur. Ekki skoðanalaus í þessu starfi Aðspurður hvort hann hefði beitt sér í kosningabaráttu fyrir Mar- gréti, sagðist Einar Karl svara því engu. „Eg hef mína persónulegu skoðun á þessu máli og hef allan rétt til þess. Auðvitað er hún kunn innan flokksins en ég hef ekki látið hana koma fram út á við og ætla ekki að gera það. Ég hef aldrei verið skoðanalaus í þessu starfi og ætla mér ekki að vera,“ sagði Einar Karl. Hann sagðist vera sammála Steingrími um að menn ættu ekki að vera uppnæmir vegna sögusagna sem væru á kreiki í kosningabarátt- unni. Þær hefðu engin áhrif á þá staðreynd að það ríkti óvenju góð sátt í flokknum um alian undirbún- ing og framkvæmd kosninganna. Þá sagði Einar Karl að það væri út í hött að farið sé að nota flokks- skrifstofuna til að hringja eða skrifa til að afla stuðnings fyrir frambjóð- endurna en hins vegar mætti benda á, til að róa stuðningmenn Stein- gríms, að Steingímur hefði fengið allt það pláss og þá þjónustu sem hann hefði óskað eftir í Vikublaðinu og það í mun meira mæli en Mar- grét, en blaðið væri gefið út af Alþýðubandalaginu og á skrifstofu flokksins. „Ég held að það sé best fyrir alla að menn haldi ró sinni. Hvorki ég né Steingrímur höfum neitt yfir- lit yfir hvað menn gera í öðrum vistarverum út í bæ og ég legg ekki eyrun við sögusögnum um hvað menn eru að gera út í bæ,“ sagði Einar Karl. Framboðsfrestur rennur út á hádegi á morgun Frestur til að skila inn framboð- um vegna formannskosninganna rennur út á hádegi á morgun. Mar- grét hefur ekki enn skilað tilkynn- ingu um framboð sitt en skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins ætla stuðningsmenn hennar að gera það á morgun. | \ I I > i > i ! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.