Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 13 VIÐSKIPTI Euro Disney með jákvæða afkomu París. Reuter. EURO Disney skýrði í gær frá fyrsta hagnaði sínum síðan skemmtigarðurinn var opnaður fyrir þremur árum nálægt París. Hagnaður fyrirtækisins á þremur mánuðum til júníloka nam 170 millj- ónum franka eða 35.36 milljónum dollara. Fyrirtækið var rekið með 546 milljóna franka tapi á sama tíma í fyrra þegar dregið hafði úr aðsókn og óttazt var að garðinum yrði lokað. Euro Disney þakkar auknar tekj- ur endurskipulagningu, sem var gerð á ijárhag fyrirtækisins í ágúst í fyrra. Talsmaður fyrirtækisins tel- ur bætta afkomu benda til þess að fyrirtækið kunni að koma slétt út á þessu ári. Viðskipti með hlutabréf í Euro Disney voru svo lífleg í kauphöllinni í París að gera varð hlé á þeim um tíma. Við lokun höfðu bréfin hækk- að um 7% eða 1,35 franka í 17,45 franka. Verðbréfasalar telja tölumar bera vott um að mikil umskipti hafí átt sér stað. Sérfræðingar sögðu þær sýna að aðsókn hefði aukizt um 30% á einu ári og að mikill niðurskurður hefði átt sér stað. „Engin vitleysa" „Þetta sannar að Euro Disney er lífvænlegt fyrirtæki og að engin vitleysa var að koma upp Disney- garði á Parísarsvæðinu," sagði verð- bréfasali nokkur. Sérfræðingar hafa breytt fyrri spám um tap á Euro Disney og spá nú hagnaði upp á um 50 milljónir franka eða 10.'4 milljónir dollara fjárhagsárið 1994/95. A fyrri helm- ingi þess til marzloka minnkaði Euro Disney tap sitt um 77% í 241 milljón franka (50 milljónir doll- ara). Verð aðgöngumiða var lækkað um rúmlega 20% í apríl. Aukin að- sókn jók rekstrartekjur um 17% í 1.362 milljarða franka á þremur fyrstu mánuðum ársins. EURO DISNEY MEÐ HAGNAÐ I FYRSTA SINN ■ Euro Disney ■ skemmtigarðurinn í París tilkynnti á þriðjudag að hagnaður hefði í fyrsta sinn orðið á rekstrinum á 3. ársfjórðungi reikningsársins. Á þriggja mánaða tímabilinu, sem lauk 30. júní, varð um 35 milljóna dollara hagnaður að meðtöldum óreglulegum tekjum að fjárhæð 17 milljónir dollara. Lopapeysur á Banda- ríkjamarkað á ný Westinghouse ásælist CBS-sjón varpið HANDPRJÓNASAMBAND ís- lands hefur gengið frá samning- um við bandarísku póstverslun- ina L.L. Bean um sölu á íslensk- um lopapeysum í Bandaríkjun- um. Að sögn Bryndísar Eiríks- dóttur, framkvæmdastjóra Handprjónasambandsins, er um ákveðna tilraun að ræða nú og ráða viðbrögð neytenda í Banda- ríkjunum því hvert framhaldið verður. Bryndís segir ráðgert að fyrsta pöntunin verði afgreidd í byijun ágúst og sé verið að ljúka við að framleiða upp í hana þessa dagana. „Þetta eru einungis um 150 peysur til að byija með. Til- gangurinn er að kanna hvort enn sé markaður fyrir íslenskar lopa- peysur í Bandaríkjunum en við teljum að svo sé.“ Hún segir jafn- framt að peysurnar muni fara á markað á austurströnd Banda- ríkjanna þar sem salan hafi verið hvað drýgst á sínum tíma. Hún segir að erfitt sé að áætla hversu mikilli eftirspurn Hand- pijónasambandið geti annað. Þetta sé heimaiðnaður og pijóni um 200-300 aðilar fyrir hand- pijónasambandið. „Það er ómögulegt að segja til um það hversu miklu þær konur sem pijóna fyrir okkur gætu afkastað ef eftirspurnin yrði mikil en þó má gera ráð fyrir að við gætum auðveldlega ráðið við nokkur þúsund peysur á ári.“ Það var bandaríska fyrirtækið ICEMASS International sem hafði milli- göngu um gerð þessa samnings. Pittsburgh. Reuter. RÁÐAMENN Westinghouse-raf- magnsvörufyrjrtækisins og CBS- sjónvarpsins ræddust við í New York á föstudag um væntanlégt 5 milljarða dollara tilboð Westing- house í sjónvarpsnetið. Fundurinn kemur í kjölfar þreif- inga mánuðum saman og viðræður Westinghouse og CBS kunna að standa í margar vikur áður en samkomulag . næst samkvæmt góðum heimildum. Aðrar heimildir herma að tilkynningar sé að vænta hvað úr hveiju. Almennt var búizt við að West- inghouse bjóði 80-83 dollara á hlutabréf, en hvorugur aðili vill nokkuð segja um þær vangaveltur. Gangverð var um 75 dollarar í kauphöllinni í New York á föstu- dag og þá var talið að möguleikar á tilboðastríði yrðu til þess að Westinghouse herti á tilraunum sínum. Tilboð lætur á sér standa Verð hlutabréfa í CBS lækkuðu hins vegar um 1,125 dollara eða í 74,125 dollara í Kauphöllinni í New York á mánudag, þar sem það olli vonbrigðum að tilboðið frá Westinghouse Electric í sjónvarps- netið lét á sér standa. Bréfin höfðu hækkað á föstudag um tæplega 15% á einni viku. Sérfræðingar sögðu að svo gæti farið að ekkert yrði úr kaup- unum og bréf í CBS væru of hátt skráð. Kaiser legg- urféíálver íKína Houston. Reuter. KAISER Aluminium-fyrirtækið hefur tilkynnt að það muni leggja 60 milljónir dollara í sameignar- fyrirtæki í áliðnaði Kínveija. Kaiser Aluminum tekur að sér að stækka Lianhai-bræðslu fyrir- tækisins China National Nonferro- us Metals Industry samkvæmt samningi, sem gerir ráð fyrir fyrstu stórfelldu einkavæðingu ál- iðnaðar í Kína. Sameignarfyrirtækið fær nafnið Yellow River Aluminum Industry Co. og árleg álframleiðslugeta þess verður 55.000 smálestir. Sex tíundu álvinnslugetu Kín- veija er í höndum kínverska ríkis- fyrirtækisins og öll súrálsvinnsla landsmanna er á þess vegum. Það mun eiga 51% í nýja sameignarfyr- irtækinu, en Kaiser 49%. Kínverska stjómin verður að leggja blessun sína yfir samning- inn að sögn Kaisers. Verð hluta- bréfaw í Kaiser breyttist ekki eft- ir tilkynninguna um samninginn og var eftir sem áður 15,50 dollar- ar í kauphöllinni í New York. Kaiser fyrirtækið komst í fréttir hér á landi árið 1992 þegar það óskaði viðræðum við íslensk stjórnvöld um hugsanlega bygg- ingu álvers á íslandi en fyrirtækið áformaði að reisa nýja 200-240 þúsund tonna álverksmiðju. -----------» ♦ ♦ Verðbólga í ESB 3,3% Briissel. Reuter. VERÐBÓLGA í Evrópusamband- inu jókst í 3,3% í júní á ársgmnd- velli að sögn Eurostat, tölfræði- stofnunar ESB. í maí mældist verðbólgan 3,2%. „Verðbólga í ESB í heild hefur verið nokkuð stöðug í þrjú ár,“ sagði Eurostat. Verðbólgan í júní var minnst í Finnlandi eða 0,9%, en í Grikk- landi jókst hún í 9,7%. Skeljungur hf. stokkar upp skipulag rekstrarins Búast við samruna Olíufélagsins og OIís FORRÁÐAMENN Skeljungs hf. telja að framundan séu jafnvel ennþá stærri breytingar á rekstrar- umhverfi olíufélaganna en verið hafi á undanförnum misserum. Mikil vinna stendur nú yfir hjá félaginu við nýtt upplýsingakerfi sem felur í sér algjöra uppstokkun á skipulagi þess. Þetta kemur fram í leiðara fréttabréfs Skeljungs sem er að koma út. Þar er bent á að fyrir liggi að Olíufélagið hf. Esso og danska fyrirtækið Texaco í Dan- mörku eigi 70% hlutafjár í Olís og fari þannig með ráðandi hlut í fé- laginu. Fyrst um sinn hafi þessi breyting haft í för með sér stofnun nýs sameiginlegs innkaupa- og dreifingarfyrirtækis, Olíudreifing- ar hf. Þegar fram líði stundir verði að búast við að sammni Olíufélags- ins og Olís verði í einni eða ann- arri mynd, enda verði tilgangur Olíufélagsins með kaupunum vandséður að öðrum kosti. Þá liggi ekkert fyrir annað en að kanadíska olíufélagið Irving Oil muni setja sig niður á íslenska olíu- markaðnum. Þessir aðilar hyggi á miklar fjárfestingar og muni án efa stefna'á verulegan hlut í mark- aðnum. „Við þessar aðstæður þurfum við hjá Skeljungi að skoða gaum- gæfilega stöðu félagsins í nútíð og framtíð. Það verður án efa erfitt og krefjandi verkefni að standa af sér þessa tvo keppinauta, sem óneitanlega hafa sterka stöðu, annar í formi markaðshlutdeildar, en hinn í formi fjárhagslegs bol- magns,“ segir m.a. Kostnaði verður haldið í lágmarki Þá kemur fram að fyrir rúmu ári var starfsfólki Skeljungs kynnt markmið og framtíðarsýn félagsins til ársins 2000. Síðan hefur jafnvel meiri vinna farið í undirbúning á framkvæmd þessarar stefnu og útfærslu á skipulagi og upplýs- ingakerfi félagsins sem styðja þau markmið sem þar eru sett fram. Þessi vinna er nú á lokastigi og verður nýtt skipulag væntanlega kynnt innan skamms. Hér er um að ræða algjöra uppstokkun á skipulagi félagsins sem miðar að því að einfalda allt ferli ákvarðana- töku, en jafnframt stórbæta upp- lýsingakerfi félagsins þannig að fyrirliggi á hveijum tíma nákvæm- ar upplýsingar um afkomu ein- stakra rekstrarþátta. Skeljungur hyggst í framhaldi af þessum breytingum endurskoða hvern rekstrarþátt þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki og lögð verði áhersla á þá starf- semi sem gefi viðunandi arð. Nýtt upplýsingakerfi félagsins sem væntanlega verður tilbúið í frum- gerð í september mun verða lykil- atriði í þessari endurskoðun. „Okk- ur er nauðsynlegt að bregðast hratt við í þessum efnum, enda sjáum við nú þegar aukna sam- keppni á öllum sviðum," segir þeir Skeljungsmenn. Ármúli 17 108 Rvk. S: 533 1234 GRÆHIT MÚMER: 800 6123 Hjolsagir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.