Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 11 AKUREYRI ' • Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞRJÚ rússnesk skip, Fedor Dostojevskíj, Kazakhstan og Russ og breska skipið Explorer voru samtímis á Akureyri í gærdag og er það í annað sinn í sumar sem svo mörg skemmtiferðaskip hafa viðkomu þar sama daginn. Á 114 km hraða íinnan- bæjarakstri Mikil aukning í komum skemmtiferðaskipa í sumar Átta skip á 5 dögnm UNGUR ökumaður, 18 ára gamall var sviptur ökuleyfi eftir að hafa ekið bíl sínum á 114 kílómetra hraða innanbæjar á Akureyri í gærdag. Annar ökumaður var stöðvaður á 99 kílómetra hraða í innanbæjarakstri, sá heldur sínu ökuskírteini en fær væntanlega ríf- lega sekt. Matthías Einarsson lögreglu- varðstjóri á Akureyri sagði að lög- reglumenn væru mikið á ferðinni um þessar mundir að mæla öku- hraða. „Við reynum að halda hrað- anum niðri og fólk á að vita að við erum víða á ferðinni," sagði hann. FJÖGUR skemmtiferðaskip voru samtímis á Akureyri í gær og er þetta í annað sinn í sumar sem svo mörg skemmtiferðaskip eru saman komin við Akureyrarhöfn. Reyndar kom fimmta skipið, sem áætlað var að kæmi f dag skömmu fyrir mið- nætti þannig að á sama sólar- hringnum voru skipin fimm sem höfðu viðkomu í höfninni Farþegar á fjórða þúsund Guðmundur Sigurbjörnsson hafn- arstjóri sagði að um væri að ræða toppviku hvað viðkomu skemmti- ferðaskipa varðar, en þau yrðu átta talsins frá mánudegi til föstudags og hefðu aldrei verið svo mörg í einni og sömu vikunni. Gera má ráð fyrir að farþegar skipanna séu eitt- hvað á fjórða þúsundið, en flestir fara þeir i land. Margir fara með langferðabílum austur í Mývatns- sveit, aðrir að Goðafossi og gamla bænum í Laufási og enn aðrir kjósa að skoða sig um í miðbænum. Skipum fækkar úr þessu „Þessum skipakomum fylgir vissulega tekjuaukning, bæði hjá höfninni og ýmsum öðrum í bæn- um,“ sagði Guðmundur. Eftir að þessi toppvika í skipa- komum er liðin hjá fer nokkuð að draga úr en þá eiga alls átta skip eftir að koma í sumar. Alls verða þá skipin 37 að tölu sem er það langmesta sem áður hefur þekkst, þau voru 24 í fyrra og sumarið 1993 höfðu 28 skip viðkomu á Akureyri sem þá var met. Hafnar- stjóri sagði að skýringu á aukning- unni mætti rekja til öflugs mark- aðsstarfs Akureyrarhafnar á liðn- um misserum. Víkingurinn vinsæli FJÖLDI ferðalanga staldrar við hjá víkingnum sem komið hefur verið fyrir framan við Leikfangamarkaðinn í göngu- götunni í Hafnarstræti og þeir eru margir sem stilla sér upp við hlið hans og láta smella af sér ljósmynd. „Hann er mjög vinsælt módel,“ segir Guð- mundur Sigurðsson verslunar- stjóri í Leikfangamarkaðnum en víkingur þessi heldur á hjálmum sem margir fá að bregða á höfðu sér til að gera ljósmyndina enn áhrifaríkari. Hinn frækni víkingur á að sögn verslunarstjórans eiginkonu, „heimavinnandi sem stendur, stoppar í sokkana hans og ann- að slíkt en mun birtast þegar hennar tími er kominn.“ Að mati Guðmundar er meira um erlenda ferðamenn í sumar en var í fyrra en verslunin færi nokkuð eftir veðri, í blíðviðri eins og í gær væri meira um að ferðamenn keyptu boli en þegar andaði köldu væru lopa- peysur og vettlingar vinsæl söluvara. Morgunblaðið/Rúnar Þór VÍKINGURINN keppir við Akureyrarkirkju sem vinsælt myndefni ferðalanga. Kindur af riðusvæði fundust í Upsadal KINDUR frá bænum Þverá í Skíða- dal sem fluttar voru án vitundar bónda út í Ólafsfjarðarmúla í liðinni viku fundust í Upsadal ofan við Dalvík og við Sauðanes á sunnudag. Kindurnar sem settar voru á beit út í Múla voru fluttar af riðusvæði á ósýkt svæði. Zhophanías Jónmundsson fjall- skilastjóri á Hrafnstöðum sagði að kindurnar, ellefu talsins, hefðu fund- ist í Upsadal og þrjár þeirra við Sauðanes norðan Dalvíkurbæjar. Eigandi fjárins sótti það og flutti sjálfur til síns heima. „Það er alveg ljóst að kindurnar hafa aldrei farið þessa leið sjálfar, það hefur einhver flutt þær þarna út eftir, en enginn hefur gefið sig fram enn,“ sagði Zhophanías. „Ég hélt að menn vissu betur og væru ekki með svona skrípaleik, reyndu frekar að stoppa flæking á þessum rollum." Kostnaður við leit og smalamennsku Fjallskilastjóri sagði að mikilvægt væri að komast til botns í málinu, sem þegar hefði haft nokkurn kostn- að í för með sér, en alls fóru fjórir menn að smalá eftir að þær fundust og áður hafði Zhophanías farið nokkrar ferðir í leit að þeim. Sá sem valdur er að flutning kindana ber að greiða kostnaðinn. -----»-♦ ♦---- Hljóðfærum stolið úr bíl BROTIST var inn í bifreið hljóm- svéitarinnar Byltingar þar sem hún stóð við verkstæði á Árskógsströnd í fyrrinótt og stolið þaðan þremur gíturum. Að sögn lögreglu á Dalvík var stórum steini kastað inn um rúðu bílsins og náð í hljóðfærin í gegnum hana. SDB flaa» BQBOpafil DAGSKRÁ verður um Davíð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi í Davíðshúsi við Bjarkar- stíg í kvöld, miðvikudagskvöld- ið 26. júlí kl. 21.00. Aðgangs- eyrir er 600 krónur. (FYRSTA FLOKKS NORÐLENSK NATTURUAFURP) KOMA í VERSLANIR EFTIR PACA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.