Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ÓSKAR Tryggri Svavarsson, formaður Flugklúbbs Flugtaks, með flug á heilanum eins og sjá má á skrautiegxi höfuðfati hans en í það hefur verið nælt flugmerkjum úr ýmsum áttum. Morgunblaðið/Halldór GUNNAR Þorsteinsson frá Flugmálasljórn, l.t.v., Tryggvi Jóns- son, vinningshafi i getraun Flugmálasljórnar, og Þorgeir Árna- son, formaður Flugsmíðar. Flugvéla- smiðir fagna uppsveiflu Blönduósi - Félagið Flugsmíð, sem er félagsskapur þeirra manna sem smíða eða setja sam- an sínar eigin flugvélar, efndi til fyrsta flugdags félagsins á Blönduósi laugardaginn 22. júlí sl. Fjölmennt var á Blönduóss- flugvelli þennan góðviðrisdag og lentu þrjátíu flugvélar á vell- inum af þessu tilefni. Blönduóssflugvöllur varð fyr- ir valinu vegna þess hversu vel í sveit hann er settur, en um klukkutíma flug er frá Norður- landi, Suðurlandi og Vestfjörð- um til Blönduóss. SMÁRI Karlsson, fyrrv. flugstjóri hjá Flugleiðum, kemur sér fyrir í heimasmiðuðum flugfák sín- um, sem er af gerðinni Rans-SlO, sem vegur aðeins 390 kg. Tuttugu flugvélar í smíðum víða um landið Heimasmíðaðar flugvélar eru um 20 og er mikil gróska í smíði þeirra en um 20 vélar eru í smíðum víðsvegar um landið. Félagar eru um 70 og fer þeim fjölgandi. Auk félaga úr Flugsmíði voru félagar úr Svifflugfélagi ís- lands með svifflugu á staðnum og sýndu þeir listflug og buðu áhorfendum í flug. __ Flugmódelfélag íslands mætti til leiks með módel sín, auk þess sem áhorfendum gafst færi á að sjá mótordreka og þyrilflugu (gyrocopter) fljúga yfir völlinn. Flugmálasljórn efndi til getraunar Meðal þeirra sem kynntu starfsemi sína á flugdeginum var Flugmálastjórn og efndi stofnunin til getrauna fyrir flugdagsgesti. Vinningshafi var Tryggvi Jónsson, Hafnarfirði, og hlaut hann í verðlaun veg- lega kennslubók fyrir einka- flugpróf. Skamper Ferðahús Vönduð ■ vél búin. Leegsta verðið á markaðnum frá Rr. 585.ooo með öllum aukahlutum. Fjórir fræknir ÞESSIR fræknu veiðimenn á Seyðisfirði eru góðir vinir og svo skemmtilega vill til að þeir heita allir sama millinafni. Þeir Garðar Þór Jósefsson, Bergur Þór Krist- jánsson, Guðmundur Þór Magn- ússon og Jón Þór Guðbjörnsson kváðust oft reyna sig við veiðar, við misjafnt gengi, enda mikið af forvitnum erlendum ferða- mönnum á Seyðisfirði, sem hræddu fiskánna stundum frá stöngum þeirra. Morgunblaðið/Silli ANNAR áfangi viðbygging- ar við Borgarhólsskóla. Borgar- hólsskóli stækkaður Húsavik - Viðbygging við Borgar- hólsskóla á Húsavík er einn af þrem- ur stærstu gjaldliðum til fram- kvæmda á vegum Husavíkurbæjar á yfirstandandi ári og er ætlað að til þess verði varið 35 millj. kr. Þetta er 2. áfangi viðbyggingar- innar við skólahúsið sem fyrst var tekið í notkun árið 1960 og hefur verið stækkað eftir því sem íbúum bæjarins hefur fjölgað. Áformað er að byggingin verði fokheld, gleijuð og að fullu frágengin að utan á þessu ári. Verktaki er Norðurvík hf. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson V opnafjarðardagar Skemmtun fyrir alla í rúma viku V OPNAFJARÐ ARD AGAR hefj- ast á Vopnafirði og Bakkafirði næstkomandi laugardag. Hátíðin stendur til 6. ágúst með tilheyr- andi vopnaskaki og skemmtileg- heitum. Dagskráin hefst með opnun sýningar á verkum Sigfúsar Hall- dórssonar listmálara og tónskálds og leikur listamaðurinn frumsamin lög en Friðbjöm Jónsson tekur lagið. Síðan rekur hver viðburður- inn annan, m.a. annars verður efnt til sagnameistarakvölds þar sem kunnir sagnamenn segja sög- ur af sjálfum sér og öðrum, efnt verður til hagyrðingamóts í umsjá Ómars Ragnarssonar þar sem helstu hagyrðingar landsins mæta til leiks. Allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi því boðið verður upp á gönguferðir og siglingar, sjóstangamót og dansleiki fyrir alla aldurshópa. Skeggjastaða- kirkja í Bakkafirði fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir og þann 30. júlí verður boðið upp á dag- langa dagskrá af því tilefni. Vopnaskak er heiti fjölskylduhá- tíðar sem hefst þann 4. ágúst með tilheyrandi útileikhúsi, útimörkuð- um, grilli og gamni. ----» » ♦-- Bíldudalur og Patr eksfj ör ður Morgunblaðið/Guðni Unnið að lagningu bundins slit- lags á flugvellinum í Bíldudal. I \ \ í í i i \ i | I I I p l I I Bundið L slitlag i lagtáflug- * brautirnar VERIÐ er að Ieggja bundið slitlag á flugvöllinn í Bíldudal en flug- ' brautin er nálægt 1.000 metrar , að lengd. Framkvæmdirnar hófust í júlí og er áætlað að því ljúki t öðrum hvorum megin við verslun- p armannahelgina. Verkið er unnið af Klæðingu hf. í Garðabæ. Jón Baldvin Pálsson hjá Flugmálastjórn sagði að það hefði verið unnið markvisst að því undanfarin ár að klæða flugvelli landsins bundnu slitlagi og því miðaði vel áfram. Fyrstu fjóra mánuði ársins fóru | 2.400 farþegar um flugvöllinn á Bíldudal og 37 tonn af pósti og ^ öðrum vörum. Á síðasta ári fóru " 5.500 farþegar um völlinn og þá var 7,7% aukning frá fyrra ári. Einnig er verið að leggja bundið slitlag á flugvöllinn á Patreksfirði en þar er flugbrautin svipuð að lengd og á Bíldudal. Samtals kost- ar þetta verk 38 milljónir kr., rúm- ar 20 milljónir kr. á Patreksfirði r og um 18 milljónir kr. á Bíldudal. 5.700 farþegarfóru um flugvöllinn < á Patreksfirði í fyrra og hafði þeim P þá fækkað um 2,4% frá 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.