Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 26.JÚLÍ 1995 19 Stefnur og straumar í bókaútgáfu og - sölu Of margar bækur á of stuttum tíma? Bókaútgáfa og - dreifing er ekki aðeins til umræðu á íslandi. Sigrún Davíðsdóttir hugar að þeim málum og rekur hér í fyrri grein af tveimur tilraunir til að lækka bóka- verð og hvemig stórar verslanakeðjur eru víða að ná til sín bóksölu í þéttbýli. ÞAÐ ER ekki aðeins að bækur á geisladiskum og tölvunetum veki upp spurningar um framtíð bókarinnar. Aðrir sviptivindar leika um bækur og bókaútgáfu þessi ár- in. Það er af sem áður var, þegar bókaútgáfa var viðfangsefni heldri manna, þar sem næstum þótti ófínt að ræða um peninga. Nú er hlaup- inn stórpeningur í bókaútgáfu, ekki aðeins dægurbækur, heldur einnig í fagurbókmenntir. Um leið vakna auðvitað upp vangaveltur hvaða áhrif þetta hafi á sjálfa þungamiðj- una, bækumar. Eftirfarandi grein er fyrri af tveimur um stefnur og strauma í bókaútgáfu erlendis, en augun þó höfð á íslenska markaðn- um í leiðinni. Reynt að lækka bókaverð Bókaútgáfa er hluti fjölmiðlunar, rétt eins og kvikmyndir og tóniist og hvað veltu varðar enn stærri en þessar tvær greinar. Meðal yngri bókakaupenda eru það ekki síst þessar tvær síðastnefndu greinar, sem keppa um athyglina. Eftir ein- hverju er að slægjast í bókaútgáfu þegar fjölmiðlarisar eins og banda- ríska fyrirtækið Time-Warner og þýska Bertelsmann keppast um á þessu sviði. Minnkandi bóksala, einkum til yngri lesenda, hefur eðli- lega valdið bókaútgefendum áhyggjum. Bókaverð er einfaldlega of hátt, miðað við verð geisladiska og myndbanda. En almennt má segja að vandinn felist í því sem sagði eitt sinn í ritstjórnargrein danska blaðsins „Politiken": „Alltof margar bækur á alltof háu verði eru seldar alltof fáum á alltof stuttum tíma.“ Bókaútgefendur hafa því reynt að hugsa málin upp á nýtt, bæði hvað verð og dreifingu varðar. Það hefur ekki skort á kreppu- fréttir úr bókaútgáfunni undanfarin ár. Arið 1992 minnkaði bókasala í Bretlandi um 30-60 af hundraði og sala á nýjum bókum um 50-75 af hundraði. Það merkilega er að sala á bókum eftir nýja höfunda er iðu- lega á bilinu 500-700 bækur, hvort sem er í Bretlandi, þar sem íbúar eru um fimmtíu milljónir, í Dan- mörku þar sem íbúar eru um fimm milljónir eða á íslandi með sín 260 þúsund. Það þarf ekki mikla töl- fræðiþekkingu til að sjá af slíkum tölum hve einstaklega miklir bóka- lesendur Islendingar eru. Onnur saga er svo að er salan verður góð skilur á milli talnanna. Hér áður fyrr voru bækur fyrst gefnar út í virðulegum útgáfum með spjöldum, áður en þær vinsælustu voru síðan gefnar út í kiljum nokkr- um mánuðum síðar. Samdrátturinn hefur orðið til þess að margar bóka- útgáfur eru nú farnar að gefa bæk- ur strax út í kiljum og það hefur gefist vel. Þá kosta nýjar breskar skáldsögur kannski um 600 íslensk- ar krónur, en nýjar danskar bækur kosta í kilju 1400-2000 íslenskar krónur. Ýmsar nýjar tegundir af ódýrum tilboðum eru víða uppi. Á Ítalíu reið bókaútgáfan Stampa Alternativa á vaðið fyrir nokkrum árum og tók að bjóða upp á bækur á þúsund lír- ur, eða tæpar fjörutíu íslenskar krónur. Um var að ræða klassísk rit, þar sem höfundarréttur var fall- inn úr gildi. Viðtökurnar voru yfír- þyrmandi góðar, ekki síst meðal ungs fólks. Önnur ítölsk bókaútgáfa hefur um hríð gefið út alfræðibækur um aðskiljanleg efni á hundrað síð- um fyrir þúsund lírur. í sumar voru titlarnir orðnir 66 og spanna sögu ýmissa fyrirbæra, svo sem fasisma, kaþólsku, Etrúska og ensks leik- húss, til bóka um læknisfræði, list- ir, tungumál og bókmenntir. Nýj- asta bókin er ítarleg saga teikni- myndasagna. Víðar í Evrópu hefur verið farið inn á svipaðar brautir, til dæmis í Frakklandi og Bretlandi. Á Norðurlöndum eru tæplega horfur á að bókaverð geti orðið jafn lágt og á þúsund líru bókunum, en þó er reynt að hverfa í þessa átt. Gyldendal hóf nýlega útgáfu sí- gildra bóka og þær kosta um 550 íslenskar krónur. Þar er boðið upp á Hrafnkötlu, Þjáningar hins unga Werters eftir Goethe og Kirkegaard, svo dæmi séu tekin. Til að slíkar útgáfur borgi sig þurfa þær að minnsta kosti að seljast í tíu þúsund eintökum. í Danmörku hafa ýmsar bókaútgáfur freistað þess að bjóða bók mánaðarins, nýjar bækur, sem eru þá boðnar á lægra verði í einn mánuð, áður en verðið er hækkað. Mánaðartilboðið er þá til dæmis um 770 íslenskar krónur en hækkar upp í 980 eftir fyrsta mánuðinn. Bókaklúbbar eru gamalkunn að- ferð til að selja bækur ódýrt og þeir ásamt bókamörkuðunum eru það sem næst kemst lágu verði er- lendis. Enn sem komið er hafa bráðódýrar útgáfur ekki skotið upp kollinum á almennum markaði hér á landi. Bókabúðakeðjur í stað einstakra bóksala Forlagsverð og bóksala hafa ekki aðeins vakið deilur á íslandi. Ann- ars staðar hefur einnig verið tekist á um forlagsverð, það er fast lág- marksverð og hvar og hvernig ætti að selja bækur. í Evrópu hefur lengi tíðkast að hafa fast verð á bókum meðan þær eru nýjar eða nýlegar. í Frakklandi var bókaverð gefíð fijálst á síðasta áratug. Stór keðja eins og FNAC hafði tök á að bjóða tuttugu prósent lægra verð á öllu og um leið fækk- aði öðrum bókabúðum í París. Hinn atkvæðamikli franski menntamála- ráðherra Jack Lang fékk því þá framgengt að aftur yrði innleitt forlagsverð, nefnilega lágmarks- verð, sem ekki var hægt að undir- bjóða. I Bandaríkjunum er frjáls verð- myndun á bókum og hart barist um kaupendur. Þar eru stórar bókakeðj: ur alls ráðandi í stórborgunum. í New York er það Barnes & Nobles, sem eiga nokkurn veginn bókabúð- irnar eins og þær leggja sig. Það stendur reyndar ekki Barnes & Nobles á öllum búðunum, því þeir hafa keypt upp búðir en látið þær halda nafninu. Keðjan býður iðulega þijátíu prósent afslátt á bókum af metsölulista New York Times, tutt- ugu prósent af metsölulista keðj- unnar sjálfrar og tíu prósent af öðr- um bókum. I London er það Water- stone-keðjan, sem hefur undirtökin, eða öllu heldur W.H. Smith, sem hefur keypt Waterstone og hefur auk þess bókaþátt á Sky-sjónvarps- stöðinni. Keðjan hefur síðan unnið að því að koma undir sig fótunum í Bandaríkjunum. Almennt gildir að keðjurnar leggja áherslu á metsölubækur ann- ars vegar og stunda einkum sölu í stórborgum og þéttbýli hins vegar. Þá veldur áhyggjum hvernig búið sé að bóksölu annarra bóka en met- sölubóka og hvernig verði um bók- sölu í minni borgum og bæjum. Hér á landi er ekki um neinar sterkar bókabúðakeðjur að ræða, en þó má finna merki um svipuð umbrot á íslandi. Þó bóksala í Bónusi og Hagkaupum sé aðeins vertíðarbund- ið fyrirbæri fellur hún inn í erlendu myndina um að eingöngu sé slægst eftir sölu metsölubóka og veldur því áhyggjum meðal bókamanna um hvemig búið sé að sölu bóka al- mennt og þá annarra bóka en met- sölubókanna. Einnig þykir áhyggju- efni að með sölunni í Hagkaupum og Bónus missi bókaverslanir jóla- söluna o g það geti því kippt fótunum undan þeim. Þvi er fróðlegt að hug- leiða söluna í þessu sambandi. Þó stefnan virðist vera á stórar bókaverslanakeðjur þá eru einnig til litlar bókabúðir, sem rækja hlut- verk sinn á örlítið annan hátt en áður hefur þekkst. íslendingar kannast við hvemig búðirnar stefna rithöfundum í búðirnar fyrir jólin til að fá þá til að árita bækur sín- ar. Helgaropnun er einnig skemmti- leg uppákoma. Erlendis þekkist að hafa kaffistofur í eða við bókabúð- ir. Citt del sole eða Sólborgin er ákaflega falleg bókabúð í Torínó á Norður-Ítalíu, þar sem boðið er upp á upplestra og fyrirlestra á veturna í tengslum við nýjar og gamlar bækur. Svo einstaklega menningar- legar bókabúðir eru til í mörgum stórborgum og hafa orðið vinsælir samkomustaðir í hópi áhugasamra lesenda. Þeim er sameiginlegt að þær reyna ekki að höfða til fjöld- ans, heldur til þess hóps sem í raun og vem hefur áhuga á góðum bók- um og umfjöllun um þær. Með starf- semi sinni bjóða þessar bókabúðir bæði upp á þjónustu við lesendur og raékt við bókmenntirnar, án þess að sveipa þær neinu auglýsingaskr- umi. Tilvist þeirra sýnir að það er líf utan keðjanna, þó hægt fari, en um leið er enginn vafi á að keðjum- ar eru komnar til að vera. KVIKMYNPIR Rcgnboginn RAUNIR EINSTÆÐRA FEÐRA „BYE, BYE LOVE“ ★ Leiksljóri: Sam Weisman. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Randy Quaid, Paul Reiser og Rob Rciner. 20th Century Fox. 1995. Þunnur þrettándi GAMANMYNDIN Raunir ein- stæðra feðra er enn ein ameríska fjölskylduvellumyndin sem hér er sýnd á skömmum tíma en þær eiga það tvennt sameiginlegt að fjalla um brýn fjölskylduvandamál á yfírmáta væminn hátt og að eiga ekkert erindi út fyrir landsteinana. Þessi fjallar t.d. um hjónaskilnaði á þennan sykursæta, sléttstrauj- aða og nauðaómerkilega hátt sem innantómu glansmyndirnar frá Hollywood taka í misgripum fyrir raunveruleika. Raunir einstæðra dregur nafn sitt af dægurlagi og er viðlíka rýr í roðinu. Hún fram- kallar einstaka hlátur en mest- megnis doða. Hláturinn tengist að vonum Randy Quaid, sem er næstum því sá eini í myndinni er hefur ein- hvern snefil af húmor. Hann á fín atriði á stefnumóti með konu sem hann hefur aldrei séð áður en virk- ar eins og einhver í Adamsfjöl- skyldunni. Vinir Quaids eru Matt- hew Modine og Paul Reiser og allir þrír eru þeir fráskildir og hitta börnin sín um helgar en myndin gerist um eina slíka helgi. Boð- skapurinn er sá að hjónaskilnaðir séu slæmir en, maður verður bara að lifa við þá. Eitt er þó gott við glansmyndirnar. Þær koma manni aldrei á óvart. Það er enginn í allri myndinni sem maður lætur sig varða um eða vekur hinn minnsta áhuga. Kannski vegna þess að allir eru eins og klipptir út úr tískublaði í klæðnaði og útliti og innra byrðið er samkvæmt því. Gamanið er mestanpart andlaust og tilfínn- ingavellan á sér engin takmörk. Þetta er fullkomin veröld, jafnvel þótt skilnaðir séu daglegt brauð, því þeir eru aðeins litlar hrukkur á sléttu yfirborðinu og þurrkaðar út áður en lýkur svo allir geti allt- af verið hamingjusamir. Eða eins og Woody Allen sagði: Afsakið, en ég á stefnumót á jörðinni eftir 15 mínútur. Arnaldur Indriðason Orgeltónar á hádegi í Hallgríms- kirkju Á FIMMTUDÖGUM og laugardögum eru orgeltónar á hádegi í Hallgrímskirkju. Það eru félagar í Félagi íslenskra organleikara sem leika á fimmtudögum. Fimmtudaginn 27. júli er það Kjartan Sigur- jónsson organisti Seljakirkju, sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Kjartan leik- ur Ciaconna í f-moll eftir Pac- helbel, Benedictus op. 59 eftir Max Reger, þrjá mismunandi sálmforleiki við sálminn Hver sem Ijúfan Guð lætur ráða eftir Johann Sebastian Bach og að lokum Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir Dietrich Buxte- hude. Laugardaginn 29. júlí leikur svo Roger Sayer, dómorgan- isti í Rochester á Englandi, en hann leikur einnig á sumar- tónleikunum sunnudagskvöld- ið 30. júlí. Handverksfóik að störfum VIKUNA 25.-29. júlí er sýn- ing í húsi Heimilisiðnaðarfé- lagsins á Laufásvegi 2, á verk- um Sigríðar Óskarsdóttur glerlistakonu. Þetta er í fram- haldi af þeirri nýbreytni að opna húsið handverksfólki og bjóða því sölu- og sýningarað- stöðu. Sigríður starfar sem hand- menntakennari en hefur unnið við glerlist hin síðustu ár. 1.-23. júlí síðastliðinn var hún ásamt 13 íslenskum konum þátttakandi í samsýningu í Kunstnernes Hus í Árhus. Var það í tengslum við Kvindefes- tival, sem haldið er á hvetju ári. Húsið er opið gestum og gangandi frá kl. 13-18. Vatnslita- myndir á Vopnafirði SIGFÚS Halldórsson opnar sýningu í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju ■ laugar- daginn 29. júlí kl. 16.30. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 10-12 og 16-19 til 6. ágúst. Á sýningunni eru 25 vatns- litamyndir og er myndefnið sótt í umhverfi Vopnafjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.