Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Maðurinn minn, faðir, afi og tengdafaðir, GUÐNI INGI LÁRUSSON frá Krossnesi, Grundarfirði; til heimilis á Borgarvegi 46, Njarðvík, andaðist á heimili sínu 24. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Heiða Aðalsteinsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Stuðlaseli 30, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 22. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Jón A. Jónsson, Kristján Hreinsson, Magnús Jónsson, Ólöf Bjarnadóttir, Sigri'ður Jóna Jónsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Hugrún Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Sigurbjörg Hallgri'msdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, SVEINN MÁR GUNNARSSON læknir, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju í dag miðvikudaginn 26. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á minningar- sjóð Sveins Más Gunnarssonar, ávísunarreikning nr. 216, í aðal- banka Búnaðarbanka íslands. Lára Ingibjörg Ólafsdóttir. t Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, HÚBERT ÓLAFSSON fyrrverandi múrari, Borgarnesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 22. júlí, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 28. júlí kl. 14.00. Guðrún Húbertsdóttir, Þorkell Þórðarson, Dagný, Drífa og Þórey Þorkelsdætur. t Fóstursystir okkar, SIGRÍÐUR STEINUNN SIGURJÓNSDÓTTIR frá Kiðjabergi, verður jarðsungin frá Stóruborgarkirkju á morgun fimmtudaginn 27. júlí kl. 14.00. Guðrún S. Jónsdóttir, Þun'ður J. Sörensen, Þorlákur Jónsson. t Ástkær stjúpfaðir minn og bróðir, BJÖRGVIN VIKTOR FÆRSETH kaupmaður, Samtúni 20, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar laugardaginn 22. júlf. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann R. Símonarson, Andreas Færseth. t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ORTRUD JÓNSSON, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27. júlí kl. 10.30. Helga M. Ögmundsdóttir, Peter Holbrook, Ögmundur Petersson, Baldvin Petersson. TORFI BR YNGEIRSSON + Torfi Bryn- geirsson var fæddur að Búastöð- um í Vestmannaeyj- um 11. nóvember 1926, sonur hjón- anna Lovísu Gísla- dóttur og Bryngeirs Torfasonar skip- stjóra, sem ættaður var frá Stokkseyri. Torfi var meðal fremstu frjáls- íþróttamanna i Evr- ópu um og eftir 1950 og Islands- meistari í lang- stökki og stangarstökki. Hann varð Norðurlandameistari í langstökki árið 1949. Árið 1950 varð hann Evrópumeistari í langstökki og meistari í stang- arstökki á bresku heimsvelda- leikunum árið 1951. Árið 1950 kvæntist Torfi Jóhönnu Péturs- dóttur og eignuðust þau fjögur börn: Njál, aflraunamann og verktaka, Bryndísi sjúkraliða, Bryngeir tölvutækni og Guð- mund, knattspyrnumann og starfsmann Fylkis, öll eru þau búsett í Reykjavík. Jóhanna Pétursdóttir andað- ist árið 1983. Torfi var lögreglumaður í Reykjavík 1948- 1955. í árslok 1955 flutti hann með fjöl- skyldu sína til Vest- mannaeyja. f Vest- mannaeyjum gerð- ist Torfi útgerðar- maður og stundaði sjómennsku á eigin báti í nokkur ár, frá 1962-1969 var hann verksljóri hjá Ein- ari Sigurðssyni í Hraðfrystistöð Vestmanneyja. Árið 1969 flutti Torfi aftur til Reykjavíkur þar sem hann setti á stofn verk- takafyrirtæki í byggingariðn- aði og bjó þar síðan til dánar- dægurs. Hann varð bráðkvadd- ur hinn 16. júlí sl. Sambýliskona Torfa hin síðari ár var Erla Þorvarðardóttir matartæknir og var heimili þeirra að Akur- gerði 62 í Reykjavík. Utför Torfa Bryngeirssonar fer fram í dag frá Hallgríms- kirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU afi, nú ert þú farinn frá okkur en minningamar um þig fara ekki. Þegar þú komst á morgnana til okkar með snúða og kókómjólk og réttir Hlín pokann, því enginn mátti taka við pokanum nema hún. Er þú sagðir „Blessaður nafni“, og Torfi litli svaraði snöggt „Eg heiti ekki nafni, ég heiti Torfi Bryngeirsson.“ Allar ferðimar upp í sumarbústað þegar þú varst að smíða verk- færaskúrinn og sagðir að hann héti Bjarkarskúr því hún væri fyrsta stelpan sem hefði komið í skúrinn. Það er gott að hafa fengið að kynnast þér, afí, og eiga minning- arnar um þig. Hvíl í friði. Björk, Torfi og Hlín. Oft bregður fólki við andláts- fregnir vandamanna eða vina en einkum þó þegar enginn hefur verið aðdragandi þar að og ekki til ann- ars vitað en viðkomandi hafi verið heill heilsu. Mér kom því mjög á óvart er ég frétti að Torfi Bryngeirs- son fornvinur minn frá Búastöðum í Vestmannaeyjum væri andaður. Við Torfi kynntumst fyrst á gamla íþróttavellinum í Reykjavik og síðan í lögreglunni þar á fyrstu árum sjötta áratugarins. Eins og í það minnsta allir af eldri kynslóð- inni vita var Torfi Bryngeirsson af- burða íþróttamaður, Evrópumeistari í langstökki árið 1950 og Norður- landameistari í stangarstökki 1951, margfaldur íslandsmeistari í téðum greinum auk annarra frægra sigra. Vafalaust hefði hann getað orðið frábær spretthlaupari líka ef hann hefði sinnt þeirri íþróttagrein, vegna þess hversu snar hann var í hreyf- ingum. Hins vegar gáfu tími og aðstæður þessara ára ekki mögu- leika til þess að menn gætu gefið sér nema nauman tíma til æfínga, því nánast undantekningarlaust urðu þeir að vinna fulla vinnu og í ýmsum tilfellum tvöfalda til að sjá sér og sínum farborða. Forystumenn íþróttafélaga voru á þessum árum að reyna að útvega afreksmönnum í íþróttum störf sem ekki kröfðust mikils líkamlegs erfið- is alla jafna og var þá Lögreglan í Reykjavík í mörgum tilfellum þrautalendingin. Æðstu yfirmenn lögreglunnar á þessum árum reynd- ust velviljaðir íþróttamönnum og tóku þá marga í lögregluliðið. Get- um má af því leiða að slíkt væri einnig ávinningur þeirrar stofnunar á fá fríska afreksmenn til starfans, enda fór orðspor fljótt af þeim þar. Hitt er svo önnur saga að téð starf var ekki heppilegt fyrir þá, sökum þess að þá tíðkuðust stöður á gatnamótum við umferðastjórn, langar göngur um stræti og götur ekki einungis dag út og dag inn, heldur um nætur líka. Gangstéttar og malbik var allt annað en gott fyrir fætur þessara manna. Þá leiddi og missvefn og vansvefn af vakta- vinnunni. Þrátt fyrir þetta náði margur íþróttamaðurinn sér vel á strik við nefndar aðstæður saman- ber Torfa Bryngeirsson. Um miðbik sjötta áratugarins hætti Torfi í lögreglunni í Reykja- vík, lagði íþróttir á hilluna og hélt til síns heima í Vestmannaeyjum, þar sem hann lagði stund á útgerð og sjómennsku. Mörgum voru það sár vonbrigði að Torfi skyldi hætta í íþróttum í fullu fjöri og á besta aldri en hver og einn ræður auðvit- að sér og sínu og þýðir lítt um það að fást. Leiðir okkar Torfa lágu enn sam- an a sjöunda áratugnum og nú í lögreglunni í Vestmanneyjum um árabil. Var þar þá uppgripaafli og mikill skortur á vinnuafli í stærstu verstöð landsins, enda flykktist þá farandverkafólk og sjómenn þangað víðs vegar að af landi hér og erlend- is frá, svo að hundruðum skipti. Var fólk þar t.d. einn veturinn af tólf erlendum þjóðernum, sumir þangt að komnir svo sem frá Afríku, Ástr- alíu og Nýja-Sjálandi. Þá var í land- legum veðurs vegna og oftar í Eyj- um fjöldi aðkomuskipa. Eins og að líkum lætur var þar oft á þessum árum heldur en ekki róstursamt. Lögreglan var of fámenn miðað við alit þetta umfang og var ekki auk- visum hent í henni að starfa, en því betur höfðum við heldur enga slíka. Torfi lét þama ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn, reynd- ist ágætur liðsmaður, duglegur, eft- irtektarsamur og áræðinn í besta lagi ef með þurfti. Svo snar var Torfi ef til átaka kom, að ég hefí ekki annað eins séð til nokkurs manns og var engu líkara en að heppnin væri einnig með honum. Það verður að segjast eins og er að oft datt mér í hug að Kári Söl- mundarson væri endurborinn þar sem Torfi var, samkvæmt frásögn Njálu af þeim fyrrnefnda. Eftir að við Torfi höfðum kvatt Eyjalögreglu hittum við hjónin oft hann og konu hans Jóhönnu Péturs- dóttur við ýmis tækifæri. Á góðum stundum gátu þau verið hrókar alls fagnaðar og ánægjulegt með þeim að vera. Síðari hluta sjöunda áratugarins var Torfi verkstjóri í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja,’ en fluttist síðan til Reykjavíkur um árið 1970 og gerð- ist hann þá verktaki þar. Hann var lagvirkur og dugmikill sem slíkur, svo sem jafnan við annað áður. Það er eins og þjóðskáldið segir í kvæð- inu sem sungið hefur verið yfir moldum flestra Islendinga um þijár aldir „að líf mannlegt endar skjótt". Torfi var í hærra meðallagi á vöxt, sívalvaxinn, gráeygður og ein- beittur á svip. Hann var'hvatlegur og snar í hreyfingum. Stórlyndur var" hann og raunar viðkvæmur í lund en bar sig jafnan harðmann- lega. Greiðamaður var hann og traustur vinum sínum. Mér og konu minni er nú efst í huga þakklæti Torfa fyrir samleið- ina. Við óskum honum guðsblessun- ar á nýju tilverusviði sem allra bíð- ur. Ástvinum hans sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Hallgrímur Jónsson. Einn allra mesti afreksmaður í KR, Evrópumeistari í langstökki, íslandsmeistari í stangarstökki og frábær spretthlaupari, Torfi Bryn- geirsson er fallinn frá. Aðeins mán- uði á eftir Evrópumeistaranum og KR-ingnum Gunnari Huseby. Torfí fékk í vöggugjöf skap og viljafestu, sem gerði hann að öðrum ólöstuðum einn allra besta íþrótta- mann Islands. Ekki miklaðist hann yfir afrekum sínum og var léttur og kátur á góðum stundum. Torfí var í hópi þeirra íþróttamanna sem gerðu stundirnar á gamla Melavell- inum ógleymanlegar. Mér er í barns- minni gleði og sigurópin sem heyrð- ust um Vesturbæinn. Benedikt Jak- obsson, sálugi, þjálfari KR-inga og aðrir vallargestir sameinuðust í gleði og sigurvímu yfir árangri og sigri okkar manna í keppni við hin- ar ýmsu þjóðir. Sigurgleðin reis þó hæst þegar heim komu eftir Evrópu- keppni í Brussel tveir KR-ingar, sig- urvegararnir Gunnar Huseby í kúlu- varpi og Torfí Bryngeirsson í lang- stökki. Á því móti þurfti Torfi að taka erfiða ákvörðun um keppni í langstökki eða stangarstökki. Hann var skráður í báðar þessar keppnis- greinar og vann sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni í þeim báðum. Þegar úrslitakeppnin hófst var keppt sam- tímis í þessum íþróttagreinum. Torfi valdi langstökkið og sigraði. Nú eru siguróp vegna afreka Torfa Bryngeirssonar þögnuð, en við KR-ingar munum sigursælan íþróttamann og góðan félaga sem hélt marki KR hátt á lofti. Aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR. Með fáeinum orðum langar mig að kveðja frænda minn Torfa Bryn- geirsson og þakka honum sam- fylgdina. I raun finnst rnér þó ákaf- . lega óraunverulegt að eiga' ekki eftir að hitta hann eða heyra til hans framar, svo óvænt og snemma kom hans kall. Við vorum systkina- synir og síðast hitti ég hann við útför föður míns hinn 15. júní sl. Torfi var þá hress að vanda, röddin hvell og skýr. Ég minnti hann á að mér fyndist of mikil vík milli frænda og að hann hefði a.m.k. tvisvar sinnum bjargað lífi mínu, þegar ég var smástrákur. Þá brosti hann kumpánlega eins og forðum daga og við ætluðum að hittast þegar ég heimsækti Himma vin minn og bróður Erlu, sambýliskonu hans, í sumarbústaðinn, sem er við hlið bústaðar þeirra, en þar átti Torfi sitt skyndilega skapadægur hinn 16. júlí sl. Þeir samfundir verða því aldrei og er oft slík lífsins saga. • Þegar ég minnist hvernig það atvikaðist að Torfi barg lífi mínu sem barns þá lýsir það honum einn- ig mjög vel. Hann var fljótur til ákvarðana, snarráður og tvínónaði aldrei við hlutina. Þetta gerðist á jakahlaupi á Vilpu, sem varð þegar skyndilega þiðnaði að loknum frost- um og ísinn á Vilpu var brotinn. Strákar, sérstaklega hinir eldri, notuðu þá jakana til siglinga á Vilpu. Torfi var á jaka úti á miðri Vilpu og sá þegar ég féll fram af ísskörinni og fór inn undir skörina. Hann tók þá undir sig stökk inn á bakkann, og náði í höfuðið á mér, þegar ég var að sökkva í þriðja skiptið. Hitt skiptið sem Torfi kom mér til bjargar var inni i Slipp, en þar datt ég í sjóinn á milli hárra garða, sem bátarnir stóðu á. Engin leið var fyrir mig, fimm eða sex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.