Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 Svo gengur mað- ur syngjandi inn í byltinguna Hefðir eru eitthvað sem ekki er hægt að breyta, segir enski farandspilarinn Leo Gil- lespie í viðtali við fréttaritara Morgunblaðs- ins á Seyðisfírði, Pétur Kristjánsson. UNDANFARIÐ hefur dálítið sér- kennilegur maður birst hér og þar og komið mörgum nokkuð á óvart. Skyndilega verður umhverfíð annað í hugum manna og ekki laust við að þeim fínnist þeir staddir í bakher- bergi á írskri krá. Þetta er þjóðsagna- persónan Leo Gillespie í eigin persónu. Það er auðvelt að ná sambandi við Leo. Heimilisfangið er „hérna". Hann er ekki heimilisfastur í venjulegum skilningi orðsins. Heimili hans er þar sem hann er staddur hveiju sinni, þannig að hann er alltaf í heimsókn og hinir um leið í heimsókn hjá hon- um. Eins og Woodie Guthrie og Ram- bling Jack Elliot ferðast hann heiminn með gítarinn sinn, skoðar sífellt nýtt umhverfi og segir syngjandi frá í ljóð- um. Röddin er sterk og hijúf en lið- ast inn í atburði sem hafa gerst og eru að gerast. Leo Gillespie er fæddur í Manchest- er í Englandi árið 1949. Móðir hans var irsk og faðirinn Skoti. Fimmtán ára gamall hætti hann í skóla og vegurinn tók hann. „Eftir það fór ég að breyta um umhverfí og ala mig upp. Eg ólst svolítið upp sem táning- ur í Dublin og svolítið í París. Eg fór alvarlega að veita gítamum athygli þegar ég var svona 16 ára. Við byijuð- um í þjóðlagaklúbbum í Englandi. Þetta er eins og menntun. Þar var hægt að sjá ýmislegt sem maður sá ekki annars staðar og læra ýmis brögð.“ Nú hváir fréttaritarinn. „Hvað er þjóðlagaklúbbur?" „Jú,“ segir Leo. „í þá daga voru þetta oft bakherbergi á krá sem voru frátekin eingöngu til að spila þjóðla- gatónlist. Menn tóku smá gjald fyrir aðgang, svona eitt pund eða í þá daga um það bil tvo skildinga. Þann- ig gat maður bókað góða þjóðlaga- söngvara og látið þá fá aðgangseyr- inn. Maður fór bara inn á einhveija krá og spurði hvort þar væri bakher- bergi sem hægt væri að fá. Mjög sjaldgæft var að eigandinn ræki svona klúbb, það var yfirleitt fólkið sjálft sem sá um þetta. Kráareigandinn græddi þó alltaf eitthvað á bjórsöl- unni. Oft urðu menn varla varir við þetta á sjálfri kránni. Sum bakher- bergin voru nokkuð stór og gátu jafn- vel tekið við nokkrum hundruðum manna. Svona var þetta snemma á sjöunda áratugnum, þjóðlagaklúbbar vom í öllum bæjum og þorpum og oft fleiri en einn.“ Þegar fór að líða að galdraárinu 1968 var Leo kominn til Parísar. Stúdentabyltingin svokallaða var að hefjast og tímamir að breytast. En hvað var hann að gera á meðan á öllu þessu stóð? Ég var bara að gera það sem ég geri alltaf, að spila tónlist á götunni. Þegar maður spilar á götunni er maður bara áhorfandi sem sér hvern- ig allt breytist sí og æ. Maður fer ekki til þess að fínna byltinguna en svo gengur maður allt í einu syngj- andi inn í hana og _svo stendur maður þama og syngur. Ég hef aldrei reynt að reka áróður í söngvum mínum, frekar reynt að segja frá því sem ég sé. Þetta er mjög hefðbundið form. KatfileikhúsÉ I IILAÐVARPANUM ilesturgötu 3 ___________ ISönghópurinn Galliard flytur enska lútusöngva í kvöld, mi5. kl. 20.30. M/ðoverð kr. 500. Kabarettinn Höfuðið af skömminni fim. 27/7 kl. 21.00. Síðasta sýning. Miði m/mal kr. 1.600. Matargeslir mæti kt. 19.30. Herbergi Veroniku Aukasýning fös. 28/7 kl. 21.00. Miði m/mal kr. 2.000. Eldhúsið og barinn . opin fyrir & ettir sýningu _ 'Miðasala allan sólarhringinn i sima 551-9055 <*J<B 4? LEIKFÉLAG RETKJAVlKUR Stóra svið kl. 20.30: Rokkóperan: Jesús Kristur SÚPERSTAR aftlr Tlm Rlct og Andrew Loyd Wobber. Fimmtud. 27/7 uppselt, biðlisti, föstud. 28/7, laugard. 29/7, fimmtud. 3/8. Miðasalan verður opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 15-20 og sýningar- daga til kl. 20.30. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakort á Súperstar - frábær tækifærisgjöf! V Tjarnarbíó Söngleikurinn JÓSEP og hans undraverða skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Föstudagur 28/7 - miðnætursýning kl. 23.30. Sunnud. 30/7 kl. 21.00. Fimmtudagur 3/8 - miðnætursýning kl. 23.30. Miðasala opin alla daga íTjarnarbíóifrá kl. 12.30 - kl. 21.00. Miðapantanir símar:561 0280 og 551 9181,fax551 5015. „Það er langt síðan undirritaður hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi". Sveinn Haraldsson leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. FÓLK í FRÉTTUM Farandsöngvarar gera þetta. Maður reynir að heyra allar sögumar hjá fólki - safna þeim saman. Gítarinn virkar eins og lykill að dyrum sem annars myndu ekki ljúkast upp.“ Nú spyr fréttaritarinn: „Er þetta hægt? Getur maður verið hlutlaus og samið texta sem eru hlutlausir? Held- urðu ekki með einhveijum - lít- ilmagnanum til dæmis?" „Maður reynir að vera eins og eig- ið ker eða bátur. Ég held að ef mað- ur getur haldið huganum opnum gagnvart flestu geti maður orðið eins og opinn bátur og rekið áfram gegn um mismunandi umhverfi. Þannig aðlagar maður sig jafnóðum án þess að mynda sér endanlega skoðun um nokkum skapaðan hlut. Maður verður að halda huganum opnum og vona að maður sé enn að safna. Eg held að maður geti ekki notað þjóðlagatón- listar, né nokkurrar annarrar tónlist- ar, sem fullunninara vöru.“ „Hver hefur haft mest áhrif á þig í tónlistinni?" Ég held örugglega að það sé Wo- odie Guthrie. Hann sýndi hvernig hægt var að komast af með þjóðlag og nokkur einföld orð án þess að vera með flókna tónlist. Þannig má lifa ýmislegt af.“ Tali maður við götuspilara víða í Evrópu kannast flestir við Leo Gillespie. Hann er fræg- ur meðal þeirra. Þá liggur beinast við að spyija: „Hvers vegna ertu ekki frægur og hvers vegna hefur aldrei birst mynd af þér á forsíðu Rolling Stone-tímaritsins?“ „Ahhhh! Það sem við gerum hefur ekki markaðsmöguleika. Maður getur ekki selt þjóðlagatónlist. Hefðir eru eitthvað sem sem ekki er hægt að selja. Maður verður frægur af ein- hveiju öðru. Ég hef aldrei viljað vera í popptónlist. Vilji maður vera frægur verður maður að búa á einum stað, einbeita sér að honum og byggja sig upp þar og láta rétta fólkið sjá sig. En sértu á stöðugu flakki þjapparðu ekki saman lífsorkunni heldur dreifir henni eins mikið og langt og hún nær. Auðvitað er fullt af fólki sem þekkir mann, en bara vegna þess að það hefur séð mann sjálfan. Þar er ekki verið að plata og segja „svona er hann þessi“. Það sér mig en ekki ímynd mína. Maður tengir sig ekki stanslaust við útgefendur, markaðs- stjóra eða sjónvarpsstöðvar. Maður er bara ánægður með að vera á lífí.“ „En þú hefur tekið töluvert upp og gefíð út sjálfur...“ „Já, en það hefur ekki verið nein alvara í því. Það væri skemmtilegt að fá tækifæri til þess einn daginn. Ég hef bara spilað svolítið inn og það hefur komið út á plötum og kassettum og það er ágætis æfíng. Það er stundum gaman að taka upp. Alveg eins og þegar höfuðið er fullt af ljóðum. Þá er gott að skrifa þau niður til að losna við þau þaðan.“ „Að lokum - hvemig stendur á veru þinni hér?“ „Fyrir mörgum árum hitti ég ís- lenskan hlússöngvara, KK, og hann sagði að það gæti verið skemmtilegt ef ég kæmi til Islands til að syngja írsk þjóðlög. Fólk gæti haft gaman af því. Svo ég kom hingað ásamt götutrúðnum Mick M. fyrir fimm árum. Við spiluðum á krám og svo- leiðis. Síðan vildi svo vel til að Seyð- isfjarðarkaupstaður átti 100 ára af- mæli og Reykjavíkurborg vildi hafa mig og Mick M. á þjóðhátíðardeginum hjá sér. Þegar fyrirtækið sem sér um feijuna hérna á Seyðisfírði sagðist vilja hjálpa rausnarlega var ekki um annað að ræða en taka stefnuna norð- ur og nú er ég kominn.“ FOLK Le Bon fær ærana aftur ►SIMON Le Bon, söngvari hljóm- sveitarinnar Duran Duran, hefur þegið afsökun- arbeiðni frá ít- alska blaðinu „Novella 2000“, sem birti frétt um að hann hefði átt í ástar- ævintýri með ít- alskri konu í Róm árið 1993. Le Bon kærði blaðið á sínum tíma en nú hefur náðst sátt i málinu. Blaðið dregur frétt sína til baka og biðst auð- mjúklega afsökunar, auk þess að greiða söngvaranum ráma um- talsverðar miskabætur. Le Bon hélt því fram í málarekstrinum að fréttin hefði valdið honum og konu hans, Yasmin Le Bon, sál- arkvölum og skömm. Blues-bræður snúa aftur ►EKKJA leikarans Johns Belus- hi hefur, ásamt Dan Aykroyd, ákveðið að gerðir skuli teikni- myndaþættir um Blues-bræður. Aykroyd og Belushi léku Blues bræðurna á sínum tíma í þáttun- um „Saturday Night Live“ og kvikmyndinni „Blues Brothers“ á árinu 1980. Dan hefur tekið að sér að leika rödd Elwoods Blues í þáttunum, en bróðir Johns heit- ins, James Belushi, sér um rödd Jakes Blues. Þættirnir verða ekki byggðir á kvikmyndinni frægu, heldur „Saturday Night Live“- þáttunum. Morgunblaðlð/pþ NOKKRIR af göngugörpunum: Jóna I. Jónsdóttir, Þórir Jóhannsson, Gfsli Theódórsson, Helga Briem, Sif Jónsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson Hornstrandsýarl og leiðsögumaður. Stikað á Ströndum HÓPUR Hornstrandafara á vegum Ferðafélags íslands lenti í hremmingum á göngu sinni um Hornstrandir í byrjun júlí þegar hann varð veður- tepptur í 2 sólarhringa í gamla læknishúsinu á Hesteyri. Þótt snjór, frost og matarleysi hafi aukið á heimskautaveikina svo um munaði hjá sumum, komu allir aftur og enginn þeirra dó, eins og segir í kvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.