Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ1995 33 ára gamlan, að komast upp á garð- ana, en þá var Torfi eins og fyrr nálægur og kippti mér holdvotum á þurrt. Torfi Bryngeirsson var þriðji í röð sjö systkina; fimm þeirra komust til fullorðinsára. Elstur var Jóhann, fæddur 1924 og dó aðeins 7 ára gamall úr heilahimnubólgu; hin systkinin sem öll lifa bróður sinn eru Ingibjörg húsmóðir, búsett í Grindavík, Gísli úrsmiður í Borgar- nesi, Bryngerður húsmóðir í Hafn- arfirði og Jón verksmiðjustjóri, sem býr í Hafnarfirði; yngst systkinanna var bróðir sem dó i frumbemsku. Þegar Torfi og systkinin voru á barnsaldri fékk Bryngeir, faðir hans, berkla og dvaldi eftir það langdvölum á Vífilsstöðum, þar sem hann andaðist árið 1939, ferming- arár Ingibjargar, sem var þá elst systkinanna. Bryngeir var hið mesta hraustmenni og góður glímu- maður. Lovísa bjó áfram á Búastöð- um og höfðu þau systkinin, Eyjólf- ur, sem nýlega er látinn og bjó þar steinsnar frá að Bessastöðum, tvær kýr saman. Jörðin átti frá fornu fari leigumála og nytjar í Ellirey, Hellisey og Stórhöfða, auk sameig- inlegra nytja allra Vestmannaeyja- jarða í Súlnaskeri og Geirfugla- skeri. Lovísa frænka kunni allra kvenna best að hantera fugl, reyta lunda, reykja og matbúa þá veiði sem kom í hlut jarðarinnar. Ungir fóru synir hennar, þeir Búastaða- bræður, að fara í fjöll og í veiði. Mér er minnisstæð vinátta þeirra æskufélaganna, Torfa, Guðmundar heitins Helgasonar frá Túni og Hjörleifs Guðnasonar frá Oddsstöð- um. Allir fóru þeir ungir í bjarg og fjöll til veiða og eggjatekju. Eg man að Torfi og Gummi heitinn, sem dó ungur úr berklum, þóttu efnileg- ir sigamenn, en fram á þennan dag hefur Hjölli stundað lundaveiði í Ellirey. Torfi sagði eitt sinn svo frá, að í fjöllum og við bjargsig hefði hann áreiðanlega fengið eitt- hvað af því fjaðurmagni og þeim krafti sem kom honum síðar vel og að miklu gagni í íþróttum. Eitt sinn sem oftar á unglingsárum þeirra minnist ég þess að mikill þriggja daga leiðangur var gerður út í Bjarnarey til svartfuglaeggjatekju og var þá frá hlaðinu á Búastöðum fylgst með sigamönnunum vestan í Bjarnarey. Stuttu síðar fór Torfi til Reykjavíkur, þar sem íþróttirnar tóku hug hans allan og hann átti eftir að geta sér mikinn orðstír og gera garðinn frægan. Á hinum glöðu æskuárum uppi á bæjum og austur á Urðum sem þá voru, en allt þetta umhverfi er nú undir nýju Eldfelli og hrauni, var mikið verið í leikjum, knatt- spyrnu og íþróttum á Móhúsaflöt, skammt fyrir vestan Urðavita. Þar setti Torfi sitt fyrsta íslandsmet í stangarstökki í flokki unglinga og ætluðu menn vart að trúa því af- reki, þó að maðurinn væri knár. Ég hefi hér fyrst og fremst rifjað upp ljúfar minningar frá leikjum og áhyggjuleysi æskuáranna, þar sem Torfi frændi minn og Imba systir hans voru’ í mínum augum orðið lífsreynt fólk, og ég átti alltaf sem hauka í horni. En snemma urðu þau systkinin að taka til hend- inni. Torfi hóf kornungur vinnu við hafnargerðina, aðeins 15 ára gam- all sumarið 1942 , og 16 ára gam- all fór hann á síld. Innan við tví- tugt reri hann á Emmu með Ey- jólfi móðurbróður sínum. Torfi var alltaf sjóveikur, þó að hann léti sig hafa það, en alla tíð var hann mjög harður af sér. Hann var handfljótur og þótti sérstaklega góður beitn- ingamaður. Afrek Torfa Bryngeirssonar í íþróttum eru kunn í íslenskri íþróttasögu og kom áhugi hans snemma í ljós. Innan við tíu ára aldur byijaði hann að æfa sig að stökkva á stöng með hrífuskaftinu einu saman. I stærstu verstöð landsins, sem Vestmannaeyjar voru á uppvaxtarárum hans, voru bamb- | usstengur, sem notaðar voru í bauj- i usköft, nærtækar og komst hann því fljótt upp á lagið með að nota I réttar stengur í stangarstökkinu. Á hverri Þjóðhátíð var stangarstökkið ásamt bjargsiginu frá Fiskhellanefi hápunktur dagskráripnar. Vest- mannaeyingar áttu íslandsmet í þeirri íþróttagrein áratugum sam- an. Sumarið 1947 setti Torfi nýtt Islandsmet í stangarstökki og stökk 3,70 m. Síðar bætti Torfi iðulega þetta met sitt og stökk hæst 4,35 metra á stöng. í þá daga voru not- aðar stálstengur, en ekki fíberglers- tengur eins í dag. íslandsmet Torfa í stangarstökki stóð til ársins 1957. Hápunktur fijálsíþróttaferils Torfa Bryngeirssonar var, þegar hann varð Evrópumeistari í langstökki í Brussel árið 1950 og stökk 7,32 metra, sem var 12 sentimetrum lengra en næsti maður stökk. Það var mikil óheppni, að keppni í stang- arstökki, sem var sérgrein Torfa, fór fram á sama tíma. Torfi taldi þó sigurlíkur í langstökki, sem var aukagrein hans, meiri en í stangar- stökki og var það rétt ályktað, en vel hefði hann getað unnið Lund- berg hinn sænska, sem varð Evr- ópumeistari í stangarstökki þetta árið með 4,30 metrum. Torfi minnt- ist oft þessara góðu ára og félag- anna frá þessum tíma. Torfi hóf frægðarferil sinn sem íþróttamaður á heimsmælikvarða , þegar hann tók þátt í Ólympíuleikj- unum í London árið 1948, en í hinni frægu þriggja landa keppni í Osló, hinn 29. júní 1951, þegar ísland bar sigurorð af Norðmönnum og Dönum var Torfi fræknasti íþrótta- maður keppninnar. Hann var sigur- vegari í langstökki og stangar- stökki og hljóp endasprettinn í boð- hlaupssveitinni, sem vann 4x100 metra hlaupið. Stuttu síðar vann hann sinn gamla keppinaut frá Brussel, Evrópumeistarann Lund- berg, í stangarstökki og stökk 4,32 metra. Þau Jóhanna og Torfi hófu bú- skap haustið 1950 í lítilli risíbúð við Laugateig. Frá menntaskóla- árum mínum hér í Reykjavík frá 1952 til 1956 á ég margar góðar minningar frá heimili þeirra Hönnu og Torfa, þar var gestrisni og frændrækni í fyrirrúmi og alltaf pláss fyrir alla. Mér og vinum mín- um var alltaf höfðinglega tekið á heimili þeirra þar og síðar á Berg- staðastrætinu. Við Einar Sigurðs- son, nú landsbókavörður, vorum herbergisfélagar og miklir mátar, eigum þaðan margar góðar minn- ingar. Á þessum árum var hér fjöl- mennt lið frænda og vina í Stýri- mannaskólanum og var öllum jafn- vel tekið og oft glatt á hjalla hjá þeim hjónum. Eftir nærri 10 ára dvöl hér í Reykjavík, árið 1955, fluttu þau Hanna og Torfi til Vest- mannáeyja og bjuggu þar í 14 ár. Við höfðum þá að sjálfsögðu mikið samband og ekkert var sjálfsagðara en að þau tækju þá tvö börn okkar í fóstur, þegar Anika varð um tíma að leggjast inn á sjúkrahús í Reykjavík. Allt þetta er þakkað af heilum hug við útför frænda míns. Á þessum árum í Eyjum, var Torfi sérstaklega athafnasamur, stóð í útgerð með Jóni bróður sínum og hin síðari ár í Eyjum í húsbygg- ingum auk síns aðalstarfa sem var verkstjórn í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, en hann hafði aflað sér fullra fiskvinnsluréttinda. Torfi fann þó ekki aftur í Eyjum þann grunntón, sem hann leitaði að og átti frá unglingsárum þar. Þau hjónin fluttu þaðan vel efnuð og áttu þá orðið fjögur börn. í Reykja- vík hófst Torfi aftur og enn handa. í raun kunni hann best við sig þeg- ar hann sá varla út úr þeim verkefn- um sem hlóðust upp. Torfi var sérstaklega vinnusam- ur. Hann var ekki allra, en hjarta- hlýr og gjafmildur. í lífinu var hann eins og í íþróttunum, keppnismaður og lét aldrei deigan síga fyrr en í fulla hnefa. Það lýsir honum vel, þegar hann var eitt sinn af frétta- manni spurður hvort hann væri ekki taugaóstyrkur fyrir keppni. Þá svaraði Torfi að bragði, hispurs- laust eins og honum einum var lag- ið, eitthvað_á þessa leið: „Nei, það er ég aldrei. Það er bara verra!“ Hann árétti þetta í merkilegu við- tali við Gísla Sigurðsson, ritstjóra Lesbókar Mbl., árið 1982: „En fyrst MINIMIIMGAR og fremst naut ég þess að keppa og þótti þeim mun meira gaman, sem keppnin var stærri 'og harð- ari.“ Hann tók oft lífið sjálft á sama hátt og skyndilega og öllum á óvart eins og hans var stundum vani, kvaddi hann lífið og þessa jörð. Torfi Bryngeirsson bar ekki sorg sina á torg, en veikindi Hönnu og andlát hennar árið 1983, var honum áfall og harmur. Hin síðari ár átti hann gott heimili og sambúð með Erlu Þorvarðardóttur, sem ættuð er úr Vestmannaeyjum, fædd og uppalin í næsta nágrenni við Búa- staði. Ég og fjölskylda mín vottum Erlu, börnum Torfa Bryngeirssonar afkomendum, systkinum .og öllu venslaliði einlæga samúð vegna andláts hans. Blessuð veri minning Torfa Bryngeirssonar. Minning hans lifir. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja Torfa. Bryngeirsson. Leiðir okkar lágu saman fyrir um sjö árum þegar hann flutti heim til móður okkar í Akurgerðið. Mamma og Torfi áttu saman margar góðar stundir og ferðuðust gjarnan til út- landa en voru einnig mjög dugleg við að fara upp í sumarbústaðinn í Kjósinni þar sem Torfí vann ötull við að laga, byggja og breyta og áttu þáu þar mjög vistlegan sama- stað í sveitinni. Torfi var afskaplega barngóður og lumaði á allskonar fjársjóðum sem heillaði börnin. Hann var gjaf- mildur og greiðvikinn og gott að leita til hans þegar eitthvað þurfti að lagfæra. Torfi var víðlesinn og fróður og hafði frá mörgu að segja. Torfi var einn af mestu íþrótta- mönnum íslendinga. Mörg ár eru að vísu liðin frá því hann stóð á verðlaunapallinum í Brussel en þó leyndist engum að í honum bjó mik- ill keppnismaður. Við sendum mömmu og öðrum ástvinum Torfa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Börn, tengdabörn og barnabörn Erlu. Þeir Torfi Bryngeirsson og Gunn- ar Huseby voru gjaman nefndir í sömu andránni. Þeir ólust báðir upp í sama félaginu, KR, þeir voru sam- ferða á keppnisferli sínum og þeir skrifuðu báðir nöfn sín á spjöld sög- unnar þegar þeir urðu Evrópumeist- arar í fijálsum íþróttum á árinu 1950. Þeir Torfi og Gunnar hafa einnig orðið samferða yfir landamærin. Ekki eru nema nokkrar vikur liðnar síðan Gunnar féll frá og nú kveðjum við Torfa Bryngeirsson, þennan öð- ling, þennan mikla kappa og at- gervismann. Það er skammt stórra högga í milli. Torfi var mættur við jarðarför Gunnars Huseby og bar þar sinn gamla vin og samheija til hinstu hvíldar. Það voru engin ellimörk á Torfa fremur en áður. Hnarreistur og spengilegur, bjartur yfirlitum, glaðbeittur og hress. Rétt eins og á keppnisvellinum forðum. Fáir menn voru jafn íþróttamannslega vaxnir og Torfi Bryngeirsson og þá ekki siður var keppnisandinn og kraftur- inn í lagi. Það var þessi ódrepandi keppnisharka, sjálfstraust og sigur- vilji sem réði því að Torfi lagði stöngina frá sér á Evrópumeistara- mótinu fræga og stökk lengst allra í langstökkinu. Og það var þessi viljastyrkur og trú á eigin getu, sem færðu Torfa Bryngeirssyni marga verðlaunapeninga og ódauðlegan orðstír í íslenskri íþróttasögu. Eflaust hefur það og orðið Torfa gott vegarnesti í lífsbaráttunni sjálfri. Þá baráttu þekkja aðrir betur en ég, enda var það ærinn árangur um dagana, eitt og sér, að vera í fremstu röð í hörðum heimi íþrótt- anna og lifa sem goðsögn upp frá því. Nú eru um það bil fjörutíu ár síðan Torfi hætti keppni en samt hefur nafn hans haldist á lofti og mun gera um ókomin ár. íslensk íþróttahreyfing stendur í þakkar- skuld við Torfa Bryngeirsson fyrir afrek hans og framgöngu alla, og íþróttasamband íslands kveður þennan ljúfa dreng og mikla sóma- mann með virðingu og aðdáun._ Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR handavinnukennari, Stigahlíð 2, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Anna Gísladóttir, Geir Kristjánsson, Margrét Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir, Jóhann Már Mari'usson, Gestur Gfslason, Erla Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG OLSEN, Haukanesi 14, Garðabæ, lést laugardaginn 22. júlí. Jarðaförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. júlí kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Kristínn Olsen, Haraldur Dungal, íris Dungal, Guðmundur Þ. Pálsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, GUÐBJARGAR EIRÍKSDÖTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Furugerði 1 og í heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd vandamanna, Tómas Oddsson, Eiríkur Oddsson, Jóhannes Oddsson. t Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls, VILHJÁLMS HALLDÓRSSONAR, Hjarðarholti 9, Selfossi. Sigri'ður Björnsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, Áslaug F. Vilhjálmsdóttir, Sólrún H. Vilhjálmsdóttir, Kjartan Vilhjálmsson, Hugrún Harðardóttir, Hrafnhildur Harðardóttir, Hrafnhildur B. Kjartansdóttir Björn Halldórsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Grétar Halldórsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Þórhildur Halldórsdóttir, Hreinn Aðalsteinsson, og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð, stuðning og vinarhug við andlát og útför föður míns, sonar og barnabarns, JÓNS KRISTINS GUNNARSSONAR, Bólstaðarhli'ð 50. Lísa Margrét Jónsdóttir, Áslaug F. Arndal, Rúnar J. Hjartar, Gunnar Jónsson, Jón Kr. Gunnarsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Finnbogi Kr. Arndal, Guðný Halldórsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Syðstu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi; Smáratúni 6, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurnesja og krabbameinsdeildar Landspítalans. Axel Eyjólfsson, Guðmundur Axelsson, Margrét Hjörleifsdóttir, Elsa Hall, Kristján Hall og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.