Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 30-40 MANNS LÝSTU ÞIÐ komið til mín þegar þið verðið búnir að ná þessu, herrar mínir. Yantar bæði lax og veiðimenn ÞVÍ fer fjarri að alls staðar sé nóg af laxi. Tregt hefur verið í Vopna- firði og Þistilfírði þótt Hofsá sé kom- in í 120-130 laxa. Það þykir ekki mikið miðað við það sem best gerist á þeim bæ. Önnur harmsaga er vest- ur í Dölunum þar sem afar slök veiði hefur verið í Miðá. Veiðimenn sem þar luku veiðum 18. júlí veiddu eng- an lax og sögðu aðeins tvo bókaða og hafði þó veiðin staðið í nærri mánuð. Þeir sáu aðeins einn lax í ánni, en björguðu ferðinni með þokkalegri bleikjuveiði. í fyrra veidd- ust aðeins 40 laxar í Miðá og má verulega rætast úr ef ekki á aftur illa að fara. Vantar veiðimenn Hólmfríður Jónsdóttir á Arnar- vatni við Laxá í Mývatnssveit sagði veiðina í sumar hafa verið alveg þokkalega, helsta vandamálið að undanförnu væri að það vantaði veiðimenn til að veiða silunginn sem GUÐRÁÐUR Jóhannsson (t.v.) og Skúli Thoroddsen fengu þessar fallegu 2 til 4 punda bleikjur á Arnarvatnsheiði fyrir nokkru. talsvert virtist vera af. „Við erum komin með rúmlega 900 urriða á land og veiðin hefur dreifst jafnar á svæðin en oft áður. Hofstaðaeyjan hefur t.d. oft verið lang besta svæð- ið, en skarar ekkert fram úr öðrum svæðum nú. Þá er tiltölulega meira af 3-4 punda fiski nú heldur en í fyrra og þeir stærstu hafa verið um og rétt yfir 6 pund. Margir 5 punda,“ sagði Hólmfríður í vikubyijun. Nýja veiðihúsið er komið á sinn stað í Hofstaðalandi. Það á þó eftir að koma öllu í stand og það verður ekki tilbúið fyrir veiðimenn fyrr en næsta sumar að sögn Hólmfríðar. Veiðin á neðri hluta urriðasvæðis- ins, í Laxárdal, hefur einnig verið prýðileg. Færri fiskar eru komnir þar á land, milli 400 og 500, en fiskurinn er ekki síður vænn á því svæði en ofar. Þar fékkst nýverið 6 punda fisk- ur, en mikið er af óseldum veiðileyf- um á svæðinu eins og í Mývatns- sveit og þvi fremur slök nýting. Góð staða í Stóru-Laxá Prýðileg veiði hefur verið í Stóru- Laxá og lætur nærri að 140 laxar séu komnir þar á land. Best hefur veiðin verið á neðstu svæðunum og veiðin þar mun vera milli 90 og 100 laxar. Laxinn er vænn og smár í bland, en menn vonast til þess að eitthvað af þeim tröllum sem hafa sýnt sig á Iðunni síðustu daga fari að kíkja inn í Stóru-Laxá. Sogið fer rólega af stað Óhætt er að segja að Sogið hafi byijað mjög rólega í sumar þó munu vera komnir 70-80 laxar á land á hinum ýmsu svæðum árinnar sem er ekki svo afleitt miðað við hve illa gekk í byijun. En Sogið er síðsum- arsá og því besti tíminn fram undan. Bankamaður í fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt 36 ára gamlan mann, fyrr- um starfsmann Landsbanka Islands á Selfossi, í 7 mánaða fangelsi fyr- ir fjársvik og brot í opinberu starfi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa á árinu 1990 misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður bankans og komið því svo til leiðar að fimm tékkar sem útgefnir voru í bankan- um voru ranglega skuldfærðir sem útgerðarlán til útgerðarfyrirtækis sem maðurinn vann bókhaldsstörf fyrir jafnframt starfi sínu hjá bank- anum. Alls var um 1.810 þúsund krónur að ræða. Maðurinn framseldi tékk- ana sjálfur og framseldi í nafni útgerðarfyrirtækisins en fénýtti andvirði þeirra í eigin þágu til greiðslu skulda. Málið kom til rannsóknar á árinu 1994. Við rannsóknína kom í ljós að maðurinn hafði gengið frá skuld- færslu tékkanna á hendur fyrirtæk- inu án samráðs við yfirmenn sína í bankanum og án þess að innra eftirlit bankans hefði gert athuga- semdir við það. í dóminum segir að þrátt fyrir að maðurinn haldi því fram að hafa haft heimild til lántökunnar frá út- gerðarfyrirtækinu hafi hann haldið lántökunni leyndri fyrir yfirmönn- um sínum í bankanum. Þá hafnaði dómurinn skýringum mannsins um að útgerðarfyrirtækið hefði með þessum hætti veitt hon- um lán til að greiða úr fjárhagserf- iðleikum hans enda hafði verið bor- ið á móti því af hálfu aðstandenda útgerðarinnar. Hæfileg refsing var talin fangelsi í 7 mánuði og í niðurstöðum Jóns R. Þorsteinssonar héraðsdómara kemur fram að við ákvörðun refs- ingar sé haft í huga að maðurinn hafi gróflega misnotað aðstöðu sína innan bankans og utan til að draga sér fé og leyna broti sínu. Norræni sumarháskólinn Umfangsmikið mót á Nesjavölliim Gestur Guðmundsson Norrænt samstarf á sér langa sögu. Einn þáttur þess er sam- starf á háskólasviðinu. Norræni Sumarháskólinn (NSU) er sjálfstæð og óháð samtök háskólafólks á Norðurlöndum, sem stofnuð voru árið 1951 og fólk frá öllum háskólaborgum Norð- urlandanna er viðriðið. Grundvöllurinn að starf- semi NSU er starf vinnu- hópa („kredse"), sem núna eru níu talsins. Þeir halda fundi annars vegar á vet- urna, en hámark starfsem- innar á hveiju ári eru sum- armótin, þar sem allir hóp- arnir hittast samtímis. Þessi sumarmót eru haldin til skiptis á einhveiju Norð- urlandanna. Dagana 29. júlí til 5. ágúst nk. fer sumarmót- ið 1995 fram á Nesjavöllum. Formaður samtakanna NSU er nú Gestur Guðmundsson félags- fræðingur. - Nú er Norræni sumarháskól- inn ekki mjög þekkt fyrirbæri á íslandi. Geturðu útskýrt nánar hvað hann er? „Norræni sumarháskólinn er samtök sem hafa það verkefni að mynda norrænt samstarf um þverfagleg og nýskapandi rann- sóknarefni. í kring um hvert rann- sóknarefni eru starfandi hópar í hverri háskólaborg, sem mynda e.k. norrænt samstarfsnet. Á vetr- armóti hittast fulltrúar þessarra hópa frá hinum ýmsu háskóla- borgum en á sumarmótinu hittast fulltrúar allra hópanna samtímis og halda ráðstefnu í eina viku. NSU er eldra en Norðurlanda- ráð sjálft og sker sig úr mörgu öðru norrænu samstarfi. Þátttak- endur eru allt frá stúdentum til prófessora á eftirlaunum, einnig fólk úr menningarlífinu, blaða- menn og embættismenn jafnvel, en allir eru jafnréttháir um að móta starfsemina, hún fer öll fram á jafnræðisgrundvelli. Annað sér- kenni er hið þverfaglega rann- sóknarstarf. NSU er vettvangur, þar sem fólki úr mismunandi átt- um og greinum er stefnt saman til að fást við ný og spennandi rannsóknarefni.“ - Hvaða rannsóknarefni er aðallega fengizt við? Við valið á rannsóknarefnunum er leitast við að finna efni sem teljast vera vaxtarbroddar í rann- sóknum. Þau eru flest á sviði sam- félags- og hugvísinda, en einn af hópunum níu er umhverfismála- hópur, sem hefur raunvísindafólk innan sinna vébanda. Af hinum hópunum má nefna „Kreds 2“, sem Ijallar um samband staðbundinnar og al- heimsmenningar, og Evrópuumræðuhópinn, sem hefur verið lengi við lýði og m.a. gefið út rit sem vakið hafa athygli. Sem dæmi um árangur starfs- ins almennt má nefna, að margar fróðlegar bækur hafa komið út úr því; árlega koma út um 5-8 bækur sem afrakstur þess.“ - En hver borgar brúsann? „Norræna ráðherraráðið veitir NSU styrk til starfseminnar, en hún byggist upp á áhugamennsku og sjálfboðaliðavinnu. Allir þátt- takendur í sumarmótinu greiða uppihald sitt sjálfir.“ - Hvað um þátt íslendinga í NSU? „Þónokkrir íslendingar hafa komið nálægt starfinu í gegn um tíðina, en það er alveg rétt, að NSU er ekki eins þekkt hér og á ►Gestur Guðmundsson félags- fræðingur er fæddur í Reykja- vík þann 28. október 1951. Hann tók stúdentspróf frá M.R. 1971 og BA-próf í stjórnmála- fræði frá H.1.1976. M.S.-prófi í félagsfræði lauk hann frá Kaupmannahafnarháskóla 1981, þar sem hann kenndi fé- lagsfræði 1981-1987.1991 lauk Gestur Ph.D.-gráðu í félags- fræði frá sama háskóla. Hann hefur fengizt við ýmis rann- sóknar- og ritstörf. Auk vís- indarita er Rokksaga íslands - frá Sigga Johnny til Sykurmol- anna, sem út kom 1990 eitt þekktasta ritverk hans. Gestur hefur verið formaður (ordför- ande) Norræna sumarháskól- ans frá ársbyrjun 1994. Kona Gests er Kristín Ólafs- dóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Gestur á þrjú börn. hinum Norðurlöndunum. Skýring- in á því er aðallega sú, held ég, að þar eru það stúdentar í doktors- námi eða öðru rannsóknatengdu námi og/eða starfi sem mynda uppistöðuna í starfi NSU. Við Háskóla íslands eru engir stúdent- ar í doktorsnámi, þannig að þann snertiflöt hefur vantað hér.“ - Hvað gerist á Nesjavöllum þessa viku sem sumarmótið fer þar fram? „Þangað koma 160 manns frá svo að segja öllum háskólaborgum Norðurlanda. Alla ráðstefnudag- ana hefur hver hópur sína funda- dagskrá, með fyrirlestrum og umræðum. Auk almennra þátttak- enda koma nokkrir gestafyrirles- arar. Helztu „stjörnurnar" verða Jóhann Páll Árnason, félagsheim- spekingur, sem er heimskunnur fræðimaður á sínu sviði sem hefur verið pró- fessor í Melbourne í Ástralíu frá því 1976, og Slóveninn Slavoj Zizek, sem er víðkunn- ur rithöfundur og há- skólamaður. Af öðrum fyrirlesur- um mótsins má t.d. nefna Bretann Karen Armstrong, sem er þekkt sem rithöfundur og fyrir sjón- varpsþætti um trúarleg málefni, og Danirnir Per Aage Brandt, táknfræðingur, og Uffe 0sterga- ard sagnfræðingur. Hápunkt sumarmótsins má kalla dagskrá þá sem boðið verður upp á í Ráðhúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 5. ágúst. Þar halda ge- stafyrirlesararnir framsögu undir yfirskriftinni „De intellektuelles ansvar“ og að þeim loknum taka við pallborðsumræður. Allir sem áhuga hafa og eru staddir á höfuð- borgarsvæðinu á laugardegi verzl- unarmannahelgarinnar eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.“ Samstarfsnet norræns há- skólafólks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.