Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameiginleg vatns- veita til skoðunar SVEITARFELOGIN Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður eru að láta athuga þá möguleika að sam- einast um vatnsveitu. Verið er að skoða hvar er hægt að ná vatni, hvað kostar að koma fyrir lögnum og hvert gjaldið þyrfti að vera til neytenda á svæðinu, að sögn Gunn- ars Birgissonar, forseta bæjar- stjórnar Kópavogs. Verður endan- leg ákvörðun síðan tekin í fram- haldi af því að hans sögn en athug- uninni á að ljúka í september. Forhönnun verksins var boðin út nýverið og kostar 1,8 milljónir, seg- ir Gunnar, og átti bærinn frum- kvæði að viðræðum milli sveitarfé- laganna. Segir hann hugmyndina hafa verið til umræðu milli manna um langt skeið. „Það hefur verið ýjað að hækkun- um við okkur undanfarin tvö ár og það ýtti á eftir okkur Kópavogsbú- um. Það er gífurlegur hagnaður af Vatnsveitunni í Reykjavík, sem hef- ur skilað 80-100 milljónum til borg- arsjóðs. Svo er verið að hækka gjaldið til að létta skattbyrði Reyk- víkinga og okkur líkar það ekki,“ segjr hann. „Við héldum að verðið myndi lækka því það er búið að borga niður stofnframkvæmdir sem farið var út í fyrir fimm til sex árum. Því hefði okkur þótt eðlilegra að verðið lækkaði í stað þess að hækka.“ Ekki er búið að bera tillögu samninganefnda Kópavogsbæjar og Reykjavíkur um 15% vatnsverðs- hækkun undir bæjarráð og býst Gunnar við að það verði gert í viku- lok. Segir hann hugsanlegt að verð- ið verði ákveðið með gerðardómi en vonast til að hægt verði að finna aðra lausn. Lítilsháttar umferðartafir vegna lokunar Höfðabakka Morgunblaðið/Árni Sæberg Olía slapp í Elliðaár Abendingar um hentugar leiðir ekki að fullu virtar - tjr Artúnsholti, Arbæ og Selási •Jtauöavgtn OLÍUMENGAÐ vatn barst úr olíu- gildru við Reykjanesbraut út í vest- urkvísl Elliðaánna á mánudagskvöld. Að sögn verkstjóra hjá Gatna- málastjóra er olíugildra þessi við lögn sem tekur við regnvatni af Reykjanesbraut og götum í Blesu- gróf. Frá gildrunni liggur affail út í vesturkvísl Elliðaánna sem rennur til sjávar vestan Geirsnefs. Við venjulegar aðstæður skilur gildran olíuefni frá regnvatninu, en ef skyndilega gerir skúr kemur fyrir að rennslishraði vatnsins verði það mikill að gildran haldi ekki. Sérstaklega er fylgst með þessari gildru vegna þess hvar hún er stað- sett. Svæðið er viðkvæmt og margir eiga leið þarna um. Gildran var tæmd fyrir tæpum mánuði og hefði því átt að halda undir öllum venju- legum kringumstæðum. Að sögn verkstjórans leikur grunur á að ein- hver hafi losað sig við olíu með því að. hella henni í niðurfall. Olíu- brákin nú var ekki meiri en svo að hún var horfin um 10 metrum neðan við affallið úr gildrunni. Engin lax- veiði er stunduð í þessum hluta Ell- iðaánna. FYRSTI dagurinn sem Höfðabakki var lokaður allri umferð vegna fram- kvæmda við brúna við Vesturlands- veg leið í gær. Að mati Lögreglunn- ar í Reykjavík virtu vegfarendur ekki að fullu ábendingar Vegagerð- arinnar um hentugar leiðir úr og í íbúða- og atvinnuhverfi. Lögreglan hafði nokkum viðbúnað og stýrði umferð þar sem hún var mest. Umferð var þung snemma í gær- morgun og síðdegis í gær og urðu lítilsháttar umferðartafir af þeim sökum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar komu upp tvenns konar vandamál í gærmorgun þegar íbúar fjölmennra hverfa fóru til vinnu sinnar. í fyrsta lagi völdu nær allir sem voru á leið úr Grafarvogi um Gullinbrú þá leið að fara Stórhöfða í vestur og aka Breiðhöfða og Bílds- höfða til að komast á Vesturlands- veg. Af þeim sökum varð umferð á þeirri leið mjög þétt og hæg á mestu álagstímum. Mjög fáir nýttu sér aft- ur á móti þann möguleika að aka Stórhöfða í austur og fara inn á Vesturlandsveg um Viðarhöfða. Sú leið er mjög þægileg, að mati lög- reglumanna, og hvetja þeir ökumenn að fara þá leið eða þriðju leiðina, að fara úr hverfinu um Víkurveg. 1 annan stað skapaði það vand- ræði í gærmorgun að íbúar í Ártúns- holti virtu ekki innakstursbann á Straum. Sú gata er um þessar mund- ir einkum ætluð umferð í Grafarvog og Ártúnshöfða. íbúum Ártúnsholts er aftur á móti ráðlagt að aka úr hverfinu um Höfðabakka og í gegn- um neðra Breiðholt. Jakob S. Þórarinsson, varðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík, segir að nokkurn tíma taki fyrir ökumenn að átta sig á breyttum aðstæðum. Hann segir umferð hafa verið þunga um svæðið en allt hafi gengið vel. Ástandið í gær hafi ekki verið verra en búast mætti við. Jakob segir að lögreglan muni endurmeta ráðstafanir sínar vegna umferðarmála á þessu svæði ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar í dag. Umfram allt hvetur hann þó fólk til að kynna sér rækilega ábendingar um hentugar leiðir um svæðið þá 25 daga sem Höfðabakki frá Bílds- höfða að Bæjarhálsi er lokaður. Flugnmferðarstj órar vilja miða sig við fhigmenn FYRSTI samningafundurinn í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins verður haldinn hjá ríkis- sáttasemjara í dag. Samninganefnd ríkisins segist ekki hafa umboð til annars en að semja um 6,4% launa- hækkun, en flugumferðarstjórar vilja ræða málið á öðrum grundvelli. Samninganefnd ríkisins telur að flugumferðarstjórar séu öryggis- stétt og því megi ekki setja nokkrar takmarkanir á yfirvinnu þeirra. RÍKISSTJÓRNIN ræddi í gær um framtíð Menntaskólans í Reykjavík og væntanlega uppbyggingu á menntaskólareitnum. Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að fyrir lægi tillaga um nýtingu á menntaskólareitnum. Ásókn í Menntaskólann í Reykjavík væri mjög mikil og fyrir lægi að hann skilaði góðum nemendum og væri mjög hagkvæmur í rekstri fyrir ríkið. Þá yrði skólinn 150 ára á næsta ári og húsið sem hann „Það þekkist hvergi í heiminum að láta menn standa vaktir heilu sólar- hringana, enda er það andstætt eðli starfsins því við berum mikla ábyrgð,“ segir Þorleifur Bjömsson, formaður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra. „Við viljum miða launataxta okk- ar við flugmenn, enda er eðli starfs- ins sambærilegt í sambandi við ábyrgð og annað. Við erum hins vegar mun verr launaðir en þeir. starfaði í væri jafngamalt. „Skólinn er í raun spmnginn fyr- ir löngu og við erum að velta fyrir okkur hvort ekki séu möguleikar að ganga til kaupa á húsum í ná- grenninu fyrir skólann með hliðsjón af öllu þessu,“ sagði Björn. Hann sagði að heimild væri á fjárlögum til að kaupa hús fyrir skólann en ríkjsstjórnin hefði rætt hvort ástæða væri til að taka nýjar ákvarðanir -um uppbyggingu á menntaskólareitnum. Okkar tekjur byggjast á yfirvinnu og þessum miklu álagstímum á sumrin. Þá er yfirleitt mun meira að gera og engir afleysingamenn koma inn. Það kemur fyrir að menn séu að skila yfir hundrað yfirvinnu- tímum á mánuði. Launastefnan hefur verið sú að hafa lágmarks- mannskap, en við viljum að fjölgað verði í stéttinni." Staðhæfing gegn staðhæfingu Þorleifur bendir á að flugumferð- arstjórar hafí á undanförnum árum krafist hækkana á grunnkaupi á þeim forsendum að þeir séu örygg- isstétt, en þá hafi ríkið ekki viljað viðurkenna það. „Nú eru þeir búnir að snúa blaðinu við, segja að við séum öryggisstétt og því megi kalla okkur út hvepær sem er. Yfirleitt gilda sérstök lög um þær öryggis- stéttir sem starfa hjá ríkinu, en við lútum bara hinum almennu reglum sem gilda um ríkisstarfsmenn. Þetta er auðvitað staðhæfing gegn staðhæfingu og það verður aldrei úr þessu skorið nema fyrir félags- dómi,“ sagði Þorleifur að lokum. Rætt um framtíð MR Gjaldskrá á sundur- liðun símtala lækkuð S AMGÖN GURÁÐHERR A hefur látið skilja að gjaldskrá símaþjón- ustu í einkarétti og á samkeppnis- sviði Pósts og síma þannig að nú þurfa þau fyrirtæki sem eru á sam- keppnissviði að kaupa grunnþjón- ustuna sem er innan einkaréttar- sviðs Pósts og síma. Þá hefur gjald- skrá vegna sundurliðunar á sím- tölum verið lækkuð og næturtaxti í GSM-kerfinu verið færður til sama tíma og í almenna símakerf- inu. Guðmundur Björnsson að- stoðarsímamálastjóri segir að Póstur og sími búist ekki við að verða fyrir tekjutapi vegna breyt- inganna. Sú þjónusta sem er á samkeppn- issviði og nú þarf að kaupa þjón- ustu af einkaréttarsviðinu er t.d. NMT-farsímakerfíð, GSM-far- símakerfið, boðþjónusta og ýmis þjónusta sem tengist gagnaflutn- ingi, svo sem X25 og háhraðanet. Þá hefur gjaldtaka vegna leigu- lína verið aðlöguð kröfum samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið þannig að nú er aðeins einn gjaldflokkur í stað þriggja áður. Póstur og sími mun því ekki leng- ur gjaldtaka eftir því til hvers leigulínurnar eru notaðar. Áður var greitt hærra verð fyrir leigulínur ef þær tengdust þriðja aðila. Næturtaxti í GSM-kerfinu tekur gildi á sama tíma og í almenna símakerfinu eftir þessar breyting- ar, þ.e.a.s. eftir kl. 18 á virkum dögum og stendur til kl. 8. Nætur- taxti, 16,60 krónur/mínútan, gildir einnig frá kl. 18 á föstudögum til kl. 8 á mánudagsmorgnum. Áður var dagtaxti, 24,90 krónur/mínút- an, frá kl. 8 til kl. 22 á virkum dögum auk þess sem dagtaxti var látinn gilda um helgar frá kl. 8 til 18. Of fáir notfæra sér sundurliðun Póstur og sími telur að of fáir noti sér sundurliðun á símtölum og telur stofnunin að verðið eigi sinn þátt í því. Ákveðið hefur ver- ið að lækka gjald á sundurliðun. Þjónustan kostar nú 625 kr. í stofngjald, 225 kr. ársfjórðungs- lega og 1,30 kr. hver lína en 1. ágúst þegar gjaldskráin tekur gildi verður búið að afnema stofngjald- ið, ársfjórðungsgjaldið verður 150 kr. og hver skráning 1 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.