Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ1995 23 Kerling vann NYLEGA var ég á ferð í Bretlandi, á gömlum slóðum, en þar í landi bjó ég um nokkurra ára skeið. Um það leyti sem ég flutti aftur til íslands, var Margaret Thatc- her að taka við völdum af Callaghan, og orti þá Vésteinn Ólason, vinur minn þessa vísu: Bretar flugu í þráðvef þann, er Thatcher spann. Illa kom við Callaghan, er kerling vann. Brezki íhaldsflokk- urinn hefur verið við völd síðan og þrátt fyrir smávægi- lega hnökra á köflum, svo sem það að þingmenn hafa misstigið sig á hálum brautum kynlífsins, er ekki hægt að segja annað en að landið hafi blómstrað undir hans stjórn. Þó hafa heyrzt óánægjuraddir, einkum úr heil- brigðisgeiranum, frá störfum hlöðnum heimilislæknum og vegna lokana á sjúkrahúsum, en einnig frá menningarstofnunum í mismiklu fjársvelti. Á málum hef- ur þó verið tekið, og ýmislegt ver- ið fært til betri vegar, til dæmis í rekstri heilbrigðisstofnana. Maj- or tók svo við af Thatcher fyrir einum þremur árum. Hún settist í lávarðadeildina, og lætur þaðan talsvert frá sér heyra, bæði í ræðu og riti, en Major hefur reynt að hafa hemil á þingflokknum. Að stokka upp Það hefur lengi tíðkazt þar í landi að stokka upp í ríkisstjórn af og til, færa menn milli ráðuneyta og breyta vægi þeirra. Það virðist gefast vel að endurskoða með vissu millibili verkefnin, og um leið koma í veg fyrir að menn verði of heimaríkir, hver á sínum sessi. Þó gerist nú æ háværari umræðan um að íhaldsflokkurinn sé búinn að sitja alltof lengi við völd og kominn sé tími til að breyta til. í þessu er reyndar holur hljómur, því að þótt Ihaldsflokkurinn hafi verið við stjórnvölinn síðan 1979 hafa miklar breytingar orðið á fram- boðslistum víðs vegar um landið og í rauninni engin slík af- dráttarlaus ágreiningsefni uppi í Iandinu að almenningur þrýsti á um stjórnarskipti, nema þá áróðurinn um breytingar breyt- inganna vegna nái fótfestu. Spennandi fréttatímar Þegar Major tókst á formannskjöri við John Redwood á dögunum voru brezkir íjölmiðlar uppfullir af málefnum íhalds- flokksins dögum saman. Redwood hefur verið talinn líklegur til mikils frama í stjórnmálum, og meira að segja Thatcher sagði nýlega í sjónvarpsviðtali, að hún teldi hann eiga eftir að verða forsætisráðherra. Því var haldið fram, að Redwood væri bara skálkaskjól fyrir aðra, sem áhuga Fordæmi Breta sýnir, að skynsamlegt getur verið að kjörnir fulltrúar sinni ekki of lengi sama verkefni, segir Katrín Fjeldsted, og telur að sjálfstæðismenn hafi of lengi haft sömu menn í formennsku nefnda í borgarstjórn. hefðu á formennsku í íhaldsflokknum, og sem ekki gæfu það formlega til kynna, fyrr en búið væri að velgja Major undir uggum. Þessir frambjóðendur voru helztir Hazeltine og Portillo. En eins og alþjóð veit kom ekki til þess, að þeir gæfu kost á sér, og fengu að launum velvild Majors, en Redwood missti embætti sitt og verður líklega úti í kuldanum. Ég varð vör við gríðarlegan áhuga fólks á þessum innanflokks- átökum, bæði meðal stuðn- ingsmanna Ihaldsflokks og ekki síður Vérkamannaflokks. Meira að segja svo, að næstum því jafn- spennandi væri að fylgjast með fréttatímum sjónvarps og tennis- keppni á Wimbledon, og er þá Katrín Fjeldsted verið unnið markvisst að hagræð- ingu um árabil. Síðustu ár hefur álag á starfsfólk aukist gífurlega vegna hinnar öru tækniþróunar. Samt sem áður hafa hjúkrunarfræð- ingar á skurð- og svæfingadeild staðið fyrir helstu hagræðingum, bættri nýtingu skurðstofa, m.a. með skráningu sem er tölvuvædd. Skráð- ur er undirbúningur, allt frá komu- tíma sjúklinga á skurðstofu, hjúkrun á meðan aðgerð fer fram, tímalengd aðgerðar og svæfingar, fjölda að- gerða og prósentunýtingu. Nýkomið er bókunarkerfi fyrir skurðdeild sem tengist birgðakerfi, sem gefur full- komnar upplýsingar um kostnað hverrar skurðaðgerðar. Þetta eru forsendur áætlanagerðar varðandi kostnað og auðveldar stjórnendum spítalans og heilbrigðisyfirvöldum áætlanagerð varðandi kostnað bið- listaaðgerða. Eins og staðan er stöndum við jafnfætis erlendum sjúkrahúsum eins og þau gerast best. Þessi vinna hefur öll verið unn- in að frumkvæði hjúkrunarfræðinga í samráði við lækna og tölvudeild Ríkisspítala, án þess að kosta eyri í erlenda sérfræðiaðstoð eða dýrar sendinefndir. Hagræðing í rekstri er aðeins virk með starfi innan frá. Læknar og hjúkrunarfræðingar skurð- og svæfingadeildar hafa þá sérþekkingu að ákveða hvernig hægt er að draga úr kostnaði án þess að minnka gæði og tefla öryggi sjúkl- inga í hættu. Þessi hagræðingar- Takmörkuðu fjármagni verður best varið með því, segir Amalía Svala Jónasdóttir, að nýta hinn dýra en nauðsyn- lega tæknibúnað stóru sjúkrahúsanna. vinna verður stöðugt að vera í gangi og krefst þess að næg mönnun sé til að sinna þessari vinnu. Ef þær niðurskurðaráætlanir sem fyrirhug- aðar eru ganga eftir mun það skerða starfsemi skurðdeildarinnar veru- lega. Það er augljóst að hjúkrunar- fræðingar, sem nú mæta kl. 7.30 að morgni en samkvæmt áformum yfirstjórnenda mæti kl. 13, valda því að ekki verður hægt að opna allar skurðstofur að morgni með þeirri mönnun sem er fyrirsjáanleg í haust. Við það verða sjúklingar að bíða eftir aðgerð fram eftir degi og álag eykst síðari hluta dags á aðrar deild- ar tengdar skurðstofum, s.s. gjör- gæsludeild legudeildar, röntgen- deild, blóðbankann, rannsókn, o.fl. og yfirvinna og álag á lækna eykst. í hveiju liggur þá sparnaðurinn. Sá sterki kjarni er skapað hefur þann stöðugleika sem ríkt hefur í mikið sagt. Margir telja, að sterkasti stjórnmálamaðurinn í stjórn Majors sé Hazeltine. Hann virðist hafa mikið traust meðal almennings og persónufylgi. Portillo hefur á sér orð fyrir heldur mikla fijálshyggju, en hefur talsverðan hóp fylgismanna og mikinn pólitískan metnað. Ágrein- ingur innan flokksins virðist einna helzt snúast um afstöðuna til Evrópu, og ef maður vissi ekki betur, mætti halda að Bretar væru að reyna að gera það upp við sig, hvort þeir ættu að ganga í Evrópusambandið. Hljómar kunnuglega Umræðan í brezku þjóðfélagi minnir því um margt á þá umræðu sem fer fram í okkar þjóðfélagi, bæði hvað varðar Evrópumálin, en einnig þá umræðu sem varð hér í Reykjavík í fyrra, þegar R-listinn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur sem borgarstjóraefni náði að vinna langþráðan meirihluta af Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjómarkosningum. Sá sigur vannst ekki sízt vegna þess áróðurs, að kominn væri tími til að aðrir tækju við völdum, úr því að sjálfstæðismenn hefðu verið í meirihluta í 12 ár. Eins og það væri náttúrulögmál, að eftir ákveðinn árafjölda þyrfti að skipta um pólitíska stefnu? Slíkt er náttúrulögmál út í hött, en fordæmi Bretanna sýnir að skynsamlegt getur verið að kjörnir fulltrúar sinni ekki of lengi sama verkefni. Vissulega getur tekið tíma að setja sig inn í málin, en hlutverk stjórnmálamanna er fyrst og fremst að leggja línurnar pólitískt, og stýra gangi mála, en ekki að verða sérfræðingar í viðkomandi málaflokki. Það verkefni á að vera öðrum falið og í flestum tilfellum hafa verið ráðnir afar hæfir embættismenn í slík störf. Ég tel að á 12 ára valdatima okkar sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, 1982-1994, hafi það verið misgáningur af okkur að hafa sömu borgarfulltrúana of lengi formenn í nefndum. Það gildir auðvitað jafnt um mig sem aðra. Það getur verið erfiður róður fyrir sjálfstæðismenn að endurheimta meirihlutann vorið 1998 en ég held að framboðslisti flokksins, skipaður góðu fólki og með hæfum leiðtoga, eigi að geta náð hylli meirihluta Reykvíkinga á ný. Rétt er að fara vel með þau völd sem almenningur felur okkur stjórn- málamönnum með atkvæði sínu. Höfundur er læknir. mönnun skurð- og svæfingadeildar eru sérmenntaðir hjúkrunarfrafeðing- ar sem þrátt fyrir gífurlega aukn- ingu stærri og flóknari aðgerða hafa frekar tekið að sér óvinsælar vaktir og aukið vinnuálag, til þess að ekki þurfi að hætta við aðgerðir. Ef hjúkrunarfræðingarnir ganga út 1. október veldur það óbætanlegum skaða. Þjálfun nýrra starfsmanna tekur ár og þá eiga þeir langt í land til að ná þeirri fjölþættu þekkingu sem þessi hópur býr yfir. Rekstur skurðstofu á tæknöld er geysilega dýr. Ef stjórnmálamenn halda að það þurfi bara steinsteypt- an kassa, einn verkfærabakka, einn skurðlækni og dýralæknirinn annist svæfinguna, og kjósa frekar að láta skurðstofur stóru sjúkrahúsanna, sem eru með dýran tækjabúnað og sérmenntað starfsfólk, standa auðar þá erum við að fara áratugi aftur í tímann. Eitt er víst að ekki er aftur snú- ið. Tækniþróunin heldur áfram og takmörkuðu fjármagni verður best varið með því að nýta hinn dýra en nauðsynlega tæknibúnað stóru sjúkrahúsanna. Það verður aðeins gert með sameiginlegri yfirstjórn þessara sjúkrahúsa og skýrri verka- skiptingu sem miðar að sem bestri samnýtingu, bæði þekkingar og tækjabúnaðar. Höfundur er deildarstjóri skurð- deildar Landspítalans. Samkeppni eða „samkeppni“ EFTIR lestur síðustu greinar Bergþórs Hall- dórssonar, yfirverk- fræðings hjá Pósti og síma, sá ég að sjónar- mið mín í fyrri grein minni „Samkeppni eða ríkisforsjá" höfðu greinilega ekki komist til skila. Til þess að réttlæta þátttöku stofnunarinnar í sölu á notendabúnaði nefnir Bergþór sem dæmi að farsímar hafi fyrst far- ið að lækka í verði þeg- ar stofnunin byijaði að selja ákveðna farsíma- Kristján Gíslason tegund. í grein minni sýni ég fram á að lækkun farsímaverðs hafði ekkert með Póst og síma að gera og eftir því sem mér skilst á skrifum Bergþórs þá hafi þeir þurft að sanna það fyrir Samkeppnisstofnun á sín- um tíma. Lækkun farsímans má fyrst og fremst rekja til ákvörðunar sem stjórnarmenn í einu. öflugasta fjarskiptafyritæki heims tóku fyrir nokkrum árum og átti Póstur og sími þar enga hlutdeild í. Þáttur Pósts og síma í þeirri atburðarás hér á landi, sem fylgdi í kjölfarið, var að hrifsa viðkomandi umboð af íslensku einkafyrirtæki og skilja það eftir gjaldþrota. Jöfn samkeppnisskilyrði keppnisaðila. Hæstv- irtur samgönguráð- herra, „sjálfstæðis- maðurinn" hr. Halldór Blöndal, sá til þess að gera ákvörðunarorð Samkeppnisstofnunar að engu. Með reglu- gerðarútgáfu þann 10. febrúar sl. endurskil- greinir ráðherrann einkaleyfishugtakið og segir nú að allt falli undir samkeppnissvið hvort heldur sé um að ræða vöru eða þjónustu í samkeppni eða einka- leyfisrekstri! Sam- kvæmt nýju skilgreiningunni fellur t.d. rekstur NMT-farsímakerfisins og -boðtækjakerfisins undir sam- keppnisrekstur þó að engin sam- keppni sé til staðar. í framhaldi af þessari reglugerð sendi ég inn er- indi til Samkeppnisstofnunar og óskaði eftir áliti hennar á skilgrein- ingu ráðherrans. Álits Samkeppnis- stofnunar er að vænta innan skamms. Fæst er farið að koma mér á óvart sem frá ráðherranum Stjórnsýslubreytingar ráðherra á Pósti og síma sem eru skrípaleikur í í síðustu grein Bergþórs segist hann var hlyntur „algerlega opinni" samkeppni í sölu notendabúnaðar. En hvernig er hægt að viðhalda samkeppni ef jafnræði er ekki með- al samkeppnisaðila? Það er ekki hægt og það ætti Bergþóri að vera ljóst. Bergþór segir: „ég vara mjög ákveðið við þeim hugmyndum að bijóta Póst og síma upp í margar óhagkvæmari rekstrareiningar,,, því hann veit að ef það yrði gert gæti farið svo að jafnræði meðal sam- keppnisaðila kæmist hugsanlega á og þar með væri veldi stofnunarinn- ar ógnað. Þeir sem til þekkja vita að sérstaða stofnunarinnar er slík að nánast útilokað er að keppa við hana þegar til lengri tíma lætur. Ef stofnunin girnist eitthvert umboð þá getur hún hæglega hirt það af hvaða íslensku fyrirtæki sem er - án tilllit til þess hver þar á í hlut. Eins er stofnuninni í lófa lagið að greiða niður vörur og þjónustu í samkeppnisgreinum á kostnað einkaleyfísgreina. Valdið er því mik- ið en eftirlitið ekkert. Þetta gerir Samkeppnisstofnun sér grein fyrir og hefur, í framhaldi af kæru minni m.a , úrskurðað að Pósti og síma skuli skipt upp í fleiri rekstrareiningar. Lítum á það hvernig stofnunin og þá sérstaklega Samgönguráðuneytið brást við ákvörðunarorðum Samkeppnisráðs. Samkeppnisráð vanvirt 15. apríl 1994 lagði ég f.h. Rad- iomiðunar hf. fram kæru til Sam- keppnisstofnunar á hendur Póst- og símamálastofnunarinnar þar sem ég fór fram á fullkominn aðskilnað Söludeildar P&S frá vernduðum þjónustuþáttum stofnunarinnar. Ákvörðunarorð Samkeppnisráðs barst síðan 21. september sama ár og segir orðrétt: „Til að taka allan vafa um að Póst- og símamálstofnun greiði ekki niður viðskipti með not- endabúnað með einkaleyfisvemd- aðri starfsemi stofnunarinnar mælir Samkeppnisráð, með vísan til 2. mgr 14. gr. samkeppnilaga nr.8/1993, sbr 1. gr. sömu laga, fyrir um fjárhagslegan aðskilnað þeirrar starfsemi sem lýtur að við- skiptum með notendabúnað frá þeirri starfsemi stofnunarinnar sem nýtur einkaleyfisverndar." Hér skapaðist forsenda til að gera breytingar á rekstri stofnunar- innar þannig að samkeppnislegt jafnræði fengi nú loks að ríkja milli stofnunarinnar og annarra sam- samanburði við mark- mið nágrannaþjóða, segir Krislján Gíslason og bætir við að fólk muni leita nýrra tæki- færa erlendis. kemur, því á fundi með honum fyr- ir einum tveimur árum sagði hann orðrétt: „Hver segir að þið eigið að sitja við sama borð og Póstur og sími?“ og vorum við þá að tala um greinilegan aðstöðumun söluaðila á notendabúnaðarmarkaðinum. Eftirbátar annarra I nágrannalöndum okkar hefur orðið mikil breyting á rekstri Póst- og símamálastofnana sem lúta allar að því að færa stjórnsýslulegt vald til ráðuneytanna og einkavæða ann- an rekstur og koma á raunhæfri samkeppni. Til þess að undirstrika mikilvægi þessara mála, þá hafa t.d. Danir flutt þennan málaflokk undir „Ministry of Research“ en þar er stjórnsýsludeild sem kölluð er „National Telecom Agency" sem ber ábyrgð á því að samkeppnislegt jafnræði sé tryggt. í síðustu árs- skýrslu þessarar stofnunar segir forstöðumaður deildarinnar/stofn- unarinnar, Jörgen Abild Andersen, m.a.: „Telestyrelsen ser det som en af sine central opgaver at sikre, at konkurrencen ikke kun bliver fri og lige paa papiret, men ogsaa i virkel- ighedens verden - til gavn for bru- gerne.“ (Fjarskiptastofnunin lítur á það sem eitt af sínum aðalviðfangs- efnum að tryggja að samkeppnin sé ekki aðeins virk í orði heldur einn- ig á borði - notendum til gagns.) Þær stjórnsýslubreytingar sem hæstvirtur ráðherra gerði á Pósti og síma með útgáfu áðurnefndrar reglugerðar er hreinn skrípaleikur í samanburði við þau markmið sem nágrannaþjóðir okkar hafa sett sér. Til lengri tíma litið getum við átt von á umtalsverðum flótta fólks sem leitar nýrra tækifæra erlendis, bæði menntafólks og fólks sem þorir að sýna frumkvæði. Þeir sem eftir sitja fá það verkefni að fæða gamla ríkis- forsjárdrauginn og „gæta“ velferðar borgaranna. Þetta er ísland í dag. Höfundur er framkvæmdasljóri Radiomiðunar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.