Morgunblaðið - 26.07.1995, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Signrjón Guð-
jónsson fæddist
í Hlíðarendakoti í
Fljótshlið 16. sept-
ember 1901. Hann
lést í Reykjavík 17.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðjón
Jónsson og Guðrún
Magnúsdóttir.
Eftirlifandi eig-
inkona Sigurjóns er
■v Guðrún Þórarins-
dóttir. Hún fæddist
22. febrúar 1906.
Kjörsonur þeirra er
Hrafnkell, fæddur 5. desember
1939. Siguijón lauk stúdens-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1925 og námi í
guðfræði frá Háskóla íslands
árið 1929. Hann var við fram-
haldsnám í guðfræði í Vínar-
borg og Uppsölum veturinn
1929-30 og tók kennarapróf
árið 1932. Hann starfaði við
blaðamennsku og kennslustörf
1930-31. Árið 1931 var hann
skipaður prestur í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd, en því starfi
SIGURJÓN Guðjónsson fæddist í
Hlíðarendakoti í Fljótshlíð hinn 16.
septembermánaðar 1901, sonur
hjónanna Guðjóns Jónssonar frá
Hlíðarendakoti og Guðrúnar Magn-
úsdóttur frá Teigi í Fljótshlíð, þá
búandi í Hlíðarendakoti, en síðan
lengi í Vatnsda! í Fljótshlíð. Þar ólst
Siguijón upp á stóru og mannmörgu
heimili, einkasonur, en systurnar
voru fjórar. Eru tvær þeirra enn á
lífí, báðar ekkjur, Gróa, sem var
- -gift frænda sínum, Jóni Sigurðssyni
frá Árkvöm í Fljótshlíð, og bjuggu
þau fyrst á Reynifelli en síðan á
Reyðarvatni á Rangárvöllum, og
Guðbjörg, sem var gift Guðmundi
Jónassyni á Bjarteyjarsandi á Hval-
fjarðarströnd, og bjuggu þau þar.
Systurnar Helga og Halla dóu ungar.
Á unglingsaldri var Siguijón við
heimanám í Odda. Þaðan lá leiðin í
Flensborg í Hafnarfírði og Ioks í
Menntaskólann í Reykjavík, þar sem
hann iauk stúdentsprófi 1925.
Ungmenni þessara ára, sem sóttu
skóla fjarri heimilum sínum, höfðu
löngum úr litlu að spila. Þá reið á
að bíta á jaxlinn, og sízt af öllu
mátti vola eða vorkenna sjálfum
^sér. Sem betur fór lagðist þessu
unga fólki oft eitthvað til, og víst
er að oft minntist Siguijón hlýlega
á þá sem lögðu honum lið, þegar
erfiðast var að ná endum saman.
Sjálfsagt var námið sjálft, tilgangur
þess og takmark, flestum drýgsta
hvatningin til dáða. En fleira kom
til þó að stundum þætti sumt af því
óþarflega tímafrekt og jafnvel slæva
námsárangur skólafólksins. Á
námsárum sínum lagði Siguijón af
miklu kappi stund á íþróttir, einkum
íslenzka glímu. Einnig fékkst hann
við skáldskap, orti og sökkti sér nið-
ur í fagrar bókmenntir. Þá tók hann
af lífi og sál þátt í félagslífi náms-
manna. Sízt verður því á móti mælt
xað umrædd áhugamál hafi dregið
'úr námsástundan margra, en á móti
vegur, að oft hefur iðkun hugðarefn-
anna ekki síður en hið reglulega
bóknám stuðlað að sannri menntun
og heillavænlegum þroska þeirra,
sem þeim sinntu af alúð.
Ævilangur áhugi Sigutjóns á
íþróttum og iíkamsmennt yfirleitt
blasti við hveijum þeim, sem mætti
honum á götu allt fram á tíræðisald-
ur, teinréttum og léttum í spori. Og
til æviloka lét hann sér ekki nægja
að njóta fagurra bókmennta með
iestri, heldur fékkst hann sjáifur við
að yrkja og þýða ljóð. Aður fyrr
þýddi hann líka leikrit, þjóðsögur,
smásögur og sitthvað fleira. Hefur
margt af því birzt á prenti, og ýms-
ar stofnanir og félög hafa veitt hon-
um viðurkenningu, einkum fyrir
kynningu á norrænum bókmenntum
hér á landi.
Vorið 1929 lauk Siguijón prófí frá
guðfræðideild Háskóla íslands, og
gegndi hann til árs-
ins 1966. Hann var
prófastur í Borgar-
fjarðarprófasts-
dæmi 1946-66 og
gegndi einnig auka-
þjónustu í Garða-
prestakalli á Akra-
nesi á árinu 1934
og í Hvanneyrar- og
Fitjasóknum
1944-45 og 1964-65.
Sigurjón þýddi mik-
ið af ljóðum úr
Norðurlandamál-
um. Mörg þeirra
ljóða sem hann
þýddi birtust fyrst í Lesbók
Morgunblaðsins. Sigurjón var
handhafi fálkaorðunnar og var
sæmdur finnsku orðunni Finn-
lands hvíta rós fyrir nokkrum
árum. Hann hlaut nýlega viður-
kenningu og styrk úr Menning-
ar- og minningarsjóði norska
prestsins Alfred Anderssons-
Rysst fyrir þýðingar á sálmum
og ljóðum úr norsku á íslensku.
Utför séra Siguijóns fer
fram frá Dómkirkjunnni í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
að svo búnu hélt hann utan til fram-
haldsnáms í Austurríki og Svíþjóð
veturinn 1929-30. Mun hugur hans
þá engu síður hafa staðið til kennslu,
blaðamennsku eða ritstarfa en prest-
skapar, og öllu þessu sinnti hann
meira og minna um dagana.
En þar sem hann var af grónum
bændaættum kominn, mætti ef til
vill segja að hann hafi reynzt upp-
runa sínum trúr þegar hann afréð
að fara að Saurbæ vorið 1931. Þar
var hann gvo sóknarprestur allt þar
til er hann fékk lausn frá störfum
haustið 1966. Prófastur var hann
frá 1946.
Samhliða prestskapnum bjó Sig-
uijón myndarlegu búi í Saurbæ svo
lengi sem heilsan leyfði eða tii 1962.
Gekk þá örullga fram í jarðrækt og
jarðabótum með þeim ráðum og
tækjum sem þá voru tiltæk.
Eins og kunnugt er þrengdi
heimskreppan óþyrmilega að bænd-
um, öðru vinnandi fólki og athafna-
mönnum á íjórða áratug þessarar
aldar. En það var Siguijóni umtals-
verður stuðningur í upphafí að hann
tók við bústofni foreldra sinna, sem
þá brugðu búi í Vatnsdal og fluttust
að Saurbæ, þar sem þau voru síðan
til dauðadags. Eru þau flestum
minnisstæð sem þeim kynntust,
prúðmennið Guðjón, sem aldrei virt-
ist tapa jafnvæginu, og vinnuvíking-
urinn Guðrún, sem var svo ættfróð
og minnug að með ólíkindum mátti
telja.
Sumarið 1935 gekk Sigurjón að
eiga eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu
Þórarinsdóttur listmálara Þorláks-
sonar og Sigríðar Snæbjarnardóttur.
Vill svo til að langafi Guðrúnar,
Þorvaldur Böðvarsson, var prestur í
Saurbæ 1867-86 og stóð þá fyrir
kirkjubyggingu þar 1878. Þegar
núverandi kirkja í Saurbæ var full-
gerð var þessi aldna kirkja flutt að
Vindáshlíð í Kjós, og þar stendur
hún enn það ég bezt veit.
Á Saurbæjarárunum sinnti Sig-
uijón auk embættisstarfa og bú-
skapar margvíslegum störfum öðr-
um, t.d. var hann í hreppsnefnd,
skólanefnd Reykoltsskóla, stjórn
prestafélaga, sálmabókarnefnd,
byggingarnefnd Hallgrímskirkju í
Saurbæ og er þá fátt eitt talið.
Meðritstjóri vikublaðsins Fálkans í
Reykjavík var hann 1938-39. Þijá
vetur annaðist hann barnakennsiu á
Hvalfjarðarströnd og oft hafði hann
nemendur í heimaskóla í Saurbæ.
Þá var hann skólastjóri Gagnfræða-
skólans á Akranesi 1943-44. Sam-
hliða þessu fékkst hann löngum við
þýðingar, t.d. á leikritum fyrir leikfé-
lög og útvarpið. Snemma fékk hann
mikinn áhuga á sálmum, sögu þeirra
og ferli. Sökkti hann sér árum sam-
an niður í þau fræði, sem að slíku
lúta og liggur þar mikið starf eftir
hann, þó að honum auðnaðist ekki
að leiða það til þeirra lykta, sem
hann hefði kosið. Til þess taldi hann
sig hafa byijað of seint og auk þess
skort tíma og aðstöðu meðan starfs-
orkan var óskert. Mörg síðustu Saur-
bæjarárin má segja að bygging
kirkjunnar þar og fullnaðarfrágang-
ur hennar hafi orðið honum flestu
öðru tímafrekara. En allt veitti þetta
honum mikla ánægju.
Mér sem þessar línur festi á blað
er Siguijón í minni frá því er ég
man fyrst eftir mér. Faðir minn og
Siguijón voru systkinasynir, og var
faðir minn fæddur og uppalinn á
heimili Guðjóns. Var hann næstum
eins og eldri bróðir systkinanna í
Vatnsdal.
Árin 1934-40 var ég á hveiju
sumri í Saurbæ og á síðan ógleym-
anlegar minningar. I þá daga voru
þeir margir unglingarnir í Reykjavík
og öðrum bæjum sem áttu því láni
að fagna að fá að kynnast lífi og
störfum í sveitum landsins áður en
búskapurinn var vélvæddur til þeirr-
ar fullnustu sem nú er. Þarna kom-
umst við í námunda við hesta, kýr
og kindur, settum niður kartöflur
og tókum þær síðan upp, unnum við
mótekju, lærðum að beita þeim am-
boðum sem til heyskapar heyra, rák-
um fé frá flæðiskeijum áður en féll
að og ótal margt fleira, sem flest
telst nú úrelt, horfið í glatkistuna
miklu.
Frá þessum árum sé ég Siguijón
frænda minn fyrir mér í ótal ólíkum
hlutverkum, t.d. hlaupandi í smala-
mennsku, þar sem hann naut sín svo
sannarlega. Þá var hann öldungis í
essinu sínu við heyslátt. var víst
fátt sem hann hafði meira yndi af,
enda var hann afbragðs sláttumað-
ur. Ekki kvað síður að honum í þurr-
heyi.
Annan hvern sunnudag var mess-
að í Saurbæ, og þá skyldu rækti
Siguijón svo sem bezt var á kostið.
Hinn sunnudaginn messaði hann á
annexíunni, Leirá. Minnist ég þess
hversu öfundsverður mér fanst hann
þegar hann hélt þangað ríðandi á
Grána sínum, þó að ég hafði í hans
sporum heldur kosið Brún. Annað
mál er að hann var raunalega lítið
hneigður fyrir hross og hesta-
mennsku og naut þess síður en svo
að hristast á hestbaki, þó að hann
yrði lengi vel að láta sér slíkt lynda.
Seinna eignaðist hann jeppa, en af
akstri hafði hann naumast meiri
ánægju en hestum. Tel ég víst að
hann hafi sáttur við guð og menn
kvatt hvort tveggja að fullu og öllu,
þegar hann fór frá Saurbæ, hnakk-
inn og bílstýrið.
Leitun mun að samstilltari og
samrýmdari hjónum en þau Siguijón
og Guðrún voru, þó að úr ólíkum
jarðvægi væru sprottin. En allt frá
sumrinu 1935 fetuðu þau sömu slóð,
lengst af við góða heilsu og örugga
afkomu. Hafa þau notið þeirra lífsins
gæða sem fágaður smekkur og eðlis-
læg og áunnin hófstilling hefur
megnað að veita þeim. Helzti mun-
aður þeirra um dagana, ef svo mætti
kalla það, hefur verið ferðir til ann-
arra landa, sem þau nutu í ríkum
mæli. Sumarið 1979 urðum við hjón-
in þeim samferða til Grikklands. Var
það ferðalag allt og dvölin þar eftir-
minnilega skemmtileg. Minnist ég
þess að í Delfi, þar sem hitinn var
óþægilega mikill, lét Siguijón, þá
kominn fast að áttræðu, sig ekki
muna um að hlaupa hring á hlaupa-
braut. Varð honum sízt meira um
það en því fólki á léttasta skeiði, sem
sömu þolraun þreytti.
Að leiðarlokum rennur upp fyrir
mér að aldrei muni ég hafa komið
því í verk að þakka frænda minum
sem vert hefði verið alit sem ég á
honum að þakka. Iðulega tók hann
mig á barnsaldri með til þess að
horfa á kappgiímur, íþróttamót eða
knattspyrnuleiki. Þá leiðbeindi hann
mér um val bóka og lánaði mér vald-
ar bækur þegar ég var í Saurbæ.
Ekki er þó minnst um það vert, að
allt frá því ég var níu eða tíu ára
talaði hann við mig eins og fullorð-
inn mann og svaraði barnalegum
spurningum mínum án þess að tala
niður til mín eins og fullorðnu fólki
hættir svo oft til þegar það ræðir
við þá sem fátækari eru í andanum
eða fákænni en það sjálft.
Síðast en ekki sízt ber mér að
þakka þá fræðslu sem hann veitti
mér fyrir ferminguna vorið 1940.
Sjálfsagt tókst honum ekki að gera
mig þann trúmann sem hann hefði
kosið, en ég er houm ævinlega skuld-
bundinn fyrir þá trúarbragða- og
kristindómsfræðslu sem hann miðl-
aði mér. Þá lét hann mig læra 70
sálma. Þótti mér það stór inntaka á
sínum tíma, en eftir á harma ég síð-
ur en svo þetta fágæta hlutskipti
mitt.
Þeim Siguijóni og Guðrúnu varð
ekki barna auðið, en þau eiga kjör-
son, Hrafnkel. Er víst óhætt að segja
að Hrafnkell, kona hans og börn
hafi verið gömlu hjónunum mikill
fagnaðarauki og lífsfylling.
Um síðustu sumarsólstöður, 21.
júní, var ég ásamt nokkrum vinum
og vandamönnum viðstaddur athöfn
í norska sendiráðinu hér í bæ, þar
sem Siguijón var heiðraður fyrir
framlag sitt til kynningar á norskum
bókmenntum hér á landi. Við þetta
tækifæri hélt Siguijón snjalla tölu,
og var þá sízt á honum að sjá að
síðustu kornin væru að renna úr
stundaglasi hans. Skömmu áður
hafði hann gert mér orð og falið
mér að koma vænni fúlgu handrita
sinna til varðveizlu í Handritasafni
Landsbókasafnsins.
Að athöfn lokinni í sendiráðinu
var kvaðzt og hver hélt í sína átt.
Þá var mér kunnugt að Siguijón var
á förum á sjúkrahús til rannsóknar.
Ekki bauð mér þó í grun að þarna
kveddumst við í síðasta sinni. Þær
kveðjur ítreka ég nú og þakka að
auki allt gott í minn garð og minna
á langri samleið, sem mér finnst
aldrei hafa borið skugga á. Guð-
rúnu, Hrafnkeli og ijölskyldu hans
vottum við hjónin innilegustu samúð.
Bergsteinn Jónsson.
Margar góðar minningar eigum
við systkinin frá sumardvöl okkar í
Saurbæ á Hvalíjarðarströnd hjá
móðursystur okkar Guðrúnu og séra
Siguijóni. Það var alltaf mikil til-
hlökkun hjá okkur borgarbörnunum
að komast til þeirra í sveitina.
Þegar sonur þeirra, Hrafnkell, var
lítill, var okkur systrum falið að
gæta hans, en hann var yndislegur
krakki og þeim hjónum mikill gleði-
gjafi.
Séra Siguijón var ekki aðeins
góður prestur og fræðimaður, hann
var líka mikill bóndi. Við minnumst
ánægjulegra stunda þegar verið var
að heyja í góðu veðri. Þá var Sigur-
jón hrókur alls fagnaðar og átti til
að glettast við okkur krakkana.
Foreldrar Siguijóns bjuggu alla
tíð hjá þeim hjónum og tóku þátt í
búskapnum af lífi og sál. Þau eru
okkur mjög minnisstæð og voru okk-
ur krökkunum ákaflega góð og
umhyggjusöm. Seinna á ævinni
minnumst við hátíðlegra hamingju-
stunda, sem við áttum með Sigur-
jóni og Guju frænku, en hann gifti
okkur öll systkinin og skírði börn
okkar.
Það var alltaf ánægjulegt að
heimsækja þau í Eskihlíðina eftir
að þau fluttu til Reykjavíkur. Það
var gaman og lærdómsríkt að hlusta
á hann segja frá enda átti hann ríka
kímnigáfu til að bera. Allt þetta vilj-
um við þakka af alhug.
Siguijón var andlega hress og við
góða heilsu allt undir það síðasta.
Við viljum að lokum biðja góðan
Guð að styrkja frænku okkar Guju.
Hennar missir er mikill en við vitum
að hún er þakklát guði sínum að
þeim skyldi auðnast að eiga svo
langa og góða sambúð. Blessuð sé
minning séra Siguijóns Guðjónsson-
ar.
Sigríður, Svanhildur
og Eva Gestsdætur.
Nú er hann afi okkar horfinn yfir
móðuna miklu. Minningarnar um
hann eru margar og góðar. Þær
voru ófáar ferðirnar sem hann afi
fór í strætó upp í Árbæ, til þess að
kenna okkur barnabörnunum að
lesa, kom hann þá alltaf með brúnan
bréfpoka fullan af ferskum ávöxtum,
sem við borðuðum svo að loknum
lestri, og seinna meir gátum við allt-
af leitað til hans ef við þurftum á
hjálp að halda við námið, og þá sér-
staklega íslendingasögurnar.
Við systkinin höfum alltaf verið
svo stolt yfir því að afi okkar hafi
SIGURJON
GUÐJÓNSSON
skírt okkur öll og ennþá stoltari yfir
því að hann skírði barnabarnabörnin
sín, Arnar, Daníelu Rut og Ásdísi,
og eru aðeins rúmir sex mánuðir
síðan hann skírði Ásdísi. Afi var
alltaf mikil göngumaður óg mátti
þekkja hann langar leiðir á hattinum
góða og gömlu töskunni sem hann
lagði sjaldan frá sér.
Elsku afi, við eigum eftir að sakna
þín sárt, en minningin um þig mun
ávallt lifa í hjörtum okkar.
Elsku amma og pabbi, megi guð
vera með ykkur og styrkja ykkur.
Fanney Dóra, Guðrún,
Sigurjón Ragnar, Guð-
mundur og Rúnar Þór.
Fréttin um að góði vinurinn
minn, dr.teol. Siguijón Guðjónsson,
væri látinn, fyllti huga minn af sorg.
Hann var fulltrúi þess besta í ís-
lensku kirkju- og menningarlífi. Með
honum er genginn helsti sálmasér-
fræðingur þessa lands og eitt af
bestu sálmaskáldunum. Séra Sigur-
jón var lifandi dæmi um það besta
í íslenskri menningararfleið. Hann
sameinaði á svo fagran hátt bænda-
menninguna og heim embættis-
mannsins, nálægð bóndans við sköp-
unarverkið og skyldur prestsins í
embætti og sálgæslu. En það sem
gerði hann sérstæðan meðal hinna
mörgu sterku persónuleika í ís-
lenskri prestastétt var ást hans á
ljóðlistinni og skáldskapargáfa hans.
Þetta kom glöggt fram í fræðilegum
rannsóknum hans á sálmaskáldskap
og í einstöku framlagi hans í safn
íslenskra sálma bæði með hans eigin
sálmum og sálmaþýðingum hans.
Við Þorgerður vorum í hópi þeirra
sem nutu þeirra forréttinda að mega
telja séra Siguijón og frú Guðrúnu
meðal sinna nánustu vina. Við minn-
umst með sérstöku þakklæti góðu
daganna okkar saman í Noregi sum-
arið 1982 þegar séra Siguijón tók
þátt í ráðstefnu um sálmafræði sem
haldin var í tengslum við Ólafsdag-
aná í Þrándheimi og þau hjónin
bjuggu á heimili okkar. Við minn-
umst með gleði yndislegrar ferðar í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem
séra Siguijón var í essinu sínu á
sínu gamla prestsetri. Þar er sem
skerfur hans til kirkju- og menning-
armála sé greyptur inn í sjálfan stað-
inn;
Ég minnist óteljandi vinafunda
öll árin okkar þegar við ræddum um
ljóðlist. Ég þekkti ekki neina mann-
eskju á Islandi sem hafði eins lif-
andi áhuga á norrænum skáldskap
okkar tíma og séra Siguijón. Allt
til hinstu stundar var hann að vinna
að þýðingum á norskum ljóðum og
nær daglega fór hann gangandi í
Norræna húsið til að fylgjast með
því allra nýjasta í norrænum skáld-
skap og hvað ungu skáldin væru að
skrifa. I viðræðum við séra Siguijón
hafði maður ekki á tilfinhingunni
að rætt væri við mann sem væri
kominn yfir nírætt, miklu fremur
æskumann. Hugurinn var enn víð-
sýnni og opnari en hjá flestum ung-
um mönnum og vinnuafköst hans
voru ótrúleg.
Á seinustu árum hef ég haft
ánægju af að vera séra Siguijóni
innan handar í umfangsmiklu verki
hans við þýðingar á norskum ljóðum
frá síðustu áratugum. Þessu verki
er nú rétt lokið en því miður verður
það gefið út of seint til þess að hann
geti glaðst yfir stórkostlegu framlagi
sínu til norskrar menningar. Ég veit
að það gladdi hann að fá viðurkenn-
ingu frá Noregi fyrir þetta verk sitt
skömmu áður en hann lést, þegar
honum voru veitt Andersson-Rysst
verðlaunin.
Það erhöggvið stórt skarð ímenn-
ingarsamstarf Noregs og íslands
þegar séra Siguijón er horfinn. Hans
mun verða minnst með djúpri þökk,
líka í Noregi.
Það er sárt fyrir mig og konuna
mína að hafa misst náinn og góðan
vin. En mest er sorgin hjá frú Guð-
rúnu og fjölskyldunni. Hugur okkar
er hjá þeim á þessum þungu dögum
og við minnumst þeirra í bænum
okkar.
Knut Ddegárd.
• Fleirí minningargreinar um
Sigurjón Guðjónsson bíða birting-
ar ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.