Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dansiðkun í tvær aldir BOKMENNTIR Dansar GÖMLU DANSARNIR í TVÆR ALDIR Brot úr íslenskri menningarsögo eft- ir Sigríði Valgeirsdóttur og Minervu Jónsdóttur. Þjóðdansafélag Reylqa- víkur, 1994. Dansinn hefur fylgt mannkyninu lengur en flestar aðrar athafnir þess. Eins og önnur dýr hefur frummaður- inn tjáð hugarástand sitt, tilfinning- ar og langanir með svipuðu móti og aðrar skepnur, þ.e. hreyft sig með reglubundnum hætti. Dansinn rekur þannig uppruna sinn til hreyfinga og látæðis sem tungumálið hefur að sumu leyti leyst af hólmi. Hér á landi á dansinn sér langa sögu sem að mestu leyti er hulin sjónum okkar. í fomsögunum eru til frásagnir af því að fólk steig dans. í kjölfyr siðbótarinnar breytt- ist afstaða geistlegra valdhafa til dansiðkunar og farið var að amast við dansi hér á landi upp úr 1700 og loks sett á hann algert bann. Allt hélst í hendur; minni og lélegri húsakynni og þverrandi umburðar- lyndi. Þetta leiddi af sér að nú á tímum eru danssöngvar, sagnadans- ar og vikivakar orð sem ná fyrst og fremst yfir bókmenntaleg fyrirbæri, bundið mál á bók sem hvorki er leng- ur sungið né dansað eftir. Frændum okkar Færeyingum hefur tekist bet- ur upp en okkur í þessu tilliti því þar lifir forn dansmenning enn. Dansmenning fór aftur að dafna hér á landi á 18. og 19. öld. Framan af lifði enn í kulnandi glæðum fornra dansa og eins bárust hingað tísku- dansar frá meginlandinu m.a. með menntamönnum, þ.á m. þeir sem nú eru kallaðir gömlu dansarnir. Hvað vitum við þá um dans á íslandi frá fomu fari til okkar daga? Hver er þróun gömlu dansanna og hversu fjölbreyttir eru þeir? Þróuð- ust danstegundir misjafnt eftir landshlutum? Þetta eru nokkrar af þeim spumingum sem Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdótt- ir, höfundar bókar þeirrar sem hér er til umræðu, setja fram og reyna að svara í verki sínu. Hér er mikið verk á ferðinni, hálft fimmta hundrað blaðsíður í tveim bindum. Það er hugsað í þrem hlutum eða bindum en forsendur skiptingarinnar eru afar óljósar. Fyrstu tveimur bindunum virðist á seinustu stundu hafa verið steypt saman í eitt bindi sem bæði er þungt og stórt um sig. Þriðja bindið er hins vegar í minna og óvandaðra broti. Vandað hefur verið til upp- setningar og útlits. Það er óneitanlega stór galli á þessu verki að fyrstu tvö bindin skuli hafa verið bundin inn í eitt. Upp- bygging þeirra er gagnólík: í því fyrra er farið sögulega yfir dansiðk- un hér á landi seinustu aldirnar en í því seinna er dönsum lýst ýtarlega, bæði í orðum og með myndum. Ymsar endurtekningar, sem hefðu verið skiljanlegar í ljósi þess að um tvö aðskilin bindi væri að ræða, rugla iesandann í ríminu og setja viðvan- ingslegan blæ á annars strangfræði- legt verk. Sérstaklega á þetta við um lýsingar á úrtaki, heimildasöfn- un, úrvinnslu og skráningu. Kaflar fyrsta bindisins, sem telja verður meginuppistöðu verksins, eru fimm talsins. I fyrsta kafla er gerð grein fyrir aðferðum rannsóknarinn- ar, ýmsum hugtökum, heimildasöfn- un og úrvinnslu. I næstu þrem köfl- um er ýtarlega greint frá dönsum á íslandi á 18., 19. og 20. öld og fjalL að um efnið eftir landshlutum. í fimmta og seinasta kaflanum eru dregnar saman niðurstöður. Að baki þessu verki liggur geysi- lega víðtæk heimildasöfnun sem tek- ið hefur langan tíma að vinna. Höf- undar byggja úrvinnsluna á um 250 heimildum, bæði rituðum og munn- legum. Þeir tóku viðtöl við eldra fólk á árunum 1958-1993 eða á 35 ára tímabili. Ákveðið var að leita til fólks yfir sextugu sem talið var að þekkti til dansa, danshefðar eða dansstjóm- ar. Leitast var við að tala við fólk í öllum umdæmum og spurst sérstak- lega fyrir um þá sem þekktir voru fyrir dans eða afskipti af dansi í byggðarlaginu. Alls voru viðmælend- ur 200 talsins, konur í meirihluta. Augljóst er að miklar kröfur fylgja því að leita heimilda hjá slík- um fjölda. Höfundar ákváðu að beita að mestu hálfopnum viðtölum, vænt- anlega til þess að hemja og stýra upplýsingaflæðinu. Þó segja þeir að nauðsynlegt hafi reynst að beita opnum viðtölum einkum þegar við- mælandi vissi mikið um dans og sagði viðstöðulaust frá. Leitað var eftir þekkingu viðkomandi á gömlum dönsum, dansháttum, dansumhverfí og danslögum. Spurt var hvar við- komandi hafði lært að dansa og um danskunnáttu foreldra og heima- fólks í æsku. Svör viðmælenda voru hljóðrituð og færð í letur. Að auki voru í einstaka tilfellum teknar kvik- myndir af dönsurum. Slíkt var of dýrt til að geta orðið almenn aðferð við heimildaöflun. Dansar voru skráðir í rituðu máli og með tákn- máli Labans. Lög og Ijóð dansanna voru skráð af tónlistarmönnunum Jóni G. Ásgeirssyni, Wilmu Young og Lilju Petru Ásgeirsdóttur. Sá sem hér heldur á penna hefur enga sérþekkingu á dönsum, sögu þeirra eða tegundum. Viðhorf hans til efnisins og mat hans á því dregur dám af því. Það þarf þó engan sér- fræðing til að sjá að sú vinna sem lögð hefur verið í að draga þetta efni saman í bók er meira en tíma- bær. Sérstaklega þykir leikmanni eftirtektarvert að sjá hvemig dans- amir virðast vera nákvæmlega teikn- aðir upp eftir áðumefndu kerfi La- bans. Vænta má að hér hafi mörgum dansinum verið forðað frá gleymsku. Fróðlegt er einnig að sjá hve dansiðkun hefur verið mikilvæg fyr- ir félagslíf í dreifðum sveitum lands- ins. Menn lögðu mikið á sig til þess að komast á dansleiki í næstu sveit- um, settu jafnvel ekki fyrir sig að sundríða ár eða standa á vörubíls- palli klukkutímum saman til og frá dansstað. Dansiðkun tengist mörgum sögu- legum atburðum í Islandssögunni. Jörundur hundadagakonungur hélt dansleiki í Reykjavík meðan hann var við völd. Fræg er skopmyndin sem hann teiknaði af einum þeirra. Á þjóðhátið 1874 var efnt til sér- staks konungsdansleiks. Lagt var í mikinn undirbúning og kenndi Magnús Stephensen yfirdómari og síðar landshöfðingi þeim dans sem boðaðir voru á dansleikinn. Til er frásögn Ólafs Finsens af æfingun- um. Hann segir m.a.: „Flest af því kunni vel alla algenga dansa, er þá voru iðkaðir. Aðaláherzlan var lögð á að kenna lanciers og francaise. Þessir dansar voru þá óþekktir hér, og þá kunnu engir nema kennarinn. Voru þeir dansaðir hér á landi í fyrsta sinn á konungsdansleiknum. Man ég, að faðir minn hafði orð á því, að útlendu gestirnir og konung- ur hefðu dáðst að því hve Islending- ar hefðu dansað þá vel, enda hafði kennarinn lagt mikla alúð við kennsluna." Samkvæmt þessum orðum hefur dansmenning fjarri því staðið höllum fæti á seinustu öld. Fyrirfólk kunni „algenga dansa“ sem það dansaði vel að mati erlendu gestanna og var fúst til að læra meira. Við lestur verksins sannfærist maður um að dansmenning hafi einmitt verið rót- grónari og samfelldari í aldanna rás en halda mætti. Þótt bæði fátækt og andlegt helsi hafi unnið gegn innlendri dansmenningu kemur þessi frumþörf fram hér á landi sem ann- ars staðar á öllum tímum. Sam- kvæmt rannsókn höfundanna varð- veittust jafnvel vikivakar fram um seinustu aldamót þegar fjöldi er- lendra danstegunda hafði skotið rót- um áratugina á undan. Þótt ýmislegt megi finna að fram- setningu í þessu mikla verki er eng- inn vafi á að hér hefur verið unnið meira en þarft verk á sviði sem að ósekju hefur legið of lengi í þagnar- gildi. Um er að ræða merkilegan hluta íslenskrar menningarsögu sem án efa hefur verið forðað frá því að glatast í gieymskuhjúp. Ingi Bogi Bogason Kirsuberj agarðurinn í Salzburg ÞÝSKA leikkonan Jutta Lampe sést hér í hlutverki Ranjevkaju á lokaæfingu uppfærslu þýska leikstjórans Peters Steins á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsékov. Leikritið er settá svið í tengslum við Salzburg-hátíðina sem nú er haldin í 75. skiptið. Minningar frá Kaupmannahöfn? LUMA ekki einhvetjir íslenskir eldri borgarar á minnisstæðri reynslu frá Danmörku? Það er von aðstandenda danskrar ritgerðarsamkeppni. Efn- ið er Kaupmannahöfn 1920-1950 og frásagnir sem tengjast borginni á þvi tímabili. Ritgerðarsamkeppnin er liður í dagskrá evrópsku menn- ingarhöfuðborgarinnar á næsta ári og er haldin á vegum Borgarskjala- safns Kaupmannahafnar. Efnið á að tengjast Kaupmanna- höfn á árunum 1920-1950, en frá- sögnin má þó teygja sig út fyrir þessi ártöl. Hægt er að skrifa um minnisstæðan dag eða atburði, sem teygja sig yfir lengri tíma. Frásögn- in getur tengst heimsókn til borgar- innar eða lífinu þar og þess vegna snýr Borgarskjalasafnið sér einnig til íslendinga, hvort sem þeir hafa aðeins heimsótt borgina, verið þ.ar í námi eða flutt þangað og búið þar á umræddu tímabili. Frásögnina má einnig tengja gömlum myndum frá borginni og þá er beðið um að myndirnar verði sendar með. Markmiðið með samkeppninni er að safna frásögnum af daglegu lífí í borginni. Þess vegna er óskað eft- ir að heyra hvert eriíídið var með heimsókn í borgina eða hvers vegna viðkomandi bjó þar, hvar og hvern- ig hann bjó og með hverjum, hvem- ig deginum var eytt, hvað var borð- að, hverju var klæðst, hvernig lífíð var heima fyrir, hvað fólk gerði sér til hátíðabrigða, lífíð á vinnustaðn- um eða í skólanum, svo eitthvað sé nefnt. Með öðrum orðum þá er leitað eftir vitneskju um daglega lífíð og áðurnefndar ábendingar eru ekki neinn spurningalisti, heldur eingöngu hugsaðar til að hjálpa fólki af stað. Óskað er eftir ritgerðum frá sem flestum, sem vom í borginni á ár- unum 1920-1950, hvort sem eru Danir eða útlendingar. Þar sem Is- lendingar hafa alla tíð lagt leið sína um Kaupmannahöfn hefur skjala- safnið áhuga á að heyra frá þeim. Einstaklingar geta sent inn ritgerð, en ekkert mælir á móti að fólk taki sig saman og skrifi frásögn í sam- einingu, til dæmis ef hópurinn var saman í Kaupmannahöfn eða gerði eitthvað í sameiningu á þessum tíma, sem vert er að segja frá í þessu samhengi. Því fleiri sem taka þátt, því fjölbreyttari verða frá- sagnirnar. Beðið er um frásagnir frá 2-100 blaðsíðum á lengd og að þær séu annaðhvort handskrifaðar, vélrit- aðar eða skrifaðar í tölvu og þá prentaðar á pappír. Hvorki er tekið á móti tölvudisklingum eða hljóð- snældum. Stafsetningarvillur skipta _engu máli og það ætti að hvetja Islendinga til dáða að þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíku. Tíu bestu ritgerðirnar verða verðlaun- aðar með þijú þúsund dönskum krónum hver, eða um 33 þúsund íslenskum krónum. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar haustið 1996. Bestu ritgerðirnar verða síð- an birtar í riti, sem kemur út um sama leyti. Allar ritgerðirnar verða varð- veittar á Borgarskjalasafninu, sem á fyrir um tvö þúsund ritgerðir með endurminningum, flestar frá tíma- bilinu fyrir 1920. Næstu 25 árin verða ritgerðirnar aðeins aðgengi- legar með leyfi höfundanna, sem geta einnig gefið leyfi til að þær verði öllum aðgengilegar. íslending- ar, sem hyggjast grípa pennann geta sent frásögn sína til Köben- havns Stadsarkiv, Köbenhavns Rádhus, 1599 Köbenhavn V. Skila- frestur er til 1. október næstkom- andi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.