Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 48
L0TT# alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBU?XENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mannbjörg varð þegar trilla sökk úti fyrir Vestfjörðum Neyddist til að kafa eftir gúmmíbátnum MANNBJÖRG varð þegar Hilmir B A-48, sem er tveggja ára 4 tonna trefjaplastbátur frá Patreksfirði, sökk um 15 mílur norðvestur af Blakksnesi laust eftir hádegið í gær. Einn maður var um borð og komst hann í gúmmíbjörgunarbát eft- ir að hafa kafað niður að bátn- um til að losa hann frá trill- unni. Skipveijar á Elsu EA-60 björguðu manninum og komu með hann til Patreksfjarðar. Það voru Tómas Vilbergsson og Valþór Þórgeirsson, skip- veijar á Elsu, sem björguðu skipveijanum. Báturinn var staddur um mílu frá Hilmi þeg- ar óhappið varð. „Valþór var staddur uppi á dekki og sá einhveija þúst út í hafi. Hann héit fyrst að þetta væri bauja, en sá við nánari athugun að þetta var gúmmí- bátur á reki. Þegar við fórum að athuga þetta betur sáum við að bátur maraði í hálfu kafi skammt frá gúmmíbátnum. Við gáfum allt í botn og náðum manninum um borð. Hann var þá orðinn blautur og kaldur. Hann sagði okkur að þetta hefði gerst það snöggt að hann hefði ekki komist í stöðina til að tilkynna sig. Þegar við kom- um að honum hafði hann skot- ið upp öllum flugeldum, en enginn virtist hafa orðið var við þá,“ sagði Tómas. Sökk á skömmum tíma Elsa fór strax með skipveij- ann í land á Patreksfirði. Þeir komu þangað um klukkan 16. Arni Jóns tók Hilmi í tog, en stefnt er að því að bjarga bátn- um. Ekki er ljóst hvers vegna Hilmir sökk. Nokkur öldu- gangur var á svæðinu, norð- austan gola og 3-4 vindstig. Enginn fyrirvari var á óhapp- inu og komst skipveijinn út við illan leik. Hann festi sig þegar hann var á leið úr stýrishúsinu og reif gallann sinn. Við að ná björgunarbátnum varð hann að kafa undir trilluna til að losa bátinn. Talið er að hann hafi verið 15-20 minútur í gúmmíbátnum. Neyðarmerki frá gúmmí- björgunarbátnum heyrðust eft- ir að skipveijinn var kominn um borð í Elsu. Tómas sagði að talsvert af bátum hefðu ver- ið á svæðinu. Enginn hefði samt tekið eftir neyðarblysinu frá Elsu. Gúmmíbjörgunarbát- urinn hefði hins vegar sést nokkuð vel á sjónum enda úr sjálflýsandi efni. Hilmir var búinn að vera sólarhring að veiðum og í hon- um voru 1.500-1.600 kíló þegar hann sökk. S veitarsj óðareikningar 1993 Halli sveitarfélaga tvöfaldast milli ára SKÝRSLA Hagstofu íslands um íjármál sveitarfélaga, Sveitarsjóða- reikningum 1993, sýnir að saman- lagður halli sveitarfélaga árið 1993 nam 5,7 milljörðum króna og reyndist tvöfalt meiri en árið áður. Hallinn svaraði til um 15% af heild- artekjum sveitarfélaganna á árinu. Peningaleg staða var neikvæð í árslo'k 1993 hjá öðrum en fámenn- ustu sveitarfélögunum en þar var hún nánast í lágmarki. í heild var staðan neikvæð um 51.430 kr. á hvem íbúa landsins árið 1993 sam- anborið við 32.688 kr. árið áður. Halli á hvern íbúa hefur verið hæstur á undanförnum árum hjá sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu Hagstofunnar. Árið 1993 var hallinn 27.273 kr. á hvem íbúa á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 15.370 kr. árið áður. Skuldir sveitarfélaganna námu alls 27,6 milljörðum króna í árslok 1993 eða sem svarar um 73% af heildartekjum þeirra á því ári. Skuldir reyndust hæstar hjá sveit- arfélögum utan höfuðborgarsvæð- isins með 1.000-3.000 íbúa. Fleiri fá fjárhagsaðstoð Tæplega 4.800 heimili nutu fjár- hagsaðstoðar sveitarfélaga árið 1993 og /jölgaði um 20% frá árinu áður. Útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar jukust aft- ur á móti um tæpan helming á milli áranna. Skýrsluhöfundar Hagstofunnar telja að margt bendi til þess að erfitt atvinnuástand hafi orsakað töluvert aukin útgjöld á þessu sviði á árinu. Fíkniefna- neytendur handteknir LÖGREGLAN á ísafirði handtók fimm ungmenni með 11 grömm af hassi og 22 grömm af amfet- amíni sl. sunnudag. Við yfir- heyrslu viðurkenndi fólkið kaup á 50-60 gröminum af amfetam- íni, svipuðu magni af hassi og nokkrum töflum af alsælu. Þau höfðu neytt mikils hluta efnisins. I yfirheyrslu hjá lögreglunni hélt fólkið því fram að það hefði ver- ið svikið í viðskiptum við sölu- menn. Rannsókn málsins er lokið og hefur öllum verið sleppt úr haldi. Síðastliðinn laugardag hand- tók lögreglan á ísafirði mann í ísafjarðardjúpi. Við leit í bíl mannsins fundust 77 grömm af hassi. Hann viðurkenndi að hafa keypt í Reykjavík 84 grömm af hassi og gramm af amfetamíni. ■ Lögreglan á ísafirði/2 Morgunblaðið/JHE Hj artaaðger ðir Innflutningur á unnu kjöti leyfður eftir 1. september næstkomandi Heimilt að flytja inn magn sem samsvarar 3% af neyslu í DAG tekur gildi reglugerð land- búnaðarráðuneytisins um úthlutun á tollkvótum fyrir osta, ýmsar teg- undir grænmetis og unnar kjötvör- ur, en samkvæmt henni verður ekki heimilt að flytja inn unnar kjötvörur fyrr en eftir 1. september nk. Þá verður leyfilegt að flytja inn 26 tonn af kjötvörum til áramóta, sem eru um 3% af neyslu á soðnum kjöt- . vörum hérlendis á umræddu tíma- ^bili. Reglugerðin heimilar innflutning 12 tonna af smjöri og 18 tonna af ostum frá 1. ágúst nk. til 31. októ- ber og innflutning þess grænmetis sem um ræðir 1. september til 31. september nema innflutning á selju annarri en en seljurót sem miðast við 1. október til 31. október. Reglugerðin heimilar t.d. inn- flutning á nautakjöti, soðnu kalk- únakjöti og svínakjöti, þar á meðal soðnum hamborgarhrygg, og dilka- kjöti, en ekki ósoðnar kjötvörur á borð við danska spægipylsu að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra hjá landbúnaðarráðu- neytinu. Magntollar leggjast á kjöt- vörurnar, misháir eftir því hversu mikið varan er unnin, sem þýðir í raun að dýrasta og vandaðasta kjöt- varan hafi hæstu tollana. Hæstir eru þeir 526 krónur á hvert kiló, en lægstir 44 krónur. Á flestu grænméti eru 30% verðtollar, en í nokkrum tilvikum bæði verðtollar og magntollar, t.d. af sveppum sem 200 króna magntollur leggst á auk 15% verðtolls. Guðmundur segir að stærð toll- kvóta séu í samræmi við tilboð ís- lendinga í aðildarviðræðum að GATT-samningnum, flestir í lág- marki nema magn gerilsneyddrar eggjarauðu sem nokkur skortur sé á, en heimilt verður að flytja inn 15 tonn af henni á tímabilinu. Ekki til að tálma Verði mjög margar umsagnir um innflutning um mikið magn, gerir reglugerðin ráð fyrir að heimilt sé að láta hlutkesti ráða úthlutun eða leita tilboða í tollkvóta, þangað til kvótinn er uppurinn. Tollkvótum verður úthlutað samkvæmt auglýs- ingu ráðuneytisins þar sem til- greindir verða nánari skilmálar vegna úthlutunarinnar, þar á meðal umsóknarfrestur. Guðmundur segir að skilmálar ráðuneytisins munu ekki binda hendur innflytjenda að neinu ráði. „Menn munu þurfa að senda umsókn til ráðuneytisins þar sem þeir gera grein fyrir þeirri vöru sem þeir vilja flytja inn, undir hvaða tollflokk hún heyrir og hversu magnið sé mikið. Síðan förum við yfir allar umsóknir sem berast og úthlutum eftir þeim. Umsóknir sem berast fljótlega verða afgreiddar hið fyrsta og ég sé ekki sérstaka annmarka á að þær verði tilbúnar til afgreiðslu fyrri hluta næsta mánaðar, en við munum að sjálf- sögðu gæta þess að gefa svo mikinn tíma að innflytjendur á öllu landinu eigi jafna möguleika á að sækja unij“ segir Guðmundur. Úthlutun verður bundin við hand- hafa heildsöluleyfis og ekki fram- seljanleg öðrum. Aukafjár- veiting samþykkt RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra um 35 millj. kr. aukafjárveitingu til hjartaaðgerða á Landspítala. „Ein hjartaaðgerð kostar frá 790 þúsund til 1,1 milljón króna. Kostn- aður fer eftir því hvað aðgerðin er flókin. Við reiknum með því að með þessari aukafjárveitingu verði hægt að fækka sjúklingum á biðlista veru- lega. Á biðlista eftir hjartaaðgerðum eru 82 sjúklingar í dag, en með aukafjárveitingunni á að vera hægt að fækka á biðlista niður í 30-35 um næstu áramót. Það er talinn viðr- áðanlegur biðlisti," sagði Ingibjörg. Á seinasta ári voru gerðar 280 hjartaaðgerðir hér á landi. í fjárlög- um fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir, að gerðar verði 250 aðgerðir á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.