Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Helgi Áss með fullt hús á helgarmóti TR Skak Taílfclag Reykjavíkur HELGARSKÁKMÓT Helgarskákmót Taflfélags Reykja- vikur félagsheimilinu í Faxafeni • 12, 21.-23. júli. HELGI Áss Grétarsson, stór- , meistari, vann allar skákir sínar á helgarmóti TR og hlaut 7 vinn- ' inga. Þátttaka á mótinu var góð, 44 þátttakendur mættu til leiks og engu virtist skipta þótt skemmtikvöld skákáhugamanna færi fram samhliða helgarmótinu á föstudagskvöld. Þar var annar eins hóp- ur mættur. Skák- mótahald hefur löngum verið með minnsta móti á sumrin, en miðað við þennan mikla áhuga er spurning hvort ekki sé ástæða til að breyta því. Helgarmótið var vel skipað öflugum skákmönnum. Úr- slitin birtust í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag, en við skulum líta á eina skemmtilega skák frá helgarmótinu, að vísu nokkuð gallaða. Andstæðingur Helga Áss er Jón Viktor Gunnars- son, sem sigraði einmitt á síðasta helgarmóti TR í júní. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Helgi Áss Grétarsson ítalski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Bc5 4. 0-0 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. d3 - Bg4 Svona tefldu Adolf Andersson, Capablanca og Chigorin á sínum tíma með góðum árangri. minnir á fræga skák Salwe og Tsjígóríns frá árinu 1905. 9. hxg4 — Bxg4 10. Be3 — Df6 11. Kg2 11. Rd5 - Dg6 12. Rh4 - Dh5 13. f3 - Dxh4 14. Rxc7+ - Kd7 15. Bxc5 — Bh3 er gott á svart. 11. - Dg6 12. Hhl - 0-0-0 13. Rd5?! Hér var betra að leika 13. Rh4 - Dh5 14. f3 14. — Bxe3 14. fxe3 - f5! 15. exf5 - Dxf5 Svartur er kominn með dijúgar bætur fyrir manninn, en hér var 15. — Bxf5+ ennþá betra. Jón Viktor finnur nú leið til að halda stöðunni saman. 16. e4 - Dg6 17. Rh4! - Dh5 18. Del - Hdf8 19. Dg3 - Rd4 20. Re3 - Bd7? 20. — Hf4! virðist rétti leikur- inn til að halda frumkvæðinu. 21. Hafl gengur þá ekki vegna 21. - Re2 21. Hafl - Re2 22. Hxf8 - Hxf8 23. Dxg7 - Rf4+ 24. Kg3 - Re2+ 25. Kg2 - Rf4+ 26. Kg3 - Rg6?! 27. Ref5 - Bxf5 28. exf5 - Dg5+ 29. Kf2 - Dd2+ 30. Kfl Helgi Áss Grétarsson 7. h3 - Bh5 Hörfar og fórnar ekki manni fyrr en í næsta leik! En á Ítalíu er teflt hvassar: 7. — h5?!! 8. hxg4 — hxg4 9. Rg5 — g3 10. Rxf7 — Rxe4 11. Rxd8 — gxf2+ 12. Hxf2 - Bxf2+ 13. Kfl - Hhl+ 14. Ke2 — Rd4 mát, Fuc- ini-Olivari, Genúa 1895. 8. g4 _____________ Sjá stöðumynd 8. - Rxg4!? Fórnin hefur mikið til síns máls. Svartur fær strax tvö peð og hvítur lendir í krappri vörn með vandteflda stöðu. Skákin Eftir 30. Kf3 — e4+! er líkleg- asta niðurstaðan jafntefli með þráskák. > 30. - Ddl+ 31. Kg2 - De2+? í tímahraki tefla báðir óná- kvæmt. Hér var 31. — Rf4+ betra með óljósri stöðu. Nú gat hvítur hins vegar Ieikið 32. Kg3! og stendur vel. T.d. 32. — De3+ 33. Rf3 - Df4+ 34. Kf2 - Dxf5 35. Bd5. í staðinn leikur hvítur gróf- lega af sér og svartur fær að leika Rf4+ undir hagstæðustu mögu- legum kringumstæðum. 32. Kgl?? - Del+ 33. Kg2 - Rf4+ og hvítur gafst upp. Margeir Pétursson BRIPS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids SÓLFAR og sumarfrí setja svip sinn á sumarbrids þessa dagana. Miðvikudaginn 19. júlí spiluðu 25 pör í Þönglábakka 1 og urðu úrslit þannig: NS-ríðill: Páll Þór Bergsson - Sveinn R. Þorvaldsson 332 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 332 Aron Þorfinnsson - Esther Jakobsdóttir 319 Eggert Bergsson - Erlendur Jónsson 306 AV-riðill: Jens Jensson - Jón St. Ingólfsson 313 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 284 Ingimundur Guðmundsson - Friðrik Egilsson 281 MapúsAspelund-SteingrimurJónasson 279 Fímmtudaginn 20. júlí mættu svo 22 pör og þá fóru leikar þannig: NS-riðiIl: Anna Ivarsdóttir—Gyifí Baldursson 321 Bjöm Svavarsson - Tómas Siguijónsson 297 Eggert Beigsson - Jón Viðar Jónmimdsson 292 AV-riðill: Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórunn Erlingsdóttir 333 Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 301 Anna Guðlaug Nielsen - Guðlaugur Nielsen 301 Föstudaginn 21. júlí var spilaður mitchell tvímenningur með 20 pör- um í sumarbridsi. Leikar fóru þann- 'g: NS-riðill: Jakob Kristinsson - Jakobína Ríkharðsdóttir 275 Halldór M. Sverrisson - Sveinn R. Þorvaldsson 261 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 237 AV-riðiH: Andrés Ásgeirsson - Brynjar Jónsson 260 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 238 Maria Asmundsd. - Steindór Ingimundars. 234 Sunnudaginn 23. júlí mættu síð- an 12 pör og spiluðu í einum riðli, 33 spil. Úrslit urðu: Halldór Þorvaldsson - Sveinn R. Þorvaldsson 205 Baldur Óskarsson - Ljósbrá Baldursdóttir 203 Óskar Sigurðsson - Sigurður Steingrímsson 187 Veitingasala í Þönglabakka 1, veturinn 1995-1996 Stjóm Bridssambands íslands hefur ákveðið að leita eftir tilboðum um umsjón og rekstur veitingasölu í Þönglabakka 1, keppnisárið 1995-1996 frá því að sumarbridsi lýkur sunnudaginn 10. sept. 1995 til 20. maí 1996 þegar vetrarstarfi lýkur. Nánari upplýsingar gefur Elín á skrifstofu Bridssambands íslands og tilboð þurfa að hafa borist fyrir 3. september nk. I DAG Farsi 01994 Famus CartoontÆWributed by Uniwisal Pibm SyndfctW UJAIS&t-ASS /CaOlTa4/i¥ uf>á tfeist■ ■ i/itigxbunv órðfo harlo-g'om- Ssetír'/neb fik'mum s'tirónum ogdáCittumf>ip(X.w Með morgunkaffinu að deila hádegisverði með þeim sem þér þykir vænt um. TM Refl- U.S. Pat, Off. — all rifllits reaaivod (c) 1995 Los Angates Timas Syndtoafe mo 11 ÞAÐ hljómar ömur- lega að segjast hafa dottið af hjóli. Segjum frekar að þú hafir ekið Bensinum þínum á BMW-inn minn. íhl WTHÚw Ó, NEI, ekki aftur! AUÐVITAÐ segi ég pabba frá þessu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hettupeysa tapaðist DÖKKBLÁ Russel- Athletic hettupeysa týndist helgina 30. júní til 3. júlí sl. í Kerlinga- fjöllum. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 553-5489. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVíTUR Ieikur og vinnur Staðan kom upp á helg- arskákmóti Taflfélags Reykjavíkur um helgina. Jón Viktor Gunnarsson (2.145) hafði hvítt og átti leik, en Héðinn Stein- grímsson (2.410), alþjóð- legur meistari, var með svart. 23. Rf5! - Bf8 (23. - gxf5 24. Dxf5+ — Dg6 25. Dxd6 kom auðvitað ekki til greina) 24. Rxd6 - Bxd6 25. exd5 - Rb6 (Svartur hefur tapað mik- ilvægu peði, því 25. — Dxd6 er svarað með 26. Bxf7) 26. Re5 - Rd5 27. Bxd5 — cxd5 28. Df3 — Kg7 29. Hc7 - Hac8 30. d7 - Hxcl 31. Hxcl - Hd8 32. Hc7 - Ba8 33. Hc8 og með peð yfir og yfirburðastöðu vann Jón Viktor skákina örugglega. Hann er á hraðri uppleið og sigraði á helgarskák- móti TR sem fram fór í júní. Nú um helgina varð Helgi Áss Grétarsson stór- meistari hlutskarpastur. Hann vann allar sjö skákir sínar, þ.á m. Jón Viktor í æsispennandi skák í síð- ustu umferð. Gallajakki tapaðist DÖKKBLÁR Wrangler- gallajakki tapaðist sl. • laugardagskvöld á veit- ingahúsinu Astro. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband við Kristínu í síma 587-2704. Pennavinir TVÍTUG Ghanastúlka með áhuga á jazz-tónlist, kvik- myndum og dansi: Grace A. Mansah, Cape Vars, P.O. Box 017, Cape Coast, Ghana. TÓLF ára piltur á Sri Lanka með áhuga á frí- merkjum vill eignast ís- lenska pennavini: Sumeera Ratnayake, 26/9 Wimala Estate, Nugegoda, Sri Lankn. ÞRÍTUG dönsk stúlka með áhuga á menningu, nátt- úru, tónlist og tungumál- um: Helene Christensen, Hejreskov Alle 2B, 2.TV, 3050 Humlebæk, Diinmark. ÁTJÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yuko Ohba, 6-9-2 Nishigotanda, Shinaga wa-ku, Tokyo, 141 Japan. LEIÐRÉTT Rangt farið með hagnað í FRÉTT á Viðskiptasíðu Morgunblaðsins síðastlið- inn þriðjudag um hlutfj- árútboð hjá Nýheija hf. áttu sér stað þau mistök að tölur um hagnað fyrir- tækisins í fyrra og áætlun fyrir árið 1995 voru sagðar vera fyrir skatta. Hið rétta er að þarna var um að ræða hagnað eftir skatta. Er hér með beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Yíkveiji IBRÁÐSKEMMTILEGU viðtali sem birtist hér í Morgunblaðinu sl. sunnudag við Jón Kjartansson bónda á Stóra-Kroppi kynntist les- andinn alveg nýrri hlið á íslenska bóndanum. Víkveiji gat ekki að sér gert að hugsa sem svo, hvort bænd- ur þyrftu ekki á fleiri slíkum mál- svörum stéttarinnar að halda. Það .hlýtur að vera einsdæmi, að eiga slíkan starfsferil að baki, m.a. 13 ára farsælt starf í svissneska fjár- málaheiminum og kjósa þrátt fyrir það, að hætta öllu sínu til þess að byggja upp myndarlegt kúabú í Borgarfirði. Greinilegt er af lýsing- um þeim sem fram koma í ofan- greindu viðtali að bóndinn og kona hans hafa af miklum stórhug ráðist í uppbygging-una og lagt geysilega fjármuni í búið, kaup á mjólkurkvót- um og endurreisn og viðbyggingar húsakosts. XXX ÍKVERJI hafði ekki hvað síst skemmtun af því að lesa með hvaða augum Jón bóndi lítur á starf sitt sem kúabóndi i Borgarfirði. Hann bar saman störf sín sem verð- bréfamiðlari og sem kúabóndi og sagði m.a.: „Bæði störfin krefjast skrifar... mikillar ástundunar og natni. Ég þekki kýrnar mínar jafnvel og ég þekkti verðbréfamarkaðinn og er vakinn og sofínn yfir þeim á sama hátt og þegar ég fylgdist með verð- bréfunum. Ef kýr verður veik verð ég að hringja strax á dýralækni. Á sama hátt þurfti maður að selja verðbréfin strax og þau náðu til- teknu marki. Hvorugt þýðir að geyma til morguns því maður getur þá misst af lestinni.“ XXX AÐ VAR ekki í fyrsta skiptið sem við fáum fréttir af því að erlendar skipsáhafnir leiti ásjár hjá stéttarbræðrum sínum hér á Is- landi, nú í fyrradag þegar skipveij- ar á Kazakhstan báðu samtök ís- lenskra sjómanna um aðstoð vegna þess að áhöfnin hefur í tvo mánuði verið án kjarasamninga. Það minnir ekki á neitt annað en nútímaþræla- hald, hvernig komið er fram við þessa erlendu sjómenn. Að það skuli geta gerst að sjómaður sigli um höfin blá á skemmtiferðaskipi og hafi einungis 14.500 krónur upp úr krafsinu er auðvitað regin- hneyksli. Yfirmennirnir virðast heldur skár settir, með 31.500 krón- ur á mánuði, en auðvitað eru kjör sem þessi fjarri öllu lagi, auk þess sem þau eru brot á lágmarkstaxta Alþjóðaflutningaverkamannasam- bandsins, því eins og kom hér fram í blaðinu í gær, ættu laun háset- anna að vera um fimmfalt hærri, eða um 69.000 krónur. XXX HÉR í blaðinu í gær var skemmtileg frétt um þijá at- hafnasama unga stráka, 16-17 ára, sem hafa opnað sína eigin tísku- verslun við Laugaveginn. Að vísu er verslunarleyfið skráð á föður eins, vegna ungs aldurs piltanna. Ekki geta þeir haft síma í verslun sinni, vegna þess að símar eru ekki afgreiddir til ungmenna undir 18 ára aldri. Víkverja þótti uppátækið bráðskondið hjá strákunum, en hann hafði ekki sömu skemmtan af nafninu sem ungmennin hafa valið verslun sinni: „Free Fall“. Mikið er það hvimleitt þegar aftur og aftur er gripið til enskunnar, þegar kemur að nafngiftum sem þessum. „Frjálst fall“ er prýðisgóð þýðing á enska nafninu. Ættu dren- girnir ungu að sjá sóma sinn í því að íslenska nafnið hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.