Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Borgin niður- greiðir vist hjá dagmæðrum BORGARRÁÐ samþykkti í gær breytingar á niðurgreiðslum til dagmæðra og einka- og foreldra- rekinna leikskóla. Breytingarnar taka gildi þann 1. september næst- komandi. í fyrsta lagi voru samþykktar niðurgreiðslur til allra barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára sem eru hjá dagmæðrum. Greiðsl- an miðast bæði við aldur barnsins og lengd vistunar. Reykjavíkur- borg mun því greiða 6.000 krónur með hveiju barni á aldrinum sex mánaða til þriggja ára í heilsdags- vistun hjá dagmóður, 4.500 krónur með barni á sama aldri sem er í sex til sjö tíma vistun og 3.000 krónur með barni sem er í fjög- urra til fimm tíma vistun. Á sama hátt mun borgin greiða 9.000 krónur með hveiju bami á aldrinum þriggja til fimm ára sem er í heilsdagsvistun, 6.750 krónur með barni á sama aldri sem er í sex til sjö tíma vistun og 4.500 krónur með barni sem eru í fjög- urra til fimm tíma vistun. Algengt gjald hjá dagmóður fyrir heils- dagsvistun er nú um 29.000 krón- ur án niðurgreiðslu. í öðru lagi var ákveðið að hækka rekstrarstyrki borgarinnar um 4.000 krónur, eða úr 12.000 í 16.000 krónur, til barna á aldrin- um þriggja til fimm ára sem eru á einka- og foreldrareknum leik- skólum. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra er með þessum niðurgreiðslum verið að jafna aðstöðu dagmæðra og einka- og foreldrareknu leikskólanna gagnvart leikskólum Reykjavíkur- borgar. „Um þessar mundir leggj- um við fyrst og fremst áherslu á að leysa úr dagvistarþörfum þriggja ára bama og eldri,“ segir hún. En með haustinu verður hópi þriggja til fimm ára barna boðin heilsdagsvist á leikskólum borgar- innar og mun heilsdagsgjald kosta 19.600 krónur. „Með hækkun rekstrarstyrkja getum við tryggt að einka- og foreldrareknir leik- skólar hafi einníg kost á að taka á móti þessum aldurshópi bama,“ segir hún. „Með þessari hækkun verða gjöld á einka- og foreldra- reknum leikskólum svipuð og hjá leikskólum borgarinnar." Nær til 500 barna Ingibjörg segir líklegt að breyt- ingar á niðurgreiðslum nái til 400-500 barna, ýmist yfír þriggja ára aldri á einkareknum leikskól- um eða hjá dagmæðrum. Á ársgrundvelli er áætlað að kostnaður vegna breytinganna verði 51 milljón króna. „Á móti kemur sparnaður vegna niðurfell- ingar heimgreiðslna foreldra, sem vom um 36 milljónir á ári. Út- gjaldaaukning vegna þessara að- gerða er því um fimmtán milljónir króna á ári,“ segir Ingibjörg Sól- rún. Framtíðin í Hafnarfirði Sáttafundur á morgun SAMKOMULAG hefur ekki náðst í kjaradeilu ríkisins og Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Félagskonur í Framtíðinni sam- þykktu verkfallsboðun fyrir hálfum mánuði, en verkfallið hefst aðfara- nótt 26. ágúst nk. ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Síðasti samningafundur var haldinn fímmtudaginn 17. ágúst en þá slitn- aði upp úr viðræðum. Deiluaðilar munu hittast aftur á morgun, fímmtudag, hjá Ríkissáttasemjara. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Ferð Frakkanna um borð í Söru stöðvuð 69 sjómílur út af Selvogi Fór til íslands til að ná í skútuna FRAKKINN Mathieu Morverand, sem sigldi á segl- skútunni Söru út úr Reykjavíkurhöfn aðfaranótt mánudags, kom hingað til lands í síðustu viku í þeim tilgangi að taka skútuna og fara með hana til Frakk- lands, að því er móðir hans segir. Hún segir að Mor- verand hafi farið til íslands í andstöðu við foreldra sína. Hún hafi bent honum á að hann væri ekki viður- kenndur eigandi skútunnar og ferðin frá íslandi væri ekki hættulaus. Engin vél er um borð í skútunni. Varðskipið Ægir fékk formlega beiðni frá Rann- sóknarlögreglu rikisins um kl 2 í fyrrinótt að færa Söru og áhöfn hennar til hafnar. Varðskipið kom auga á seglskútuna um kl. 11 í gærmorgun um 69 sjómílur suður af Selvogi. Klukkutíma síðar kom skipið að skútunni og fóru þá varðskipsmenn á létta- báti yfir í hana. Tveir menn voru um borð í skút- unni og sýndu þeir engan mótþróa og fóru með góðu yfir í varðskipið. Ægir tók síðan skútuna í tog og hélt áleiðis til Reykjavíkur. Búist er við skipunum til Reykjavíkur snemma í dag. Lenti í hrakningum árið 1990 Skútan, sem hét áður Love love, var í eigu 24 ára gamals Frakka að nafni Mathieu Morverand. Hann gerði tilraun til að sigla henni til íslands í lok árs • 1990 ásamt félögum sínum. Hann lenti fljótlega í erfiðleikum og varð að leita hafnar í Englandi. Ekki þótti ráðlegt að halda ferðinni áfram og varð úr að Helgafell, skip Samskipa, flutti skútuna og Morver- and til Islands. Morverand dvaldist hér á landi í um eitt ár. Honum tókst ekki að afla farareyris til að halda ferð sinni áfram. Skútan mun auk þess hafa þarfnast viðgerðar. Hann greip því til þess ráðs að fara til Frakklands og afla sér fjár þar eftir að hafa reynt án árangurs að fá vinnu hér. Skútan beið á athafnasvæði Samskipa í nærri tvö ár án þess að eigandinn vitjaði um hana eftir að hann fór af landi brott. Tollstjórinn í Reykjavík seldi hana að lokum á uppboði snemma árs 1992 vegna ógreiddra gjalda. Áður mun embættið hafa gert tilraun til að hafa samband við Morverand. Þegar Morverand frétti af uppboðinu krafðist hann þess að fá skútuna afhenta og leitaði m.a. til sendi- ráðs íslands í París, auk þess sem hann mun hafa sett sig í samband við forsetaembættið á íslandi. Gunnar Borg, sem keypti skútuna á uppboði árið 1992 ásamt fleirum, sagði að Morverand hefði aldrei haft samband við sig, en hins vegar hefði hann heyrt um kröfur hans. Gunnar sagði að skútan hefði verið í slæmu ástandi þegar hann keypti hana. Raki hefði verið um allt skipið og það illa farið. Hann sagðist hafa lagt í talsverðan kostnað við að lagfæra hana. Morgunblaðið/Árni Sæberg VARÐSKIPSMENN á báti flytja Frakkana um borð í varðskipið ÆGI í gærmorgun. Skútan hefði verið máluð, styrkt og saumuð hefðu verið á hana ný segl. Morgunblaðið náði sambandi við móður Morverand í Frakklandi. Hún sagðist hafa miklar áhyggjur af syni sínum. Hún sagði að Mathieu hefði farið til ís- lands á þriðjudag í síðustu viku í þeim tilgangi að ná í skútuna. Ferðin hefði verið farin í andstöðu við vilja foreldra hans. Þau hefðu gert sér grein fyrir að ferðalagið væri áhættusamt, auk þess sem Mathi- eu hefði ekki haft fulla rétt til að taka skútuna. lHjög ósáttur við málsmeðferðina Frú Morverand sagði að Mathieu hefði verið mjög ósáttur við að skútan skyldi hafa verið seld á upp- boði hjá Tollsljóranum í Reykjavík og hann hefði reynt mikið að fá þeirri aðgerð breytt. Hún sagði að málið væri flókið og báðir aðilar hefðu ýmislegt til síns máls. Mathieu hefði að lokum ekki talið sig eiga annars úrkosta til að komast yfir skútuna á ný en að fara til íslands og ná í hana. Jakob Frímannsson jarðsettur ÚTFÖR Jakobs Frímannsson- ar, fyrrverandi kaupfélags- stjóra Kaufélags Eyfirðinga, Akureyri, KEA, bæjarfulltrúa og heiðursborgara Akureyrar- bæjar, var gerð frá Akureyrar- kirkju í gær. Mikið fjölmenni var við út- förina. Kistuna báru Agnar Svanbjörnsson, Andrés Svan- bjömsson, Magnús Jónsson, Magnús Bjömsson, Friðrik Þórðarson, Aðalsteinn Júlíus- son, Sigurður Jóhannesson og Gunnlaugur Jóhannsson. Greiðsla atvinnuleysisbóta breytist ekki um næstu mánaðamót Staðgreiðsluskatti frestað „ÉG LÝSI ánægju minni með að fjármálaráðherra skuli hafa tekið tillit til ábendinga okkar og frestað gildistöku ákvæðis um staðgreiðslu skatta af at- vinnuleysisbótum," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ákveðið hefur verið að greiðslunum verði haldið tímabundið utan staðgreiðslu, þó ekki lengur en til næstu áramóta. Skýrt var frá því í Morgunblaðinu þann 16. ágúst að atvinnuleysisbætur yrðu staðgreiðslu- skyldar frá 1. september, hefði skattkorti ekki ver- ið skilað til verkalýðsfélaga. Frá því staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp árið 1987 hafa atvinnuleysisbætur verið undan- þegnar staðgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins er breytingin nú gerð til að tryggja að skattkort verði lögð inn, þiggi fólk at- vinnuleysisbætur. Með þessu móti sé staðgreiðslu- kerfíð virkara, en brögð hafa verið að því að fólk fái bakreikning við álagningu, t.d. í þeim tilvikum sem maki hefur notað skattkort þess sem var á atvinnuleysisbótum. Ef fólk þiggur ekki fullar at- vinnuleysisbætur getur það látið skipta skattkorti, nýtt hluta þess vegna bótanna og hluta getur maki nýtt. Þarf samþykki ríkisskattstjóra Verkalýðsfélögin sjá um greiðslu atvinnuleysis- bóta og mótmæltu þau áformum um að taka upp staðgreiðslu 1. september, þar sem tíminn væri of naumur og víða mjög erfítt eða ómögulegt að koma slíkri breytingu á á svo skömmum tíma. „VR og ASÍ mæltust til þess að gildistöku þessa ákvæðis yrði frestað," sagði Magnús. „Það er eðlilegt að staðgreiðslan verði tekin upp, enda kom það fólki oft á óvart þegar það fékk bakreikninga vegna þess að það hafði nýtt skattkortið annars staðar." Samkvæmt reglugerðarbreytingu íjármálaráð- herra þurfa verkalýðsfélög að fá samþykki ríkis- skattstjóra til að halda greiðslum atvinnuleysisbóta tímabundið utan staðgreiðslu, en Magnús sagði ljóst að slíkt samþykki yrði auðsótt. I I ) > \ í í í \ i I í i l I i : i & * t í i ( t [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.