Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 13 í LANPIÐ Töðugjöld í Rangárvallasýslu Veðrið setti svip sinn á hátíðahöldin Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir ÓVÆNT atriði á Töðugjöldunum, Ragnar J. Ragnarsson lenti Piper Super Cup flugvél sinni á kappreiðavellinum á Gaddstaða- flötum. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert fyrr, en vélin sem er árgerð 1954 var áður ítölsk herflugvél og er sérstak- lega hönnuð fyrir flugtak og lendingu á stuttum brautum," sagði Ragnar. Eftir stutt stopp hóf vélin sig á loft á innan við 100 metrum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Stokkið var úr 40 m hæð Teygjustökk á Egilsstöðum Egilsstöðum - Héraðsbúum gafst kostur á að taka þátt í teygjustökki nú um helgina á Egilsstöðum. Heimamenn sýndu þessari uppá- komu mikinn áhuga og fjölmargir létu vaða og stukku, en stokkið var úr 40 m hæð. Að sjálfsögðu var sumarblíða þennan dag eins og flesta daga ágústmánaðar. Ekkert lát hef- ur verið á sumarblíðunni og mikil þörf verið fyrir góða rigningu sem lét loksins sjá sig á sunnudag. Hellu - Við upphaf Töðugjalda ’95 á Gaddstaðaflötum við Hellu sl. föstudag braust sólin fram úr skýj- um en hún hafði ekki látið sjá sig á Suðurlandi síðan um verslunar- mannahelgi. Mörg þúsund manns voru við hátíðarhöldin í mikilli blíðu á laugardeginum, en á sunnu- deginum gerði hávaðarok og rign- ingu og aflýsa varð nokkrum dag- skráratriðum og flytja önnur í hús. Að Töðugjöldunum standa ýmis fyrirtæki og félög í vestanverðri Rangárvallasýslu en fjölbreytt dagskrá var í boði til kynningar á héraðinu, afurðum þess og afþrey- ingarmöguleikum. Má nefna bú- vélasýningu, plægingakeppni, dráttarvélalest bænda, sölusýn- ingu hrossabúa, gæðingasýningu, hestaleigu og stóðhest að störfum, en hann mun hafa verið heldur áhugalaus um hlutverk sitt með svo marga áhorfendur. Þá seldu bændur og fleiri afurðir sínar í markaðstjaldi þar sem sannkölluð kolaportsstemmning ríkti. Brúðu- bíllinn skemmti bömum, fram fór aflraunakeppni af ýmsu tagi og rafmagnsgirðingastökkkeppni, auk þess sem listflug og hópflug Pipervéla setti svip sinn á samkom- una. Njálsbrenna sett á svið Mörg hundmð manns mættu í grillveislu á flötunum á laugar- dagskvöldið en fyrirtækið Meistar- inn hf. sá um að matreiða ofan í allan fjöldann. Að því loknu flutti áhugaleikhópurinn Þjóðhildur ásamt heimamönnum atriði úr Njálssögu en þar var sett á svið hin fræga brenna á Bergþórshvoli. Skemmtu menn sér síðan við fjöldasöng og flugeldasýningu og stiginn var dans fram eftir nóttu við undirleik stórsveitar harmón- íkufélaga og trúbadora sem sungu í tjaldi. Arviss viðburður Að sögn Haraldar Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Töðugjald- anna, þóttu hátíðahöldin vel heppnuð ef frá er talið áhlaupið sem gerði á sunnudaginn, en þá fauk annað markaðstjaldanna í veðurhamnum. „Það var mikið lán að enginn var inni í tjaldinu þegar allt fór af stað, borð og stólar fóru í rúst og einhveijar súlur munu hafa skemmst en tjaldið sjálft er ekki mikið rifið. Útimessu varð að flytja í Oddakirkju og markaðinn í hús, en þrátt fyrir þetta eru aðstandendur mjög ánægðir með helgina og mér finnst eins líklegt að þetta verði árviss viðburður.“ Bentu á þann sem þér þykir bestur! Ný glæsileg lína Mazda 323 fólksbíla. Aldrei áður hefur jafn skynsamlegur kostur litið jafn vel út! RÆSIR HF ► ► ) I ) í í SÖLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf„ Þjóðbraut 1, sími: 431-2622. ísafjörður: Bílatangi hf„ Suðurgötu 9, sími: 456-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 462-6300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c, sími 471-1479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 482-3100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur, Hafnargötu 90, sími 421-4444. Notaðir bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, sími 567-4949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.