Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 33 BREF TIL BLAÐSIIMS Öryggisbúnaður - Sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið Frá Skarphéðni Hinrik Einarssyni: NU gerist æ algengara að í viðbót við beltin séu bílar búnir líknar- belgjum, sem komið er fyrir í stýrishjóli ökumannsmegin, en fyrir ofan hanskahólf farþegameg- in. Verði bíllinn fyrir höggi af ákveðnum þunga spretta þessir belgir upp á sekúndubroti og grípa ökumann og farþega, sem þá ná ekki að slengjast á framrúðu, stýr- ishjól eða mælaborð. Líknarbel- girnir afstýra þannig stórfelldum meiðslum á höfði og efri hluta lík- amans. Fram undir þetta hafa líknar- belgir einkum verið aukabúnaður, sem kaupendur hafa geta valið í bíla sína eða hafnað. Nú eru þeir í vaxandi mæli orðinn fastur hluti af búnaði bílsins. Um það er ekki deilt að þessi búnaður sparar heilbrigðiskerfínu stórfé með því að draga úr meiðsl- um í umferðaróhöppum eða jafn- vel afstýra þeim alveg. Það sést glöggt þegar haft er í huga að maður sem neyðist til að liggja á spítala í eina viku kostar heilbrigð- isþjónustuna milljónarfjórðung, lauslega áætlað. Höfuð- og bijóst- holsáverkar taka þó oft mun lengri tíma en eina viku. í löndunum í kringum okkur hafa stjórnvöld gripið þennan möguleika til sparnaðar í heil- brigðiskerfinu tveim höndum og beinlínis hvetja til þess að hann sé í öllum nýjum bílum, með því að gefa afslátt af aðflutningsgjöldum bíla með líknarbelgjum, sem nem- ur áætluðu verði belgjanna. í Dan- mörku nemur þessi afsláttur núna 7.600 Dkr. (88 þús. Jkr.) fyrir hvem líknarbelg í bíl. í Noregi er hann 5.075 Nkr. (51.700 íkr) fyr- ir hvern líknarbelg í bíl. Hér á landi hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að spara í heilbrigðiskerfínu. En hér er enginn afsláttur veittur af þessuin búnaði, sem augljóslega á þó eftir að spara fé og sársauka. Þvert á móti verð- ur að greiða sömu aðflutningsgjöld af kostnaðarverði líknarbelgjanna og af bflnum í heild. Sömu sögu er að segja um læsi- varða hemla, sem eru mikilsverður öryggisbúnaður þar sem þeir gera ökumanni kleift að stýra bílnum jafnhliða nauðhemlum, sem þýðir að menn missa miklu síður vald á bílum sínum þó þeir þurfi að hemla snögglega við slæmar aðstæður. í grannlöndum okkar er veittur af- sláttur sem nemur aukakostnaði af læsivörðum hemlum, hér eru þeir tollaðir í topp. SKARPHÉÐINN HINRIK EINARSSON, Njarðvík. ATVINNU/u A :/ YSINGAR Bar i' Lúxemburg óskar eftir vönum, heiðarlegum og röskum starfskrafti í vinnu strax. Húsnæði á staðn- um. Viðkomandi þarf að vera 25-35 ára og hafa einhverja kunnáttu í ensku, frönsku eða þýsku. Meðmæli og mynd fylgi. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Bar - 8265“, fyrir 26. ágúst. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Rafmagns verk- og tæknifræðingar Iðnskólinn í Reykjavík vill ráða verkfræðinga eða tæknifræðinga til kennslu í fjarskipta- og tölvugreinum. Umsóknir berist skólanum fyrir 28. ágúst. Nánari upplýsingar gefa áfangastjóri og kennslustjóri í síma 552-6240. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Reykjavík Lausar stöður Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. ForstÖðumaður á sambýli, þar sem búa 6 fatlaðir í tveimur íbúðum. Staðan veitist frá 15. september nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður milli kl. 9 og 12 virka daga í síma 568-9554. 2. Forstöðumaður á nýtt sambýli fyrir 5 fatl- aða, sem mun taka til starfa á næsta ári. Leitað er að fagaðila sem er reiðubú- inn að vinna undir handleiðslu og stjórn sérfræðinga í atferlismótun. Viðkomandi þarf að geta tekið þátt í undirbúnings- vinnu vegna stofnsetningarinnar nú þegar í tímavinnu. 3. Forstöðumaður á nýtt samþýli fyrir 5 fatl- aða. Staðan veitist frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta tekið þátt í undirbúnings- vinnu nú þegar í tímavinnu. 4. Stuðningsfulltrúi á nýja dagvist fyrir fatl- aða. Staðan veitist frá 15. september. Upplýsingar gefur forstöðumaður milli kl. 9 og 12 virka daga í síma 562-1388. Áskilið er að umsækjendur hafi menntun og reynslu á sviði uppeldis og fatlana. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 562-1388. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 1. september nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Fiskvinnsla Starfsfólk óskast í snyrtingu og pökkun. Símar 456-6105 og 456-6107. Kennarar - fallegt umhverf i á Barðaströnd Birkimelsskóli Fiskiðjan Freyja, Súgandafirði. „Au pair“ Þýskaland íslensk/þýsk fjölskylda, búsett í nágrenni Múnchen, óskar eftir ábyggilegri „au pair“ frá hausti til sumars. Upplýsingar í síma 551 5727 fyrir 3. septem- ber og eftir það í síma 0049813196879. Starfskraftar óskast í eftirtalin störf: Afgreiðslu fyrir og eftir hádegi, barnagæslu fyrir og eftir hádegi og þrif frá kl. 18.00. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 28. ágúst, merktar: „Hress - 25“. Offsetprentarar Óskum að ráða offsetprentara til framtíðar- starfa sem fyrst. Þarf að vera vanur 4-lita prentvél, tölvustýrðri. Vandvirkni, metnaður og stundvísi er áskilin. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 562-7233, Guðjón. Þverholt 13 Sími 562 72 33 • Fax 562 72 15 Veitingastaður Óskum eftir að ráða duglegt og ábyggilegt fólk, 20 ára og eldra, á veitingastað IKEA í versluninni við Holtagarða. Almennt af- greiðslustarf er í boði á veitingastað, hreinsa af borðum, uppvask o.s.frv. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn, merkt: „Veitingastaður", með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til IKEA, Holtagörðum, eigi síðar en 26. ágúst 1995. - fyrir fólkið í landinu Holtagörðum - sími 568-6650. Hefur þú áhuga á að starfa úti á landi? Birkimelsskóli er lítill sveitaskóli, sem vantar kennara í 1.-10. bekk. Almenn kennsla með áherslu á íslensku. Birkimelsskóli er á Barðaströnd við norðan- verðan Breiðafjörð í friðsælu og fallegu um- hverfi. Við bjóðum nýjan kennara velkominn með flutningsstyrk, húsnæðishlunnindum og góðu starfsumhverfi. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 456-2028 og 456-2025 heimasími, fax 456-2030. KENI ISLANDS Baðvörður Kennaraháskóli íslands óskar að ráða bað- vörð í kvennaböð í íþróttahúsi skólans frá 1. september. Vinnutími er frá kl. 8-16 í níu mánuði á ári og er íþróttahúsið lokað á sumrin. Umskóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar á skrif- stofu skólans fyrir 29. ágúst nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Markaðsstarf Opinbert fyrirtæki óskar að ráða starfsmann til að sinna markaðsmálum. Starfið Bein markaðssetning með kynningum til opinberra fyrirtækja, gerð markaðsáætlana og markaðskannana, ásamt þátttöku í stefnumótun fyrirtækisins. Hæfniskröfur Leitað er eftir einstaklingi sem hefur frum- kvæði og þekkingu til að byggja upp árang- ursríkt og öflugt markaðsstarf, er skipulagð- ur í starfi og hefur góða framkomu. Reynsla af markaðsstarfi æskileg en ekki skilyrði. Um er að ræða áhugavert starf fyrir metn- aðarfullan einstakling í góðu umhverfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Markaðsstarf" fyrir 26. ágúst nk. Vegna mistaka Morgunblaðsins kom merki Vegagerðarinnar fyrir í haus þessarar aug- lýsingar sl. sunnudag. Auglýsing þessi er Vegagerðinni með öllu óviðkomandi. RÆX3ARÐURM STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ® 533 1800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.