Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listamenn fá afnot af húsi í Hveragerði MYNDLISTARMÖNNUM og rithöf- undum stendur nú til boða að sækja um dvöl í elsta íbúðarhúsinu í Hvera- gerði, Varmahlíð. Gestalistamenn fá afnot af húsinu án endurgjalds en því fylgir 45 fm vinnustofa. íbúðar- húsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun standa straum af kostnaði vegna rafmagns og hita. Knútur Bruun, forseti bæjar- stjómar og formaður menningar- málanefndar Hveragerðisbæjar, segir að fyrirhugað sé að úthluta tveggja mánaða dvalartímabilum en til greina komi að hafa þau styttri eða lengri. Óskað er eftir skriflegum umsóknum sem senda á til menning- armálanefndar Hveragerðisbæjar þar sem fram kemur æskiiegt dval- artímabil og að hveiju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur. Knútur segir að Hveragerði hafí á ámm áður verið mikill skálda- og listamannabær og lengi hafi verið talað um að endurvekja þá stemmn- ingu. „Hugmyndin með þessu fram- taki er að gera Hveragerði aftur að þeim menningarbæ sem hann var.“ Samstarfsaðilar Hveragerðisbæj- ar eru Samband íslenskra myndlist- armanna og Rithöfundasamband ís- lands og eiga þeir fulltrúa í úthlutun- arnefnd. „Við teljum að þetta sé gert á mjög metnaðarfullan hátt en hugmyndin er í senn að útvega þessu fólki vinnuaðstöðu og gera því kleift að komast í fallegt umhverfí. Það eina sem við biðjum um er að í sum- um tilvikum flytji listamennirnir er- indi í skólanum," segir Knútur. Hreykinn af þjóðerni sínu MARTIN Næs skáld og landsbóka- vörður í Færeyj- um hefur sent frá sér greina- og ræðusafn sem hann kallar Hvor eigur ,flagg- knappin? I bók- inni sem er 170 síður og gefin út af forlaginu Sprotin er eink- um flallað um menntamál, þjóðemi og skáldskap. Menning ekki síður en íþróttir Á það er lögð áhersla hjá Martin Næs að Færeyingar eigi að vera hreyknir af náttúru lands síns, þjóð- emi, tungumáli og þeim bókum sem skrifaðar hafi verið á færeysku. Stoltið eigi ekki síður að gilda um menningu en íþróttir og happdrætti- svinninga. í bókinni er íjöldi umsagna um bækur, ekki síst íslenskar bækur í færeyskum þýðingum og viðtöl við íslenska rithöfunda og listamenn eins og til að mynda Guðrúnu Helgadótt- ur og Jón Laxdal Halldórsson. Bama- og unglingabókmenntir fá töluvert rúm hjá Martin Næs, en hann hefur sjálfur skrifað bækur handa bömum. Meðal þýðinga hans úr íslensku eru bækur Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjama og safn ljóða eftir Snorra Hjartarson. Fjölbreytt dagskrá hjá Sinfóníuhlj óms veit- inni á næsta starfsári STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar íslands hefst með svokölluðum upp- hafstónleikum utan venjulegrar dag- skrár þann 14., 15. og 16. septem- ber næstkomandi. Einleikarar á þeim tónleikum verða Guðrún Birg- isdóttir, Martial Nardeau og Einar Einarsson. Hljómsveitarstjóri verður Enrique Batiz. Áskriftartónleikum starfsársins verður skipt upp í fjórar tónleikarað- ir, gula, rauða, græna og bláa eins og var á síðasta ári. í gulu röðinni verða sex tónleikar þar sem lögð er áhersla á stór hljóm- sveitarverk og íslenska einleikara og vekur koma Gennady Rozhdest- venskys hljómsveitarstjóra athygli en hann er einn þekktasti hljómsveit- arstjóri heims. Tónleikar undir hans stjórn verða í maí. Sex tónleikar verða í rauðri tón- leikaröð og þar er áherslan á einleik- ara og einsöngvara sem hafa unnið sér alþjóðlega hylli. Píanókonsertar eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Grieg verða meðal efnis á tónleikunum. Vinsæl og aðgengileg tónlist verður í aðalhlutverki í grænni röð og má þar nefna árlega Vínartónleika hljómsveitarinnar auk vinsællar sí- ÓPERUSÁLIR Hilkku Jarva, Suomi Duo í Úmbru SÝNING finnsku leirlistarkvenn- anna Hilkku Jarva og Marjukku Pietiainen verður opnuð í Gallerí Umbru á Bernhöftstorfu fimmtu- daginn 24. ágúst kl. 17. Hilkka Jarva var einn af frum- kvöðlum að stofnun leirlistavinnu- stofunnar Pot Viapori á eyjunni Sveaborg, rétt utan við Helsing- fors, árið 1972 og hefur starfað þar síðan. Hilkka sem er sjálfmenntuð í listinni hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Finnlandi auk Þýskalands og er þekktust fyrir leikhúspersón- ur sínar, sérstaklega óperu-andana gildrar tónlistar og konsertupp- færslu á Otello með Kristjáni Jó- hannssyni óperusöngvara í aðalhlut- verki. Hallgrímskirkja verður aðsetur blárrar tónleikaraðar en í henni verð- ur flutt trúarleg tónlist og önnur í þeim dúr sem hún sýnir hér. Marjukka Pietiainen útskrifað- ist frá Listiðnaðarháskólanum í Helsingfors 1974 hefur stafað að list sinni síðan m.a. í Pot Viapori en á eigin vinnustofu síðan 1988 og tekið þátt í fjölda sýninga í Finnlandi. Verk hennar eru geo- metrísk í uppbyggingu og formi en þau sem hún sýnir hér nú eru í anda bygginga eða „veggja milli þessa heims og annars“. Sýningin er samspil ólíkra lista- kvenna með ólík efnistök og við- fangsefni. Sýningin verður opin til 13. september. tónlist sem fellur vel að flutningi í kirkju. Hér má m.a. nefna Sálu- messu Brahms. Aukatónleikar verða einnig marg- ir á árinu og flokkast upphafstón- leikar starfsársins undir slíka tón- leika. Aida fær slæma dóma ÚTGÁFA Naxos útgáfufyrir- tækisins á óperunni Aidu eftir Verdi með Kristjáni Jóhannssyni í einu aðalhlutverkanna, fær slæma dóma hjá gagnrýnendum breska dagblaðsins Independ- ent. Gagnrýnendur blaðsins, sem eru tveir, segja Aidu kærkomið verkefni fyrir hugmyndaríkan hljóðupptökustjóra en engin til- raun hafi verið gerð til að koma töfrum Verdis til skila. Einnig segja þeir hljómsveitina aldrei ná sér á strik. Um Kristján er síðan sagt: „fslenski tenórinn Kristján Jóhannsson, gæti hafa verið sniðinn til söngs á Verona- leikvanginum á Ítalíu (þ.e.a.s. hann er hávær). Ekki er ein ein- asta þægileg, hjartnæm eða við- kvæm hending, engin fágun og aldrei sungið af veikum styrk." Um Mariu Dragoni, sem syngur hlutverk Aidu, segja þeir m.a. „Ég var spenntur að heyra í Mariu Dragoni — sigur- vegara í Mariu Callas keppninni 1983 — en ég er hræddur um að hafa misst af hennar besta skeiði.“ Diskar frá Naxos eru þekkt- ir fyrir lágt verð og í þessu til- felli benda gagnrýnendurnir unnendum sígildrar tónlistar á aðrar útgáfur en þessa sem þeir líkja við einnota vaming og varla það og verðið endurspegli gæðin. Þegar í hnúkana tekur TÓNOST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Martin Souter lék á Klais orgel Hall- grímskirkju verk eftir J. S. Bach, Guilmant, Debussy, Vieme og Wid- or. Sunnudaginn 20. ágúst, 1995. „EKKI linnir ferðunum um Fljótsdalinn enn“ segir í gömlu kvæði eftir séra Stefán Ólafsson, er var prestur í Vallanesi austur. Og enn eru á ferðinni listamenn, sem telja sig eiga erindi í Hallgríms- kirkju, komandi langar leiðir til að leika og aðrir til að hlýða á fræga snillinga leika á Klais orgel kirkjunn- ar. Tónleikaröðin „Sumarkvöld við orgelið" nýtur mikilla vinsælda og á hverju sunnudagskveldi er margt um manninn í kirkju Hallgríms, Nú síð- ast var það konsertorgelleikari frá Englandi, Martin Souter, sem lék af Iist og var fyrsta verkið d-moll tokkatan, sem sögð er vera eftir Jóhann Sebastían Bach. Þeir sem hafa haldið því fram, að líklegt sé að einhver annar en Jóhann Sebast- ian sé höfundur þessa meistarverks, hafa bent á nokkur atriði. 1. Frumrit verksins er með rit- hendi afritara, sem ekki er vitað til að hafi nokkum tíma afritað tónverk eftir Jóhann Sebastían eða starfað með honum. 2. Nafn Bachs á hand- ritinu er ritað með annarri hendi og líklega allt að hundrað árun seinna en handritið sjálft. 3. Þá hafa sér- fræðingar gert athugasemdir við rit- hátt verksins, sem á köflum er óvenju einfaldur, eins og t.d. í tok- kötunni, sem að þremur fjórðu er í áttundum og einundum. 4. Fúgustef- ið er eins og aðalstef í fiðlusónötu eftir óþekktan höfund og með örfá- um undantekningum er fúgan mjög einföld og þar mikið um samstígt raddferli. Stíll verksins er ekta bar- okk en ef miðað er við vinnuaðferð- ir meistarans er það óvenjulega ein- falt, sem ef til vill skýrir vinsældir þessa orgelverks, umfram nærri öll orgelverk meistarans. Ein skemmti- leg vörn er til í málinu og er hún á þá leið, að J.S. Bach hafi leikið verk- ið af fingrum fram, en á því sviði var hann meistari meistaranna og að einhver snjall tónlistarmaður hafi ritað verkið upp eftir minni. Hvað sem þessu líður er verkið glæsilegt að allri gerð og var mjög nákvæmlega flutt, svo að það brá fyrir helst til snöggun tiltektum, hér og þar. Tveir sálmforleikir, eftir meistarann, voru næst á efnis- skránni .Sá fyrri, Herr Jesu Christ, dich zu uns wend, sem er einskonar „Tríó“, Sálmurinn kemur fyrst fram þegar upphafsstefið birtist aftur á frumtóni og þá í pedalröddinni. Kontrapunkturinn er mjög svipað unninn og í þriggja radda sónötunum og var raddskipanin helst til viða- mikil, til að raddfleygunin nyti sín til fulls. Seinni sálmforleikurinn, Schmucke dich, o liebe Seele, er ekta sálmforleikur, þar sem sálma- lagið birtist umofið kontrapunkti en sá galli var á flutningnum, að sálm- urinn var allt of sterkt registrerað- ur. Það er óþarfí að básúna sálminn svo, að mótraddimar nærri því hverfi. Tilbrigði eftir Guilmant um stef eftir Handel, sem hefst á sömu tón- um og Caro mio ben, eftir Giordani, var næst og var þetta verk ágætlega flutt og sama má segja um Clair de lune, eftir Debussy, en um er að ræða umritun fyrir orgel. Þrátt fyrir fallega raddskipan verður slík umrit- un aðeins skugginn af píanóverkinu, sem er hugsað á píanóið með þeim sérstaka hætti, að önnur gerð er nær því óhugsandi. Glæsiverkið Klukk- umar í Westminster, eftir Vierne, hefur líklega verið oftar leikið en nokkurt annað verk í Hallgríms- kirkju og var það að því leyti skemmtilegt til áheyrnar, að um var að ræða mjög sérstæða útfærslu og ólíka því sem áður hefur heyrst hér. Tónleikunum lauk með þremur þátt- um úr 5. orgelsinfóníunni eftir Wid- or og þar var leikur Martins Souter frábær.Hann er snilldar orgelleikari og hefði verið gaman að heyra hann í átökum við stærri viðfangsefni, en sumt af því sem boðið var upp á á þessum tónleikum, eins og t.d. verk- in eftir Guilmant, Debussy og Vi- erne, því Martin Souter, eftir því sem hann sýndi í verki Widors, er stór- brotinn orgelleikari og áreiðanlega bestur, þegar í hnúkana tekur. Tilbrigðakaflinn, sá fyrsti í orgels- infóníunni (Allegro vivace), var glæsilega fluttur og hægi þátturinn (Adagio), sem er sérlega fagur.var fluttur af sterkri tilfinningu fyrir rómantísku tónmáli hans. Tokkatan, sem er einföld tónsmíð, en frábær- lega vel samin fyrir orgelið, var flutt af slíkri reisn, að vel var hægt að finnast svo, að snillingurinn Widor væri sjálfur að leika. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.