Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 19 LISTIR Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld Afhendir Þjóðar- bókhlöðu nótnahand- rit til varðveislu MAGNÚS Blöndal Jóhannsson tónskáld afhentí handritadeild Landsbókasafns íslands — Há- skólabókasafns frumhandrit af verkum sínum til varðveislu sl. þriðjudag. Bjarki Sveinbjörnsson, sem leggur stund á doktorsnám í tónvísindum, hefur haft umsjón með því að safna saman handritun- um. Segir hann að handrit séu af 66 verkum Magnúsar og brotum úr verkum. „Þetta eru ekki öll verk Magnúsar en vel flest þeirra. Handritin leyndust víða, í orgel- bekk hjá góðu fólki í austurbæn- um, í pappakössum niðri á höfn, í ruslakompum í kjöllurum og í geymslum á háaloftum. Tónverk- amiðstöðin hafði aðeins 26 þessara verka á sinni skrá, 40 verk voru hvergi skráð. A meðal þeirra hand- rita sem fundust er kantata sem Magnús samdi í New York í tilefni af 10 ára afmæli lýðveldis Islands árið 1954.“ Bjarki vill benda fólki sem á handrit tónskálda í fórum sínum á að afhenda þau safninu til varð- veislu, það sé mjög mikilvægt að reyna að koma upp góðu safni ís- lenskra tónverka enda sé það að aukast að fólk leiti í tónlistararf sinn. Bjarki segir slíkt safn og mikilvægt fyrir frekari rannsóknir á íslenskri tónlistarsögu. Ögmund- ur Helgason, forstöðumaður hand- ritadeildar, vill benda á að með afhendingu handrita í safnið sé fólk ekki að afsala sér höfundar- rétti eins og einhveijir kunni að halda. „Við tökum handritið ein- ungis til geymslu svo fólk geti gengið að því á vísum stað.“ Óg- mundur segir að safnið varðveiti nú nótnahandrit um 10 íslenskra tónskálda, þar á meðal nokkur verk Sveinbjöms Sveinbjörnssonar. Magnús segist vera þakklátur Bjarka fyrir að hafa lagt í þessa leit að handritunum. „Hann hefur að mínu áliti unnið mikið afrek með því að ná þeim saman. Það er og mikilvægt að handritin séu geymd í þessu safni við réttar að- stæður. Það er'hætt við að þau myndu glatast annars." Morgunblaðið/Golli FRÁ afhendingu handritanna. Bjarki Sveinbjörnsson, Magnús Blöndal Jóhannsson og Ógmundur Helgason. Óháð listahátíð Spinna tónlist Á ÓHÁÐRI listahátíð í Iðnó í kvöld verður uppákoma sem ber yfirskriftina Spuni. Þar koma saman ýmsir listamenn og spinna tónlist útfrá fyrirfram gefnum formum. Gestir og gangandi geta tekið þátt í spun- anum og mega þá gjarnan taka með sér hljóðfæri en einhver slík verða á staðnum. Uppákom- an er búin að vinna sér sess á listahátíðinni og hefur verið fastur liður á tveimur undan- gengnum hátíðum. Spuninn hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er 50 kr. Tvískinnungsóperan Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson SALA AÐGANGSKORTA HEFST FÖSTUDAGINN 25. ÁGÚST v Lína langsokkur eftirAstrid Lindgren. Frumsýning 10. september. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Borgarleikhús - Listabraut 3 Sími: 568 8000 - bréfasími: 568 0383 Kortagestir fá einnig afslátt á allar aðrar sýningar Leikfélagsins og á sýningar íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Miðasalan er opin frá kl. 13:00-20:00 alla daga meðan á kortasölu stendur. Einnig er tekið á móti pöntunum í síma 568 8000 frá kl. 10:00-12:00 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. /V.- J , '-/V7 íslenska mafían eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Hið ljósa man Ný leikgerð Bríetar Héðinsdóttur, unnin upp úr íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Kvásarvalsinn Nýtt leikrit eftir Jónas Árnason. LITLA SVIÐ Fimm sýningar á aðeins 1200 STÓRA SVIÐ BHHH Dettur þú í Windows 95 lukkupottinn? Þú færð Windows 95... á sérstöku kynningarverði I Tæknivali eða aðeins ► kr. □ 300 stgr.m.vsk. Lukkupotturinn Allir sem taka þátt í Windows 95 leik Tæknivals lenda i glæsilegum lukkupotti sem dregið verður úr 15. sept. nk. 15 glæsilegir vinningar: 5x NEC 4ra hraða geisladrif, 5x Intel Overdrive örgjörvar og 5x 4 MB minnisstækkanir. Allt sem þú þarft að gera er að koma í verslun okkar og svara einni laufléttri sþurningu um leið og þú gerist Windows 95 notandi - í tæka tíðl :.v:- "Hæ! Veist þú hvar ég verð 29. sept. nk?" Bjóóuni minnísstækkaniti Intel OvendtíiMe DflDuQ [þ©©©gl? DuDQflBHÖffiS Hátækni tii framfara Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.