Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 29 HELGA ODDSDÓTTIR + Helga Odds- dóttir fæddist 25. október 1904 í Magnússkógum, Dalasýslu. Hún lést í hjúkrunarheimil- inu Skjóli 13. ágúst 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Krisljáns- dóttir og Oddur Bergsveinn Jens- son. Guðrún var fædd 21. janúar 1878 og lést 12. október 1910 og var dóttir hjónanna Kristjáns Magnússonar sem fæddur var 4. október 1838 og lést 29. október 1924 og konu hans Helgu Pálsdóttur sem lést 15. október árið 1904. Oddur Bergsveinn Jensson var fæddur 9. apríl árið 1880 og lést þann 29. júlí 1962. Foreldrar hans voru Jens Nikulásson fæddur 12. júní 1839, dáinn 30. septem- ber 1892 og kona hans Elísabet Jónsdóttir sem lést 30. júní 1883. Albróðir Helgu: Alfons fæddur 5. nóvember 1905. Börn Odds B. Jenssonar og Valfríðar Ólafs- dóttur: Guðrún, f. 31.desember 1916, Rósa, f. 29.júní 1921, Hall- grímur, f. 19.janúar 1923, Þór- dís, f. 22.október 1924, Katrín, f. 22.nóvember 1928 og Ólafur, f. 8.september 1935. Helga gift- ist Gunnar Ólafssyni vörubif- reiðasljóra 1. júní 1929, hann var fæddur þann 15. ágúst 1904 og lést 4. september 1977. For- eldrar Gunnars voru Þorgerður Vil- helmina Gunnars- dóttir, f. ll.sept- ember 1878, d. 21.júní 1921 og Ól- afur Þórarinson, múrarameistari, f. lO.mars 1875, d. 27.mars 1950. Börn Helgu og Gunnars eru: 1). Sigurður, f. 16.september 1929, kvæntur Elínu Magnúsdóttur, f. 23.maí 1931, dóttir þeirra er Kristín, f. 14.nóvember 1954, gift Rúnari Geirmundssyni, f. 19.nóvember 1954; synir þeirra Sigurður, f. 19.mars 1974, Elís, f. 15.nóv- ember 1981. 2). Guðrún Katrín Guðný, f. 6.nóvember 1934, gift Erlendi Erlendssyni, f. lS.mars 1927 og eiga þau tvær dætur, þær eru Helga, f. 28.september 1953 og Linda, f. ll.desember 1968. 3). Birgir Rafn, f. 13.apríl 1937, kvæntur Auði Hönnu Finnbogadóttur, f. 22.október 1937, þeirra börn eru: Hjördís, f. 9.júlí 1956, gift Guðmundi Karli Ágústssyni, f. l.apríl 1953, þeirra börn eru: Ágúst Karl, f. 5.mars 1980, Birgir Örn, f. l.september 1981 og Auður Hanna, f. 30.september 1986.4). Gunnar Rafn, f. 7.desember 1961, kvæntur Þóru B. Schram, f. 23.júní 1963, börn þeirra eru Hjalti Rafn, f. 3.september 1986 og Hafdís Hanna, f. 22.mars 1973. það umstang bætt að nokkru leyti með því að þar fengu þau að byggja við hliðina á húsinu hesthús fyrir hestana sína, sem þau höfðu bæði frábæran áhuga fyrir að láta fara vel um. Eftir að Helga fluttist úr Dölun- um til Reykjavíkur leitaði hugur hennar stöðugt vestur til síns fólks. Pabbi hennar, seinni kona hans og börnin fundu fyrir hinu mikla ör- læti hennar og kærleika. Eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, Sig- urð, liðu aðeins örfá ár þar til hún kom með hann að Magnússkógum en ég og mamma fluttum hana á hestum vestur að Hvarfsdal á Skarðsströnd þar sem pabbi hennar bjó og fjölskylda. Næsta ár var auðveldara fyrir hana að heimsækja föður sinn og fjölskyldu því þá fluttu þau til elstu dóttur sinnar og tengdasonar að Sælingsdal í Hvammssveit. Hvarfsdalur var af- skekkt kot en umgengnin um bæinn mikið til fyrirmyndar hjá stjúpmóð- ur Helgu. Helga missti mann sinn, Gunnar, fyrir átján árum en hefur lengst til síðan búið ein í íbúð undir forsjá sonar síns og hans frábæru konu en hann var yngstur þriggja bama Helgu og Gunnars. Helga Oddsdóttir var mjög fé- lagslynd kona og var meðal annars virkur félagi í hestamannafélaginu Fáki og Breiðfirðingafélaginu. Hún var reglusöm í fyllsta máta og trygglynd. Hún var mikil móðir og húsmóðir og ræktaði sín fjölskyldu- bönd alla tíð með alúð og virðingu og heimili hennar stóð opið öllum sem til hennar leituðu. Gagnkvæm- ur skilningur og djúpur kærleikur ríkti á milli hennar og foreldra minna alla tíð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég henni traust og trygg fjölskyldubönd og óska henni allrar guðsblessunar á nýjum leið- AMMA okkar, Helga Oddsdóttir, fæddist þann 25. október árið 1904 og var hún frumburður hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Odds Bergsveins Jenssonar. í nóvember árið 1905 eignaðist amma bróður sem skírður var Alfons. Þegar amma er tæpra sex ára gömul missa þau systkinin móður sína og var þá Alfonsi komið í fóstur hjá föðursystur sinni, Ingibjörgu í Magnússkógum, en amma Helga varð eftir hjá föður sínum. Þar sem faðir hennar átti ekki neinn fastan samastað á þessum tíma urðu þau feðginin að fara á milli bæja þar sem þau dvöldu þann tíma sem Oddur hafði vinnu. Oddur kvæntist síðar Valfríði Ólafsdóttur og eign- uðust þau sex börn. Um tvítugt kemur amma til Reykjavíkur og vann hún meðal annars í Gúttó og úti í Viðey. Hér í Reykjavík kynnt- ist amma Gunnari Ólafssyni og gengnu þau í hjónaband árið 1929 og áttu þijú börn og 48 ár í góðu hjónabandi eða þar til afi lést árið 1977. Afi og amma bjuggu á ýms- um stöðum í Reykjavík en lengst af bjuggu þau á Hrísateigi 9, í húsi sem flutt hafði verið úr Skeija- fírðinum þegar Reykjavíkurflug- völlur kom til sögunnar. Alla tíð höfðu amma og afi mikið yndi af hestamennsku og áttu þau alltaf hesta sem þau sinntu af væntum- þykju og ferðaðist amma auk þess um landið á hestum og hafði gaman af því að taka myndir af náttúru landsins á gömlu kassamyndavélina sína. Amma hafði alltaf sterkar taugar til heimahaganna í Dala- sýslu og var einn af stofnendum Breiðfirðingafélagsins og starfaði mikið í því. Lét hún sig sjaldan vanta þegar spiluð var félagsvist á þeirra vegum og spilaði raunar fé- lagsvist í Langholtskirkju alveg fram á síðustu ár. Þegar árin tóku að færaset yfir fóru að hijá hana ýmsir sjúkdómar sem háðu henni töluvert, hún var ákaflega slæm af astma sem gerði það að verkum að hún átti erfitt með gang. Því voru það margar stundirnar sem hún eyddi við gluggann og horfði á börnin í nágrenninu eða á fuglana sem hún gaf á svölunum hjá sér. Við systurnar vonum að ömmu líði vel núna og þó að söknuður sé mikill erum við þakklátar fyrir þann tíma er við nutum samvista við hana. Minningin mun lifa áfram, því eins og segir í Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Helga og Linda Erlendsdætur. Helga Oddsdóttir er látin, rúm- lega níræð að aldri. Helga fæddist í Magnússkógum í Hvammssveit. Foreldrar hennar komu þangað í húsmennsku vestan úr Reykhólasveit frá Klukkufelli, þar sem systir Odds, Jensína, bjó, en þar höfðu þau kynnst og gengið í hjónaband. I Magnússkógum bjó þá Ingibjörg Sigríður, systir Odds, og maður hennar, Halldór Guð- mundsson bóndi. í mildu ástríki bjuggu ungu hjónin í Magnússkóg- um þegar Helga fæddist, umvafin kærleika og hlýju. Einn albróður eignaðist Helga sem var einu ári yngri en hún. Árið 1910 misstu þau móður sína, Guðrúnu Kristjánsdótt- ur. Bróður Helgu, Alfonsi, var þá komið í fóstur til Ingibjargar Sigríð- ar og Halldórs í Magnússkógum þar sem hann ólst upp í stórum systk- inahópi barna þeirra. Helga ólst upp í forsjá föður síns, fyrst í fimm ár eftir lát móður sinnar, en síðan með seinni konu hans, Valfríði Olafs- dóttur, sem var valmenni, mikil húsmóðir og dugleg. Með henni eignaðist faðir hennar sex börn, sem eru mjög myndarleg, öll gift og hafa komist vel áfram í lífinu. Helga flutti að heiman um ferm- ingu og fór að vinna fyrir sér, síð-. ast í Reykjavík þar _sem hún hitti mann sinn, Gunnar Ólafsson vöru- bílstjóra, og gekk með honum í hjónaband. Þau bjuggu fyrst á Njálsgötunni í lítilli kjallaraíbúð en fluttu þaðan eftir nokkur ár út í Skerjafjörð í eigin íbúð, efri hæð í timburhúsi. Nokkru síðar var það hús flutt vegna flugvallarbyggingar inn í Laugarneshverfi. Flutningur- inn kostaði mikla fyrirhöfn og um- stang fyrir hin ungu hjón. Þó varð Jensína Halldórsdóttir. Þeim fækkar óðum sem fæddust á fyrstu árum þessarar aldar og lögðu alla sína krafta fram við að byggja upp það þjóðfélag sem við nútíma kynslóð lifum í. Þá var kjör- orðið Islandi allt. Ein af þeim var hálfsystir mín Helga Oddsdóttir. Hún lifði tímana tvenna en ekki átakalaust. Helga fæddist í sárri fátækt foreldra sinna, þeirra Guð- rúnar Kristjándóttur og Odds Berg- sveins Jenssonar 25. október 1904 í Magnússkógum í Dalasýslu. For- eldrarnir urðu sem margt annað fátækt fólk á þeim tíma að sætta sig við að fara á milli bæja í hús- mennsku og vera bændahjú og sætta sig við að vinna bara fyrir fæði fyrir sig og sína. Ári síðar voru þau flutt að Ytri- Þorsteinsstöðum í Haukadal. Þann 5. nóvember 1905 fæðist þeim son- urinn Alfons. Ekki fengu þau systk- in að njóta lengi ástríkis móður sinnar, hún lést þegar Helga var á sjötta ári og Alfons á því fimmta. Engar voru þá almennar tryggingar eða ekklabætur að leita til, og ekki önnur ráð en að leita á náðir velvilj- aðs fólks. En faðirinn átti góða systur, sem fannst sjálfsagt að taka annað barnið, þótt hún sjálf væri komin með sex börn. Fór Alfons því til föðursystur sinnar Ingibjargar Jensdóttur og manns hennar Hall- dórs Guðmundssonar í Magnús- skógum. Og átti þar gott heimili til fullorðins ára eins og þeirra eig- in börn, en þau urðu alls tíu sem upp komust. Faðirinn gat ekki hugsað sér að láta bæði börnin frá sér og hafði því Helgu með sér hvar sem hann vistaði sig sem vinnumann. En oft varð hún samt að vera án hans því vinnumenn voru sendir til vinnu á aðra bæi og jafnvel til fiskiróðra, á haustin eftir fjallgöngur og áður en fé var tekið á hús og húsbænd- urnir hirtu svo arðinn. Á tíunda ári fór Helga með föður sínum að Klukkufelli í Reykhóla- sveit til föðursystur sinnar Jensínar Jensdóttur og manns hennar Al- berts Jakobssonar. Og eru þar næstu árin og eiga þar góða daga, þótt faðir hennar væri þá lausamað- ur og ynni langtímum annars stað- ar þar sem vinna bauðst. Árið 1915 verða kaflaskipti í lífi pabba okkar er hann giftist móðir minni Valfríði Ólafsdóttur og réðu þau sig sem vinnufólk að Bjarna- stöðum í Saurbæ.Þau flytja síðan á Efri-Brunná og þar fæðist hálfsyst- irin Guðrún. En í fardögum 1917 flytja þau að Hvammi í Hvamms- sveit og eru þar í félagsbúi með foreldrum og bróður mömmu. Helga flytur þá til þeirra, er í fyrsta sinn í umsjá föðurins sem sjálf- stæðs bónda. Þar hlaut Helga sína barna- fræðslu fyrir fermingu ásamt fleiri bömum, undir handleiðslu Sig- mundar Þorgilssonar og leysti hún nám sitt vel af hendi. En vorið 1920 flutti fjölskyldan að Hvarfsdal á Skarðsströnd. Þar vom hvorki háar byggingar né víð- áttumiklar sléttur, enda bústofnin lítill. Nú varð hver og einn að taka sig á eftir bestu getu, og er mér sagt að þá strax hafi Helga sýnt þann dugnað og kjark sem ein- kenndi hana æ síðan. Þar vom engin bara kvenmanns- verk, allir urðu að vera til taks að vinna þau störf sem leysa þurfti. Helga sló með orfi og ljá, rakaði og þurrkaði hey með hrífu og þegar heimilisfaðirinn þurfti að fara frá heimilinu til að draga björg í bú þá urðu Helga og mamma að sjá um skepnuhaldið. Túnið var þýft, og tóku þær sig til eitt vorið og luku við að slétta og þekja flöt sem pabbi var byijaður á, en hafði orðið að hverfa frá og hlaut þessi flöt nafnið Stúlka. Helga lærði líka að kemba ull og spinna úr þráð á rokk og pijóna úr því fatnað á handprjóna. Helga var hamhleypa til vinnu og þurftu margir að fá hana lánaða sér til hjálpar, þegar færi gafst frá Hvarfsdalsheimilinu. Hún var með- al annars lánuð eitt haust til föður- bróður síns Nikulásar Jenssonar í Sviðnum á Breiðafirði. Haustið 1924 réðst Helga til starfa við unglingaskólann að Hesti í Borgarfirði, eftir þann vetur vann hún á ýmsum stöðum við ólík störf, og var alls staðar rómuð fyrir dugn- að og ósérhlífni. En alltaf reyndi hún að vera einhvern tíma heima í Hvarfsdal og hjálpa til við heyskap- inn. Manni sínum Gunnari Ólafssyni kynntist hún í Reykjavík og bjuggu þau þar alla tíð, en á ýmsum stöð- um. Á Njálsgötunni bjuggu þau í einu herbergi og eldhúsi. Þó að íbúðin væri lítil þá rúmaði hún marga í senn. Þar sem hjartarými er þar er nóg húsrými og svo var þar. Og var það ekki ónýtt fyrir frændur að vestan að fá að borða og gista þar, þótt á eldhúsgólfinu væri, á leið sinni á vertíð suður með sjó. Ég er 24 árum yngri en Helga systir mín og minnist ég hennar fyrst sumarið 1932, þegar hún kom að Hvarfsdal með Sigga son sinn á þriðja ári og ég á því fjórða. En best man ég hana frá þessum árum, sem systur mína fyrir sunnan, sendandi pakka til mömmu með efnisbútum og fötum til að sauma föt á okkur systkinin. Hún vissi að stjúpa hennar gat saumað og gert góðar flíkur úr fötum. Enda vorum við systkinin vel klædd að þessa tíma mælikvarða. Ekki lét Helga staðar numið þeg- Sérfræðingar í hlóinaskrcytinguni við «11 (ækifæri Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 ar við systkinin vorum að mestu uppkomin og farið að réttast úr efnahag foreldra okkar. Fór hún þá að senda til elstu hálfsystur sinn- ar og segist Guðrún standa í ævi- langri þakkarskuld fyrir allan þann fatnað sem hún sendi á börnin. Árið 1945 kom ég fyrst á heim- ili Helgu systur minnar og Gunn- ars, þar sem þau bjuggu uppi í ris- íbúð á Hrístateig -9, ásamt börnun- um sínum þeim Sigga, Dídí og Birgi. Það vakti strax athygli mína hvað allt var skínandi hreint og fágað. Mér fannst sem ég væri komin í höll og þannig leit heimili hennar út, hvar sem hún bjó og hvenær sem komið var til hennar. Helga var mjög myndarleg húsmóðir. Miklir kærleikar voru alla tíð milli pabba og Helgu. Eftir að for- eldrar minir fluttu hingað suður, komu þau Helga og Gunnar annan hvern sunnudag til þeirra, meðan pabbi lifði og oftast færandi hendi. Helga gerði miklar kröfur til sjálfr- ar sín og vildi að aðrir gerðu þáð líka, stæðu við orð sín og skiluðu góðum verkum. Mörgum fannst Helga hörð í lund, enda bauð æskan hennar ekki upp á annað. En á bakvið sló heitt og viðkvæmt hjarta, sem ekkert aumt mátti sjá, hvorki hjá mönnum eða málleysingjum. Hún gerði allt til að leysa annarra vanda, þótt það kæmi svo niður á henni og hennar heimili og senni- lega langt fram yfir það sem efna- hagur hennar leyfði. Enda aldrei mikill veraldar auður þar í garði, en því meira af hjálpsemi, gjafmildi og umhyggju fyrir þeim sem við erfiðleika áttu að stríða og nutu margir húsaskjóls og matar á því heimili án endurgjalds. Helga var mikill dýravinur og átti alltaf hesta og þeir fundu að þeir áttu hana að vinkonu og sóttu til hennar hvar sem þeir sáu hana. Einnig leit hún til fugla himinsins og gaf þeim alltaf korn þegar harðnaði á vetri. Helga var mikið útilífsbarn og náttúruskoðari og fór hún þegar kostur var í ferðir á hestunum sínum á sumrin í fylgd með góðum félögum og þá helst um óbyggðir landsins sem hún naut svo ríkulega að sjá. Helga átti aldrei neitt bernsku- heimili, en Dalirnir og Breiðafjörð- urinn voru hennar bernskustöðvar. Þegar Breiðfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað 1938, var Helga einn af stofnendum þess og lagði sitt af mörkum við að afla fjár til kaupa á gömlu Breiðfirð- ingabúð og vann af fullum krafti í því félagi meðan heilsan hennar leyfði. Hún var gerð að heiðursfé- laga Breiðfírðingafélagins og átti það svo sannarlega skilið. Mann sinn missti Helga árið 1977 eftir mörg og góð ár sem hún átti sannarlega skilið. Heilsu hafði hún góða alveg fram á efri ár. Nú 'er systir mín gengin til feðra sinna og vina, sem hafa fagnað komu hennar eins og þeir gerðu ávallt í þessu lífi. Helga lést 13. þessa mánaðar. Systir góð Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Katrín Oddsdóttir. hlaðborð, faliegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEHDIR ilÍTEL IÖFTIE11IIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.