Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 9 FRÉTTIR Símstöðvar á Islandi alveg stafrænar Fyrstir í heiminum með alstafrænt símakerfí ÍSLAND er fyrsta iandið í heiminum til að taka í notkun alstafrænar sím- stöðvar fyrir alla símnotendur lands- ins en síðustu símnotendumir tengd- ust stafræna kerfinu í gær. Allir notendur íslenska símakerfis-* ins eru komnir með samband við staf- rænar stöðvar og er Island fyrsta landið sem nær þessum áfanga. Stefnt er að algerlega stafrænum símakerfum á hinum Norðurlöndun- um á árunum 1997-2000. Nýir möguleikar Stafræna kerfíð er af gerðinni AXE frá Ericsson og var fyrsta slíka stöðin tekin í notkun í Múla í janúar 1984. Eftir góða reynslu af kerfinu var markvisst hafíst handa við að skipta út hliðræna kerfinu árið 1993. Auk endurnýjunar notendastöðva hafa verið settar upp tvær skipti- stöðvar í Landsímahúsinu og í Múla- stöð sem eiga að auka rekstrarör- yggi kerfisins. í skiptistöðvunum er einnig hugbúnaður fyrir greindar- kerfi sem mun m.a. afgreiða græn númer og símatorg á hagkvæmari hátt, sem og bjóða upp á ýmsa nýja sérþjónustu. Nú er unnið að því að fullkomna símakerfíð enn frekar og mun sím- notendum í framtíðinni bjóðast nýj- ungar, t.d. myndflutningar og upp- lýsingar á skjá notandans. Á blaða- mannafundi, sem Póstur og sími hélt í gær, sagði Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, að hugsan- lega yrði tekið upp svokallað breið- bandskerfí eftir nokkur ár sem gæfi m.a. aðgang að sjónvarpsefni. Þessi nýja þjónusta mun berast samtímis til allra notenda óháð bú- setu. Á fundinum voru staddir tveir full- trúar Ericsson í Danmörku og sögðu þeir að Ericsson væri sérlega stolt af því að hafa tekið þátt í að koma upp á Islandi fullkomasta símakerfí í heimi. Blikur á lofti í ársskýrslu Pósts- og síma sem kynnt var á fundinum kom fram að velta fyrirtækisins á árinu 1994 var tæpir tíu milljarðar króna sem er 7% aukning frá árinu á undan. Rekstar- gjöld voru um átta og hálfur milljarð- ur og hagnaður af reglulegri starf- semi fyrirtækisins er því einn og Öfyndin ganga á bíl 23 ÁRA ölvuð kona var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hún hafði gert sér lítið fyrir og gengið yfír bifreið sem var kyrrstæð á Klapparstíg við Laugarveg. Konan gaf þá skýringu á hegðan sinni að hún hefði verið að metast við vinkonu sína um hvor gæti verið fyndnari og þá hefði henni dottið þetta i hug. Að sögn lögreglu kunnu ökumaður bifreiðarinnar og eigandi hennar ekki að meta fyndnina þegar þeir virtu fyrir sér dældir og rispur á bifreið- inni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÞAÐ tókst að bjarga mestu af mjólkinni. Mjólkurbíll valt þegar vegarkantur gaf sig Fagradal. Morgunblaðið. MJÓLKURBÍLL frá Mjólkurbúi Flóamanna valt þegar vegarkant- ur heim að bænum Götum í Mýr- dal gaf sig. Bílstjórinn slapp ómeiddur frá óhappinu og þakk- aði hann það því að hann var spenntur í bílbelti. í bilnum voru um 6.000 lítrar af nyólk og tókst að bjarga mestu af injólkinni með dælingu yfir í annan mjólkurbíl. Til að koma bílnum á hjólin aftur þurfti að grafa veginn í sundur og fá rúss- neskan hertrukk með spil til að velta honum á hjólin. Þetta er þriðja óhappið sem verður þarna frá því um verslun- armannahelgina, fyrst keyrðu saman þrír bílar á brúnni yfir Hvammsá, viku seinna valt fisk- flutningabill við brúna á Hvammsá. Morgunblaðið/Golli BO Stokholm og Jens Krohn Jensen, fulltrúar Ericsson í Dan- mörku, ásamt Ólafi Tómassyni, póst- og símamálastjóra, og Guð- mundi Björnssyni, aðstoðarpóst- og símamálastjóra. hálfur milljarður en arðgreiðslur til ríkis voru ákveðnar 850 milljónir króna. Sagði Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og símamálastjóri, að það væri viðunandi niðurstaða. Eigið fé fyrirtækisins væri nú um þrettán milljarðar króna en hinsvegar væru nú ýmsar blikur á lofti, m.a. væri ákveðið að lífeyrissjóðsskuldbinding Pósts og síma skuli í fyrsta sinn færð í reikningsskil fyrirtækisins árið 1995. Guðmundur sagði að nú næmi lífeyrissjóðsskuldbindingin um 8 milljörðum króna og ef sú upphæð væri tekin með inn í reikningsskil síðasta árs hrapaði eiginfjárstaðan úr þrettán milljörðum niður í fimm milljarða króna. Breyttar reglur Félagsmálastofnunar ekki ástæða útgjaldaaukningar Fjölgam 18% fyrir gildistöku INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri kveðst ekki telja að nýjar reglur Félagsmálastofnunar Reykja- víkur hafi valdið útgjaldaaukningu stofnunarinnar sem sögð er nálgast 100 milljónir króna. Reglurnar hafí tekið gildi 1. maí sl. og þá hafi legið fyrir að fjölgun skjólstæðinga stofn- unarinnar næmi um 18% frá áramót- um, en hún er nú um 20% „Það er því ljóst að ijölgun skjólstæðinga átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi,“ segir Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri segir að útgjalda- aukning Félagsmálastofnunar á sein- ustu árum stafi fyrst og fremst af fjölgun skjólstæðinga, en of snemmt sé að segja til um hvort nýjar reglur hafí sömu afleiðingar í för með sér. Réttlátari reglur „Markmið nýrra reglna er ekki að fjölga skjólstæðingum og kannski ekki að spara sérstaklega, heldur að gera þær réttlátari og aðstoða þá fyrst og fremst sem hafa mesta framfærslubyrði. Við miðum við að fá áfangaskýrslu um reynslu af regl- unum um áramót og munum í kjöl- farið kanna hvort endurmeta þurfi reglurnar, í ljósi þeirrar niðurstöðu sem þá liggur fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún kveðst telja að viðvarandi lægð í efnahagslífí og atvinnuleysi leiddu til aukinnar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í félagsmálum, sem sé erfítt að búa við árum saman. Lang- stærsti hópur skjólstæðinga Félags- málastofnunar sé skipaður einhleyp- um körlum. „Það sérkennilega var að einhleypir karlmenn eru miklu stærri hópur skjólstæðinga hér í Reykjvík en t.d. hópurinn á Akur- eyri, þar sem einstæðar mæður voru í meirihluta. Skýringin er kannski að einhveiju leyti sú að við höfum hér einhvem hóp einstæðra karlmanna sem eru í raun ekki vinnufærir vegna andlegra veikleika, drykkjusýki eða af öðrum ástæðum. Þessi hópur hefur hins vegar verið álíka stór og nú gegnum árin,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að sé beðið eftir útreikn- ingum forráðamanna Félagsmála- stofunar Reykjavíkur á fjárþörfinni og verði tekin afstaða til aukafjár- veitingar í kjölfarið. «M"g Síðasta útboð spariskíiteina Klukkan 14 í dag ferfram hjá Lánasýslu ríkisins, í síðasta sinn, útboð á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs með lánstíma til 5 ára. Hér eftir verða aðeins seld verðtryggð spariskírteini til 10 og 20 ára í útboðum. Tryggðu þér því nú í þessu síðasta útboði, 5 ára verðtryggð spariskírteini. verðtryggðra til 5 ára Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og iáttu þá gera tilboð fyrir þig. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.