Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT CARLSSON gengnr af blaðamannafundi þar sem hann greindi frá því að hann hyggist láta af embætti í mars á næsta ári. Carl um ESB-stefnu og afsögn Carlssons „Svíar missa nugið Smygehuk. Morgxmblaðið. UM LEIÐ og Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, batt enda á vikukosningatöm flokksins, sagði hann að með stefnulausa jafnaðar- menn við stýrið og forsætisráð- herra, sem væri að segja af sér, stæðu Svíar illa í Evrópusamstarf- inu. Jafnaðarmenn hefðu mestan áhuga á styrktarkerfum í stað al- vöru atvinnutækifæra. Afsögn Ingvars Carlssons er helsta umræðuefni Svía þessa dag- ana og Bildt kom einnig inn á hana í samtali við nokkra blaðamenn á syðsta odda Svíþjóðar. Hann sagði það liggja í hlutarins eðli að slíkar ákvarðanir kæmu alltaf á slæmum tíma og því ekki hægt að gagnrýna Carlsson fyrir að velja frekar tímann núna en einhvem annan. Afsögnin kæmi sér hins vegar ekki á óvart, því Carlsson hefði alltaf sagt að hann hygðist ekki vera í stjómmál- um fram á elliárin, heldur vildi ná að lifa lífinu líka. Ekki gagnrýni á Carlsson „Svíar missa flugið í ESB, bæði vegna afsagnar Carlssons og stefnuleysis jafnaðarmanna," sagði Bildt, en það væri engin gagnrýni á Carlsson, þótt hann héldi því fram. Forsætisráðherra, sem væri á síð- í ESB“ asta snúningi í embætti, gæti ekki beitt sér á sama hátt og ella og það væri einstaklega óheppilegt nú í aðdraganda að ríkjaráðstefnu ESB 1996. Stefnuleysi jafnaðarmanna kæmi fram í að kosningastefnuskrá þeirra væri ekkert um veigamikil atriði. Um aðild Svía að myntsam- starfinu þegðu jafnaðarmenn þunnu hljóði og sama væri að segja um aðildina að Vestur-Evrópusamband- inu. Bildt sagði að atvinnumálastefna jafnaðarmanna væri skuggaleg, þvi um leið og ný skýrsla um sænska atvinnustefnu hefði sýnt að hún væri ekki aðeins gagnslaus, heldur hreinlega héldi fólki frá vinnu, stefndu sænskir jafnaðarmenn að því að flytja þessa stefnu út til ESB. Innan ESB væri þvert á móti nauðsynlegt að stefna að afnámi hafta til að auka vöxtinn, ekki að koma á nýju og flóknu kerfi. ESB- löndin höktu á eftir hagvaxtarsvæð- um í Asíu og Bandaríkjunum og Svíar höktu enn á eftir ESB-löndun- um. Því hefðu Svíar enn meira að vinna upp en hin löndin og hefðu sérlega mikla þörf fyrir vöxt, sem skapaði í raun ný atvinnutækifæri, en væri ekki aðeins styrktar- og stuðningskerfí. Aukin iðnaðarframleiðsla IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA í ríkjum Evrópusambandsins jókst um 0,4% á tímabilinu mars til maí miðað við fyrstu þijá mán- uði ársins, að sögn hagtölustofn- un sambandsins Eurostat. Lítil sem engin aukning í tveimur af stærstu aðildarríkjun- um dró hins vegar heildina nið- ur. Iðnaðarframleiðsla stóð í stað í Þýskalandi og jókst einungis um 0,1% í Bretlandi. I Svíþjóð jókst hún hins vegar um 3,2% og um 2,2% í Austurríki. Vandamál í Svíþjóð Sænskir sérfræðingar óttast að erfiðlega muni ganga að fá réttar hagtölur á þessu ári vegna aðildar rikisins að ESB. Sænska hagstofan, SCB, varð að skipta um öll kerfi sem hún hefur notað til þessa og taka í staðinn upp kerfi sem sniðin eru að reglum Evrópusambandsins. Hefur þetta valdið því að tölur um útflutning, sem liggja mörg- um öðrum tölum til grundvallar, eru mun seinna á ferðinni en venjulega. Áður gaf SCB út tölur um inn- og útflutning mánaðar- lega en nú hefur stofnuninni ekki einu sinni tekist að gefa út tölur fyrir janúarmánuð. Því er líklegt að allar hagspár í Svíþjóð verði að endurskoða í október en þá eiga réttar tölur loks að liggja fyrir. Fundi með Bonino aflýst Bclgrað. Reuter. EMMA Bonino, sem Islendingum er kunnust fyrir að fara með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, er nú stödd í Serbíu, en hún fer einnig með málefni hjálparstarfs Evrópusambandsins og er í nafni þess embættis í erindagjörðum í fyrrverandi Júgóslavíu. Hún átti í gær að hitta háttsetta fulltrúa serb- nesku stjórnarinnar til að ræða flutninga serbneskra flóttamanna til Kosovo-héraðs, sem að meiri- hluta til er byggt Albönum, en þeim fundum var aflýst af hálfu Serba án frekari útskýringa. „Þetta var í fyrsta sinn á ferli mínum sem erindreki hjálparstarfs sem mér gafst ekki færi á að tala við rétt staðaryfirvöld," sagði Bon- ino fréttamönnum í gær. Vitað er að nú þegar hefur 2.700 serbneskum flóttamönnum frá Krajina-héraði í Króatíu verið kom- ið fyrir i Kosovo, en íbúar þess syðsta héraðs Serbíu eru að um níu tíunduhlutum af albönsku þjóðerni. tjttast er að aukinn straumur Serba til Kosovo muni verða til þess að spenna aukist þar til muna, sem vart er þó á bætandi; óánægja með stefnu serbneskra stjórnvalda í Kosovo-héraði hefur kraumað með- al albanskra íbúa þar um langt skeið. Alsírbúi yfirheyrður í Svíþjóð Frakkar efla öryggisgæslu París. Reuter. Yilja að IRA af- vopnist MEIRIHLUTI íbúa Norður- írlands er hlynntur því að írski lýðveldisherinn (IRÁ) láti vopn sín af hendi áður en stjórnmála- armur IRA, Sinn Fein, fái aðild að viðræðum um framtíð Norð- ur-írlands. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, er birt var í gær. Alls sögðust 65% vera hlynnt því að Bretar stæðu fast á þessari kröfu. Helmingur kaþólikka á Norður-írlandi tel'- ur hins vegar að leyfa eigi að- ild Sinn Fein að viðræðunum skilyrðislaust. Þá kom fram í könnuninni að fjórðungur íbúa óttast óeirðir í tilefni þess að þann 1. september verður ár liðið frá því IRA lýsti yfir vopnahléi. MiG-þota hrapar RÚSSNESKA sjónvarpið skýrði í gær frá því að orrustu- þota af gerðinni MiG-29 hefði hrapað skammt frá borginni Chita í Síberíu. Flugmaður þot- unnar lést í slysinu en ekki voru veittar frekari upplýsingar um orsakir þess. Aukin sala á kampavíni ALLS voru seldar 93,2 milljón- ir flaskna af kampavíni í heim- inum á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er það 4% sölu- aukning frá því í fyrra. Það er hins vegar töluvert í að metið frá 1989 verði slegið en þá voru seldar 250 milljónir flaskna. „Eftir langt samdrátt- arskeið virðist sem salan sé loks að taka kipp,“ sagði Jean- Luc Barbier, framkvæmda- stjóri samtaka kampavínsfram- leiðenda. Þrátt fyrir aukna sölu hefur verð á kampavíni hins vegar ekki hækkað að undan- förnu. FRANSKA lögreglan efldi öryggis- gæslu sína í frönskum stórborgum í gær eftir að meintur forsprakki tireyfingar múslimskra öfgamanna í Alsír var handtekinn í Stokkhólmi. Tollverðir aðstoðuðu lögreglu- menn, sem stöðvuðu ferðamenn og leituðu að sprengjum í farangri þeirra í helstu lestastöðvum landsins. Lestafyrirtækið SNCF bannaði öll- um, sem ekki höfðu keypt farmiða, að fara á brautarpallana. Fregnir hermdu að öryggisgæslan væri mest við hraðlestir. Franska lög- reglan hafði áður komið á viðamikilli öryggisgæslu eftir tvö sprengjutilræði sem urðu sjö manns að bana og særðu 100 í hjarta Parísar. Viðbúnaðurinn var aukinn eftir að skýrt var frá því að sænska lögregl- an hefði handtekið Abdelkrim Denec- he að beiðni franska rannsóknardóm- arans Jean-Francois Ricard og yfir- heyrt hann vegna sprengjutilræð- anna. Franska lögreglan telur að RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladimír Zhírinovskíj var bros- mildur þegar hann hitti kóreska spámanninn Son Sok U í Moskvu á mánudag. Vildi Zhírinovskíj Deneche sé einn af forsprökkum Vopnuðu múslimahreyfingarinnar (GIA), herskáustu íslömsku hreyf- ingarinnar í Alsír. Grunur leikur á að hreyfingin hafí staðið fyrir sprengjutilræðunum. Sást stíga úr lestinni Franska dagblaðið Le Monde sagði að franska lögreglan teldi að Denec- he væri Abdessabour, sem alsírska dagblaðið La Tribune sakaði um að hafa myrt klerkinn og skipulagt sprengjutilræði í Frakklandi. Blaðið sagði að nafn Deneche hefði verið á póstkassa al-Ansar, íslamsks fréttablaðs í Stokkhólmi sem hélt því fram að alsírskir bókstafstrúarmenn hefðu staðið fyrir sprengjutilræði í neðanjarðarlest í París 25. júlí. Franskir fjölmiðlar segja að lögreglu- maður hafi borið kennsl á Deneche sem órólegan mann er hann sá stíga úr lestinni nokkrum sekúndum áður en sprengjan sprakk. fá spámanninn til að segja fyrir um möguleika flokks þjóðernis- sinnans í væntanlegum þing- kosningum í Rússlandi. Engum sögum fer af spádómnum. Reuter Spáð fyrir Zhírínovskíj Allt að 80 Tsjetsjenar féllu í átökunum í Argun Rússar vilja frek- ari friðarviðræður Moskvu. Reuter. RÚSSAR sögðu í gær að fyrstu al- varlegu átökin milli rússneskra her- manna og tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna í þrjár vikur merktu ekki að allsheijarstríð væri yfirvofandi í Tsjetsjníju. Haft var eftir Viktor Tsjemomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, að Rússar vildu frekari friðarviðræður við Tsjetsjena en áskildu sér rétt til að refsa þeim sem gerðust sekir um „ögranir". Rússneskar hersveitir drápu 60-80 tsjetsjenska hermenn í áhlaupinu á lögreglustöð í bænum Argun í Tsjetsjníju á mánudag, að sögn rúss- nesku fréttastofunnar Interfax. Fréttastofan sagði að einn rússnesk- ur hermaður hefði fallið og tólf særst í fyrstu alvarlegu átökunum í hérað- inu frá því samningur um hernaðar- hlið Tsjetsjníju-deilunnar var undir- ritaður 30. júlí. Aslan Maskhadov, yfirmaður hers Tsjetsjena, kenndi í gær Rússum um bardagana í Argun og sagði að Tsjetsjenar neyddust til að búa sig undir stríð gegn Rússum ef þeir gripu til slíkra hernaðarað- gerða að nýju. Rússnesku hersveitirnar leituðu í gær tsjetsjenskra hermanna, sem komust undan í áhlaupinu í Argun. Ekki kom til skotbardaga í bænum, sem er skammt austan við Grosní. Fréttastofan Itar-Tass sagði að rússneskir hermenn hefðu orðið fyrir tólf skotárásum á einum sólarhring á öðrum stöðum í Tsjetsjníju. Tveir hermenn hefðu fallið og 21 særst. Um 250 tsjetsjenskir hermenn náðu lögreglustöðinni í Árgun á sitt vald á sunnudagskvöld. Ekki var ljóst hvort Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjníju, hefði heimilað árásina eða hvort hún benti til klofnings í röðum tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna. Dúdajev hafnaði hemaðarsamn- ingnum í fyrstu en sagði á sunnudag að hann vildi friðsamlega lausn á deilunni. Alaudi Khamzatov, foringi tsjetsjenska herliðsins í Argun, kvaðst ekki hafa gert neitt rangt. „Dúdajev skipaði mig yfirmann her- liðsins og ég gerði aðeins skyldu mína,“ sagði Khamzatov. Hindra ekki friðarsamning' Interfax sagði yið Tsjernomyrdín hefði lofað að rússheska stjórnin og Borís Jeltsín forseti héldu friðarvið- ræðunum áfram og framfylgdu samningnum um afvopnun tsjetsj- enskra uppreisnarmanna. Sergej Medvedev, fréttafulltrúi Jeltsíns, sagði að bardagarnir í Argun torveld- uðu frekari samningaumleitanir en merktu ekki að allsheijarstríð myndi skella á milli Rússa og Tsjetsjena. „Það mun koma til slíkra ögrana, þetta er ekki sú síðasta," sagði Medvedev. „Þetta getur líka gerst utan Tsjetsjníju. Slíkir hópar 100-200 manna geta vissulega valdið miklum vanda. Við verðum að vera harðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.