Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST. 1995 AÐSENDAR GREINAR Nýir tímar ÍSLENSKT atvinnulíf stcndur frammi fyrir nýjum aðstæðum og búháttabreytingar eru framundan. Nýjar aðstæður má rekja til þriggja meginþátta: Breytinga í efnahagslífi iðnríkjanna, aukinna viðskipta- tengsla íslands við önnur lönd og breytinga á starfsskilyrðum ís- lenskra fyrirtækja. Það er ef til vill tímanna tákn að þriðji hæsti ein- staklingurinn á álagningarskrá op- inberra gjalda í Reykjavík er tölvu- meistari sem að stórum hluta nýtir alþjóðjega tölvunetið Intemet til sölu og samskipta. Breytingar í efnahagslífi iðnríkjanna Gífurleg breyting er að verða í efnahagsstarfsemi iðnríkjanna. Hefðbundnar framleiðslugreinar víkja fyrir hátæknigreinum. Þjón- ustugreinar verða æ mikilvægari og hefðbundin skil milli iðnaðarfram- leiðslu og þjónustu raskast og hverfa jafnvel alveg. Hugvitið leysir höndina af hólmi og hagnýting upp- lýsingatækninnar gerbreytir rekstri fyrirtækja. Upplýsinga- og þekk- ingagreinar vaxa með leifturhraða. Líftími vöru og þjónustu verður æ styttri, gæði vöru og þjónustu sitja í öndvegi og hagkvæmni stærðar- innar nýtur sín ekki með sama hætti og áður. Við þessu hafa mörg iðnríki bragðist á þann veg að í stað hefðbundinnar iðnaðarstefnu leggja þau nú áherslu á samkeppnishæfni sína í víðtækum skilningi og móta stefnu í samræmi við það. Aukin viðskiptatengsl við önnur lönd Á síðustu áram hafa verið stigin stór skref er miða að því að tengja Island hinu alþjóðlega viðskiptakerfi sterkari böndum en áður. Þetta gild- ir bæði um þátttöku íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu og nýjan GATT-samning og aðild að Alþjóða- viðskiptastofnuninni. Með þátttöku í þessu samstarfi verður íslenskt efnahags- og viðskiptalíf opnara en áður fyrir erlendri samkeppni auk þess sem ný tækifæri skapast er- lendis fyrir íslensk fyrirtæki. Hér er þó aðeins um tækifæri að ræða en ekki sjálfgefinn ávinning; hann er undir okkur sjálfum kominn, framkvæði okkar og þrautseigju. Starfsskilyrði fyrirtækja Starfsskilyrði íslenskra fyrir- tækja hafa gerbreyst á síðustu áram. Þar ber fyrst að nefna að stöðugleiki í efnahagsmálum hefur tekið við af hranadansi launa- og verðlagshækkana og gengisfellinga. Stjórnvöld geta með ýmsum hætti greitt findr framfarasókn atvinnulífsins, segir Finnur Ingólfsson, sem telur íslenskt at- vinnulíf standa frammi fyrir nýjum aðstæðum. Þá hafa gengisbreytingar og hófleg- ir kjarasamningar leitt til þess að raungengi krónunnar er í sögulegu lágmarki um þessar mundir. I þriðja lagi hafa skattar á atvinnurekstur- inn hafa verið lækkaðir. Þetta gildir bæði um niðurfellingu aðstöðu- gjaldsins og lækkun tekjuskatts. Loks hafa vextir lækkað og sam- keppni á fjármagnsmarkaði aukist. Sókn til nýrra tíma Hagstæð innlend efnahagsskil- yrði ásamt almennum bata í alþjóða- efnahagsmálum og þeim búhnykk sem leiðir af veiðum utan landhelgi hafa skilað sér í efnahagsbata hér á landi í fyrra og á þessu ári eftir langvarandi stöðnun á árunum 1988-1993. Svartsýni og bölmóður víkja nú smám saman fyrir aukinni bjartsýni. Það er mikilvægt að upp- sveifla efnahagslífsins verði nýtt til að stuðla að nauðsynlegum búhátta- breytingum í íslensku atvinnulífi. Það mun ráða miklu um framtíð íslenskrar þjóðar hvernig okkur tekst til á allra næstu árum. Það blasir við að fram að aldamótum þarf að skapa þúsundir nýrra starfa fyrir þær vinnufúsu hendur sem þegar eru án verðugra verkefna og fyrir það unga fólk sem mun leita út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Það er ekki nóg að skapa hér ein- hvers konar störf. Þau verða að vera áhugaverð og krefjandi svo okkur takist að halda í þá fjölmörgu velmenntuðu einstaklinga sem geta fengið vinnu við sitt hæfí nánast hvar sem er í heiminum. Við getum látið tækifærin til breytinga úr greipum okkar ganga og treyst á að núverandi búskaparhættir fleyti okkur fram á við í sífellt harðnandi samkeppni þjóðanna. Þá væri flotið sofandi að feigðarósi. Af stefnuyfir- lýsingu ríkisstjómarinnar er Ijóst að hún ætlar sér að takast á við breyttar aðstæður í íslensku efna- hagslífi og hefja framfarasókn þjóð- arinnar á aðfaraárum nýrrar aldar. Hlutverk sljórnvalda í framfarasókn atvinnulífsins • Stjórnvöld geta með ýmsum hætti greitt fyrir framfarasókn atvinnu- lífsins án þess að taka sjálf þátt í atvinnurekstri: * Með efnahagsstefnu sinni geta þau tryggt áframhaldandi stöðug- leika hér á landi og hagstætt raun- gengi. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar að draga úr hallarekstri hins opinbera. Það léttir á fjármagnsmarkaðinum og stuðlar að lækkun vaxta. Hins vegar að finna leiðir til að koma í veg fyrir að næsta uppsveifla í sjávarútvegi leiði til þenslu og kostnaðarhækk- ana sem aftur leiða til hækkunar raungengis og versnandi samkeppn- isskilyrða annarra greina. * Þau geta tryggt sambærileg starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja og gengur og gerist í helstu sam- keppnislöndum. Hér skipta skatt- lagning, aðgangur að Iánsfjármagni og áhættufjármagni og einföldun opinberra reglna höfuðmáli. * Þau geta hlúð að menntakerfinu þannig að íslenskt vinnuafl verði áfram vel mennt- að og í stakk búið til að takast á við ný og flókin verkefni í sí- breytilegum heimi at- vinnulífsins. * Með aðgerðum í skattamálum og með því að starfrækja öflugt og samhæft stuðning- skerfi geta þau stuðlað að aukinni nýsköpun í íslensku at- vinnulífi. Reynslan sýnir að stærstur hluti af nýsköpun í atvinnulífínu á sér stað innan starfandi fyrirtækja. Þess vegna er mikilvægt að hlúa vel að atvinnulífínu þannig að af- koma fyrirtækja sé góð svo að þau hafí sjálf burði til að standa að nauð- synlegri nýsköpun. Þetta verður best gert með almennum hætti, með því að tryggja góð efnahagsskilyrði og starfsskilyrði að öðru leyti. Stuðningskerfi nýsköpunar Nýsköpun á sér ekki eingöngu stað innan starfandi eða stöndugra fyrirtækja. Framkvöðlar og hugvits- menn leggja sitt af mörkum og starfandi fyrirtæki búa oft yfír góð- um hugmyndum en vantar ráðgjöf eða fé til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Þetta gildir jafnt um þróun á nýrri vöru. eða þjónustu, nýjan framleiðsluferil, úrbætur á því sem fyrir er og sókn á nýja markaði erlendis. Því verður hið opinbera að starfrækja öflugt stuðningskerfí at- vinnulífsins. Um þessar mundir er verið að taka út stuðnings- og þjónustuum- hverfí nýsköpunar og atvinnuupp- byggingar hér á landi. Verkefnið er unnið að frumkvæði Aflvaka hf. en í samvinnu við ýmsa opinbera aðila og hagsmunasamtök. Lausleg athugun sýnir að mjög víða er veitt- ur ýmiss konar stuðningur og ráð- gjöf. Ekki er útilokað að meginveik- leiki stuðningskerfisins liggi í því að of margir aðilar eru hver um sig að veita takmarkaða aðstoð. Mikil- vægt er að þegar niðurstöður úr þessari úttekt liggja fyrir verði þær nýttar til að ná samstöðu um úrbætur er miða að því að efla stuðningskerf- ið. Fyrir utan stuðning- skerfí nýsköpunar hér á landi þurfa stjórnvöld að kanna hvort þau geti með einhveijum hætti stuðlað að aukn- um verkefnum ís- lenskra fyrirtækja er- lendis. Norðurlöndin eiga saman Norræna verkefnaútflutnings- sjóðinn (NOPEF) sem staðsettur er í Finnlandi. íslensk fyrirtæki hafa notið góðs af starf- semi hans. Þá hafa ríkisstjómir ein- stakra Norðurlanda stofnað sjóði í því skyni að greiða fyrir þátttöku innlendra fyrirtækja í þróunarríkj- um og ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu. Sem dæmi má nefna Finnfund í Finnlandi og Swedfund í Svíþjóð. Þessir sjóðir geta orðið fyrirmynd að hliðstæðri starfsemi hér á landi. Alþingi ákvað á síðasta ári að breyta áherslum í starfsemi Iðnþró- unarsjóðs eftir að_ hann komst að fullu í eigu okkar íslendinga í mars á þessu ári. Sjóðurinn leggur nú áherslu á að ijármagna nýsköpun- arverkefni í stað þess að veita hefð- bundin fjárfestingarlán. Lögin um sjóðinn era hins vegar tímabundin og næsta vetur verður á ný að taka ákvörðun um starfsemi hans. Tækifærin ber að nýta Hvað sem öðru líður er ljóst að tækifæri íslenskra fyrirtækja varð- andi ýmiskonar styrki, stuðning og lán eru talsverð, bæði innanlands og ekki síður í gegnum norrænt og evrópskt samstarf. Þessi tækifæri þurfa íslensk fyrirtæki að nýta sér í auknum mæli. Til að svo megi verða mun iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið beita sér fyrir auknu upplýsingaflæði, einföidun stuðn- ingskerfís og skilvirkni innlendra sjóða í þessum efnum á næstunni. Meðal annars á þann hátt má hefja nýja framfarasókn i íslensku at- vinnulífi, samfara aukinni bjartsýni og velmegun íslensku þjóðarinnar. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Finnur Ingólfsson Fag'gildingin er enn einn áfangi Neytendur hafa skipt um skoðun og valið nýja kosti í JANÚAR þegar fyrsti bíllinn var skoðaður hjá Aðalskoðun hf. var brotið blað í 66 ára sögu bifreiðaeft- irlits á íslandi. Þegar Finnur Ingólfs- son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti fyrirtækinu faggildingar- skjal, um miðjan ágústmánuð, sem staðfestingu á því að um væri að ræða óháða, hlutlausa og hæfa skoð- unarstofu á sviði almennrar skoðun- ar var brotið annað blað. Þá var því fagnað að hæfni Aðal- skoðunar hf. hefði skilað þeim ár- angri sem stefnt var að. Faggilding- in er vitnisburður þess að vel að verki hafí verið staðið og stjórnvöld séu sátt við framgang fyrirtaékisins. Skoðun ökutækja hefur það að markmiði að draga svo sem mest má verða úr umferðaróhöppum sem orsakast af ófullnægjandi ástandi ökutækja og að minnka mengun frá ökutækjum. Tæknilega og faglega standa nú íslendingar hvað fremst gagnvart skyldubundinni skoðun á ökutækjum. Þjónustugæðin hafa aukist Á þessu ári höfum við öll orðið vitni að nýbreytni í skoðun ökutækja með tilkomu fyrirtækja á borð við Aðalskoðun hf. Samkeppnin hefur vissulega leitt til þess að verð á skoð- un hefur lækkað. Búast má við því að heildarlækkun á verði skoðunar komi til með að nema allt að 15-20 milljónum á ársgrundvelli sem er beinn hagur neytenda. Samkeppnin hefur einnig haft þau áhrif að þjónustustigið hefur aukist til muna. Langir biðlistar þekkjast ekki, pantaðir skoðunartímar eru orðnir ábyggilegri og lengri opnun- artími er boðinn. Með nýjum skoðun- arfyrirtækjum hefur einnig komið fram sú persónulega þjónusta sem oft fylgir fyrirtækjum af slíkri stærð. Einkaleyfi ennþá til trafala Gagnrýni Aðalskoðunar hf. á samning dómsmálaráðuneytisins og Bifreiðaskoðunar íslands hf. hefur verið hörð og óvægin, en samning- urinn felur það í sér að einu fyrir- tæki, Bifreiðaskoðun íslands hf., er tryggð markaðs- og stjórnunarleg yfirburðastaða til næstu ára. Þrátt fyrir harða gagnrýni Aðal- skoðunar hf. á umgjörð einkaleyfis- ins hefur fyrirtækið ekki blandað saman né á engan hátt slakað á þeim tæknilegu hæfniskröfum sem gerðar eru til fyrirtækisins af hálfu stjórnvalda. Faggildingin sem veitt Gæði þjónustunnar hafa aukist, segir Gunnar Svavarsson, og verðið hefur lækkað. var fyrirtækinu, um miðjan ágúst- mánuð, er staðfesting þess. Aðalskoðun hf. mun þó ekki láta deigan síga í að benda á mismunun gagnvart skoðunarfyrirtækjum, því að með því að Ieyfa fleiri hæfum aðilum að sinna öllum þáttum í skráningu og skoðun ökutækja þá er hagur neytenda á betri hátt tryggður. Ný ríkisstjórn boðar breytingar Aðstandendur Aðalskoðunar hf. era bjartsýnir og hafa til stuðnings stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnar en þar segir m.a. orðrétt „Aðstöðumunur verður jafnaður þar sem ríkið stundar atvinnurekstur í samkeppni við einkaaðilá*. Orð sem svo vissulega eru í tíma töluð. Þetta er ekki sagt að ósekju því að þrátt fyrir að geta ekki boðið alla þjónustu gagnvart skoðun og skráningu ökutækja vegna einka- leyfa Bifreiðaskoðunar Islands hf, þá skilja allir það að ekki er hægt að búa mikið lengur við þær aðstæð- ur að ríkið tryggi einu samkeppnis- fyrirtækjanna sölu á skoðunarmið- um sem annars fengjust á mun hag- kvæmara verði frá prentsmiðju. Skoðunarmiðar era og verða rekstr- arvara. Þetta mál og mörg fleiri verður að leysa. Faggildingar- aðferðin er leið framfara Með notkun faggild- ingaraðferðarinnar í eftirlitsiðnaðinum er tekið stórt framfara- skref í áttina að því að aflétta einkaleyfum og færa m.a. opinbert eft- irlit til hæfra einkaað- i!a. Forsenda einkavæð- ingar á eftirliti er að- skilnaður löggjafar- og framkvæmdaaðila. Þannig þarf hlutverk ríkisstofnana sem sett hafa reglurnar, fram- fylgt þeim og úrskurðað um sam- ræmi og niðurstöður að breytast. Það ber að lofa þær metnaðar- fullu breytingar í eftirlitsiðnaðinum sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekur þátt í og hafa verið í mótun í ráðuneytum hans undanfarin ár. Með þessum breytingum verður það hlutverk ríkisstofnana að sjá til þess að lagalegt umhverfí sé til staðar og skýrar verklagsreglur og kröfur fyrir hendi um framkvæmd þess eft- irlits, prófana eða skoðana sem framkvæma á. Á undanförnum mánuðum hefur mörgum orðið tíðrætt hve mikil breyting er orðin á þjónustu og að- gengi vegna skoðunar ökutækja. Viðskiptavinir hafí skipt um skoðun og snúið sér til nýrra skoðunarfyrir- tækja. Viðskiptavinir Aðalskoðunar hf. hafa reynst einstakir og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir því án þeirra stuðnings og hvatningar hefði Aðalskoðun hf. ekki komist eins langt og raun er orðin á, þrátt fyrir allar þær hindranir sem hafa verið á vegi fyrir- tækisins. Neytendur hafa vissulega tekið við sér og valið nýja kosti. Það hlýtur að verða næsta skref stjórnvalda að finna. leiðir til lausnar á því að Aðalskoðun og viðskiptavinir þess þurfi ekki að vera háðir sam- keppnisaðilanum eins mikið og raun ber vitni. Neytendur eru vanir að geta fengið alla al- menna þjónustu gagn- vart skoðun og skrán- ingum ökutækja hjá skoðunarfyrirtækjum. Þeirra hagur er fólgin í því að hæf fyrirtæki sinni þjón- ustunni á sanngjörnu verði með sjón- armið öryggis að leiðarljósi. í þessari grein hafa stjórnvöld verið gagnrýnd gagnvart þeim sam- keppnisskilyrðum sem þau skapa, en í lokin skulu hér notuð fleyg orð hugmyndafræðingsins Emerson er hann sagði „Andið rólega. Eftir hundrað ár verður þetta allt um garð gengið". Höfundur er verkfræðingur, stjómarformaður Aðalskoðunar hf. Gunnar Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.