Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir minn og fósturfaðir, DANI'EL KRISTJÁNSSON, Hlíf, ísafirði, lést í Landspítalanum að morgni 21. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Daníelsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir. t Systir mín, mágkona og föðursystir, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (Lilla Gallagher), lést á heimili sínu íNorth Bergen, NewJersey, USA, þann 31. júlí. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Ólafía Sigurðardóttir, Sigrún H. Gísladóttir, Valgerður Hjartardóttir, Sigurður Hjartarson, Kristín J. Hjartardóttir. t Maðurinn minn, PÁLL MAGNÚSSON pfpulagningameistari, Höfðavegi 5, Húsavfk lést í Fjórðyngssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Ragnarsdóttir. >41 t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY MAGNÚSDÓTTIR, Grænumörk 1, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 20. ágúst 1995 Jarðsett verður frá Selfosskirkju föstu- daginn 25. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Sjúkrahús Suðurlands njóta þess. Jakob Þorvarðarson, Esther Jakobsdóttir, Karl Zophoníasson, Pála Jakobsdóttir, Valdimar Þórðarson, Magnús Jakobsson, Ingunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, er lést þann 17. ágúst, verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni f Reykjavík fimmtu- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vin- samlegast beðnir um að láta hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnar- firði njóta þess. Tómas Óskarsson, V. Svava Guðnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNÓR ÓSKARSSO N sjúkraliði, Meistaravölium 29, Reykjavík, sem lést þann 10. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Björg Eggertsdóttir, Sumarliði Ó. Arnórsson, Nanna G. Heiðarsdóttir, Eggert B. Arnórsson, Elsa í. Arnórsdóttir, Kristján Jónsson, Guðrún J. Arnórsdóttir, Sævar Pálsson, Steinunn Arnórsdóttir, Tómas Rfkarðsson, Arnór V. Arnórsson, Bylgja S. Ríkarðsdóttir og barnabörn. KJARTAN SKÚLASON + Kjartan Skúla- son fæddist í Hruna 29. maí 1919. Hann andaðist í Borgarspítalanum 13. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Kjartans voru Elín, dóttir sr. Kjartans Helgasonar og Sig- ríðar Jóhannesdótt- ur í Hruna og Skúli, sonur Ágústs Helgasonar og Mó- eiðar Skúladóttur í Birtingaholti. Kjartan ólst upp með foreldrum sínum til sex ára aldurs, aðallega í Birtingaholti og síðan í Reykjavík þar sem faðir hans var til æviloka starfs- maður Sláturfélags Suðurlands. Eftirlifandi kona Kjartans er Valgerður Hjörleifsdóttir frá Unnarholtskoti í Hrunamanna- SUMIR menn eru sem opin bók. Saga þeirra og eðli eru með þeim hætti, að þeir eru öðrum auðlesnir. Aðrir eru flóknari gerðar. Þeir eru þeirrar náttúru, að þeim mun lengri, sem kynnin af þeim verða, þeim mun fleiri spumingar vakna um innsta kjarna þeirra. Kjartan Skúla- son, sem hér er kvaddur nokkrum fátæklegum orðum, fyllti síðari flokkinn. Kynni okkar Kjartans spönnuðu raunar ekki langan tíma, aðeins hálfan áratug. En þann tíma leið sjaldnast svo vika, að fundum okkar bæri ekki saman. Ég kynntist Kjartani í gegnum sambýliskonu mína, en með henni og þeim hjónum, Kjartani og Val- gerði Hjörleifsdóttur var gróin vin- átta. Og þegar okkur auðnaðist son- ur, fyrir þremur ámm, leið ekki á löngu, þar til sá stutti eignaðist fagran gimstein í vináttu Kjartans. Raunar hafði drengurinn ekki fyrr lært að tala, en hann tók að kalla Kjartan „afa“. Og afi skyldi heim- sóttur hvenær sem færi gafst og þá dvalið sem lengst hjá honum. Var það síst að furða, jafn innilega og þeir hændust hvor að öðrum. Á slíkum stundum var sem gamli maðurinn yrðimngur öðru sinni, svo mikil gátu ærslin orðið í honum, ekki síður en í drengnum. Er nú skarð fyrir skildi lítils afadrengs. Eins og fram kom hér að ofan, var Kjartan dulur maður. Ekki svo að skilja, að hann hafi farið í laun- kofa með skoðanir sínar á mönnum og málefnum og þær hafði hann í ríkum mæli. En hann var fáorður, en um leið hnitmiðaður um það, sem honum þótti miður fara. Brá jafnvel fyrir sig látæði í stað orða. Og skild- ist þó þeim, er skilja vildu. Kjartan var ekki að fullu sáttur við lífshlaup sitt, né þá slóð, sem hann taldi mega rekja eftir sig. Má vera, að á honum hafí þau sannast, orð Tómasar Guðmundssonar: „En áhyggjan vex, er menn nálgast burt- ferðardaginn". Sú áhyggja var þó ástæðulaus. Ég er sannfærður um, að Kjartani Skúlasyni hefur ekki verið réttur hár reikningur að lok- inni dvöl á Hótel Jörð. Má þá einu gilda, þótt honum sjálfum hafi hætt til að skrifa óþarflega háa tölu á þann snepil. Það blífur, bókhaldið í efri byggðum. Kjartan hafði næmt skopskyn og var ágætur sögumaður. Og hann kunni þá sorglega fágætu list að sjá spaugilegu hliðamar á sjálfum sér. Oft heyrði ég hann nota sögur frá sínum yngri árum til að varpa ljósi á það sem hann taldi veikar hliðar í eigin fari. En bæri ekki brýna nauðsyn til að upphefja ein- hvem, sem barst í tal, heldur jafn- vel þvert á móti, þá var gripið til látbragðsins, jafnt með brettum sem handapati. Það er nokkuð algengt, að skipta lífí manna í tvennt, líf líkama og líf sálar. Er þá sagt, að sálin fæðist um leið og líkaminn, sé ekki um hreppi, f. 1924. Son- ur þeirra er Helgi Skúli, sagnfræðing- ur f. 1949 og son- arsynir Burkni f. 1978 og Kári f. 1992. Kjartan gekk í Verslunarskóla ís- lands. Hann var verkamaður í Reykjavík mestan hluta starfsævi sinnar, síðast hjá Eimskipafélagi Is- lands. Einnig vann hann á mörgum bæjum í Hruna- mannahreppi og var þar um skeið tíl heimilis hjá Helga Kjartanssyni í Hvammi. Útför Kjartans Skúlasonar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Hruna. sálnaflakk að ræða. En þegar lík- aminn deyi, þá lifí sálin áfram sínu lífí. Ég vona, að ég sé ekki að gera róttæka byltingu í eilífðarfræðun- um, þótt ég skjóti þriðja lífinu þama inn á milli. Hér á ég við það líf, sem menn lifa í endurminningu þeirra, sem enn hafa ekki tekið hatt sinn og staf. Þetta er hið augljósa líf minninganna. Um leið og ég kveð Kjartan vin minn að sinni, og votta Völu og öðram ástvinum hans samúð mína, get ég ekki stillt mig um að láta í ljós það álit mitt, að hann muni lifa lengur í minningu okkar sem þekkt- um hann, en ýmsir, sem hærra hafa hreykt sér. Nú lokast bók jarðaraugum en slóð liggur þoku hulin til grænna túna og engja, heim, þar sem Hruni veitir þreyttum hvfld. Og mildum höndum leiðir á fóðurfund frelsari blíður í heimi hins æðsta lífs. Þar tekur Drottinn ljúfan vin og afa sér að barmi en bókin hverfur - hulin votum hvörmum. Pjetur Hafstein Lárusson. Kveðja frá Dómkirkjusöfn- uðinum í Reykjavík Skarð er fyrir skildi hjá söfnuði Dómkirkjunnar í Reykjavík því þar er í dag kvaddur hinstu kveðju Kjartan Skúlason. Skyndilegt frá- fall hans kom okkur flestum á óvart. Þó vissum við, að lengi hafði hann ekki gengið heill til skógar. Hinn slyngi sláttumaður sveiflar orfi sínu, blóm og grös falla fyrir beitta lján- um hans. Þannig er lífið: vor, gró- andi og sláttutíð. Rætur Kjartans vora styrkar og um þær rann rammur safi íslenskr- ar bændamenningar. Hún mótaði hann og efldi hjá honum hógværð, trúmennsku og seiglu, eðliskosti, er hann hafði hlotið í vöggugjöf. Hann kunni að gleðjast á góðri stund og átti til bæði skopskyn og tónlistarg- áfu, sem hann lét vini og félaga njóta þegar það átti við. Kjartan var gæfumaður. Honum áskotnaðist góð eiginkona, Valgerð- ur Hjörleifsdóttir frá Unnarholtskoti í Hrunamannahreppi. Hún varð hon- um traustur lífsföranautur. Þau vora samhent og samstiga. Saman eignuðust þau gjörvulegan son, Helga Skúla sagnfræðing, og tvö mannvænleg bamabörn. í þessum fátæklegu kveðjuorðum ætla ég hvorki að fjalla um vorið né gróandann í lífi Kjartans Skúla- sonar. Það munu þeir gera, er betur þekkja til. Allir, sem sótt hafa guðsþjónustu í Dómkirkjunni sl. fímm ár, muna glöggt manninn, er gætti þar dyra af trúmennsku og samviskusemi. Þeir, sem sóttu samverastundir eldri borgara í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar síðastliðin ár, muna vel þær mörgu ánægjustundir, er þeir nutu þar með honum. Að leiðarlokum vil ég flytja Kjart- ani þakkir og kveðjur Dómkirkju- safnaðarins fyrir allt það, er hann hefur fyrir söfnuðinn gert. Eigin- konu hans, frú Valgerði, syni þeirra hjóna, tengdadóttur og bamabörn- um, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að hugga þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning Kjartans Skúlasonar. Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar. Ég var ekki gamall, þegar ég heyrði Birtingaholt nefnt. Þetta nafn var nefnt á sérstakan hátt, með virð- ingu og hlýhug. Mér var ljóst, að Birtingaholt væri merkur og góður staður og þar byggi gott fólk, sem foreldram mínum þótti vænt um. Allt frá þeim dögum hefur verið ljómi yfir þessu bæjamafni í huga mínum. Samt hef ég aldrei komið þangað, en ég hef átt því láni að fagna, að kynnast mörgu góðu fólki frá Birt- ingaholti. Þar era mér mjög minnis- stæð heiðurshjónin Skúli Agústsson og hans góða kona, Elín Kjartans- dóttir, sem vora góðir vinir foreldra minna. Fyrram tæpum tuttugu áram kynntist ég Kjartani Skúlasyni, syni þeirra hjóna, og Valgerði Hjörleifs- dóttur, konu hans, og höfum við átt samleið síðan á veguni Dómkirkjunn- ar. Þau kynni öll hafa verið mér og fjölskyldu minni til mikillar blessunar og gleði. Ég fann það strax hvem mann Kjartan hafði að geyma. Hann var traustur og góður drengur, sem öllum vildi vel og var skemmtilegur í góðra vina hópi. Margt skemmti- legt gátum við rifjað upp saman, sem snerti sönglistina og sérstaklega karlakórssöng, því að Kjartan hafði mikið yndi af söng og hafði sjálfur tekið mikinn þátt í söngstarfi, m.a. með söngsljóm og píanóundirleik. Ég fann, að það vora honum ljúfar minningar. Hann var mjög næmur á góðan söng og ræddum við oft um ýmis lög, sem hljómuðu vel í karla- kór. Á heimili Kjartans og Valgerðar áttum við hjónin margar ánægju- stundir, sem gott er að minnast og þakka af alhuga. Þar tók húsbóndinn alltaf á móti gestum sínum af hlýju og einlægri vináttu, því að Kjartan var sannur og tiyggUr vinur. Fyrir allmörgum áram þurftum við í Dómkirkjunni að fá traustan og góðan dyravörð til starfa. Þá beindust augun fljótt að Kjartani Skúlasyni. Hann tók þetta starf að sér af fúsu geði og gegndi því af samviskusemi og alúð til dauðadags. Hann var alltaf traustur og öraggur maður á sínum stað í sunnudags- messunum og það var gott að vita af honum við dymar. Þar var allt í góðum höndum þess manns, sem unni kirkjunni sinni af þeirri innilegu trú, sem Guð hafði tendrað í hjarta hans. Það var sannarlega gott að mega taka í útrétta hönd hans að lokinni hverri guðsþjónustu og mega þakka honum fyrir þá dýrmætu þjón- ustu, sem hann innti af hendi af svo glöðum huga. Alltaf átti hann upp- örvandi og hlý orð og vináttuþel hans leyndi sér ekki. Þessara stunda verður mjög saknað, nú þegar Kjart- ans nýtur ekki lengur við. Við sem störfum í Dómkirkjunni minnumst Kjartans Skúlasonar með mikilli virðingu og þökk. Við bless- um minningu hans og þökkum sam- verastundimar og það fórnfúsa og göfuga starf, sem hann vann fyrir Dómkirkjuna. Við þökkum fyrir all- ar gleðistundimar, sem við höfum átt með honum í kirkjunni, hlýju hans og góðvild. Fjölskylda mín og ég flytjum Valgerði og Helga Skúla og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og hugga í sorginni. Kvaddur er góður drengur og falinn góðum Guði á hönd um alla eilífð. Hjalti Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.