Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir LITLA rauðhærða stelpan er að Aprílgabb! Það er 4. júlí! Gildir einu ... spyija eftir þér við dyrnar ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 DÆMIGERÐ mynd eyðingar Askorun um meiri gróðureyðingu Frá Herdísi Þorvaldsdóttur: HINN 16. ágúst barst á ljósvak- anum sú frétt frá Bændasam- tökunum að þar hafi verið sam- þykkt að skora á ríkisstjórnina að vinna ennþá meira að markaðs- málum og út- flutningi á kjöti og að nýta betur gróður landsins til matvæla- framleiðslu. Eru þessir bændur blindari en aðrir landsmenn á það sem er að gerast í uppblæstri og gróðureyðingu á landinu okkar, eða eru stundar- hagsmunir og skammsýnin slík, að þeim er sama þó að jörðin bókstaflega brenni undir fótum þeirra? Hvað með þá kynslóð sem tekur við af þeim? í áraraðir borguðum við millj- arða f niðurgreiðslur á útfluttu kjöti vegna offramleiðslu. Verðið sem fékkst fyrir það var varla fyrir sláturkostnaði. Það var hætt að greiða þessar útflutningsbætur fyrir nokkrum árum og það varð meðal annars til þess að SÍS fór á hausinn sem hafði fengið millj- arða fyrir geymslu á kjöti sem síðan var nánast gefið (í hunda- mat til útlanda). Við eigum ekki einu sinni gróður handa því fé sem við þurfum til innanlandsneyslu án skaða fyrir landið, hvað þá ef framleiðslan yrði aukin í taprekst- ur á útflutningi. Þeir geta aldrei borgað það sem framleiðslan kostar hvað þá að afgangur yrði. Allt fólk með viti veit að minnka þarf kjötframleiðsluna en ekki auka, bæði vegna kostnaðar fyrir ríkissjóð, en ekki síst til að koma í veg fyrir gróðureyðing- una. í haust þarf að farga á þriðja þúsund tonnum af óseljanlegu kjöti og svona er þetta á hveiju hausti. Þarna er í raun verið að urða og brenna gróðri landsins að óþörfu. Er hægt að horfa á þetta ófremdarástand ógrátandi? Það var löngu fyrirsjáanlegt hvert stefndi í landbúnaðarmálum en ekkert raunhæft var gert til úrbóta. Vandanum var aðeins velt á undan sér með eilífum styrkjum sem átti að nota til að- lögunar á breytingum á búskapar- háttum. Þær voru aldrei fram- kvæmdar vegna getuleysis ráða- manna. Hvað með landbúnaðarbáknið sem allt er á launum hjá ríkis- sjóði og hvaða aðstoð hafa svo bændur fengið til úrbóta hjá millj- arða landbúnaðarbákninu? Hug- myndaflugið hjá þeim nær ekki lengra en að gera kröfur um meiri styrk úr ríkissjóði til að við- halda óbreyttu vandræðaástandi öllum til skaða. Er einhver von til þess að ker- fiskarlarnir fari að vakna af svefninum langa og taka til hönd- um, bændastéttinni og landinu til bjargar? Nú eru sem betur fer að koma nýir og yngri menn í ýmsar ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu og við þá bindum við von okkar um betri tíð með blóm í haga. HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR, formaður gróðurverndarnefndar Lífs og lands. Herdís Þorvaldsdóttir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.