Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRNI. - GUNNLA UGSSON + Bjöm I. Gunn- laugsson skip- stjóri fæddist í Reylyavík 18. októ- ber 1918. Hann lést 17. október síðast- liðinn á North- ridgesjúkrahúsinu í Fort Lauderdale í Flórída og fór út- för hans fram frá Christ Lutheran Church í Fort Lauderdale 19. október. Minningarathöfn um Bjöm fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. FALLINN er frá mikill dugnaðar- og ágætismaður, vinsæll og vin- margur. Mönnum fínnst skarð fyr- ir skildi. Löngu og gæfuríku ævistarfí í Bandaríkjunum er nú lokið. Bangsi hlaut vináttu og sæmd mikla hjá samstarfsmönnum í verslunarflota Bandaríkjanna. Öll stríðsárin sigldi hann stórskipum hlöðnum vopnum og sprengjum austur yfír Atlants- haf. En gæfan og lánið fylgdu Bangsa og hann skilaði ætíð farmi og fólki heilu i höfn, áfallalaust. Bangsi, eins og hann var ætíð kallaður, átti sitt heimili með ijöl- skyldu sinni í Flórída frá 1956. Heimili þeirra Ásu og Bangsa stóð öllum íslendingum opið og öllum var liðsinnt með ráðum og dáð. Árið 1928 fluttist Bangsi með fóstra sínum og Qölskyldu að Lax- ~nesi í Mosfellssveit. Eyjólfur fóstri hans seldi þá hús sitt á Skólavörðu- stíg og keypti jörðina ásamt Ein- ari Bjömssyni bróður sínum, af móður nóbelsskáldsins Sigríði Halldórsdóttur. Hér urðu mikil þáttaskil í lífí þessara fjölskyldna, einkum þeirra er komu úr Reykjavík. Þama skynjaði Bangsi ævintýri lífsins og tilverunnar í sveitinni. Einkasonur fyrri ábúenda, Halldór Laxness, hefír lýst því í bókum sínum hvern- ig bömin upplifa áður óþekkt lög- mál og verk almættisins í sveit- inni. Þessi náttúruvísindi nam Bangsi svo að þau greyptust í **- feugskot hans. Þessi æskuár í sveit- inni gerðu Bangsa að þeim íslend- ingi sem hann var alla tíð. Hann ljómaði allur af gleði minninganna er æskuárin í Laxnesi bar á góma. Það var vinnan við bústrit foreldranna með kúm og fé og við- eigandi heyönnum. Þá vora það hestar og hundar með tilheyr- andi reiðtúram, smalamennsku og réttum. Félagamir frá íþróttanámskeiðum á Álafossi, úr Brúar- landsskóla, Kollafjarð- arrétt og Hafravatns- rétt að meðtöldum íþróttamótum Ung- mennafélagsins Aft- ureldingar. Skemmt- anir kvenfélagsins, þar sem synirn- ir vora í umsjá mæðra sinna, en brallið blómstraði samt eins og gengur. Bangsi minntist oft leik- bræðra æskuáranna sem flestir höfðu aðgang að gæðingum for- eldra sinna og riðu út á kvöldin og um helgar. Þetta var glaðbeitt- ur hópur æskumanna sem sórast í fóstbræðralag. Bangsi boðaði komu sína til ís- lands á æskustöðvarnar 30 áram eftir að hann yfírgaf þær. Nú skyldi riðið um gamlar grónar reiðgötur. Hestar og liðsmenn vora dregnir saman eins og til náðist og riðið um hinn gamla leikvöll, Fellin og dalina í Mosfellsveitinni. Um Selja- dal og Mosfellsheiði sunnan úr Ámakróki, um Lyklafell suður í Húsmúlann og Marardal, um Tjamhóla, Hrossadali og Borgar- hóla, Moldbrekkur, Sauðafell og Bringur. Þá tóku menn hús á eldri bændum sem tóku Bangsa og liði hans fagnandi. Bangsi vinur minn og frændi sá alla dýrðina í birtu minninganna og var þessi ferð hon- um ógleymanleg. Nú era jarðneskar leifar Bjöms Illuga Gunnlaugssonar komnar heim til íslands. Þá safnast frændur hans og vinir, gamlir og nýir saman til kveðjustundar í Dómkirkjunni. Menn fagna heimkomunni til ætt- landsins sem hann hafði bundið tryggð við, langdvölum í fjarlægum löndum. Hann rækti vináttu við æskuvini og skólabræður hér á landi alla tíð. Þegar árgangur Versló 1937 fagnaði 50 ára útskrift var hann mættur og hrókur alls fagn- aðar svo sem honum var eiginlegt. Miklum fjölda íslendinga kynntist hann í Flórída og þeir nutu gistivin- áttu þeirra hjóna og velvilja. Bangsi var félagslyndur og var einn af stofnendum félags íslend- t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SNORRA JÚLÍUSSONAR, Dalbraut 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki deildar 1-B í Landakotsspítala. Guðrún Snorradóttir, Jón K. Ingibergsson, Hilmar Snorrason, Guðrún H. Guðmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR, Hamraborg 14, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14G, Landspítalanum. Jóna Sigríður Valbergsdóttir, Sigfús M. Karlsson, Valberg Sigfússon, Karl Sigfússon, Hjalti Sigfússon. inga í Suður-Flórída. Þar sat hann í stjóm frá upphafí til dauðadags. Hann gekk í samtök verslunar- deildar bandaríska flotans þegar hann hafði fengið skipstjómarrétt- indi á 5000 tonna skip 1967. Árið 1984 stofnaði hann deild í þessum samtökum, „Council of American Master Marines" í Flórída og var um skeið varaformaður hennar. Bangsi naut mikillar virðingar í þessum samtökum og hlaut heiðurs- verðlaun fyrir gott starf. Síðustu árin sem hann starfaði hjá Exxon olíufélaginu stjómaði hann risaskip- um og var stærsta skipið 75 þúsund tonn. Því fylgir mikil ábyrgð, enda áhættan gífurleg og ekki margir sem ná þeim áfanga og verða þess trausts aðnjótandi að stjóma svo stóra skipi. Ekki er vitað til að ann- ar íslendingur hafí náð þessu marki. Nú þegar Bangsi er allur og hefír nú endanlega siglt fleyi sínu til hinna ókunnu stranda, era ást- vinum sendar samúðarkveðjur og honum þökk fyrir samfylgdina. Minningin lifír. Jón M. Guðmundsson. í septemberlok, árið 1959, kynntist ég Bangsa frænda, Ásu konu hans og Ingrid dóttur þeirra hjóna. Eitthvað mikið stóð til, og átta dögum síðar voram við á leið til Ameríku til þess að setjast þar að í fyrirheitna landinu þar sem Bangsi frændi var búinn að búa í um tuttugu ár. Það var stór fjöl- skylda sem þau Ása og Bangsi fylgdu til Ameríku. Guðrún móður- systir og fósturmóðir Bangsa, Kri- stófer sonur hennar, Þuríður kona hans og böm þeirra fjögur, Eyjólf- ur og Gunnar, Bjöm og Guðrún. Jólin okkar fyrstu í Flórída vora sérstaklega eftirminnileg. Þau vora haldin á heimili Ásu og Bangsa og annað eins jólagjafaflóð höfðum við systkinin aldrei augum litið. Það þótti tíðindum sæta að svo stór fjölskylda væri flutt í hverfíð og nágrannarnir gáfu okk- ur jólagjafír svo um munaði. Við bjuggum hjá Ásu og Bangsa fyrstu þijá mánuðina á meðan for- eldrar mínir vora að koma undir sig fótunum. Þar var stjanað við okkur og minnti það á fyrsta flokks hóteldvöl. Bangsi var skipstjóri hjá olíufé- laginu Exxon og sáum við lítið af honum fyrstu árin. Hann sigldi í þrjá mánuði og var heima í einn mánuð og var þá alltaf Iíf og fjör. Árið 1982 fór Bangsi á eftirla- un, þá 65 ára gamall, og má segja að þá hafí ég kynnst Bangsa upp á nýtt. Við fóram að eyða meiri tíma saman og sameiginlegt áhugamál okkar var eldamennska. Við eyddum stundum heilu dögun- um í að búa til nýja rétti, borða þá og drekka góð vín með. Eftir góðan kvöldverð sátum við svo úti á veröndinni og ræddum um lífíð og tilverana yfír koníaksglasi. Við fóram oft saman út að veiða. Bangsi átti fjöratíu feta lystibát sem var óspart notaður í veiðiferðir og urðu tíðar veiðiferðimar með honum, Þór syni hans og öðram vinum, svo ekki sé minnst á skemmtisiglingarnar um eyjar Flórída. Árið 1976 fluttu foreldrar mínir aftur heim til íslands, yngri bróðir minn, Björn, fluttist til Kalifomíu og Guðrún systir mín giftist og flutti til Norður-Flórída. Við Gunn- ar bróðir voram tveir eftir í Suður- Flórída, en árið 1981 missti ég hann í bílslysi. Á þeim erfiða tíma vora Bangsi frændi og Ása mér ómetanleg stoð, og verður það seint þakkað. Minningamar um þig era ótal margar og standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þakka þér fyrir allt og allt. Ég sakna þín mikið, frændi. Eyjólfur Kristófersson. Bjöm Illugi Gunnlaugsson eða Bangsi, eins og hann var kallaður, reyndist mér ákaflega vel og urð- um við góðir vinir frá fyrstu kynn- um. Árið 1983 fluttist ég út til Flórída til að búa með bróðursyni Bangsa, Eyjólfi Kristóferssyni. Þau tvö ár sem ég bjó í Flórída sýndu þau hjón, Ása og Bangsi, mér ávallt mikla gestrisni, þó svo ég væri stundum daglegur gestur á heimili þeirra. Alltaf var tekið á móti manni með hlýju og maður var meira en velkomin. Þær vora margar og notalegar stundimar sem við áttum með hon- um úti á veröndinni í Pompano, eftir stórkostlega kvöldverði sem hann hafði jafnvel eldað sjálfur og sagði hann okkur margar skemmtilegar sögur, bæði frá fyrri tíð þegar hann var að alast upp í Laxnesi og frá skipstjómaráram sínum. Bangsi var ákaflega fróður mað- ur og mikill húmoristi og var gam- an að hlusta á hann segja frá. Þegar hann eignaðist lystibátinn sinn varð hann aðaláhugamálið og þær vora ekki fáar ferðirnar sem við fóram með honum á bátnum. Við Eyjólfur fluttum heim til ís- lands árið 1987 og giftum okkur ári síðar. í brúðkaupsferð var hald- ið til Ásu og Bangsa, þar sem þau gátu ekki verið viðstödd brúðkaup- ið. Þau tóku á móti okkur með + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs stjúpföður míns og bróður, BJÖRGVINS VIKTORS FÆRSETH kaupmanns, Samtúni 20, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann R. Símonarson, Andreas Færseth. Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR SIGBJÖRNSDÓTTUR, Birkihlíð 5, Vestmannaeyjum. Haraldur Hannesson, Unnur Haraldsdóttir, Magnús B. Jónsson, Ásta Haraldsdóttir, Hannes Haraldsson, Magnea Magnúsdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. kampavíni og brúðargjöf sem var tólf daga sigling á lystibátnum þeirra. Við áttum mjög góðan tíma með Bangsa í þeirri ferð, þar sem hann var skipstjórinn. Á bátnum var hann í essinu sínu. Bangsi mátti varla vita af ís- lendingum á ferð í Fort Lauderd- ale eða Pompano Beach án þess að reyna að bjóða þeim heim, út á bátinn eða keyra þá um og sýna þeim helstu hverfi og staði. Þau hjón tóku ávallt mjög rausnarlega á móti öllum sem komu inn á fal- lega heimilið þeirra. Við Eyjólfur fórum yfírleitt til Ásu og Bangsa tvisvar á ári og töluðum við þau í síma þess á milli. Eftir að Bangsi varð veikur urðu símtölin tíðari. Okkur lék forvitni á að vita um heilsufar hans. Eyjólfur fór út þremur vikum áður en Bangsi varð allur og átti ég líka nokkra daga með honum áður en yfir lauk. Bangsi lést viku eftir að við komum heim. Hann barðist hetju- lega í sínum veikindum, eins og honum var ávallt tamt. Blessuð sé minning Bangsa. Hafðu þökk fyrir allt. Kristín Gylfadóttir. Bjöm Illugi Gunnlaugsson, lést þann 17. október 1994, eftir nokk- urra ára baráttu við krabbamein, og kom því andlát hans okkur ekki að óvöram. Birni eða Bangsa skipstjóra, eins og hann var kallaður og konu hans Ásu, kynntumst við árið 1988, þegar við fluttum til Miami í Flórída. Kom strax í upphafi fram hjálpsemi hans og greiðvikni við samferðarmenn sína, sem end- urspeglaðist einnig í starfi hans að stjórn Íslenzk/ameríska félags- ins í Suður-Flórída, þar sem hann var forseti þess félags hin síðari ár. Ég varð þess aðnjótandi að starfa með honum í þeirri stjórn og minnist sérstaklega röggsemi hans til úrlausna mála og skilja hismið frá kjarnanum, sem reynsla margra áratuga höfðu krafist af skipstjóranum. Oftast vora stjórnarfundir haldnir á heimili Bangsa og Ásu, þar sem bæði voru hinir beztu gestgjafar, og einnig um borð í snekkjunni þeirra, en þá var siglt aðeins út fyrir og kastað akkerum. Einnig minnumst við hjónin ferðar á snekkjunni, sem Bangsi bauð okk- ur í, suður með strönd Flórída, að ógleymdri eldamennskunni, sem var hreint afbragð, enda var hann hinn mesti sælkeri. Sögumaður var Bangsi góður og ættfróður, jafnframt hnyttinn, og hafði frá mörgu að segja af sjóferðum stríðsáranna, ásamt mönnum og málefnum sem á vegi höfðu orðið. Hann hafði stundað nám við Verzlunarskóla íslands, og var sambekkingur móðurbróður míns Gunnars Ásgeirssonar stór- kaupmanns og fannst mér við standa nær hvor öðram vegna þess hlýhugar, er Bangsi bar til Gunn- ars, og ekki spillti að ég hafði líka stundað nám í Verzló þótt síðar væri. Síðast bar fundum okkar Bangsa saman sumarið 1993, er hann kom í stutta heimsókn til íslands, og vay þá viss um að hverju drægi. Áttum við ánægju- stundir saman, m.a. ferðalag aust- ur í Biskupstungur í sumarbústað og urðum að spyija til vegar og voru þar komin Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra og Sigríður Dúna og hafði hann gaman að því atviki til samanburðar ef slíkt hefði gerzt í Bandaríkjunum. Síðan lá leiðin yfir Lyngdalsheiði að Þingvöllum, en veður var hið ákjósanlegasta, hlýindi og sólfar, og nutum við þessara stunda í íslenzkri sögu og náttúra. Að endingu viljum við þakka Bangsa samferðina og biðjum Ásu og fjölskyldu blessunar. Haraldur E. Ingimarsson, Elínborg Angantýsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.