Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 21* + MINNINGAR + Þórður Þórðar- son var fæddur 5. desember 1921 í Reykjavík og lést 14. ágúst 1995 sl. á heimili sínu. Þórð- ur var næstelstur sjö barna hjónanna Magneu Vilborgar Magnúsdóttur frá Skildinganesi, f. 6. ágúst 1899, d. 7. september 1959 og Þórðar Jónssonar j árnsmí ðameistara frá Hlíðarhúsum, f. 21. september 1893, d. 7. september 1962. Elst systkinanna var Helga Ingi- björg, búsett í Keflavík. Hún lést í maí sl. En eftirlifandi eru Magnea Vilborg, búsett í I DAG er til moldar borinn mágur minn, Þórður Þórðarson, Njálsgötu 35. Hann lést á heimili sínu 14. ág- úst sl. Þórður, eða Doddi eins og hann var alltaf kallaður, var Reyk- víkingur, fæddur þar og bjó þar alla ævi. Hann ólst upp vestur á Gríms- staðarholtinu fram á fullorðinsár. Hann hélt bú með foreldrum sínum meðan þau lifðu en frá 1962, þegar faðir hans lést, bjó hann einsamall, síðustu 25 árin á Njálsgötunni. Hann kunni best við sig í gamla bænum. Doddi var vinamargur, þekkti margt manna og sást oft á tali við fólk á götum úti en hann gekk mjög mikið um bæinn. Doddi var léttur í lundu, stutt í Reykjavík, Guðlaug Margrét, búsett í Bremerton í Banda- ríkjunum, Ágústa, Hörður og Mjöll, öll búsett í Reykjavík. Þórður stundaði alla almenna verka- mannavinnu fram- an af, m.a. hjá Hval hf., Eimskip hf. og fleirum en síðustu áratugina hjá Vél- smiðjunni Hamri hf. og síðar Stál- smiðjunni hf. eftir að þessi fyrirtæki sameinuðust. Þórður var ókvæntur og barnlaus. Hann verður jarðsettur frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. brosið þó svo alvaran byggi undir niðri. Hann var bamgóður svo af bar og nú þegar hann er fallinn frá minn- ast systkinabörnin, svo og þeirra börn, hans og sakna vinar í raun. Þegar hann kom í heimsókn var alltaf kátt í koti, glaðværð í huga og oft var farið í leiki. Hann fann sig vel innan um börn og fórst eink- ar vel úr hendi allt samneyti við þau og eitt er víst að oftar en ekki rétti hann þeim hjálparhönd í hvívetna. Þau sakna Dodda frænda og vilja við þessi tímamót þakka honum fyr- ir allt sem hann gerði fyrir þau. Doddi naut sín vel á ferðalögum. Hann hafði gaman af að ferðast um sveitir landsins, gerði mikið af því á fyrri árum. Hann fylgdist vel með framförum til sveita enda var hann í sveit öll bama- og unglingsárin. Mörg systkinabamanna minnast þessara ferðalaga með honum í Lan- deyjarnar með mikilli gleði. í fjölskylduboðum naut Doddi sín vel og var hrókur alls fagnaðar. Doddi var hörkuduglegur til vinnu, vann mikið og oft lengi á árum áður; það var sóst eftir honum til vinnu. Á yngri árum vann hann við hval- skurð í Hvalfirði, hjá Eimskip og víðar, en mest allan sinn starfsaldur vann hann hjá Vélsmiðjunni Hamri hf. í Ttyggvagötu og síðar í Borgar- túni og svo hjá Stálsmiðjunni hf. eftir að þau fyrirtæki urðu eitt. Eins og áður er sagt hafði Doddi gaman af börnum. Nokkru eftir að hann flytur á Njálsgötuna flytur í húsið lítill drengur'með móður sinni, Ólafur Geirsson. Þeir verða góðir vinir og hændist Óli að Dodda og var hjá honum löngum stundum, passaði Doddi hann þegar móðir hans var við vinnu á kvöldin. Óli hefur ætíð síðan haldið tryggð við Dodda og eftir að hann varð að hætta vinnu snerist þetta við og má segja að þá hafi Óli farið að passa Dodda. Sérstaklega þótti Dodda vænt um þegar Oli og kona hans skírðu son sinn, sem nú er 7 mán- aða, Þórð. Fyrir alla umhyggjuna við Dodda færa systkini hans Ola alúðarþakkir svo og til Auðar Guðjónsdóttur og fjölskyldu. Doddi átti við nokkur veikindi að stríða síðustu ár, en 1988 tóku sig upp gömul meiðslu úr vinnuslysi. Hann fékk nokkra bót meina sinna, vann í nokkum tíma en varð svo að hætta. Það voru erfiðir tímar fyrir hann fyrst á eftir að geta ekki unn- ið. Ekki vildi hann láta stjana við sig um of og kaus því að búa einn heima, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON GUÐMANN KRISTBERGSSON + Guðmann Kristbergsson fæddist á Eyjarfelli við Geysi í Haukad- al í Biskupstungum 27. sept. 1943 og lést í Reykjavík 12. ágúst sl. Foreldrar Guðmanns voru Kristbergur Jóns- son, f. 28. nóv. 1908 á Laug í Biskups- tungum, d. 14. mars 1985, iþróttakenn- ari og bóndi á Laug í Biskupstungum og kona hans Guð- dís Sigurðardóttir, f. 16. okt. 1919 í Ólafsvík. Systkini Guð- manns voru tvíburarnir sem fæddust 27. sept. 1942 í Reykja- vík, Jón Sigurður, bóndi á Laug og síðar vélaviðgerðarmaður í Reykjavík og Hrefna, kjólameist- ari og húsfreyja á Seltjarnarnesi, gift Jörgen Þór Hall- dórssyni, skrif- stofumanni. Guð- mann kvæntist 4. júlí 1970 Helgu Sig- urrós Einarsdóttur, f. 10. jan. 1947 í Reykjavík. Leiðir þeirra skildu fyrir nokkrum árum. Þau áttu lengst heimili í Tunguseli í Reykjavík. Börn þeirra eru: Einar, f. 2. febr. 1971 í Reykjavík, og Hrefna, f. 1. okt. 1972 í Reykjavík. Útförin fer fram frá Hauka- dalskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 16.00. HORFINN er af sjónarsviðinu góður drengur á besta aldri, Guðmann Kristbergsson, hljómlistarmaður, iðnverkamaður og fræðimaður í Reykjavík. Guðmann fæddist á Eyjarfelli við Geysi í Haukadal í Biskupstungum 27. sept. 1943. Foreldrar hans voru hjónin Kristbergur Jónsson og Guð- dís Sigurðardóttir. Kristbergur var Tungnamaður langt aftur í ættir. Hann var yngstur af fimmtán börnum Jóns Guðmanns Sigurðssonar bónda á Laug og konu hans Vilborgar Jónsdóttur. Guðdís er af snæfellskum og vestfirskum ættum. Foreldrar hennar voru Sig- urður Ásmundsson, netagerðar- meistari og sjómaður í Ólafsvík, Hafnarfirði og í Reykjavík og kona hans Mikkelína Pálína Ásgeirsdóttir og voru börn þeirra átta. Kristbergur lærði á íþróttaskóla náfrænda síns Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fór síðan til frekara náms i Ollerup í Danmörku veturinn 1929-1930. Eftir heimkomuna eignaðist hann og nytjaði Tortu í Haukadal. Þar byggði hann hús í landi Laugar á Konungs- flöt á Hverasvæðinu við Geysi og nefndi Eyjarfell. Árið 1941 hófu Guðdís og Kristbergur búskap og bjuggu þar frá 1941-1943. Þau gift- ust 24. mars 1942. 27. september það ár fæddust tvíburarnir, Jón Sig- urður og Hrefna og sama dag ári síðar fæddist Guðmann. Árið 1944 seldu foreldrar Guðmanns Tortu og fluttu til Reykjavíkur. Þau skildu síð- an árið 1945, Kristbergur fór aftur í sína heimahaga að Laug í Biskups- tungum með Jón son sinn og bjó þar æ síðan. Guðdís tók sig upp og fór í vinnumennsku. Guðmann var vart tveggja ára er hér var komið sögu og á uppvaxtarárunum voru dvalar- staðir hans fjölmargir og mörgum skólum kynntist hann, en engum þeirra til langframa. Miklir búsetu- flutningar hafa sjálfsagt sett mark sitt á skapgerð Guðmanns. Hann var hlédrægur maður, jafnvel feiminn, naut sín ekki í fjölmenni og vár ekki allra. Bak við hið dula yfirborð leynd- ist óvenju greindur og skapandi maður, sem vann að áhugamálum sínum í einrúmi. Ýmsir fióknir þætt- ir raunvísinda voru skoðaðir og ýms- ar stærðfræðilegar úrlausnir fundn- ar. Þessum athugunum var sfðan ýtt til hliðar þegar Guðmann kynntist víðum lendum ættfræðinnar. Tónlistargáfan var Guðmanni í blóð borin. Harmonikkan sem hann fékk í fermingargjöf þróaði þessa náðargáfu og tónlistaráhuginn jókst. Lengi síðan átti tónlistin hug hans allan. Hann spilaði jöfnum höndum á harmonikkuna og á bassagítar. Um margra ára skeið spilaði hann með ýmsum hljómsveitum, var m.a. annar stofnenda hinnar vinsælu hljómsveitar Pónik. Með spila- mennskunni og einnig síðar vann Guðmann ýmis störf. Lengst vann hann sem smiður á verkstæði Amórs Halldórssonar limasmiðs í Reykjavík. Þegar hann fyrir nokkmm árum gat ekki lengur af heilsufarsástæðum unnið utan heimilis, snéri hann sér að ættfræðistörfum. Leiðir okkar lágu þá saman og gerðist hann fljótt skrásetj-ari mikils gagnasafns um ættir Árnesinga inn á tölvutækan gagnagrunn. Þar náði hann yfír- burðartækni í vinnubrögðum og góðri þekkingu á frændum sínum í Ámessýslu. Ættfræðin var honum Ijós í myrkri, þar sem hann gat gleymt sér við óleystar ráðgátur, einn og ótruflaður. Natni hans, fróðleiks- fýsn og innsýni gerði hann að yfír- burðamanni á sínu sviði. Hæfíleika hans naut því miður allt of skammt við. Senn fara fyrstu bindi þessa verks að sjá dagsins ljós og á Guð- mann miklar þakkir skyldar fyrir sitt mikla þolinmæðisverk. Aðstandendum Guðmanns votta ég samúð mína. Minningin um góðan og sérstakan dreng mun lifa. Þorsteinn Jónsson. Guðmann vinur minn er horfinn á braut allrar veraldar. Ekki kom mér á óvart lát hans. Hann hefur átt við vanheilsu að stríða undanfarið. Ég kynntist Manna, eins og við vinirnir kölluðum hann, fyrir rúmum þrem áratugum og stofnuðum við þá hljómsveit saman. Upp frá þvi hefur vinskapur okkar haldist óslitið. Guðmanni var margt til lista lagt, hann var sérlega góður hljómlistar- maður og gleymi ég því aldrei hvað hann var góður bandamaður, eins og það var kallað. Minnisstæðast er mér þegar við vorum að fara að spila á dansleik á Hellu og fórum við á VW-rúgbrauðinu hans og vélin bræddi úr sér á leiðinni þangað en við áttum að spila á Gunnarshólma í Landeyjum kvöldið eftir. Þá hélt ég að fátt yrði til ráða. Guðmann vann á bílaverkstæði hjá móðurbróð- ur sínum á þessum tíma og hann sagði við mig með sinni heimspeki- legu ró, við skulum spila í kvöld og setja annan mótor í bílinn í fyrramál- þrátt fyrir að það væri erfítt fyrir hann. Doddi gerði ekki kröfur til samfélagsins, gat ekki hugsað sér að fara á einhveija stofnun, sagði að það væri einhveijir sem þyrftu þess frekar en hann. Ég vil við þessi tímamót þakka Dodda fyrir ánægjulegar samveru- stundir og óska honum Guðs bless- unar þegar hann nú leggur af stað í enn eitt ferðalagið og óska honum góðrar heimkomu. Olafur Björnsson. Mér bárust þau sorgartíðindi til Sví- þjóðar að þú, Doddi frændi minn, værir dáinn. Nú langar mig að minn- ast þín með nokkrum orðum. Margt rifjast upp þegar ég lít til baka. Þú komst svo oft í heimsókn til okkar og okkur systkinunum þótti öllum mjög vænt um þig. Ég minnist þess að ef ég sá þig ekki í nokkra daga saknaði ég þín. Þú varst eins og einn af fjölskyldunni. Alltaf til staðar. Þegar ég hitti þig síðast í sumar varst þú hress að vanda, en heils- unni hafði hrakað. Það var alltaf gaman að hitta þig í miðbænum, þá gafst þú mér alltaf eitthvað. Og síð- , an heyrði ég kveðjur þínar óma. Þú varst svoddan göngugarpur, gekkst allar þínar ferðir, meira að segja upp í Breiðholt eftir að við fluttum þang- að. Það var gaman að fylgjast með þegar þú sast sofandi fyrir framan sjónvarpið, hrökkst svo allt í einu upp og talaðir um hvað myndin væri spennandi. Ég minnist þess hvernig þú gekkst upp Kaplaskjólsveginn og veifaðir okkur systkinunum þar sem við stóðum við gluggann og veifuðum á móti. Þá giskuðum við oft á hversu langt þú myndir ganga veifandi. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, þig lagðir svo mikið upp úr kveðjum. Þær tóku þig svo langan tíma. Þú ert farinn á ið. Hann hrigdi í vinnufélaga sinn, bað hann um að koma með mótor sem var til staðar á verkstæðinu. Vélin var komin í fyrir hádegi daginn eftir og haldið var áfram á næsta áfangastað eins og ekkert hefði í skorist. Svona lék allt í höndunum á honum. Eftir að hann hætti að spila fór hann vað vinna á gervilimaverk- sætði í nokkur ár, þar fékk hann orð á sig fyrir hvað hann var laginn við þá iðn. Síðustu árin vann hann við að skrá ættfræði heima hjá sér og var búinn að byggja upp sitt eigið forrit í tölvuna sína og hafði hann mjög mikla ánægju af því og efast ég um að nokkur hafí náð eins langt og hann var búinn að gera á því sviði. Guðmann var kaþpsamur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. íslendingamir skipta tugum þúsunda sem hann hafði skráð í ættfræðifor- riti sínu. annan stað og kemur ekki aftur til okkar, en þú stendur þar örugglega á þessari stundu og veifar. Elsku pabbi og önnur systkini Dodda. Ég sendi ykkur samúðar-^ kveðjur, með orðum sem Doddi not- aði alltaf þegar hann kvaddi: „Guð geymi ykkur öll.“ Hrönn. Elsku Þórður! Nú þegar þú ert farinn langar okkur systurnar að þakka þér fyrir. Við Bídó kynntumst þér þegar við fluttum á Njálsgötuna fyrir átján árum. Á hveijum degi fórum við nið- ur til þín og þú lékst við okkur. Þú sagðir okkur sögur og sýndir okkur myndir og svo þegar þú varst orðinn»v þreyttur gafstu okkur peninga til að kaupa gott. Þú varst svo góður og þú varst besti vinur okkar. Þegar Gunna fæddist varðstu afi Þórður. Elsku Þórður, við þökkum fyrir vináttuna í gegnum árin. Þú verður alltaf ein af okkar kærustu æskuminningum. Þínar Ólöf, Hrafnhildur og Guðrún. Það er svo undarlegt að hugsa sér tilveruna án Dodda frænda. Hann var okkur systkinunum svo mikils virði. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem þú veittir okkur. Ó, sofðu væran, sæll er hver ei vaknar, til sorga og kvíða, lifðu í draumi rótt, í engla draumi - sæll er hver ei saknar, sælla er að dreyma um ljós en vaka í nótt. (Stgr. Thorsteinsson.) Ég kveð þig með söknuði, en með minningu um góðan og skemmtileg- an frænda. Guðný. Árið 1970 giftist Guðmann Helgu Einarsdóttur og veittist mér þá sá heiður að vera svaramaður hans, og’H*' var mér þá ljóst hvem hug hann bar til mín. Guðmann og Helga eignuð- ust tvö böm, Einar og Hrefnu. Hafði ég alltaf samband við þau og kom oft á heimili þeira. Helga og Guð- mann slitu samvistir fyrir nokkru en ég get ekki látið hjá líða að geta þess að Helga var Guðmanni góð eiginkona og gáfu þau hvort öðru styrk, hvort sem var í gleði eða á raunastundum. Nú á þessum tímamótum vil ég þakka fyrir allt sem á undan er geng- ið, ég veit að nú er Guðmann hafinn yfir alla sína erfíðleika og hefur feng- ið hvíldina. Kæri vinur, ég kveð þig og bið að þú farir í Guðs friði. Öllum þínunj — nánustu votta ég samúð mína. Ólafur Benediktsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavik, verður jarðsungin trá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Sigurður Kjartansson, Eyrún Gunnarsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Nína Sigurðardóttir, Inga Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR BÆRINGS KRISTINSSONAR fyrrverandi skólastjóra, Skólatröð 6, Kópavogi. Guðrún Sveinsdóttir, Kristinn Ó. Magnússon, Margrét B. Eiríksdóttir, Brynhildur S. Magnúsdóttir, Jón. S. Bates, Svanhvit G. Magnúsdóttir, Gísli Ellertsson, Þórfríður Magnúsdóttir, Óskar G. Óskarsson, Magnús Árni Magnússon, Sigríður B. Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.