Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG Hydro Texaco leitar eft- ir íslensku fjármagni ALMENNT skuldabréfaútboð danska olíuféiagsins Hydro Texaco A/S hefst hér á landi næstkomandi fimmtudag og hefur Kaupþing hf. umsjón með útboðinu. Að sögn Sig- urðar Einarssonar, forstöðumanns hjá Káupþingi, er tilgangur útboðsins að fjármagna hlutabréfakaup fyrir- tækisins í Olís fyrr á þessu ári. Hydro Texaco hafi fyrir tryggt sér erlent fjármagn fyrir þeim kaupum en með fjáröflun hér á landi hyggst fyrirtæk- ið draga úr gengisáhættu. Boðin eru til sölu skuldabréf að nafnverði 260 milljónir króna til fimm ára og munu þau bera 6,5% fasta vexti. Sigurður segir þetta vera mjög hagkvæman fjárfestingarkost í samanburði við þau skuldabréf sem hafi verið'í boði á markaðnum að undanförnu. Hann segir að sölutími bréfanna sé einn mánuður en vonast þó til þess að sölu þeirra verði lokið þegar í lok þessarar viku. Óskað hefur verið eft- ir því að bréfin verði skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Hydro Texaco A/S varð til við samruna Norsk Hydro Olie a.s. og Texaco A/S um síðustu áramót og er fyrirtækið eitt öflugasta olíufélag Danmerkur með um fimm hundruð starfsmenn. Eigið fé þess nemur rétt tæpum 9 milljörðum íslenskra króna og nam hagnáður'þess á fyrri helm- ingi þessa árs 333 milljónum króna. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir rúmlega 650 milljón króna hagnaði eftir skatta á þessu ári. Sigurður segir þetta vera í annað sinn sem erlent fyrirtæki afli sér fjár til fjárfestinga hér á landi með þess- um hætti. í janúar síðastliðnum afl- aði sænska stórfyrirtækið AGA A/B, móðurfyrirtæki ISAGA hf., sér fjár með þessum hætti og hafði Kaupþing einnig umsjón með því útboði. Kaupþing mun efna til fundar næstkomandi fimmtudag á Grand Hótel Reykjavík þar sem skulda- bréfaútboðið verður kynnt fyrir fjár- festum. HÓTEL Djúpavík í Árneshreppi. Framtíðin í Computer 2000 fær dreif- ingarleyfi COMPUTER 2000 á íslandi hefur samið við Microsoft um rétt til dreif- ingar á Microsoft hugbúnaði. Viggó Viggóson, markaðsstjóri fyrirtækis- ins segir þetta vera mikilvægt skref. Computer 2000 hafi dreift Microsoft hugbúnaði hér á landi frá áramótum en nú hafi lagaleg staða þess verið tryggð. Viggó segir Computer 2000 hafa leitt til verðlækkana á Microsoft hugbúnaði hér jafnframt því sem það hafi tryggt endurseljendum viðskipti við óháðan aðila á markaði. Einar J. Skúlason hf. var lengi vel eini dreifingaraðili Microsoft á íslandi en Reyriir Jónsson, sölustjóri EJS segir að þar óttist menn ekki mjög mikið þessa samkeppni. „Við teljum okkur hafa mjög mikla yfir- burði fram yfir Computer 2000, m.a. vegna þeirrar öflugu þjónustu sem við getum boðið." Hann segir einnig að verðlækkanir sem orðið hafa á markaðnum megi fyrst og fremst rekja til verðþróunar á er- lendum mörkuðum. „Stærstu keppi- nautar okkar eru erlendir markaðir og verðið hjá okkur var orðið sam- stillt því sem þar gerðist áður en Computer 2000 kom til sögunnar." ------» ♦ ♦------ Nathan og Olsen fær umboð frá KÓS NATHAN og Olsen hf. hefur tekið við rekstri dagvörudeildar Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. Vilhjálmur Fen- ger, framkvæmdastjóri Natan og Olsen, segir það stefnu fyrirtækis- ins að auka hagkvæmni í rekstri dreifikerfis með auknu vöruúrvali. Meðal erlendra umboða sem Nathan og Olsen tekur við af KÓS- eru Ja/Mont sem m.a. framleiðir Vania dömubindi og ýmsar pappírs- vörur, Grocery Int., sem framleiðir m.a. Paxo rasp og Cerebos salt og Hellema sem er kexframleiðandi. Kaupin komu skyndilega upp að sögn Vilhjálms og var gengið frá þeim um síðustu helgi. Einn starfs- maður KÓS fylgir með dagvöru- deildinni til nýrra rekstraraðila. Jónína G. Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri KÓS segir hag- kvæmnisástæður liggja að baki sölunni. Undanfarið hafi verið hag- rætt verulega í rekstri. Nú séu eft- ir tvær deildir, byggingavörudeild og veiðafæradeild, og næsta verk- efni sé sala húsnæðisins í Hólma- slóð 4 þar sem það sé orðið of stórt fyrir þann rekstur sem eftir er. Aætlað sé að flytja í minna og hagkvæmara húsnæði og stefnt að því að það takist fyrir næstu ára- mót. Vöxtur og umsvif Mlcrosoft Stööugur vöxtur hefur veriö í sölu, hagnaöi og starfsmannafjölda Microsoft á undanförnum árum. 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Sala MiHjónir__________! döflará......... 7.790 milljónir dollara 1993 1994 1995 1996 (áætl.) Aframhaldandi vöxtur með Windows 95 Búist er viö aö Windows 95 mupi skila Microsoft u.þ.b. 2,2 milljörðum dollara í tekjur á fjárhagsárinu 1996. Windows NT, sem ætlaö er fyrir stærri fyrirtæki, er sú afurð Microsoft sem er í hvaö mestri sókn, en mun þó einungis skila um 10% af tekjum Microsoft skv. áætlunum. Reikningsárið 1995, f ■llljfan dillara: Vólbunaöur, bækur 252 Notenda- búnaöur 615 Mac, DOS, forritamál, annarbún. 1.649 Reikningsárið 1996 (áætlun), í milljónum dollara: Vélbúnaöur, bækur 302 Windows NT hugb. 800 Word, Excel PowerPoint hugbúnaöur 550 Office Suite hugbúnaöur 1.320 Seattle Times. KRT Mac, DOS, forritamál, annarbún. 1.537 Stóraukin sala dagblaða Murdoch tvöfald- ar hagnaðinn FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKI Ru- perts Murdoch í Bretlandi, News International, fagnaði í gær stór- aukinni sölu dagblaða og auknum hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta rúmlega tvöfaldaðist og nam 778,7 milljónum punda frá ársbyijun til 30. júní samanborið við í!60,9 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Söluhagnaður, ekki síst vegna sölu á 20% hlut í British Sky Bro- adcasting, nam 410,1 milljón punda og hafði því mikil áhrif á hina góðu afkomu. Rekstur fjöl- miðlaveldisins gekk hins vegar einnig að sama skapi vel og jókst rekstrarhagnaður um 27%. Ekki hafa verið birtar tölur um rekstrarafkomu einstakra fyrir- tækja innan News International en sérfræðingar telja að almennt hafí afkoman verið góð. Verðstríð undan- farin tvö ár Verðstríð hefur verið háð á breska blaðamarkaðnum undan- farin tvö ár. Murdoch lækkaði verð á þekktasta gæðablaði sínu, The Times í 30 pence árið 1993 og svo aftur í 20 pence fyrir ári. Verðið var hins vegar hækkað aftur í 25 pence í júnílok ekki síst vegna verðhækkana á dagblaða- pappír. í fréttatilkynningu frá News er rætt um „fyrstu verð- hækkun Times“ sem þykir benda til að fleiri eigi eftir að sigla í kjölfarið. Þá hefur verð á æsi- fréttablaðinu Sun hækkað í 25 pence á ný. Afkoman þökkuð aðhaldi og hækkun auglýsingaverðs Stjómendur News segjast mjög ánægðir með árangur verðstríðs- ins og benda á að The Times selj- ist nú í 680 þúsund eintökum á dag og Sun í fjórum milljónum eintaka. Hina góðu afkomu þakka þeir aðhaldi í rekstrarkostnaði og 15% hækkun auglýsingaverðs í dagblöðum fyrirtækisins. Afkoma News International vakti mesta athygli þegar greint var frá afkomu móðurfyrirtækis- ins News Corporation í gær. Heild- arhagnaður þess var 990 dollarar sem fyrst og fremst má rekja til sjónvarpsreksturs fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Strandasýslu í ÁRNESHREPPI og Kaldrananeshreppi í Strandasýslu er eins og tíminn hafi staðið í stað síðustu tuttugu ár. Breytingar eru erf- iðar því allir hafa nóg að gera við að draga fram lífið. En Dora Lubecki frá háskólan- um í Berlín telur nauð- synlegt að gripið verði í taumana, annars geti heilsársbyggð liðið undir lok á stórum hluta svæðisins. Dora er þýsk eins og nafnið bendir til, en þegar hún segir frá verður fljótlega ljóst að afdrif hreppanna eru henni hjartans mál. Þó er ekki ýkja langt síðan hún kom þangað fyrst. Dora er við nám í skipulagsfræði og landslagsarkítektúr í Berlín en vinnur að lokaverkefni um framtíð- arskipulag fyrir hreppana tvo undir leiðsögn Trausta Valssonar skipu- lagsfræðings. Dora kom fyrst til íslands árið 1982 sem skiptinemi en hefur síðan haldið tengslunum. Fyrir fimm árum hóf hún að vinna sem leið- sögumaður á sumrin fyrir þýska ferðamenn og síðastliðinn vetur var hún í námi í íslensku fyrir erlenda stúdenta. „Áður en ég byrjaði á verkefninu um Árnes- og Kaldrananeshrepp hafði ég ekki haft nein önnur kynni af svæðinu en að sjá fjöllin þar úr fjarska." Síðan þá hefur hún farið víða um hreppana til að kanna aðstæður, lesið sér til og talað við marga. „Ibúarnir eru uppteknir við búskap eða fiskveiðar sem standa þó höllum fæti vegna kvótaniður- skurðar. Þetta er svæði með hrika- Iegt landslag, merka þjóðlega menningu og mikla töfra, en ferða- menn hafa lítið sótt þangað. Það vantar þjónustu, leiðbeiningar og betri samgöngur. Þeir ferðamenn sem koma nú eru aðallega brott- fluttir íbúar og afkomendur þeirra. Þeir búa á eyðibýlum, koma með eigin vistir og færa litla peninga inn í samfélagið.“ Dora telur að hrepp- arnir bjóði upp á góða möguleika til göngu- og hestaferða á sumrin og jafnvel jeppa- og vélsleðaferða á vet- urna. „Einangrunin og veðurfarið er samt alltaf vandamál. En þó er þetta svæði ekki eins langt frá suð- vesturhominu og menn halda og í raun miklu betra að fara þangað en annað á Vestfirði. Land- fræðilega tilheyra hrepparnir Húnavatnssýslu frekar en Vest- fjörðum og ég held að það hafi eyðilagt dálítið fyrir þeim að vera tengdir Vestfjörðunum. Það er erf- iðara fyrir íbúana að sækja þangað þjónustu en í Húnavatnssýslu.“ Varðveisla menningar og byggðar Tillögur þær að framtíðarskipu- lagi sem Dora er að vinna eru vís- indalegar en ekki stjórnmálalegar, en hún telur að úrlausn vandamála svæðisins hljóti að hluta að vera hlutverk stjórnvalda. „Hefðbundin byggð í afskekktari hlutum lands- ins er mikið til að líða undir lok. Ég held að rétt væri að varðveita hana sums staðar. Norðurhluti Strandasýslu er tilvalið svæði til þess, vegna þess hversu litlar breyt- ingar hafa orðið þar. En þá þarf að gera undantekningar varðandi kvóta, bæði í sauðfjárrækt og sjáv- arútvegi." Dora lýkur verkefni sínu í októ- ber og veit ekki hvað tekur við eftir það. Hún vill reyna að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd en er ekki viss um að það verði mögulegt. Hrepparnir eru fámennir og veikburða og geta varla staðið undir því að ráða manneskju til að sinna slíkum störfum. Dora Lubecki Milli fjarða með Hafnarg’öngiihópnum í KVÖLD, miðvikud. 23. ágúst bregður Hafnargönguhópurinn sér aftur í aldir og þræðir gamla alfara- leið sem var upp á sitt besta 1895, úr Grófinni suður í Skeijafjörð og þaðan til baka nýjan og að hluta ófullgerðan göngustíg. Lagt verður af stað kl. 20 úr Hafnarhúsportinu og gengið upp Duusbryggju yfir Bólvirkið og gegnum Bryggjuhúsið. Áfram síð- an Aðalstræti, Suðurgötu og Mela- veginn suður að Görðum við Skeijafjörð. Á leiðinni gerir hópur- inn lykkju á leið sína og fer yfir mýrar og mógrafir til að skoða kynningu í Norræna húsinu á sjón- um og sævarbúum við ísland 1895. Jón Jónsson, fiskifræðingur fjallar um það sem fyrir augu ber. Frá Görðunum verður gengið út með firðinum eftir nýja göngu- stígnum vestur undir mörk Reykja- víkurborgar og Seltjarnarnesbæjar og eftir þeim að ströndinni, inn með henni og niður að höfn. í boði er styttri gönguleið frá Norræna húsinu. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.