Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 44
L#T¥# alltaf á Miðvikudögnm wgnutfrliifrifr |ip MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 23. AGUST 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Góður afli 1 Smugunni Mánaberg heim meðmetafla MÁNABERGIÐ frá Ólafsvík er væntanlegt til hafnar á föstudag með mesta afla sem komið hefur til lands í ár úr Smugunni, 337 tonn af full- unnum þorski. í fyrra fékk Snæfugl SU svipað aflamagn eða um 7 tonn- um minna, en verðmætið' var þá einnig um 80 milljónir króna. Að sögn Bjöms Kjartanssonar skipstjóra fékk Mánabergið um 800 tonn af þorski upp úr sjó, en fiskur- inn er fullunninn og frystur um borð Stöðugt , verð á loðnumjöli VERÐ á loðnumjöli er nokkuð stöð- ugt um þessar mundir og hærra en á sama tíma í fyrra. Lýsisverðið er mjög hátt. Markaðurinn er sveiflu- kenndur og fljótur að bregðast við góðum afia eða aflabresti. Ef íslensk- um loðnuskipstjórum tekst að finna loðnu og veiðar hefjast um næstu mánaðamót gæti lýsisverð lækkað ■«*>en verði bið á að loðnuveiðar hefjist gæti mjölverðið hækkað. íslensku loðnuverksmiðjumar hafa selt mikið af mjöli til Danmerk- ur og nánast tekið yfir þann mark- að, þrátt fyrir öflugan danskan fiski- mjölsiðnað. Danskt mjöl er hins veg- ar mikið selt til Kína. Sólveig Sámúelsdóttir, markaðs- stjóri SR-mjöls, segir að verðið sé hátt núna vegna þess hve lítið hefur veiðst í sumar. En það geti breyst á stuttum tíma. Framboðið frá íslandi hafi afgerandi áhrif á markaðinn og ef loðnan fari að veiðast um mánaða- mótin megi búast við góðri lýsisnýt- ingu. Hún segir að þá megi búast við verðlækkun því margir kaupend- -^ir séu búnir að skipta yfir í aðra olíu og það taki þá einhvern tíma að breyta aftur þegar þeir eigi aftur kost á lýsi á samkeppnishæfu verði. ■ Markaðurinn bíður/lOB -----♦--------- Erlendir ferðamenn eyða meiru GJALDEYRISTEKJUR af ferða- þjónustu fyrstu sex mánuði ársins ■voru rúmlega 1,5 milljörðum hærri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu námu 7.685 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, en 6.137 milljónum á sama tíma í fyrra. Þannig hækk- uðu tekjurnar um 25%, en erlendum gestum fjölgaði um 4%. Meðaltekjur af hverjum gesti hækkuðu um 20%, voru 100.689 krónur á mann í ár miðað við 83.777 krónur árið 1994. íslendingar á réttri leið „Þessar tölur eru óneitanlega glæsilegar og sýna að við Islendingar erum á réttri leið í ferðaþjón- ustunni,“ sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra í samtali við Morgun- blaðið. „Forsendan er auðvitað sú að hér ríkir mikill stöðugleiki í efna- hagslifinu og verðbólgan er minni en víðast hvar annars staðar, sem aftur bætir rekstrarumhverfi ferða- þjónustunnar frá ári til árs.“ og er þannig 337 tonn. Talið er að verðmæti aflans nemi um 80 milljón- um og hásetahlutur verði nálægt 800 þúsund krónum. Mánabergið var við veiðar í Bar- entshafi í fjórar vikur. Væntanlega verður stoppað í sex daga í landi og þá verður haldið aftur í Smuguna. Snæfugl SU fékk í Smugunni í fyrra um 80 milljóna aflaverðmæti í einum túr og kom að landi með 330 tonn af flökum. Það samsvaraði um 790 tonnum af þorski úr sjó og var þá nær tvöfaldur árskvóti Snæfugls- ins af þorski í íslenskri landhelgi. Sú veiðiferð stóð í 36 daga, en þar af fóru 9 sólarhringar í siglingu á miðin og heim. Skútunni Söru snúið við suður af Selvogi Fariðmeðmálið sem þjófnaðarmál VARÐSKIPIÐ Ægir stöðvaði segl- skútuna Söru í gær, en henni var stolið úr Reykjavíkurhöfn aðfara- nótt mánudags. Skútan var þá stödd 69 sjómílur suður af Sel- vogi. Um borð voru tveir menn og er annar þeirra fyrrum eigandi skútunnar, en hún var seld á upp- boði fyrir þremur árum. Ægir kemur með skútuna til Reykjavík- ur í dag. Hörður Jóhannesson, yfirlög- reglumaður hjá RLR, sagði að farið yrði með þetta mál eins og hvert annað þjófnaðarmál. Allt benti til að um kláran þjófnað væri að ræða. Lögregluaðgerð Hörður sagðist ekki vita hver kæmi til með að bera kostnað af ferð varðskipsins, en hann benti á að það væri hlutverk Landhelg- isgæslunnar að halda uppi lögum og reglu á hafinu kringum ísland. I því ljósi yrði að líta á ferð Ægis eins og hveija aðra lögregluað- gerð. Maðurinn, sem telur sig eiga skútuna, er Frakki, Mathieu Mor- verand að nafni. Hann kom til íslands árið 1990 eftir að hafa lent í hrakningum á skútunni við England. Tollsljórinn í Reykjavík seldi skútuna á uppboði tveimur árum síðar. Morverand hefur alla tíð verið mjög ósáttur við þá að- gerð, að því er móðir hans sagði í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að hann hefði ítrekað reynt að fá skútuna afhenta og í því skyni leitað aðstoðar íslenskra yfirvalda. Að lokum hefði hann tekið þá ákvörðun að fara til ís- lands og sigla henni til Frakk- lands. Hann hefði gripið til þess- ara aðgerða í andstöðu við vilja foreldranna. Akureyri Deilur um göngugötu FJÖRUGAR umræður urðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær um það hvort opna ætti göngugötuna í hjarta bæjar- ins fyrir bílaumferð eins og verslunareigendur hafa ósk- að. Fylkingar meirihluta og minnihluta riðluðust og skoð- anir voru mjög skiptar. Af- greiðslu málsins var hins veg- ar frestað. Athygli vakti hugmynd Gísla Braga Hjartarsonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokks, um að efna til skoðanakönn- unar meðal bæjarbúa um þetta mál þar eð ekki væri víst að kjörnir bæjarfulltrúar á hveijum tíma væru endilega réttir aðilar til að útkljá það. Þessi hugmynd fékk nokkurn hljómgrunn. Bílaumferð/12 Morgunblaðið/Ámi Sæberg VARÐSKIPIÐ Ægir kom að Söru um kl. 12 í gær um 69 sjómílur suður af Selvogi. Varðskipsmenn fóru á báti út að skútunni og stöðvuðu ferð Frakkanna. Þeir sýndu engan mótþróa. Borgarstjóri útilokar ekki eins milljarðs halla á borgarsjóði Minnsti halli í fimm ár INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir vel geta farið svo að halli borgarsjóðs nemi um einum milljarði króna á þessu ári, eins og borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir að stefni í. Allar stofnanir borgarinnar séu hins veg- ar að áætla útkomu sína um þessar mundir og því verði ekki hægt að slá neinum tölum föstum fyrr en í byijun næsta mánaðar. „Við vitum þó að talsverður aukakostnaður hefur orðið vegna kjarasamninga, sumarvinnu skólafólks, átaksverkefna o.fl. sem stofnanir borg- arinnar hafa þurft að bregðast við á árinu," segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir hins vegar ljóst að fari svo að hallinn nái einum milljarði króna, sem sé varla viðunandi og ótímabært að meta á þessari stundu, verði hann þrátt fyrir allt lægsti halli á borgarsjóði síðan 1990. „Hallinn á borgarsjóði var 1,6 milljarðar árið 1991, tæpir 2 milljarðar árið 1992, um 2,7 milljarðar árið 1993 og 3,2 milljarðar árið 1994. Þarna er um tölulega viðmiðun að ræða en ekki einu sinni framreiknaðar tölur,“ segir Ingibjörg Sólrún. Halli virðist innbyggður Aðspurð um aðrar skýringar en áður eru nefnd- ar minnir Ingibjörg Sólrún á að tekjur borgarinn- ar hafi dregist saman á sama tíma og rekstrar- kostnaður hafi aukist verulega. „Auðvitað kýs ég að hallinn verði minni og að hann fari ekki svo langt fram úr áætluðum hálla í ijárhagsáætlun borgarinnar, sem nam um 180 milljónum króna. Það þarf að ná hallanum niður og við þurfum sérstaklega að velta fyrir okkur hvort halli sé orðinn innbyggður í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, þegar við lítum á forsöguna. Margar stofnanir virðast fara 5% fram úr áætl- un og það eru þær sömu og á síðasta ári, sem bendir til innbyggðrar skekkju sem þarf að takast á við í næstu fjárhagsáætlun. Þetta er orðin ein- hvers konar eilífðarvél að hluta til sem þarf að reyna að stöðva." Forstöðumenn borgarstofnana fengu frest þangað til í gær til að skila útreikningum á fjár- hagsstöðu, en borgarstjóri segir viðbúið að vegna sumarleyfa dragist sú vinna iítillega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.