Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málverkið af Bjama Benediktssyni EFTIR þessar breytingar hef ég bara opið hús. Þá geta Reykvíkingar og aðrir íslendingar séð að það eru fleiri borgarstjórar en Bjarni, góði minn. Leitað að leka í dreifikerfi kalda vatnsins í Reykjavík Minni vatnsnotkun þrátt fyrir fleiri íbúa ÞRÁTT fyrir að Reykvíkingum fari sífellt fjölgandi hefur heildar- notkun þeirra á köldu vatni dreg- ist saman á undanförnum árum. Að sögn Yngvins Gunnlaugssonar, tæknimanns hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, er það ekki síst því að þakka að fyrir um sex árum var farið að leita á skipulegan hátt að leka í dreifikerfi kalda vatnsins í höfuðborginni auk þess sem eftirlit og viðhald með kerfinu hafi verið aukið frá því sem áður var. Þrír menn vinna við Iekaleit Vatnsveitunnar. Yngvinn og Gunnar Johnsen vinna að lekaleit- inni sjálfri en Steinar Antonsson sér um undirbúning að leitinni. Yngvinn segir að fullkomin tölva sé notuð við lekaleitina. „Tveir hljóðnemar sem eru tengdir við tölvuna eru settir á lögnina sjálfa, milli tveggja punkta sem bilunin er væntanlega innan. Hún er síðan mötuð á upplýsingum um gerð lagnarinnar og Iengd milli punktanna og þá reiknar hún fjar- lægðina frá öðrum nemanum að lekanum," segir Yngvinn og bætir við að yfírleitt skeiki ekki meiru en fimmtíu sentimetrum milli lek- ans og þess staðar sem tölvan gefur upp. Fólk verður ekki vart við lekann Yngvinn segir að með tölvunni sé hægt að finna margvíslegar bilanir í dreifikerfínu, bæði stórar og smáar. Helst séu það elstu lagn- ir kerfísins sem bili en þær séu gerðar úr potti sem brotni. Gamlar heimæðar bili einnig mikið en þær séu allt frá því um 1909. „Stærst- ur hluti þessara bilana er þannig að fólk verður þeirra ekki vart,“ segir Yngvinn. Morgunblaðið/Golli TÆKNIMENNIRNIR Yng- vinn Gunnlaugsson (t.h.) og Gunnar Johnson við lekaleit. „Við tökum ákveðin hverfi borg- arinnar fyrir hveiju sinni þar sem leitað er að leka á kerfisbundinn hátt og vatnsnotkunin mæld og kortlögð. Borginni er einnig skipt niður í eftirlitshólf og fylgst er grannt rneð vatnsrennsli inn í hólf- in. Ef grunsamlega mikið vatn rennur inn í ákveðið hólf förum á staðinn með lekaleitartölvuna. Ef við fínnum leka er áætlað hversu mikill hann er og hvort hann er í samræmi við þann leka sem eftir- litskerfið gefur tilefni til að ætla.“ Markmiðið með lekaleitinni seg- ir Yngvinn að sé fyrst og frernst að minnka sóun á vatni, bæði á heimilum og hjá fyrirtækjum. Hann nefnir sem dæmi um vatnssóun að ef vatnskassi á sal- emi leki fari mjög mikið af vatni til spillis og telji starfsmenn Vatnsveitunnar að samtals nemi það allt að 5% af vatnsnotkun- inni. Einnig sé töluvert um að vatni sé sóað í fyrirtækjum. Alþjóðleg ráðstefna um jöklafræði Ævistarf við j öklarannsóknir Anthony J. Gow RANNSÓKNIR á jöklum, gerð þeirra og eðli hefur verið viðfangsefni Tony Gows í meira en 35 ár. Hann er einn þekktasti sérfræðing- ur heimsins í jöklarann- sóknum, en honum var í gær veitt viðurkenning Al- þjóðlega jöklarannsóknafé- lagsins, Seligman kristall- inn, fyrir framlag sitt til þeirra rannsókna. Þessa dagana fer fram í Reykja- vík ráðstefna Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins um jökulrof og framburð jökla og jökuláa og standa Háskóli Islands, Vegagerð- in, Veðurstofan, Orku- stofnun og Landsvirkjun að ráðstefnunni. Gow hélt í gærkvöldi erindi um kristalbyggingu íss, þar sem hann sýndi m.a. litskyggnur af snjó- og ís- kristöllum. - A fyrirlestrínum í gær sýndir þú litskyggnur af jökulískrístöll- um. Eru þeir ekki bara glærír? „Eg sýndi myndir af ísþynnum, sem ljósmyndapar hafa verið í skautuðu ljósi. ísinn er myndaður á mismunandi hátt og hefur t.d. verið undir mismiklum þrýstingi í mislangan tíma. ískristallarnir mynda mjög fjölbreytt mynstur, sem verður marglitt' í skautuðu ljósi. Þessi mynstur eru sannkölluð listaverk náttúrunnar sem ekki er annað hægt en að dást að.“ - Hvernig vaknaði áhugi þinn á jöklarannsóknum? „Það er löng saga. Ég lagði upprunalega stund á jarðfræði við háskólann í Wellington á Nýja-Sjá- landi, en haustið 1957 bauðst mér að starfa með bandarískum vís- indamönnum að fyrstu ískjarna- boruninni við Byrd Station á vest- urhluta Suðurskautslandsins. Sú borhola var 309 m djúp. Tíu árum síðar, 1967-68, var boruð miklu dýpri hola í jökulinn við Byrd Stati- on. Hún náði niður á 2.164 m dýpi. Upp frá þessu hef ég mest megnis starfað að rannsóknum á ís og jöklum.“ - Að hveiju beinast þær rann- sóknir fyrst og fremst? „Rannsóknir mínar hafa annars vegar beinzt að gerð kristalla í hinum mismunandi gerðum snæv- ar, íss og jökla, áhrif þrýstings og fleiri eðlisfræðilegra þátta á hana, og hins vegar rannsóknir á bor- kjörnum af Suðurskautslandinu og Grænlandi, sem eru mjög spennandi og Ijölþætt verkefni. Bor- kj amarannsóknimar snúast um sögu veð- urfars, kristalbygg- ingu, tengsl dýptar og aldurs, hitadreifíngar í jöklinum o.fl.“ - Nú hafa íslendingar átt þátt í borun í Græniandsjökui og rann- sóknum í kjöifar hennar. Varst þú viðriðinn sama verkefni? „Á Grænlandsjökli vom boraðar tvær borholur, annars vegar á vegum evrópskra aðila, kölluð GRIP, og hins vegar n-amerískra, GISP2, sem ég tók þátt i. Borhol- urnar voru í þijátíu km fjarlægð hver frá annarri. Boranirnar hóf- ust 1990 og lauk 1993. Boranirnar tvær voru nákvæm- lega sambærilegar að öðru leyti en því að GRIP-borunin komst ekki alveg til botns á jöklinum, þar sem ísinn á botninum er meng- aður föstum efnum sem hætta var orðin á að myndi brjóta borinn. Af öryggisástæðum náði evrópski borkjarninn því ekki síðustu u.þ.b. sjö metrunum af þykkt jökulsins, sem er rúmlega 3.000 m. Okkar ► Anthony J. Gow er fæddur og uppalinn á Nýja-Sjálandi. Hann lagði stund á nám í efnafræði og jarðfræði við háskólann í Wellington og var ráðinn kenn- ari við jarðfræðideildina þar árið 1957. Það árið gekk Gow til liðs við rannsóknastofnun á sviði jöklarannsókna í Banda- ríkjunum (Arctic Institute of North America) og hefur tekið þátt í helztu jöklarannsóknar- verkefnum þeirrar stofnunar síðan, þ.m.t. boranir í jökulinn á Suðurskautslandinu 1957-58 og 1967-68 og á Grænlandsjökli 1990-1993 en hefur auk þess starfað að fjölda annarra verk- efna á sviði jöklarannsókna. bor, GISP2, komst hins vegar alla leið í gegn, þar af um 13 m lag af menguðum botnís, og okkur tókst einnig að bora um 1,5 m niður í berggrunninn undfr jöklin- um, en hann er úr graníti. Þver- mál jökulborkjarnans er um 30 cm en þvermál bergborkjarnans er um 3 cm. Alveg niður að 2.700 til 2.750 m dýpi er borkjarninn nákvæm skýrsla um veðurfar liðinna alda og árþúsunda. Við 2.250 m dýpi er ísinn orðinn um 40.000 ára gamall og á 2.800 m dýpi er hann um 100.000 ára gamall. Talið er að í síðasta tíundahlutanum af þykktinni sé að finna helming af aldri íssins, þ.e.a.s. að þessi neðsti tíundihluti spanni eins stórt ald- urssvið og efri níu tíunduhlutarnir. Hvert árlag í ísnum er misþykkt og verður þynnra og þynnra eftir því sem neðar dregur. Yngsta lagið á yfirborði jök- ulsins er um 24 cm að þykkt. Neðst er hvert árlag um 3-4 mm. Með aðstoð sérstakrar leysigeislatækni er hægt að greina árlög allt niður að um 2.800 m dýpi og reyndar var í fyrstu skýrslunum um rann- sóknir á borkjörnunum talið að hægt væri að greina árlög alla leið til botns. En í Ijós hefur kom- ið, að í síðustu 300 metrum bor- kjarnans, þ.e. í um 10 af hundraði þykktarinnar, rekumst við á veru- lega bjögun árlaganna. Þetta vandamál er það helzta, sem nú er verið að kljást við af þeim vís- indamönnum sem rannsaka bor- kjarnana. Ég er hræddur um að slík bjög- unarvandamál sé að finna í öllum jöklum, en meiri rannsóknir og fleiri boranir þarf til að skera úr um það. Nú eru áætlaðar fleiri boranir á Suðurskautslandinu með sama bor og var notaður við GISP2-borunina. Ég býst við að ráðist verði í næstu djúpborun þar í kringum aldamótin." Borkjarninn er veðurfars- skýrsla 100.000 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.