Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 17 ERLENT Reuter Deng 91 árs LEIÐTOGI Kina, Deng Xiaop- ing, er við góða heilsu og hélt upp á 91. afmælisdag sinn í gær, að sögn kínverska utan- rikisráðuneytisins. Myndin, sem er frá 1. október í fyrra, er sú nýjasta sem birst hefur af leiðtoganum. Stj óraarer indr ekar segja að áhrifa Dengs gæti greinilega, og forsætisráðherrann, Li Peng, og formaður kommún- istaflokksins, Jian Zemin, njóti stuðnings hans. „Á meðan [Deng] dregur andann mun hann hafa áhrif,“ var haft eftir sljórnarerindreka i gær. Fréttaskýrendur segja að áhrif formannsins fari þó minnkandi. Hann hefur ekki sést í tæpt ár og enn lengra er síðan hann hefur sagt orð opinberlega. „Ef hann deyr á þessu ári hefur það einhver áhrif,“ sagði kinverskur há- skólamaður. „Ef hann deyr á næsta ári... verður það eins og gola sem ekki hreyfir svo mikið sem laufin á tijánum.“ Talið er að Deng hafi átt við alvarlegan heilsubrest að etja á undanförnu ári, og að það hafi dregið mjög úr styrk hans og pólitískum áhrifum. Afkom- endur hans fullyrða þó að hann sé nægilega hress til að vera á fótum og ætli að heimsækja Hong Kong, þegar nýlendan verður komin undir stjórn Kín- veija um mitt ár 1997. _ * Forseti Israels vill að friðarumleitanir verði endurskoðaðar Viðræður ísraela og PLO hafnar á ný Jerúsalem. Reuter. FORSETI ísraels, Ezer Weizman, hvatti í gær til þess að friðarumleitanir ísraela og Palestínumanna yrðu endurskoð- aðar. Viðræður þessara aðila, sem var frestað vegna sprengj- utilræðisins í Jerúsalem á mánudag, hófust aftur í gær. Fimm manns létu lífíð í sprengjutilræði skæruliðasamtak- anna Hamas í strætisvagni á mánudag. Tveir hinna látnu voru ísraelar og einn var Bandaríkjamaður, en ekki hafa verið borin kennsl á tvö lík, manns og konu, og segir lög- regla að annað þeirra kunni að hafa sprengt sprengjuna um borð í vagninum. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), hefur fordæmt tilræðið og sagt að ekki komi til greina að fólk með aðsetur á sjálfsstjórnarsvæðum PLO á Gaza og Vesturbakkanum fái að gera árásir á ísraela. Óviðunandi ástand ísraelska dagblaðið Maariv hafði eftir Weizman forseta í gær að ísraet ætti í höggi við öfl innan Hamas sem kæmu úr röðum Palestínumanna. „Ég er ekki viss um að Arafat geti leyst þetta vandamál," sagði forsetinn. Hann sagði að endurskoða yrði ástand mála, því óbreytt ástand væri óviðundandi. Ríkisstjórnin yrði að komast að niðurstöðu. Þegar Weizman var spurður hvort frestun friðarviðræðna yrði ekki vatn á myllu herskárra aðila sem væru andvígir viðræðunum, sagði hann: „Hvar stendur skrifað að þessar viðræður séu aðalatriðið?" Hlutverk forseta ísraels er einungis formlegt, en Weizman nýtur mikillar hylli meðal almennings. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, frestaði viðræðum við PLO, sem staðið hafa í bænum Eilat, vegna sprengjutil- ræðisins, en síðdegis í gær staðfestu samningamenn beggja að viðræðurnar væru hafnar á ný. Haft var eftir einum samningamanna PLO að reynt yrði að ná eins miklum árangri og kostur væri í þessari lotu. Reuter ÍSRAELSKUR lögreglumaður á bæn í gærmorgun við jarðarför Noam Eisen- mans, 35 ára lögreglumanns sem lést í sprengjutilræðinu á mánudag. Á mánu- dagskvöld var annað fórnarlamb, 26 ára ísraelsk kona, borið til grafar, og jarðar- för 46 ára bandarískrar konu, sem var ferðamaður í Israel, fór fram síðdegis í gær. Ekki hafa verið borin kennsl á lík manns og konu sem létust í tilræðinu. <&> HYUnoni 1LADA & V Grt’iðslukjör tll ullt uð 30 múnuðu ún útborsuuur RENAULT b V MW\ L JMI m . k lm Renault Clio RT 1400, árg. '93, 5 g., 5 d., grænn, ek. 35 þús. km. Verö kr. 890 þús. Oplö virktt frti kl. 9 - 18, ItuiXtirilti^ti frti kl. 10 -14 Hyundai Pony LS 1300 árg. '94, 5 g., 4 d., blár, ek. 22 þús. km. Verö kr. kr. 800 þús. Mazda 323 1500 árg. '88, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 110 þús km. Verö kr. 480 þús. Suzuki Swift Gl 1000 árg. '91, 5 g., 3 d., rauður, ek. 35 þús. km. Verö kr. 590 þús. Hyundai Scoupe Turbo árg. '93, 5 g., 2 d., hvítur, ek. 37 þús. km. Verö kr. 980 þús. BMW 524TD árg. 4 d., svartur, ek. 166 Verö kr. 1.980 þús. Mazda 323 GLX 1600 árg. '90, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 73 þús. km. Verö kr. 810 þús. Renault Nevada 4x4 2000 árg. '91,5 g., 5 d., grænn, ek. 58 þúskm. Verökr. 1.110 þús. Lada Sport 1600 árg. '91, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 48 þús. km. Verö kr. 460 þús. Hyundai Pony GLS11500 árg. '92, 5 g., 5 d., grænn.ek. 38 þús. km. Verö kr. 750 þús. Daihatsu Rocky 2000 árg. '90, 5 g., 3 d., blár/grár, ek. 78 þús. km. Verö 1.150 þús. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMl: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060 VW Golf GL 1600 árg. '87, 5 g„ 3 d„ gullsans, ek. 105 þús. km. Verökr. 410 þús. MMC Colt GLX 1500 árg. '90, sjálfsk., 3 d„ blár, ek. 84 þús. km. Verökr. 730 þús. Peugeot 205 XR 1400 árg. '89, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 104 þús. km. Verökr. 370 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.