Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bílaumferð í göngugötunni Skoðanakönnun meðal bæjarbúa? Fíkni- efnamál- um hefur fjölgað FLEIRI fíkniefnamál hafa komið til kasta rannsóknar- lögreglunnar á Akureyri á þessu ári miðað við á sama tíma í fyrra, ekki síst nú í sumar. Ef til vill má setja þetta í samhengi við aukinn ferðamannastraum en Daníel Snorrason fulltrúi hjá rann- sóknarlögreglunni vill ekki gera mikið úr því en staðfest- ir að um nokkra aukningu sé að ræða í þessum málaflokki. Skipt á skóm Að undanförnu hefur borið töluvert á þjófnaði úr stiga- göngum ijölbýlishúsa og öðr- um málum sem flokkast und- ir smáþjófnaði. Oft eru það vandaðir skór sem hverfa úr skógeymslum og stundum eru skóræflar skildir eftir í staðinn. Þetta vandamál er líka áberandi í íþróttahúsúm. Daníel sagði að það væri alltaf þó nokkuð um mál af þessu tagi en hann greindi þó ekki neina aukningu. Þessi mál upplýsast sjaldan. BRÉF verslunareigenda og hags- munaaðila við göngugötuna á Ak- ureyri um opnun götunnar fyrir bíla- umferð varð að þverpólitísku hita- máli í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Þótt málið hafi verið til umræðu um nokkra hríð sáu flestir ef ekki allir bæjarfuiltrúar ástæðu til að viðra skoðanir sínar á bæjarstjórnarfund- inum og ljóst er að þær skoðanir eru skiptar. Bæjarráð hafði áður frestað erindinu en af umræðunum í gær að dæma er ekki ósennilegt að efnt verði til skoðanakönnunar meðal bæjarbúa. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagð- ist vera fylgjandi því að láta skoða það í bæjarkerfinu, með tilliti til kostnaðar og fleiri þátta, hvort skyn- samlegt væri að opna þennan hluta Hafnarstrætis á ný fyrir bílaumferð. Það var á honum að heyra að hann væri hlynntur slíkri tilraun. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks sagði að fyrst vinna við reynslusveitarfélagið Ak- ureyri væri farin af stað og það væri eitt af markmiðum reynslu- sveitarfélaga að gefa almenningi kost á að koma nálægt ákvarðana- töku þá væri lag að gera skoðana- könnun meðal bæjarbúa á þessu máli. Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalags sagði að slík skoð- anakönnun þyrfti ef til vill að vera alþjóðleg í Ijósi þess að erlendir ferðamenn væru hvað mest áberandi í göngugötunni á sumrin. Hann fagnaði þó þeim lýðræðistilhneiging- um sem kæmu fram í tillögu Gísla Braga. Heimir kvaðst hafa vissa samúð með verslunareigendum en taldi það ekki hlutverk bæjaryfir- valda að smala fólki í bæinn til að versla. Kaupmenn hlytu að hafa önnur ráð en að opna götuna fyrir bílaumferð. Hann vildi frekar láta gera göngugötuna hlýlegri. Sigrún Sveinbjörnsdóttir flokkssystir hans tók í sama streng og sagði það ekki koma til greina að hleypa bílaumferð á götuna, það væri skref aftur á bak. Þvert á móti ætti að gera hana vistlegri. Oddur Halldórsson, Framsóknar- flokki, kvaðst eindregið vilja opna götuna fyrir bílaumferð. Það væri skref áfram. Flokkssystir hans Sig- fríður Þorsteinsdóttir forseti bæjar- stjórnar sagði hins vegar að göngu- gatan ætti fullan rétt á sér sem göngugata og ekkert annað. Hún tók vel í hugmyndina um skoðanakönn- un. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, sagðist fagna erindi verslun- areigenda og vonaðist til að því yrði sinnt. Hann sagði ófremdarástand ríkja í göngugötunni sjö mánuði árs- ins. Eftir fjörugar umræður um göngugötuna tók Jakob Björnsson aftur til máls og sagðist sammála því að það mætti gera götuna í hjarta bæjarins hlýlegri en hann taldi það vart eyðileggja stemmninguna þótt ein akrein eftir miðri götunni yrði opnuð fyrir bílaumferð. Bæjarstjórn afgreiddi ekki erindið formlega þannig að málið er enn opið fyrir frekari umræður og hugs- anlega mun afgreiðslan koma til kasta bæjarbúa sjálfra. Mikið af karfa að undan- förnu NÆG vinna hefur verið í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. í sumar og síðustu vikurnar er það karf- inn sem hefur flætt um borð- in. Á tímabili var gripið til þess ráðs að hefja vinnslu klukkan 4 á morgnana og vinna fram á kvöld á tvískipt- um vöktum. Gunnar Aspar framleiðslu- stjóri Útgerðarfélagsins sagði að til að nýta til fulls þann eina lausfrysti sem fyrir hendi er hafi vöktum verið skipt upp. Þá var vinnsla í gangi nánast allan sólarhringinn en núna er látið nægja að vinna frá 7-17. Að sögn Gunnars er karf- inn enn í meirihluta og sjó- menn hafi haldið að sér hönd- um í ufsa- og ýsuveiðum. Afli berst reglulega til vinnslu, yfirleitt koma þrjú skip inn í viku hverri en ann- ars sagði Gunnar að tog- ararnir væru iðulega á undan áætlun núna því þeir væru fljótir að fylla sig. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Innlit ÞÓRÐUR Jónasson EA var að koma til Akureyrar úr rækjutúr og ljósmyndarinn leit um borð frá þessu óvenjulega sjónar- horni. XJtlit fyrir vaxandi at- vinnuleysi Í BYRJUN ágúst voru 422 á at- vinnuleysisskrá hjá Vinnumiðiunar- skrifstofu Akureyrarbæjar, 167 karlar og 255 konur. Þetta er svip- að og um sömu mánaðamót á síð- asta ári þegar 425 voru á skrá. Ástandið batnaði hins vegar tölu- vert á milli mánaða en í byrjun júlí voru 489 án atvinnu í bænum. Fyrstu mánuði ársins voru að jafnaði um 600 manns á atvinnu- leysisskrá, mest 630 í mars. Síðan hefur verið heldur bjartara yfir at- vinnumálunum en þær upplýsingar fengust hjá Vinnumiðlunarskrif- stofunni að nú í ágúst hefði verið töluvert um nýskráningar og útlit væri fyrir vaxandi atvinnuleysi þeg- ar sumarvinnu lyki í næsta mánuði. Lausar stofur reist- ar við bamaskólann BÆJARSTJÓRN Akureyrar skóla ef miklar sveiflur yrðu á samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Pál Alfreðsson á grundvelli tilboðs hans í lausar kennslustofur við Barnaskóla Akureyrar. Tilboð Páls nemur 8,6 milljónum króna. Samkvæmt úttekt tæknideild- ar Akureyrarbæjar sem kynnt var á bæjarstjórnarfundinum var tilboð Páls Alfreðssonar talið hagstæðast. Það gerir ráð fyrir að ein laus stofa verði sett við skólann 1. október næstkomandi og önnur 1. júní 1996 ásamt tengigangi. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að búið hefði verið að kanna kaup á notuðu húsnæði í grennd skólans svo og leigu á salarkynnum í Gagnfræðaskóla- num. Báðar þessar lausnir voru óheppilegar að mati skólanefnd- ar og þótti heppilegast að byggja færanlegar kennslustofur sem þá væri hægt að fiytja á milli fjölda nemenda. Ófremdarástand Valgerður Hrólfsdóttir velti því fyrir sér hvers vegna menn hefðu ekki séð þetta fyrir. Vitað væri hvenær bömin fæddust og hvenær þau yrðu sex ára og hún taidi að komast hefði mátt fyrir slík vandamál með framsýni í stað þess að vera að þvælast til og frá með lausar kennslustofur. Ásta Sigurðardóttir formaður skólanefndar sagði að erfítt væri að sjá flutning barna milli skólahverfa fyrir. Nú væru 17 deildir við Barnaskóla Akureyrar í stað 15 á síðasta skólaári og þetta hefði ekki verið ljóst fyrr en í sumar. Ásta sagði að ófremdarástand ríkti í húsnæðis- málum grunnskólanna því fólk mætti varla flytja á milli skóla- hverfa án þess að vandræði sköpuðust. Háskólinn á Akureyri Aðalskrifstofurn- ar í Sólborgarhús UNNIÐ er að lokafrágangi við aðalskrifstofur Háskólans á Akureyri í Sólborgarhúsunum en stefnt er að flutningi um næstu mánaðamót. HÚSAKYNNI hluta Sólborgarhús- anna hafa verið end- urinnréttuð fyrir Háskólann á Akur- eyri og þangað mun skólinn flytja aðal- skrifstofur sínar um næstu mánaðamót. Það rými sem þá losnar í skólahúsinu við Þingvallastræti verður nýtt undir skrifstofur fyrir kennara sem ráðnir hafa verið að skól- anum. Kennsla hefst í Háskólanum á Akur- eyri mánudaginn 28. ágúst næstkom- andi. Þorsteinn sagði að 410-420 nemendur væru skráðir í nám eða tæplega 10% fleiri en á síðasta skóla- ári. Kennt er í fjórum deildum, heil- brigðisdeild, kennaradeild, rekstrar- deild og sjávarútvegsdeild. Álitamál um innritunargjöld Innritunargjöld í Háskóla íslands hafa verið talsvert í sviðsljósinu og sérstaklega sá þáttur að hluti þeirra skuli renna til Stúdentaráðs. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði á þingi SUS á Akureyri sl. föstudag að það væri álit ráðuneytis- ins að líta beri á Stúdentaráð sem félag og samkvæmt stjórnarskránni séu menn ekki skyldugir að vera í félögum. Innritunargjöld í Háskólanum á Akureyri eru 23 þúsund krónur og renna um 6 þúsund krónur beint til nemendafélags skólans þannig að hér er um hliðstæða innheimtu að ræða og í Háskóla íslands. Aðspurð-' ur um þetta mál sagði Þorsteinn að Háskólinn á Akureyri hefði sent er- indi til ráðuneytisins þess efnis að innheimta gjaldanna fyrir komandi skólaár yrði með sama hætti og á síðasta skólaári og ekki hefðu borist athugasemdir við það. Hins vegar sagðist Þorsteinn ekki hafa fengið formlega staðfestingu á þessu máli frá menntamálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson ú c; € c € I Æ 4 C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.