Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 31 FRÉTTIR Safnaðar- ferðAr- bæjar- safnaðar SÍÐSUMARFERÐ Árbæjar- safnaðar verður farin sunnu- daginn 27. ágúst. Lagt verður af stað frá Arbæjarkirkju kl. 9 árdegis og haldið austur að Hruna í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Guðsþjónusta verður í Hrunakirkju kl. 11 árdegis. Staðarprestur, sr. Halldór Reynisson, predikar en prestar Árbæjarsafnaðar þjóna fyrir altari. Kirkjukór Árbæjarsókn- ar syngur. Organleikari er Sig- rún Steingrímsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður haldið í Þjórsárdal og farið að Stöng. Á heimleið verður komið við á Flúðum, farið’um Brúarhlöð að Laugar- vatni og síðan um Grímsnes til Reylqavíkur. Væntanlegir þátttakendur í ferðinni eru beðnir um að skrá sig í Árbæjarkirkju á virkum dögum frá kl. 9-12 árdegis. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Pjallalamb með kjötkynningu Þórshöfn. Morgunblaðið. ILMURINN af grilluðu lambakjöti lokkaði viðskiptavini að Kaupfé- lagi Langnesinga á föstudaginn var en Fjallalamb hf. bauð þar upp á sínar afurðir á borði fyrir utan verslunina. Á föstudagseft- irmiðdögum eru allir svangir, ekki síst unglingar sem eru að koma úr bæjarvinnu og rann grill- uð rifjasteik ljúflega niður. Boðið var upp kjötvörur af ýmsu tagi úr kjötbúri Fjallalambs og lék fréttaritara forvitni á að vita hvort kynningin skilaði sér í aukinni kjötsölu þennan föstudag en grillkjöt var á tilboðsverði. Kassadama upplýsti það að tölu- verð sala væri á kjötinu svo fram- tak forráðamanna Fjallalambs hf. féll í góðan jarðveg l\já viðskipta- vinum Kaupfélags Langnesinga þennan föstudag. Ný byggingarvöruversl- un á Neskaupsstað Neskaupstað. Morgunblaðið. NY byggingarvöruverslun hefur verið opnuð á Neskaupstað í kjöl- far gjaldþrots Kaupfélagsins Fram. Það er Guðmundur Sveinsson, fyrrum starfsmaður byggingar- vörudeildar kaupfélagsins, sem stofnsett hefur verslunina Byggt og flutt. Guðmundur keypti bygg- ingarvörulagerinn af þrotabúi kaupfélagsins. Þá er Byggt og flutt með afgreiðslu fyrir Samskip. Nýja verslunin er til húsa upp af höfninni við botn fjarðarins. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GUÐMUNDUR ásamt eiginkonu sinni, Ástu, og syni þeirra, Sveini, en þau munu starfa í versluninni. Magnús Örn nálægt áfanga SKAK Opið alþjóölcgt skákmót BERLÍN, ÞÝSKALANDI, HOLLANDI 11-19. ágúst 1995 TVEIR ungir og efnilegir íslenskir skákmenn luku keppni á sunnudag á geysilega fjölmennu opnu skák- móti í Berlín. Helgi Áss Grétars- son, stórmeistari, 18 ára, hlaut sex vinninga af níu mögulegum, en Magnús Orn Úlfarsson, 19 ára fimm og hálfan vinning. Þeir félag- ar voru talsvert frá efstu sætum á mótinu, en Magnús kom á óvart með góðri frammistöðu og var hársbreidd frá því að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann vann þýska stórmeistarann Espig og gerði jafntefli við fjóra alþjóð- lega meistara. Þetta er langbesti árangur Magnúsar til þessa, en hann er á meðal okkar efnilegustu skákmanna. Sigur hans yfir Espig var einkar glæsijegun Hvítt: Magnús Orn Úlfarsson Svart: Lothar Espig Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. Be3 - a6 7. f3 - b5 8. g4 - Bb7 9. Dd2 - Rfd7 10. 0-0-0 - b4?! Svartur leggur nú fullmikið á stöðuna. Pólski stórmeistarinn Alexander Wojtkiewicz sem er sér- fræðingur í þessu afbrigði kýs að leika hér 10. — Rb6 II. Rce2 - d5 12. exd5 - Bxd5 13. Kbl - Da5 14. Rb3 - Dc7 15. Rf4!? Magnús tekur mjög hraustlega á móti glæfralegri taflmennsku svarts og ákveður að fórna peði og skiptamun fyrir mikla yfirburði í liðsskipan. 15. - Bxf3 16. Bg2 - Bxdl 17. Hxdl - Rc6 18. Rd4 - Rxd4 Gefur skiptamuninn til baka, en eftir það stendur hvítur vel. Reyn- andi var 18. — Rde5, sem hvítur ætti tæplega að svara með 19. Rxc6 — Rxc6 20. Bb6 — Dc8 21. Rd5 — exd5 22. Dxd5 — Hb8, en 19. Rdxe6!? — fxe6 20. Rxe6 kom sterklega til greina, auk þess sem hægt er að leika 19. Rh5. 19. Bxa8 - Rb5 20. Rh5 - Bd6 21. Rxg7+ - Ke7 22. Be4 - Hb8 23. Df2! Svarar hótuninni 23. — Rc3+ og kemur drottningunni í sóknina um leið. 23. — Be5 24. Bg5+ — f6 • b C d • I g h 25. Rxe6! - Ra3+ 26. Kcl - Dc4? Nauðsynlegt var 26. — Bxb2+ 27. Kxb2 - Dc3+ 28. Kcl - Dal+ 29. Kd2 - Dc3+ 30. Ke2 - Dc4+ 31. Kf3 — fxg5 og þótt hvítur standi betur er staðan ennþá tvísýn. 27. Df5 - fxg5 28. Dxh7+ - Kf6 29. Dg7+ og Espig gafst upp, þar sem hann er mát í næsta leik. N or ðurlandamót framhaldsskóla Mótinu lauk á sunnudaginn í Gausdal í Noregi. Sveit Mennta- skólans við Hamrahlíð varð jöfn dönsku sveitinni að vinningum í efsta sæti, en Danir voru úrskurð- aðir sigurvegarar þar sem þeir unnu alla andstæðinga sína nema MH sem þeir mættu í síðustu umferð. Dönum nægði jafntefli, þar sem þeir unnu aðrar viðureign- ir sínar, en MH gerði 2-2 við A- sveit Norðmanna. Úrslit urðu þessi: 1. Danmörk 1572 v. og 4 72 stig 2. ísland 15‘/2 v. og 4 stig 3. Noregur, A sveit 13‘/2 v. 4. Finnlandi 8 v. 5. Noregur, B sveit 6 v. 6. Svíþjóð 1 ‘/2 v. í sveit MH voru þeir Arnar E. Gunnarsson, Páll Agnar Þórarins- son, Torfi Leósson, Kjartan A. Maack og Atli Antonsson. Farar- stjóri var Ólafur H. Ólafsson. Framganga Svía í þessari keppni var hin furðulegasta. Fyrir þá mættu aðeins þrír keppendur, sem reyndar voru ekki af sænsku bergi brotnir. Voru þeir fljótlega kærðir út úr keppninni og fékk MH því fjóra vinninga gegn þeim í næst- síðustu umferð. Borgarskákmótið Hið árlega Borgarskákmót, það tíunda í röðinni, var haldið á af- mælisdegi Reykjavíkurborgar, þann 18. ágúst sl. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, lék fyrsta leiknum fyrir Þröst Þórhallsson, sem nýlega náði þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli. Þátttaka var afar góð, 70 skák- menn tefldu fyrir jafnmörg fyrir- tæki og stofnanir. Það má segja að úrslit mótsins hafi ráðist í fyrstu umferð. Þá vann undirritaður Jón G. Viðarsson, en Ágúst Karlsson vann Jóhann Hjartarson. Þótt Jó- hann ynni sex síðustu skákirnar dugði það ekki til. Úrslit: 1. Búnaðarbanki ísl. (Margeir Péturs- son) 7 v. af 7. 2. Plastos hf. (Jóhann Hjartarson) 6 v. 3. Iðnnemasamband fslands (Jón G. Viðarsson) 6 v. 4. Prentstofa Reykjavíkurborgar (Héð- inn Steingrímsson) 5'A v. 5. Jóhann Rönning hf. (Bjöm Freyr Björnsson) 5‘/j v. 6. Eimskip (Ögmundur Kristinsson) 5 'A v. \ 7. SKÝRR (Þráinn Vigfússon) 5 v. 8. Landsbanki fsl. (Jóhann Örn Sigur- jónss) 5 v. 9. Brimborg (Andri Áss Grétarsson) 5 v. 10. Húsið hf. (Gunnar Gunnarsson) 5 v. 11. G. og G. veitingar Hótel Loftleiðum (Ágúst Karlsson) 4 ‘A v. 12. Skólaskrifstofa Reykjavíkur (Arnar Þorsteinsson) 4'A v. 13. Tímaritið Skák (Jón Friðjónsson) 4 'A v. 14. Happdrætti Háskóla fsl. (Bjöm Þorfinnsson) 4 'A v. 15. Hitaveita Reykjavíkur (ólafur B. Þórsson) 4 'A v. 16. Reykjavíkurhöfn (Áskell Örn Kára- son) 4'A v. 17. Sementverksmiðjan hf. (Sævar Bjarnason) 4'A v. 18. Ölgerðin Egill Skallagrímsson (Sæ- bjöm Guðfinnsson) 4 ‘/i v. 19. Grandi hf. (Gunnar Freyr Rúnars- son) 4 'A v. 20. Bílaleiga Akureyrar (Þröstur Þór- hallsson) 4 ‘A v. 21. Sælgætisgerðin Góa-Linda (Snorri G. Bergsson) 4'A v. o.s.frv. Hannes vann þrjár í röð Hannes Hlífar Stefánsson hef- ur sótt í sig veðrið á opna hol- lenska meistaramótinu og hefur nú fimm vinninga af sjö möguleg- um. Margeir Pétursson t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN ÞORBERGSDÓTTIR, Vogatungu 75, Kópavogi, lést á heimili sínu 14. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Skarphéðinn Sigurbergsson, Rúnar Skarphéðinsson, Gylfi Skarphéðinsson, tengdadætur og barnabörn. t Bróðir okkar, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, Njálsgötu 35, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 23. ágúst, kl. 13.30. Systkini hins látna. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA SIGRIÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Guðlaugsvik, Fljótaseli 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði föstudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Ólöf Helgadóttir, Ólafia Sigríður Helgadóttir, Skúli Helgason, Ragna Unnur Helgadóttir, Jóhann Gunnar Helgason, Kristján Helgason og fjölskyldur. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FINNBOGA STEFÁNSSONAR, Þorsteinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi. Guð blessi ykkur öll. Fríða Eðvarðsdóttir, Kristín Finnbogadóttir, Kristinn Gamalíelsson, Berta Finnbogadóttir, Sigtryggur Gíslason, Böðvar Finnbogason, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Stefanía Finnbogadóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.