Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁBYRGÐ GAGN- VART FERÐA- MÖNNUM HÓPUR erlendra ferðamanna var hætt kominn í Kverk- fjöllum á sunnudag er aftakaveður gerði á jöklinum, þar sem hann var staddur. Kalla þurfti út fjölmennt lið björgunarsveitarmanna af þeim sökum. Átta úr hópnum voru illa haldnir þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þá og voru fimm lagðir inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Litlu munaði að verr færi og kom þarna greini- lega í ljós hversu miklu skiptir að eiga öflugt björgunar- tæki á borð við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Atvikið á Vatnajökli um helgina er einungis nýjasta dæmið af mörgum um hrakninga, sem erlendir ferðamenn hafa lent í á hálendi íslands á mörgum undanförnum árum. íslendingum sjálfum hættir til að gleyma hversu var- hugaverð náttúra okkar getur verið. Flestir þeir erlendu ferðamenn, sem hingað koma, gera sér litla eða jafnvel enga grein fyrir hversu hættulegt land ísland er. Blind- hríð getur skollið á með litlum fyrirvara líkt og ferðalang- arnir á Kverkfjöllum fengu að upplifa. „Það buldi á okkur sandur og ís. Við sáum ekkert og gátum ekki staðið leng- ur, fukum bara til og frá. Við lögðumst niður og reyndum að .skríða . . . Veðrið var svo slæmt að enginn réð við neitt," segir Orna Goldman frá ísrael í Morgunblaðinu í gær, en hún hafði komið til íslands til að flýja mikla hita í heimalandi sínu. Ferðamenn er fara í skipulagðar ferðir um óbyggðir íslands treysta í raun skipuleggjendum og fararstjórum fyrir lífi sínu. Ábyrgð þeirra er taka sér slíkt fyrir hendur er því mikil og öllu skiptir að óþarfa áhætta sé aldrei tekin. ísland verður að umgangast af varúð jafnt sem virðingu. Með því að markaðssetja ísland sem ferðamannaland öxlum við ábyrgð gagnvart öllum þeim sem hingað koma á eigin vegum. Ferðamálayfirvöld hafa ýmislegt gert á undanförnum árum til að vekja athygli erlendra ferða- manna á hættum íslands. Slys þau og óhöpp er orðið hafa í sumar sýna hins vegar svo ekki verður um villst að þær upplýsingar ná ekki til allra. SJÁLFVIRKUM GREIÐSLUM HÆTT NÝR samningur sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins er jákvðeður að mörgu leyti. í fyrsta lagi stuðlar hann að friði innan heilbrigðiskerfisins í stað þeirr- ar togstreitu og illinda, sem einkennt hafa síðustu miss- eri. í öðru lagi stöðvar hann sjálfvirkar greiðslur til sér- fræðinga úr ríkissjóði og sjálfkrafa aðgang nýrra sérfræð- inga að greiðslukerfi stofnunarinnar. Loks verður allnokk- ur sparnaður í útgjöldum á þessu ári. Mikilsvert er, að samkomulag hefur tekizt með viðræðum. Jón Sæmundur Sigurjónsson, sem á sæti í samninga- nefnd Tryggingastofnunar, segir m.a. um samninginn: „Sparnaðurinn af þessum samningi felst í því, að ekki verður um sjálfvirka aukningu á sérfræðikostnaði að ræða og rannsóknarlæknar gefa 10% afslátt af sinni vinnu. En stærsti ávinningurinn er, að Tryggingastofnun getur geng- ið út frá því sem vísu, að kostnaðurinn við sérfræðiþjón- ustu fer ekki umfram ákveðið mark.“ Ráðgert var samkvæmt fjárlögum að spara 100 milljón- ir króna í sérfræðikostnaði á þessu ári með tilvísanakerf- inu. Talið er, að sú upphæð sparist á heilu ári með nýja samningnum, ef hann verður framlengdur. Viðræður hefj- ast í nóvember til að meta reynsluna og ræða óleyst at- riði eins og t.d. vinnu sérfræðinga á sjúkrahúsum. Á meðan endanlegur samningur hefur ekki verið gerður er hvorki fallið frá upptöku tilvísanakerfisins af hálfu heil- brigðisráðherra né uppsögnum sérfræðinga á samningum við Tryggingastofnun. Báðir aðilar hafa hins vegar lýst áhuga á að gera nýjan samning byggðan á samkomulag- inu nú. Það er fagnaðarefni, að samkomulag hefur tekizt í þessu viðkvæma deilumáli og vonandi nást samningar til frambúðar. Fyrir skattgreiðendur er mikilvægt, að ekki verður lengur unnt að senda óútfylltar ávísanir á ríkissjóð. + TEKJUSKATTUR FYRIRTÆKJA OG EINSTAKUNGA Tekj uskattsbyr ði einstakiinga um 20% að jafnaði Á undanfömum árum hafa stjómvöld lækkað tekjuskattshlutfall fyrirtækja en hækkað tekjuskatt einstaklinga. Kjartan Magnússon kannar forsendur og afleiðingar breytinganna og leitar röksemda fyrir mismunandi tekjuskattshlutfalli. LÍFLEG viðskipti hafa að undanförnu átt sér stað með hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum og hafa bréf að andvirði hundruð milljóna króna gengið kaupum og sölum. í mörgum tilvikum hefur umtalsverður sölu- hagnaður (mismunur kaupverðs og söluverðs) myndast og það leiðir hugann að því hvernig skattlagn- ingu tekna og hagnaðar sé almennt háttað eftir því hvort um hlutafélög eða einstaklinga er að ræða. Sú meginregla gildir um sölu- hagnað að hann er skattlagður með sama hætti og aðrar tekjur hjá við- komandi aðilum. Hlutafélög greiða 33% tekjuskatt, og sameignarfélög 41%. Einstaklingar greiða hins veg- ar stighækkandi tekjuskatt, sem getur numið allt að 47%. Þetta vek- ur spurningar um hvort um sé að ræða óeðlilega mismunum milli ein- staklinga og fyrirtækja annars veg- ar og hlutafélaga og sameignarfé- laga hins vegar. Erfiður samanburður Það er þó tvennt sem gerir samanburð á tekjum einstaklinga og fyrirtækja erfiðan. Þegar tekju- skattur fyrirtækja er reiknaður út er miðað við nettóhagnað, eða hagnað eftir rekstur og fjárfest- ingu. Einstaklingum er ekki heimilt að draga slíkan kostnað frá tekju- skattstofni og greiða stighækkandi tekjuskatt, þar sem miðað er við heildartekjur. Persónuafsláttur ein- staklinga gerir það hins vegar að verkum að margir greiða litla sem enga tekjuskatta í raun og einstakl- ingur með 100 þúsund króna mán- aðartekjur greiðir t.d. tæplega 18% tekjuskatt. Þá er tæplega 30% tekjuskattur greidd- af 200 þúsund króna ur launum svo dæmi séu tekin. Þeir sem hafa hærri tekjur greiða síðan stighækkandi tekjuskatt og getur hann numið allt að 46,93%. Fjármálaráðuneytið áætlar að heildartekjuskattsbyrði einstakl- inga sé að meðaltali um 20%, þ.e. þegar tillit hefur verið tekið til per- sónuafsláttar. Tekjuskattar skiluðu ríkinu 19,2 milljörðum króna á síð- asta ári eða um 17,5% af heildar- tekjum. Þar af skilaði tekjuskattur einstakiinga um 15,9 milljörðum en fyrirtækja 3,3 milljarði króna. Skattatilfærslan 1993 í ársbyijun 1993 vartekjuskattur hlutafélaga lækkaður úr 45% í 38% en sameignarfélaga, sem ekki eru sjálfstæðir skattaðilar, úr 45% í 41%. Skattar á hagnað fyrirtækja voru síðan lækkaðir frekar og nú bera hlutafélög 33% tekjuskatt. Á sama tíma og tekjuskattur fyrirtækja var lækkaður var tekju- Glímt við at- vinnuleysi með skatta- lækkunum skattur einstaklinga hækkaður úr 39,85% í 41,35% og síðan hefur hann enn hækkað eða í 41,93%. (Hér er miðað við að útsvar sé 8,78% ofan á staðgreiðslu, sem er nú rúm- lega 33%.) Auk þess var lagður á svokallað- ur hátekjuskattur, 5% skattur á mánaðartekjur sem eru nú umfram 225 þúsund krónur að jafnaði. Sum- ir framteljendur greiða því allt að 46,93% tekjuskatt. Lækkun tekjuskattsprósentu fyrirtækja var hluti af aðgerðum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem gripið var til haustið 1992 til að stemma stigu við atvinnuleysi. Áður hafði verið reynt að halda atvinnuleysinu niðri með víðtækum millifærsluaðgerðum og sjóðaúthlutunum. Ríkisstjórnin hafði ekki trú á að þær aðgerðir sköpuðu varanleg störf og taldi heppilegra að ráðast til atlögu við atvinnuleysið með því að færa skatta frá atvinnulífinu til einstakl- inga og bæta þannig hag þess. „Markmið aðgerðanna, sem voru ákveðnar haustið 1992, var marg- þætt. Með tekjuskattslækkuninni var stærri hluti hagnaðarins skilinn eftir hjá fyrirtækjunum sjálfum til að þau hefðu meira svigrúm til fjár- festingar í nýjum atvinnutækifær- um,“ segir Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. „Tilgangur ríkisstjórnarinnar var þó ekki síður sá að færa tekjuskatts- prósentu íslenskra fyrirtækja til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum og gera þeim þannig kleift að standast alþjóðlega samkeppni í markaðsumhverfi sem opnast æ betur. Einnig var vonast til að lækkunin myndi örvá rannsókna- og þróunar- starf í atvinnulífinu. Þó ber að geta þess að sam- hliða lækkun skatthlut- fallsins var skattstofn fyr- irtækjanna breikkaður, t.d. var heimild þeirra til að Ieggja hluta hagnaðar í fjárfestingarsjóði felld niður.“ Lægri verðbólga - hærri skattar Steingrímur segir að lækkunin hafi einnig verið nauðsynleg vegna lækkunar verðbólgu. „Tekjuskattur fyrirtækja er greiddur ári eftir að hann er lagður á og því rýrnar hann sem nemur verðbólgunni á milli ára. Eftir því sem verðbólgan lækkaði hérlendis hækkuðu tekjuskattar fyr- irtækjanna að sama skapi. Ríkis- stjórnin taldi rétt að leiðrétta þetta og lækka tekjuskattsprósentu þeirra þannig að hún yrði að minnsta kosti ekki hærri en í samkeppnislöndum okkar." Steingrímur telur að þegar tillit sé tekið til allra þátta beri fyrirtæki Tekjuskattshlutfall fyrirtækja Hlutafélög og Samelgnarfélög eignarhaldsfelog 50 50% \ 41% '88 '89 '90 ’91 B '93 '94 '95 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Innheimtur * tekjuskattur* á greíðslugrunni í milljörðum kr. m.v. verðlag 1995 '89 '90 '91 ‘ Hér er um tekjuskatt nettó til ríkisins að ræða. Frá tekjuskatti einstaklinga er búið að draga útsvar til sveitar- félaga og útgjöld vegna skattbóta eins og t.d. barnabóta og vaxtabóta. Tölur fyrir 1995 eru skv. fjárlögum. hærri tekjuskatta en vel flestir ein- staklingar. „Þrátt fyrir að tekju- skattur einstaklinga sé nú tæp 42% greiða fæstir svo háan skatt vegna persónuafsláttarins. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa hærri tekju- skatt á sameignarfélög til þess að tekjur þeirra og einyrkja séu skatt- lagðar með svipaðri prósentu þegar upp er staðið.“ Tekjur ríkisins af tekjusköttum fyrirtækja fara nú hækkandi þrátt fyrir að álagningarhlutfallið hafi lækkað. Árin 1990 og 1994 skiluðu tekjuskattar fyrirtækja ríkinu 4,8 milljörðum, á verðlagi þessa árs, þrátt fyrir að álagningarprósentan hafi verið 50% fyrra árið en 33% hið síðara. í ár er áætlað að þeir skili 5,1 milljarði. Háir tekjuskattar fyrirtækja óæskilegir Steingrímur bendir á að háir skattar á hagnað fyrirtækja leiði til þess að stjórnendur verði almennt kærulausari um það hvort þau skili arði eða ekki. „Yið upphaf siðasta kjörtímabils, árið 1991, námu tekju- skattar á fyrirtækin í landinu 50% og var það mun hærra hlutfall en tíðkaðist í samkeppnislöndum okk- ar. Á sama tíma starfrækti ríkið einnig víðtækt og afar fjárfrekt stuðningskerfi fyrir óarðbær fyrir- tæki. Þau fyrirtæki sem skiluðu hagnaði þurftu því að láta helming hans af hendi til ríkisins, sem not- aði peningana til að styrkja fyrir- tæki í taprekstri. Þetta dró auðvitað úr hvatanum til arðsköpunar og efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar sem tók við vorið 1991 mið- uðu að því að laga þetta. Tekju- skattar fyrirtækja nema nú 33% og eru mjög svipaðir og í nágranna- löndunum.“ Óeðlileg tilfærsla Ásgeir Valdimarsson hagfræð- ingur telur að í sjálfu sér hafi verið rétt að draga úr skattlagningu á hagnað fyrirtækja. „Með því var þeim gert kleift að bæta eiginfjár- stöðu sem þau þurftu virkilega á að halda. Lækkun tekjuskattspró- sentu dregur auk þess úr hvata fyr- irtækjanna til skattsvika eða að bruðla með hagnaðinn í formi óþarfa risnu og þátttöku í bifreiðakostnaði starfs- manna. Því meira sem fyrirtæki græða, þeim mun líklegri eru þau til að veija gróðanum til frekari fjárfestinga og þar með atvinnuuppbyggingar, og hin stærstu jafnvel til þróunar og rann- sókna.“ Ásgeir telur hins vegar óeðlilegt að skattkerfisbreytingarnar hafi að hluta til verið tilfærsla á sköttum frá fyrirtækjum til einstaklinga. „Það væri æskilegt að lækka einnig skatta á einstaklinga ekki síður en fyrirtæki. Þó hefur persónuafslátt- urinn þau áhrif að meðalskattpró- senta tekjulágra einstaklinga er lægri en skattprósenta fyrirtækja. Fyrirtækin greiða skatta af nettó- tekjum en einstaklingar af heildar- ' tekjum. Ég tel að ríkisstjórnin hafi gengið of langt með því að minnka fjárlagahallann með því að hækka skatta á einstaklinga. Það þurfti að byrja á hinum endanum, þ.e. sparn- aði.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- 4- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segir að lækkunin á tekjuskatti hlutafélaga úr 50% í 33% hafi í raun aðeins numið 1-3%. „Ár- in 1989 og 1990 var tekjuskattur fyrirtækja 50% en verðbólga milli áranna 21% svo dæmi sé tekið. Raunskattur af þessum tekjum svaraði til 39%. Með lægri verðbólgu hækkar skatturinn vegna þess að hann greiðist eftir á en um leið og skatthlutfallið var lækkað var skatt- stofninn breikkaður og þegar þetta er reiknað saman sést að raunlækk- unin er sáralítil." s Þórarinn bendir á að í mörgum nágrannalöndum séu tekjuskattar fyrirtækja nú lægri en hér á landi og það sé varhugaverð þróun. „Tekjuskattar íslenskra fyrirtækja ættu í raun að vera lægri en ann- ars staðar því að þau þurfa að vega upp óhagræði smæðarinnar og fjar- lægðar frá mörkuðum. Allir hljóta þó að viðurkenna að skattkjör ís- lenskra fyrirtækja mega ekki vera lakari en þau eru á hveijum tíma í nálægum löndum. Nú er svo komið að flestar Norðurlandaþjóðirnar skatta fyrirtækin lægra en íslend- ingar. Fyrirtæki í Noregi og Svíþjóð greiða til dæmis 27% tekjuskatt en i Bretlandi og Frakklandi er þetta svipað og hér eða um 33%. Við erum því á svipuðu róli og margar aðrar Evrópuþjóðir og alls ekki í lægstu röð. Hins vegar er skattalöggjöf okkar fyrirtækjum óhagstæðari en víða erlendis eins og strangari regl- ur um flutning á tapi milli ára. Það er fullkomlega eðlilegt að greiða skatta af hagnaði en hagnaðurinn verður ekki til fyrr en tapið hefur verið greitt. Sem betur fer lýsir rík- isstjórnin yfir því í stjórnarsátt- málanum að skattalegt umhverfi fyrirtækja eigi að vera með því sem best gerist í nágrannalöndum svo ekki þurfi að gera sérsamninga við erlend fyrirtæki um skattafslátt til að þau fáist til að starfa hér á landi. Vinnuveitendur vona auðvitað að þessi mál verði leyst sem fyrst.“ Kjarabætur á silfurfati til fyrirtækja Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðing- ur ÁSÍ, er ekki á þeirri skoðun að skattar á íslensk fyrirtæki séu of háir og telur af og frá að lækka þá frekar. „Skattlagning á íslensk fyrirtæki er ein sú lægsta sem þekk- ist innan OECD og mjög svipuð því sem gerist í Skandinavíu þegar önn- ur gjöld en telquskattar eru reiknuð með. Að mati ASÍ mætti frekar athuga hvort ekki væri rétt að láta þau borga meiri skerf til samneysl- unnar, nú þegar atvinnulífið er að rétta úr kútnum og hvert fyrirtækið af öðru skilar góðum hagnaði. Það er eðlilegt að fyrirtækin taki þátt í samneyslunni enda er það ekkert síður í þeirra þágu að á íslandi sé rekið öflugt og skilvirkt heilbrigðis- og menntakerfi. ASÍ hefur ekki lagt neitt heildarmat á hvort skatta- lækkun fyrirtækja hefur virkað --------- hvetjandi á íslenskt at- vinnulíf en gerir hins vegar alvarlegar athugasemdir við að áfram verði dregið úr skattbyrði fyrirtækja á kostnað einstaklinga. Minni ráðstöfunartekjur einstaklinga hafa ætíð slævandi áhrif á atvinnulífið.“ Tekjuskattar eru um 17% af heildartekj- um ríkissjóðs Gylfi telur að tími sé kominn til að íslensk fyrirtæki taki til í eigin garði í stað þess að krefjast enn lægri skatta. „Starfsskilyrði at- vinnulífsins hafa batnað verulega á síðustu árum með lækkun tekju- skatts, opnun hagkerfisins, afnámi ýmissa hafta og lækkuðu raun- gengi. Menn bundu því vonir við að nú gætu þeir loks farið að borga sómasamleg laun og útrýmt at: vinnuleysi það hefur ekki gerst. í stað þess að krefjast þess stöðugt að fá allar kjarabætur á silfurfati væri nær að atvinnurekendur hug- uðu að því að auka hagræðingu hjá sér með auknu samstarfi og sam- runa fyrirtækja þannig að þau hafi betri forsendur til að standa sig í samkeppninni," segir Gylfi. ísland og flóttamannavandinn Island takí upp flóttamannakvóta Umdæmisstjóri Flótta- mannastofnunar SÞ á Norðurlöndunum, Hans Thoolen, hvetur til þess að ísland taki upp árleg- an flóttamannakvóta. Auðunn Arnórsson hitti Thoolen að máli og innti innlenda aðila eftir stefnu Islands í flótta- mannamálum. ARLEGUR kvóti upp á 20-30 flóttamenn til íslands væri mjög æskilegur," segir Hans Thoolen, umdæmis- stjóri Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNHCR) á Norður- löndum og í Eystrasaltslöndunum, sem staddur er hér á landi í tilefni af samráðsfundi háttsettra norrænna embættismanna um málefni flótta- manna (NHSF). Þau lög sem nú gilda um málefni flóttamanna á íslandi eru lög um eftirlit með útlendingum frá 1965. í nóvember 1993 var ákveðið á ríkis- stjórnarfundi að stofna svokallað flóttamannaráð, sem hefði það hlut- verk m.a. að gera tillögur um heildar- stefnu í málefnum flóttamanna. Thoolen sagði þann háttinn sem ey á afgreiðslu málefna flóttamanna á íslandi ekki vera mjög þróaðan. Það segði sitt að löggjöfin þar að lútandi væri frá 1965. Hann sagði skorta skipulega upp- byggingu utan um flóttamannaaðstoð afyhendi hins opinbera hér á landi. í skýrslu flóttamannaráðs frá 10. ágúst 1994 segir, að ísland hafi um árabil tekið þátt í norrænni samvinnu um sameiginlegan norrænan flótta- mannakvóta sem byggist á samkomu- lagi við Flóttamannastofnun SÞ. ís- land hafi hins vegar ekki, ólíkt hinum Norðurlöndunum, skuldbundið sig til að taka á móti flóttamönnum sam- kvæmt árlegum kvóta, þótt ísland sé að öðru leyti aðili að sameiginlegri norrænni flóttamannastefnu. Á árun- um 1956-1993 komu samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar hverju sinni samtals 207 kvótaflóttamenn til landsins, eða að jafnaði rúmlega 5 flóttamenn á ári, og að auki 45 ætt- ingjar þeirra. Fjöldi þeirra flótta- manna sem veitt hefur verið hæli hér á landi á síðustu misserum er teljandi á fingrum annarrar handar. Mörg ár eru síðan hin Norðurlönd- in fjögur hófu að taka við flóttamönn- um samkvæmt kvóta í samráði við Flóttamannastofnun SÞ. Norðmenn taka við 1.000 flóttamönnum í ár og Finnland hefur venjulega kvóta upp á 500 flóttamenn en hefur nú tvöfald- að hann til að hjálpa fleiri flóttamönn- um frá fyrrum Júgóslavíu. Svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð og Dan- mörku. Öll hin Norðurlöndin fjögur hafa byggt upp kerfi til að aðstoða flóttafólk við að koma sér fyrir. Thoolen sagði að þegar lönd sem ekki liggja næst átakasvæðum, þaðan sem flóttafólkið kemur, taka að sér að axla byrðina af ákveðnum hluta flóttamannastraumsins létta þau verulega undir því álagi sem er á lönd- unum sem næst liggja. Til dæmis eru nú í Króatíu einni um 400.000 flótta- menn, sem þó er smátt land. Ábyrgð í alþjóðasamfélaginu Aðspurður, hvers hann vænti af íslenzkum stjórnvöldum í þessu sam- bandi svaraði Thoolen: „Áð þau axli FLÓTTAMANNASTRAUMUR í Bosníu. Flóttamannastofnun SÞ, UNHCR, hefur nú leitað til ríkisstjórna 30 landa í þeim tilgangi að finna allt að 55.000 flóttamönnum frá borgarastríðinu í fyrrver- andi Júgóslavíu hæli. ábyrgð eins og þau hafa sagzt ætla að gera.' Flóttamannavandinn er svo stórt og alþjóðlegt vandamál, að þar gengur ekki að láta skeika að sköpuðu. Það er nauð- synlegt að mæta vand- anum með víðtæku, skipulögðu starfi, sem felst ekki sízt í því að hið alþjóðlega samfélag skipti með sér verkum og deili byrðunum." Þess vegna leggi UNHCR til að stjórnvöld hvers og eins ríkis axli réttlátan hluta ábyrgðar- innar. „Það er í þessu alþjóðlega samhengi sem við tölum um ábyrgð íslenzkra stjórnvalda,“ sagði Thoolen. Það sé annars mjög mismunandi með hvaða hætti hvert og eitt ríki bregðist bezt við þessu; það fari eftir efnum og aðstæðum og sé viðkom- andi ríki í sjálfsvald sett. En eitthvað verði hvert ríki að leggja af mörkum, þess krefjist hið alþjóðlega samfélag. Nú leitar UNHCR sérstaklega að vernd fyrir flóttafólk frá stríðinu í fyrrum Júgóslavíu, þar sem - að sögn Thoolens - ekki sé meira leggjandi á löndin sem næst liggja átakasvæð- inu, en eins og atburðir hafi þróazt að undanförnu sé ekkert lát á flótta- mannastraumnum - né heldur að sjái fyrir endann á honum. Árlegur kvóti er ráðið Árlegur, ákveðinn flóttamanna- kvóti hefði ýmislegt jákvætt í för með sér að sögn Thoolens; embættismenn, hjálparstofnanir og aðrir aðiiar sem nærri flóttamannaaðstoðinni kæmu gætu þá með vissu stillt sig inn á að leysa þau verkefni sem því fylgja að fá flóttamenn til landsins, s.s. útveg- un húsnæðis, læknishjálp, o.s.frv. Með því að þetta gerðist reglulega byggðist upp þekking meðal þeirra sem að málinu kæmu og sú þekking nýttist til frambúðar í stað þess að þegar ákvörðun sé tekin með skömm- um fyrirvara um að taka við svo og svo mörgum flóttamönnum verði að skipuleggja allar aðgerðir fyrir mót- töku þeirra upp á nýtt. RKI umsjónaraðili í umboði sljórnvalda Rauði kross íslands hefur í umboði íslenzkra stjórnvalda séð um móttöku þeirra flóttamanna sem hingað hafa komið á liðnum árum. Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið gera fastlega ráð fyrir að þetta hlutverk yrði áfram á höndum RKÍ eftir að ákveðið yrði að taka við flóttamönn- um samkvæmt kvóta. Hjá RKÍ hafi safnazt all- víðtæk reynsla af flótta- mannahjálp hérlendis, sem nýtast muni í fram- tíðinni. Hún sagðist von- T ast til að gerður yrði samningur við félags- málaráðuneytið um þetta hlutverk RKÍ, en þó hann hafi annast flóttamenn hingað til í umboði stjórnvalda hefur hann gert það án skriflegs samnings. Málefni flóttamanna heyra undir mörg ráðuneyti. Almennt heyrir löggjöf um útlendinga undir dómsmálaráðuneytið, en félagsmála- ráðuneytið gegnir formennsku fyrir flóttamannaráði. Aðgerðir þær sem nauðsynlegar eru fyrir móttöku fióttamanna eru líka að miklu leyti á könnu félagsmálaráðuneytis, þar sem r' flóttafólkið mun á ýmsan hátt þurfa að njóta félagslegrar þjónustu, bæði frá ríki og sveitarfélögum. Pólitísk ákvörðun Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið að þeir möguleikar sem fyrir hendi væru til móttöku flóttamanna réðust að miklu leyti af forgangsröðun verk- efna hjá ráðuneytum menntamála og félagsmála, því kostnaðarlega snerti móttaka flóttamanna þessi tvö ráðu- neyti mest. Engan nýjan lagaramma þurfi þó til að ákveða að taka upp flóttamannakvóta. „Það er einfald- lega pólitísk ákvörðun sem veltur á . því að þau ráðuneyti sem þurfa að V~ bera þann kostnað sem því fylgir, treysta sér til að setja hann framar á forgangslistann en verið hefur,“ sagði Þorsteinn. Eina leiðin til að tryggja að til væri fé fyrir móttöku flóttamannanna væri að gert yrði ráð fyrir þeim útgjaldalið á fjárlögum og ráðuneytin sem útgjöldin bæru gerðu ráð fyrir þeim. Þorsteinn sagði að undirbúningur að endurskoðun laganna um eftirlit með útlendingum væri hafinn í dóms- málaráðuneytinu, en ekki væri hægt að segja um hvort sú endurskoðun v komi til afgreiðslu á næsta þingi. í ofannefndri skýrslu flótta- mannaráðs er birt sem fylgiskjal upp- kast að útreiknuðum kostnaði af móttöku 25 flóttamanna frá fyrrver- andi Júgóslavíu. Heildarkostnaðurinn sem fenginn er í þeim útreikningi eru 36,3 milljónir. HansThoolen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.