Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ I* HRAKNIIMGAR Á KVERKFJÖLLUM Svona fyrirtæki ætti að fá sérstaka veðurspá TRAUSTI Jónsson veður- fræðingur segir að enginn vafi sé á því að menn hefðu átt að vita að veður yrði afar slæmt á Vatnajökli þeg- ar 26 manna hópur erlendra ferðamanna með íslenskum fararstjóra fór á jökulinn sl. sunnudag. Hann segir að á jöklinum bresti slík veður oft á og nú þegar ferðir af þessu tagi séu orðnar tíðari séu meiri líkindi til þess að hópar lendi í hremmingum. Trausti segir að vind- strengir í kringum fjöll séu einnig þekktir á láglendi, sérstaklega að vetrarlagi. „Þetta var í sjálfu sér ekk- ert verra veður en búast mátti við en það var óheppni að fólk var á ferðinni ein- mitt á þessum tíma. Að sum- arlagi standa svona veður yfirleitt ekki lengi yfir hveiju sinni,“ sagði Trausti. Meðalhiti um frostmark Trausti segir að Veður- stofan hafi spáð óveðrinu, hvassviðri á miðhálendinu, og Kverkfjallajökull sé mörgum hæðum fyrir ofan það. Meðalhitinn á þessum slóðum á þessum árstíma sé svipaður og í Reykjavík á veturna, eða í kringum frostmark. Níu vindstig voru þennan dag á Hvera- völlum og miklu hvassara er uppi á jöklinum. „Að mínu viti eiga fyrirtæki sem eru í svona rekstri áð fá sérstaka veðurspá fyrir þetta svæði og borga fyrir það,“ sagði Trausti. „Það er hæðin sem skipt- ir höfuðmáli. Kverkfjöll eru hærri en Vatnajökull og stöðugt loft, eins og í þessu tilviki, streymir fram hjá hindrunum, þ.e.a.s. loftið sem kemur yfir Vatnajökul fer ekki yfir Kverkfjöll heldur leitar fram hjá þeim. I hlíðum fjallanna er því ofsaveður. Það er mjög al- gengt að svona veður geysi á þessum slóðum,“ sagði Trausti. Ofmat þrek þriggja þátttakenda í ferðinni BENEDIKT Kristinsson, leiðsögumaður hjá Samvinnuferðum-Landsýn, sem bar hitann og þungann af því að koma ferðamönnunum ofan af Kverkjökli sl. sunnudag og mánudagsnótt, segir að þrír þættir hafi lagst á eitt um að gera ferðina að þeim hrakningum sem raun varð á. Þar nefnir hann glerhálan skriðjökullinn, ofsa- veður óg að hann hafi ofmetið þrek þriggja þátttakenda áður en haldið var af stað. Benedikt er reyndur leiðsögumaður, hefur starfað sem slíkur í níu ár og hefur mikla reynslu af vetrarferðum. Hann hefur farið þessa sömu leið 10-12 sinnum áður og mun oftar niður Kverk- jökul sem er skriðjökull norðan megin í Vatnajökli. Benedikt segir að það hafí verið spáð slæmu veðri áður en hann lagði af stáð með sinn hóp upp frá Sigurðarskála. Hann segir að veðrið hefði þó ekki átt að vera nein fyrirstaða miðað við útbúnað ferðafólksins. Allir hafi verið með skjólföt og vel búnir að öðru leyti. Óttaslegnir á fjórum fótum „Eg er búinn að fara þessa leið það oft að ég mat stöðuna þannig að það væri ekkert til- tökumál að ganga niður fönnina. Það tekur tvo klukkutíma að ganga þar niður með hóp og einn klukkutíma niður skriðjökulinn. Ég taldi að við réðum við þetta og samkvæmt öllu hefði veðrið átt að vera betra niðri. Gangan niður fönnina gekk vel og við vorum komin niður hana um kl. 17, en líklega hefur skriðjökullinn breyst frá því um morguninn. Hann var orðinn glerháll, líklega vegna hita, rigningar og roksins en fyrr um morguninn var hann frosinn og betri yfirferð- ar. Ég hafði enga hugmynd um að jökullinn væri svona erfíður yfírferðar. Þegar hópurinn hafði farið um 400 metra eftir skriðjöklinum voru allir komnir á fjóra fætur og voru mjög óttaslegnir. Ég safnaði hópnum saman í einn þéttan hóp því þá tekur vindurinn minnst í. Oft er best að halda áfram þegar komið er á jökul- inn því fljótlega er hægt að komast í var. En þegar lífshætta er á ferðum verður maður að vera harðákveðinn í því sem maður tekur sér fyrir hendur. í stað þess að taka áhættu ákvað ég að koma fólkinu sem fyrst á þurrt land. Það tók okkur um einn og hálfan klukkutíma að fara þessa 400 metra í stormi og sandroki," ságði Benedikt. Áttu ekki heima í þessari ferð Hann segir að þrír þættir hafi lagst á eitt um að valda hremmingunum sem ferðamennirnir gengu í gegnum. í fyrsta lagi hefði skriðjökull- inn verið háll og þótt Benedikt hafi margoft áður farið yfir skriðjökulinn kveðst hann aldrei hafa komið að honum svo hálum. í öðru lagi hafí þrír úr hópnum ekki átt heima í þessari ferð vegna skorts á þreki og í þriðja lagi nefndi Benedikt storminn. „Ferðamennirnir þrír töfðu mikið fyrir. Fólkið var algjörlega þreklaust og ég get alveg tekið það á mig að ég hef ofmetið getu þeirra þrekm- innstu,“ sagði Benedikt. Hann kvaðst aldrei áður hafa kynnst öðrum eins vindhviðum og á skriðjöklinum þennan dag. „Strax kl. 18 gerði ég mér grein fyrir því að við þyrftum á hjálp að halda. Eg reyndi nokkuð oft að hringja á skriðjöklinurh en náði ekki síma- sambandi. Þegar við loks komum á þurrt land, um 1 km austan við þann stað sem oftast er komið niður af skriðjöklinum var kl. orðin um 19.30 og þá var veðrið að mestu gengið niður. Þar náði ég sambandi við Jöklaferðir og Land- helgisgæsluna og bað um þyrlu.“ Óðu yfir þrjár ár „Þegar ég hafði komið þessum skilaboðum frá mér var rafhlaðan í símanum tóm. Ég ákvað þá um kl. 22, áður en algjört myrkur skylli á, að ganga af stað með hópinn og skilja eftir þessa þijá ásamt fjórum öðrum sem voru þeim til aðstoðar. Ég gat ekkert meira gert fyrir þá. Menn frá Jöklaferðum komu að þeim um kl. hálfeitt um nóttina og og þyrlan rétt eftir kl. 6,“ sagði Benedikt. „Við þurftum að vaða þijár ár í niðamyrkri, eina mjög djúpa, og allir voru orðnir blautir og hraktir. Ég fór fremstur með vasaljós og hinir komu á eftir mér í línu sem ég setti út. Við gengum í fjórar klukkustundir áður en við kom- um að stikaðri leið upp á jökulinn. Þá vissi ég að við vorum á réttri leið. En ég sá ekki næstu stiku vegna myrkurs. Ég var búinn að stappa stálinu í hina með því að margendurtaka hve stutt væri eftir leiðarinnar og það eru takmörk fyrir því hve oft er hægt að halda því áfram til að hvetja menn áfram. Ég ákvað því að við myndum setjast fyrir og hvíla okkur þar til færi að birta á ný. Þá var klukkan orðin hálf- þijú að nóttu. Við vorum sem betur fer mörg með svefnpoka í bakpokunum. Við vorum þijú um hvern poka og breiddum þá yfir okkur. Þarna höfðum við legið í um tvo tíma þegar við sáum ljós um kl. 5 um morguninn og björgunarsveitar- menn koma gangandi meðfram stikuðu leiðinni. Við fórum með þeim í Sigurðarskála," sagði Benedikt. .. Morgunblaðið/Snorri Snorrason KVERKJÖKULL, skriðjökullinn fyrir miðri mynd, er sakleysislegur þegar veðrið er gott. Gönguleiðin að Hveradal liggur upp fönn- ina hægra megin á myndinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti átta ferðamenn á skriðjökulinn aðfaranótt mánudags. Ferðamönnum kynnt- ar hættur jökulsins HELGI Pétursson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn segir að þátttak- endum í fjallaferðum sé afhentur listi þar sem upptalinn er nauðsynlegasti útbúnaður í slíkar ferðir. Þar sé tal- að um vind- og vatnsþétta jakka og buxur, hlýjan undirfatnað, ullar- sokka, peysur, trefla, húfur og vatnshelda hanska og gönguskó fyr- ir snjó og göngur, sólgleraugu og fleira. Helgi segir að þegar eitthvað ber út af í þeim ferðum sem fyrirtækið skipuleggur sé gripið til þeirra ráð- stafana sem jafnan er gripið til þeg- ar upp koma aðstæður af þessu tagi. „Við búum ekki til nákvæmar áætl- anir yfir það. Við reynum að koma fólki til hjálpar eins fljótt og hægt er með öllum tiltækum ráðum og koma því undir læknishendur eða í skjól. Það er ósköp einföld áætlun.“ Helgi segir að fararstjórar fari að sjálfsögðu yfír veðurspár. Hins vegar geti aðstæður verið mjög mis- jafnar og menn greini á um að hve miklu leyti hefði mátt búast við slíku ofsaveðri á jöklinum. Nauðsyn viðeigandi fatnaðar ítrekuð „Við erum í samvinnu þarna við vana menn og það sem snýr að okk- ur er að ítreka alla þessa hluti um viðeigandi fatnað og það er gert aftur eftir að fólkið kemur til lands- ins. En þetta er fullorðið fólk og við getum ekki gengið eftir því með því að gramsa í töskum þess. Um leið og eitthvað kemur upp á, sem er reyndar mjög sjaldgæft, gera menn allt sem hægt er til að koma fólki til hjáipar," sagði Helgi. Hann segir að ferðamönnum séu kynntar þær hættur sem leynast í jöklaferðum en það sé á hendi Jökla- ferðamanna. Ferðamenn sem hing- að koma eiga að gera sér grein fyrir því að hvetjar aðstæður eru á jökli. TRYGGVI Ámason hjá Jöklaferðum hf. á Höfn í Hornafirði segir að fjöl- margar hættur séu samfara ferðum á jökul. Tryggvi segir að fyrst beri að nefna hættur af völdum sprungna í jöklinum. „Ef menn fyigja ekki sett- um reglum á vélsleðunum og leið- sögumennimir hafa ekki stjóm á hópnum leynast víða hættur vegna sprungna í jöklinum. Við erum með mjög strangar reglur og förum aldr- ei á jökulinn nema að vera á snjóbíl og vélsleðum. Snjóbíllinn er fyrst og fremst öryggistæki. Við förum þessa leið allt sumarið og höfum nú þegar farið 20 ferðir með hópa bæði á veg- um Samvinnuferða-Landsýnar og fleiri. Ef ekki er bjart þá er keyrt eftir GPS-staðsetningartæki sem er bæði í snjóbílnum og á vélsleða. Það fer alltaf leiðsögumaður fremst á vélsleða og annar aftast. Þátttakend- ur keyra í einni röð. Við erum með talstöðvar, svipaðar og flugmenn nota, og erum því alltaf með stöðugt samband á milli leiðsögumannanna, bæði í snjóbílnum og milli vélsleð- anna,“ segir Tryggvi. Fylgst með búnaði Hann segir að einnig felist hættur í því að ganga upp og niður jökul- Vatn kemst inn um rennilás vélsleða- gallanna inn. í sérstökum poka, sem leiðsögu- menn taka með sér þegar lagt er upp frá Sigurðarskála, eru línur, gaddar, sérstakir skíðastafír, farsími og ann- ar búnaður sem á að auka öryggi þeirra sem fara þarna upp og niður. Þegar hópurínn kemur upp frá Kverkfjöllum tekur hinn hópurinn sem er á niðurleið við þessum búnaði. „Allir sem selja þessar ferðir taka sérstaklega fram hvaða búnað þátt- takendur þurfa að hafa með sér. í bæklingi er þetta tíundað og aftur í sérstökum lista sem þátttakendur fá. Um leið og hópurinn kemur til okkar taka þátttakendur upp sinn besta búnað sem þeir ætla að nota á göngunni yfír jökulinn. Töskur með öðrum eigum þátttakenda fara síðan í rútu sem ekið er norður fyrir jök- ul. Það er reynt að fylgjast með því að fólkið sé með viðeigandi búnað en við höfum ekki leyfi til þess að fara í töskur þeirra og athuga hvað það tekur með sér. Þó hefur komið fyrir að við höfum látið fólk kaupa sér betri búnað ef við höfum orðið varir við að það er illa búið,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að Jöklaferðir eigi sérsaumaða vélsleðagalla sem eru vatnsheldir úr gúmmíefni með fóðri. Gallinn við þessa galla er rennilás- inn. Á göllunum er flipi sem lagður er yfir rennilásinn og er festur með frönskum lási. Ef flipinn erekki lagð- ur nægilega vel yfír kemst vatn inn um rennilásinn og menn blotna. , „Þegar menn eru farnir að skríða eins og í þessu tilviki fer bleyta inn um hálsmál, ermar og skálmar. Þótt menn séu í bestu fáanlegum klæðum getur alltaf eitthvað brugðið út af,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að það sé matsatriði hvort það sé nóg að hafa einn leið- sögumann með 26 manna hóp. „í þessu tilfelli var sjálfsagt ekki nóg að hafa tvo heldur hefði þurft 4-5 leiðsögumenn.“ I > > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.