Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráð- herra vill bætt boð- skipti vinnumiðlana PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra mun kalla forstöðumenn helstu vinnumiðlana á landinu til sín til fundar næstkomandi mánu- dag þar sem fjallað verður um hvernig samhæfa megi störf þeirra og bæta boðskipti, en hann segist vera mjög óánægður með hvað vinnumiðlanirnar skili litlum ár- angri. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur félagsmálaráðu- neytið vakið athygli á því í auglýs- ingu að fiskvinnslufólk vanti til starfa hér á landi og mörg slík störf að losna á næstunni. Um 6.000 manns eru nú á atvinnuleysisskrá og atvinnuleysisbætur og útgjöld ríkisins þeim tengd áætluð hátt á fjórða milljarð króna í ár. Páll sagði í samtali við Morgunblaðið að nauð- synlegt væri að bæta boðskipti vinnumiðlana þannig að fólk í at- vinnuleit vissi að minnsta kosti hvar einhveija vinnu væri að hafa. „Það er ekki rökrétt að taka við atvinnuleysisskrám upp á sex þús- und manns annan daginn og síðan hinn daginn sendinefndum atvinnu- rekenda sem lýsa áhyggjum sínum og vandræðum út af því að þeir fá ekki fólk að til vinna,“ sagði Páll. Formannskj ör Alþýðubandalagsins 20 kynningarfundir með frambjóðendum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir til 20 kynningarfunda með frambjóð- endum til formannskjörs á næstu vikum. Fyrstu kynningarfundirnir, þar sem alþingismennirnir og fram- bjóðendurnir Margrét Frímanns- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon kynna viðhorf sín og svara fyrir- spurnum, verða á Hótel ísafirði á miðvikudagskvöld og í Félagsheim- ilinu á Patreksfirði fimmtudags- kvöld. í fréttatilkynningu segir að kynn- ingarfundimir á ísafirði og Patreks- firði sé öllum opnir en rétt til þess að kjósa í formannskjöri Alþýðu- bandalagsins eiga flokksbundnir félagar. Hægt er að ganga í Alþýðu- bandalagið til þess að öðlast þátt- tökurétt í formannskjörinu til loka septembermánaðar. Bréfleg kosn- ing sem fram fer fyrstu tvær vik- urnar í október og verða atkvæði talin á landsfundi flokksins sem hefst 12. október á Hótel Sögu. Kynningarfundurinn á Hótel Isa- firði hefst kl. 20.30 miðvikudaginn 23. ágúst. Fundarstjóri er Bryndís Friðgeirsdóttir bæjarfulltrúi. Kynningarfundurinn í Félags- heimilinu á Patreksfirði fyrir Vest- urbyggð hefst kl. 20.30 fimmtudag- inn 24. ágúst. Fundarstjóri er Einar Pálsson, bæjarfulltrúi. Þá hafa verið undirbúnir fundir í Keflavík, Hafnarfírði, Akranesi, Grundarfirði, Blönduósi, Siglufirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Vopnafírði, Egilsstöðum, Neskaup- stað, Höfn í Hornafírði, Hvolsvelli, Selfossi, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Stórglæsileg 4ra herb. íbúð í Jörfabakka 22. Ný eldhúsinnr. Parket. Verð 7,2 millj. Áhv. 4 millj. hagst. lán. Mögul. að taka bíl og/eða hesthús og/eða minni íbúð uppí og/eða hag- stæða greiðsluskilmála. Jón Egilsson, hdl., Knarrarvogi 4, sími 568 3737. Tölvuforrit Til sölu er landsþekkt tölvuforritunarfyrirtæki með um 1000 seldum forritum og mörg hundruð þjónustusamninga. Hentar vel fyrir tölvunar- fræðing, forritara eða verkfræðing. Mjög góð skrifstofuaðstaða vel tækjum búin og aðstaða fyrir námskeiðahald. Verð kr. 5 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. msiiiizaazasGCT SUOURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. ★ Vantar - Vantar ★ Höfum kaupanda að óvenjulegri íbúð í góðu ástandi með tveimur svefnherb., stórri stofu, góðri geymslu, stórum sólsvölum eða verönd. Miðsvæðis í Reykjavík, hugsanlega í Kópavogi. Kaupverð 6,5-7,5 millj. Upplýsingar hjá sölumönnum. FASTEIGIMASALA Si'mi 533-4040 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, HDL., LÖGG. FASTSALI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI SÖLVI SÖLVASON, HDL. BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. 23 punda ferlíki úr Vatnsdalsá í Vatnsfirði EINN stærsti lax sumarsins veidd- ist fyrir nokkrum dögum í Vatns- dalsá í Vatnsfírði vestur á Barða- strönd. Þetta var 23 punda hrygna sem tók maðk og veiðimaðurinn, Þorsteinn Árnason, gerði gott bet- ur og náði þremur löxum til viðbót- ar, tveimur 8 punda og einum 6 punda. Lítt þekkt á Fáum sögum fer af Vatnsdalsá í Vatnsfirði, en að sögn Ragnars Guðmundssonar, bónda á Brjáns- læk, getur þó verið mjög dijúg veiði þegar skilyrði eru góð. Aðal- laxveiðisvæðið er mjög stutt, tæp- lega kílómetri á -lengd, og á því miðju er laxastigi fram hjá háum fossi. „Vatnsdalsá hefur komist í 200 laxa þegar skilyrði hafa verið góð og er það mikil veiði á aðeins eina dagsstöng. Síðast var slík veiði 1993, en skilyrðin í sumar hafa verið mjög erfið, kalt og enn er mikill snjór í fjöllum. Að undan- fömu hafa þó skilyrði batnað veru- lega og það fór strax að kroppast lax úr ánni. Ef haustið verður gott gæti veiðin orðið mjög góð, því margir hafa séð að talsvert er kom- ið af laxi í Vatnsdalsvatn og mikið af þeim laxi sem hefur veiðst að undanförnu hefur verið nýgeng- inn,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Veiðisvæðið er víðara en að framan er getið, góð silungsveiði er og hefur verið í sumar í Vatns- dalsvatni, bæði bleikja og mjög vænn urriði og að auki rennur á í Vatnsdalsvatn sem nær langt inn í dal. Þar veiðist silungur, báðar tegundir, og lax gengur þangað síðsumars og fram á haustið. SPÁNVERJARNIR Juan Arrue og Jose Celaya með fallega morgunveiði á eina stöng úr Laxá á Asum fyrir nokkrum dögum. Laxaskot í „Hítará 2“ Síðustu vikuna hafa 25 til 30 laxar veiðst á efra svæði Hítarár, sem kallað hefur verið „Hítará 2“. Flestir hafa veiðst í Gijótá, einni af þveránum en einnig hefur lax gengið og veiðst fyrir ofan Kattar- foss í Hítará. „Þetta hafa verið 4-6 laxar á dag að undanfömu og menn hafa orðið varir við talsvert líf. Það hefur greinilega farið ganga upp úr neðra svæðinu og gaman væri ef framhald yrði á þessari veiði,“ sagði Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SVFR, sem er með svæðið á leigu. Mikil áraskipti em af því hvað veiðist af laxi á svæð- inu „Hítará 2“ og er skotið síðustu daga sjálfsagt eðlilegt framhald á því að meira hefur gengið og veiðst af laxi á neðri svæðunum heldur en um nokkurt árabil. Að öllu jöfnu er svæðið gott silungsveiðisvæði og sagði Bergur að milli 30 og 40 sil- ungar hefðu verið færðir til bókar í sumar. Sá stærsti í 8 ár Fyrir fáum dögum veiddist 20 punda hængur í Laxá í Leirár- sveit. Veiðimaður vildi ekki láta nafns getið, en agnið var flugan „Green But“ númer 12 og veiði- staðurinn var Breiðan, þar sem Laxá hefur göngu sína úr Eyrar- vatni. Að sögn leiðsögumanna við Laxá eru átta ár síðan að 20 punda múrinn var rofinn í ánni, en síðast þegar lax af þessari stærðargráðu veiddist voru þeir reyndar tveir og báðir 21 pund. ÁRNI Sigfússon og Þráinn Hallgrímsson að lokinni undirskrift samnings um rekstur Málaskólans Mímis. T ómstundaskólinn tekur við Mími TÓMSTUNDASKÓLINN hefur tekið við Málaskólanum Mími, sem Stjórnunarfélag íslands hefur rek- ið síðan 1984. Skólann stofnaði Einar Pálsson árið 1947. Á þriðja hundrað nemendur stunduðu nám í ensku, þýsku og spænsku á síð- asta námsári. Málaskólinn Mímir flytur í Gamla Stýrimannaskólann að Öldugötu 23. Fjögur tungumál verða í boði í skólanum í vetur. Hilda Torres mun kenna spænsku, Reiner Santuar þýsku, Peter Chadwick ensku og Ánn Siguijóns- son mun kenna frönsku. Reykblys hreinsuð af Skjaldbreið REYKBLYS sem fundust við gíg- inn í Skjaldbreið fyrir skömmu til- heyra björgunarþyrlusveit varn- arliðsins. Áhöfn þyrlu varnarliðs- ins hreinsaði upp afganga af blys- unum í gærmorgun, að ósk varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Samkvæmt upplýsingum vam- arliðsins er um að ræða sjálf- íkveikjandi reykblys sem notuð eru af björgunarsveit varnarliðsins. Blysunum er kastað út úr þyrlum til að kanna vindátt áður en lent er og eru þau hættulaus með öllu. Umrædd blys glötuðust sl. vetur á björgunaræfingum. Þau sukku í fönn og því kviknaði ekki á þeim öllum er þau snertu jörðu. '---♦—♦—♦---- Launavísi- talan hækkar LAUNAVÍSITALAN hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan er 139,7 stig og er þá miðað við meðallaun í júlí. Sam- svarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fast- eignaveðlána, er 3.055 stig í sept- ember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.