Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Óbreytt afgjald borgarfyrirtækja til borgarsjóðs Reykjavíkur Gjaldskrá Rafmagnsveitu og Vatnsveitu þyrfti að hækka RÁFMAGNSVEITA Reykjavíkur getur staðið undir afgjaldi, eða arðgreiðslum, til borgarsjóðs í mánuð í viðbót, að óbreyttum forsendum fjár- hagsáætlunar, en fram á næsta vor ef orkusala eykst og hagræðingaraðgerðir skila árangri. Haldist afgjald óbreytt þyrfti gjaldskrá Raf- magnsveitunnar að hækka um 7,8%-10,7%. Þá leggur Vatnsveita Reykjavíkur til að vatnsgjald hækki að meðaltali um 15%. Hitaveitan telur hins vegar ekki þörf á gjaldskrárhækkun, enda geti fyrirtækið staðið .undir afgjaldi í nokkur ár. Þetta kemur fram í svörum forráðamanna þess- ara fyrirtækja við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í stjórn veitustofnana borgarinn- ar. Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi, seg- ir ljóst að fyrirtækin þoli ekki álögurnar. „í svör- um Rafmagnsveitunnar kemur fram, að miðað við samþykkta fjárhagsáætlun, með svipuðum tekjum næstu 5 ár, geti fyrirtækið staðið undir greiðslunum þar til nú í september-október. Auk- ist sala raforku samhliða hagræðingu geti fyrir- tækið staðið undir greiðslunum fram til maí-júní á næsta ári. Afgjald Rafmagnsveitunnar á þessu ári nemur 596 milljónum, sem er mun meira en tvöfaldur rekstrarhagnaður samkvæmt fjárhags- áætlun, eða 17% af orkusölutekjum. Verði afgjald- ið ekki lækkað þarf að hækka gjaldskrá um 10,7% miðað við óbreyttar tekjur, en annars 7,8%.“ Gunnar Jóhann segir að hvar í flokki sem menn standi séu þeir sammála um að fyrirtækin geti ekki staðið undir afgjaldinu að öðru óbreyttu. Afgjald þarf að lækka Grípa verði í taumana og lækka afgjaldið. „Þá á eftir að svara því hvar borgarsjóður fær þær tekjur sem hverfa við lækkun þess.“ Gunnar Jóhann segir að í svörum Vatnsveitunnar hafi komið fram, að hún geti ekki lengur búið við óbreyttar tekjur, miðað við fjórföldun á af- gjaldi frá 1990. Á grundvelli afgjaldsins, kostnað- ar vegna endurnýjunar á heimæðum o.fl. leggi Vatnsveitan til að vatnsgjald verði hækkað um 15% að meðaltali. Fjölgun bókana S-L til Dublin Breið- þota fyrir 2 hópa BÓKANIR í helgarferðir til Dublin á vegum Samvinnuferða-Landsýn- ar hafa aukist um 60-70% frá því í fyrra. Nú þegar hafa 4 þúsund íslendingar verið bókaðir í haust- ferðir og stefnir í að ferðaskrif- stofan bóki á milli 7 og 8 þúsund manns í ferðir til írlands á þessu ári. Nú er unnið að því að fá breið- þotu Atlanta flugfélagsins til að flytja tvo stóra fyrirtækjahópa til Dyflinnar. Kristján Gunnarsson, fjármála- stjóri S-L, segir að Dublin sé stað- ur sem henti Islendingum og nefn- ir hann sérstaklega í því sambandi stutt flug og hagstætt verðlag. Helgarferðir til Dublin, þrjár næt- ur með gistingu og sköttum, kosta frá 22-23 þúsund krónum. „Það er í athugun að fá breið- þotu sem tekur á milli 400-500 manns til að sinna stórum hópum sem hafa leitað til okkar. Það kem- ur í ljós í þessari viku hvort af þessu verður. Okkar samstarfsað- ili í þessu leiguflugi, Atlanta, hef- ur yfir að ráða breiðþotu,“ sagði Kristján. Árshátíðir frádráttarbærar Hann sagði að þama væri um að ræða tvo fyrirtækjahópa sem hygðust halda árshátíð sína í Dublin. Hann sagði að ferðirnar væru frádráttarbærar til skatts hjá fyrirtækjum og því hefði það aukist að slíkar ferðir væru farn- ar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BRESKI herinn sendi þessa ökumenn til þátttöku í alþjóðarallinu. Þeir aka Land Rover, sá elsti er árgerð 1967, sannkallaður forngripur. Þeir Bernard Stevens, Tim Line, Alan Parramore, Andrew Bray, Colin DenMcKay og Phillip Stone sögðust allir ætla að ljúka keppni. BERNARD Stevens situr öfugu megin í jeppa sínum að hætti Breta. Land Rover hans er með keppnissætum og öllum öryggsbúnaði, sem þátttaka i rallmóti krefst. Breski herinn keppir í aiþjóða- rallinu ÞRJÁR áhafnir munu keppa á vegum konunglega breska hersins í alþjóðarall- inu, sem hefst við Perluna á föstudaginn. Okumennirnir aka á Land Rover-jepp- um, en á hveiju ári keppa ökumenn á vegum flutningadeildar breska hersins í 20 rallmótum. Er þessi vettvangur notaður til að þjálfa ökumenn og voru sex ökutæki hersins leyst úr tolli í Reykjavík í gær. „Þrír jeppanna eru keppnistæki, hinir eru til viðgerðarþjónustu á meðan keppninni stendur. Við erum mjög spenntir að takast á við íslensku rallveg- ina og aðstæðurnar hérna eru mjög sér- stakar,“ sagði Bernard Stevens, einn ökumanna hersins í samtali við Morgun- blaðið. „Markmið okkar er að komast á leiðarenda og fá reynslu af aðstæðum sem við höfum ekki kynnst áður. Við verðum kannski ekki fljótastir, en seigla jeppanna gæti skilað okkur langt. Við höfum keppt í mörgum löndum en rallið hérna er allt öðruvísi en það sem við höfum kynnst til þessa. Eg get ekki beðið eftir því að komast af stað.“ Hugmyndir sjálfstæðiskvenna fá stuðning miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins Tillaga um fjölgun í forystu samþykkt LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna lagði fram tillögu á mið- stjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku þess efnis aój fjölgað verði í forystu flokksins. Sam- þykkt landssambandsins hlaut stuðning meirihluta miðstjórnar- manna og var vísað áfram til fram- kvæmdastjórnar flokksins. Gert er ráð fyrir að tillagan verði borin upp á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í haust. Kristín Lyngdal, varaformaður landssambandsins, segir að sam- þykktin hafi verið samþykkt ein- róma af fjórtán manna stjórn sam- bandsins og í kjölfarið hafi verið ákveðið að leggja hana fram á miðstjórnarfundinum. Tillagan gengur út á að fjölgað verði í for- ystu Sjálfstæðisflokksins, en ekki var sett skilyrði um að kona gegni embættinu. „Sjálfstæðisflokkurinn er stór stjórnmálaflokkur og það hafa ekki verið nema tveir sem hafa stjórnað honum, en við teljum að kominn sé tírni til að fleiri sitji í efstu stöðum sem stjórni. Við von- umst til að fá konu í það emb- ætti, þó að slíkt sé ekki nefnt í tillögu okkar, en við vonum að landsfundur kjósi þannig að það verði kona. Við hugsum þessa stöðu sem annað varaformanns- embætti og sá sem því gegni hafí svipuð völd og varaformaður. Þetta embætti á að vera pólitískt og sá sem því gegnir á að hafa völd og eitthvað að segja, en ekki að vera bara til skrauts," segir Kristín. Þingflokkur Alþýðuflokks Skýrslu krafist um framkvæmd GATT ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokks mun krefja forsætisráðherra um skýrslu um framkvæmd GATT- samningsins við upphaf þings í haust. Þetta var samþykkt á fundi þingflokksins í gær. Þingflokkurinn telur að „hver mistökin hafi rekið önnur í af- greiðslu ríkisstjórnarinnar á inn- flutningsmálum sem tengjast GATT, þannig að nauðsynlegt er að hún geri hreint fyrir sínum dyrum.“ Þingflokkurinn vill að ríkis- stjórnin „greini frá því, hvemig hún hyggst leiðrétta ítrekuð mistök. sín svo samningurinn geti stuðlað að lækkun matvöru- verðs, aukinni samkeppni og fjölbreyttara vöruúi-vali, neyt- endum til hagsbóta," segir í samþykkt þingflokksins. Landbúnaðarráðuneyti verði svipt forræði tollamála Þá telur þingflokkur Alþýðu- flokksins nauðsyn bera til „vegna afstöðu landbúnaðarráð- herra til framkvæmdar GATT- samningsins", að forræði í tolla- málum innfluttra landbúnaðar- afurða verði fært frá landbúnað- arráðuneyti yfir til fjármála- ráðuneytis, þar sem „öll önnur tollamál eru vistuð". Vistfræðiúttekt gerð á Elliðaánum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að láta fara fram ítarlega vist- fræðiúttekt á Elliðaánum, upp- tökum þeirra og ósasvæði. Samhliða fari fram rannsókn á Rauðavatni, Langavatni og Úlfarsá, sem miði að því að tak- marka frá upphafi mengunar- áhættu frá nýrri byggð á aust- ursvæðum borgarinnar. í tillögunni er gert ráð fyrir að úttektin nái til mats á áhrif- um vatnstöku, orkuframleiðslu, aukinnar byggðar og röskunar umhverfis á lífríki ánna og að leitað verði leiða til að skapa upprunalegu lífi í ánum öryggi og viðgang. Stjórn rannsóknanna verður hjá embætti borgarverkfræð- ings. Kostnaði við rannsóknina verður skipt til helminga milli borgarsjóðs og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Sídustu skemmtiferða- skip sumarsins TVÖ síðustu skemmtiferðaskip sumarsins koma til landsins í dag. Samkvæmt upplýsingum frá hafnsögumönnum kom samtals 51 skemmtiferðaskip til landsins á þessu sumri og er það nokkur fjölgun miðað við síðasta ár, en þá komu hingað 39 skip. Það eru Seabourn Spirit og Alla Tarasova, sem koma í dag og dvelja fram á kvöld. Þau munu leggjast að bryggju eins og nær öH önnur skemmtiferðaskip hafa gert í sumar, en að sögn hafn- sögumanns var eitt skipanna of stórt til að komast inn í höfnina °g lá því á ytri höfninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.