Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 29' GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR + Guðrún Stefáns- dóttir fæddist á Akureyri 14. desem- ber 1917. Hún lést á Borgarspítalanum 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Har- aldsdóttir húsmóðir frá Hjalteyri og Stefán Stefánsson frá Sauðárkróki, kaupmaður á Akur- eyri. Systkini henn- ar eru Helga, en hennar maður var Erik Mogensen, og Stefán, hans kona er Steinunn Hjartár. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, og var einnig við nám í dönskum kvennaskóla. 31.5. 1941 giftist Guðrún Jörundi Pálssyni arki- tekt frá Hrísey, f. 20.12. 1913, d. 6.9. 1993. Foreldrar hans voru Páll Bergsson, útgerð- armaður í Hrísey, og Svanhildur Jör- undsdóttir. Börn þeirra Guðrúnar og Jörundar eru Stef- án, tæknifræðing- ur, f. 23.1. 1945, var kvæntur Onnu Þóru Karlsdóttur, þau skildu og eiga þau tvær dætur; Guðrún arkitekt, f. 16.8. 1946, gift Hallgrími Benediktssyni lækni, búsett i Kanada, og eru böm þeirra fjög- ur. Útför Guðrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. LÁTIN er æskuvinkona mín, Guðrún Stefánsdóttir, eftir löng og erfíð veikindi. Aldrei man ég eftir að hún kvartaði þegar spurt var hvernig heilsan væri, heldur var svarið ávallt að hún væri bara góð eða jafnvel ágæt - mér batnar ekkert við að kvarta. Dugnaður var henni í blóð borinn og entist henni alla tíð. Hún var hamhleypa til verka og ætíð boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd. Hún stofnaði verslunina Guðrúnar- búð sem hún rak um árabil. Jörund eiginmann hennar hafði lengi dreymt um að læra arkitektúr en hann var auglýsingateiknari. Hún lét þann draum hans rætast er hún kostaði hann til nokkurra ára náms í Kaupmannahöfn. Jörundur starfaði um árabil hjá húsameistara ríkisins. Nú sláum við á léttari strengi. Við vorum jafnöldrur og vorum einu sinni ungar og kátar stelpur. Guðrún var glæsileg ung stúlka, há og grönn með fallegt ljóst hár - dömuleg. Hún vakti athygli. Hún var ákaflega glaðlynd og hafði einstaklega hlýja nærveru. Við áttum margt sameiginlegt en hæst ber þó makaval okkar er við giftumst nöfnum og systrasonum frá Hrísey, Guðrún fékk Jörund Pálsson, en ég Jörund Oddsson. Það var síst til að draga úr vináttu okkar og áttum við hjónin ótaldar ánægju- stundir saman. Við stöllurnar gerðum það gjarn- an þegar við vorum öll saman og við þurftum að tala til maka okkar að þá kallaði sú sem vildi fá áheyrn „Jörundur betri“ og þá vissi maður í hvaða sæti hinn var og oft var hlegið mikið. Ósjaldan skemmti Jör- undur maður hennar gestum okkar hjóna með frásagnargáfum sínum, því hann var öndvegissögumaður. Þau voru vinir vina sinna og voru ákaflega vinmörg. Hin síðari ár voru þeim hjónum erfið en þessu mótlæti tóku þau af æðruleysi. Stefán sonur þeirra og Svanhildur dóttir hans voru þeim ómetanleg stoð í erfiðum veikindum. Eiga þau þakkir skildar. Það er svo margt, Gógó mín, sem við gætum riíjað upp en sem við geymum þangað til við hittumst á ný- Góða ferð, vinkona, ég veit að þú færð góðar móttökur. Guð blessi þig og þína. María Pétursdóttir. Nú er hún frænka dáin. Guðrún var aldrei kölluð annað en frænka af okkur systrunum og segir það kannski mest um þann sess sem hún hafði í lífi okkar. Frá barnæsku tók hún þátt í lífi okkar enda mamma og hún mjög samrýnd- ar. Allar okkar æskuminningar tengjast frænku meira eða minna, hvort sem farið var norður á Mý- vatn, í Kaldbaksvík, þar sem frænka synti í sjónum eða allar ferðirnar í Systrasel, sumarbústaðinn sem hún og amma áttu uppi við Elliðavatn. Seinna þegar við urðum eldri og eignuðumst okkar dætur, áttu þær ekki bara ömmur, heldur einnig ská- ömmu og skáafa, en það kölluðu þær Guðrúnu og Jörund. Eitt af því skemmtilegasta sem stelpurnar gerðu þegar þær voru á Norðurbrún- inni var að hlaupa niður á Kleppsveg til skáömmu og skáafa og fá appels- ínu með sykurmola, eitt af undrum lífsins sem opinberaðist eingöngu hjá skáömmu. Nú er frænka farin í ferðina miklu og vitum við að Jörundur tekur þar á móti henni. Við systurnar þökkum frænku fyrir allt sem hún gerði fyr- ir okkur og stelpurnar okkar kveðja skáömmu og vita að hún hefur það gott hjá skáafa og Guði. Sigrún og Guðrún Mogensen og dætur. Kveðja frá Soroptimistum Fallinn er í valinn einn af stofnfé- lögum Soroptimistaklúbbs Reykja- víkur, Guðrún Stefánsdóttir, fyrrum kaupkona. Þegar Soroptimistahreyfingin barst til íslands árið 1959 var það að frumkvæði Helgu Demcher, dansks soroptimista. Hún safnaði saman nokkrum konum og sagði þeim frá hugsjónum og baráttumál- um hreyfingarinnar. Soropt.imista- klúbbarnir eru starfstengdir, einn félagi úr hverri starfsgrein. Konum er boðin þátttaka en ekki er hægt að sækja um inngöngu. Það lætur því að líkum að Guðrún hefur þá þegar verið þekkt fyrir þá eiginleika sem voru einkenni hennar og aðal, hjálpsemi, heiðarleiki, góðvilji og atorka. Slíkum konum leitaði Helga að. Orðið soroptimisti er búið tii úr gríska orðinu soror= systir og opt- ime sem þýðir bestur eða sá sem væntir hins besta og þannig var Guðrún Stefánsdóttir, sterk kona og hlýleg sem vildi reynast öllum vel og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til að svo mætti verða. Guðrún var formaður Soroptim- istaklúbbs Reykjavíkur önnur í röð- inni næst á eftir stofnformanninum Ragnheiði Hansen Guðjónssonar. Hún var hugmyndarík og skemmti- leg, lét aldrei bilbug á sér finna, þótt móti blési. Guðrún reyndist okkur einnig afar liðtæk í fjáröflun- araðgerðum klúbbsins og nutu kaup- sýsluhæfileikar hennar sín vel í því hlutverki. Guðrún var afar tónlistarhneigð, hafði fagra söngrödd og hlýddi á hljómlist af nautn þess sem gefin er tónlistargáfa. Guðrún og'maður hennar Jörundur Pálsson arkitekt og málari voru samhent mjög. Jör- undur teiknaði húsið þeirra við Kleppsveg og þangað komum við soroptimistar oft. Þegar mikið skyldi við haft var oft leitað til Guðrúnar um fundarstað fyrir klúbbfundi og ætíð var okkur tekið opnum örmum og af rausn og gestrisni þess fólks sem þar réð húsum. Örlögin fara ’oft óblíðum höndum um hið besta fólk og Guðrún fór ekki varhluta af því. Margt varð henni mótdrægt, hún missti mann sinn fyrir nokkrum árum og heilsa hennar bilaði og var afar léleg mörg síðari ár. Guðrún æðraðist þó aldr- ei, hélt styrk sínum og reisn, spilaði brids við „stelpurnar" sem hún hafði bundist ævilangri vináttu við og var ætíð gefandi fremur en þiggjandi. Bömum sínum og barnabörnum var hún styrk stoð og við í Soroptimista- klúbb Reykjavíkur vorum vissar um það að hvað sem segja mætti um okkur hinar, þá væri Guðrún Stef- ánsdóttir áreiðanlega soroptimisti par excellence, þ.e. hin besta systir. Nú að leiðarlokum minnumst við soroptimistar nærri fjögurra áratuga samfylgdar, samvinnu og vináttu við Guðrúnu. Bömum hennar, barna- börnum og venslafólki öllu sendum við samúðarkveðjur og Guðrúnu vin- konu okkar þökkum við og óskum henni fararheilla til fegurri og betri heima. Guðrún Halldórsdóttir. Það var mikil gæfa fyrir starfsemi Námsflokka Reykjavíkur þegar í starfslið þeirra bættist Guðrún Stef- ánsdóttir fyrrum kaupkona. Hún hafði á langri ævi unnið margvísleg störf og kynnst flestum hliðum þjóð- lífsins, verslunarstörf höfðu þó verið aðalstörf hennar ásamt húsmóður- starfinu. Guðrún sleit barnsskónum á Ak- ureyri, missti ung föður sinn og hefur áreiðanlega oft verið þröngt í búi á bernskuheimili hennar. Enda fór hún ung að vinna og var m.a. innanbúðar hjá Ludvig Knudsen kaupmanni í Hrísey, síðar tóku önn- ur verslunarstörf við. Sögur segja að Guðrún hafi verið fögur kona og að hún og Jörundur maður hennar hafi þótt glæsilegt par, er þau gengu um göturnar í höfuðstað Norðurlands, þegar þau voru í tilhugalífinu. Jörundur var dóttursonur Hákarla-Jörundar í Hrísey og hún dóttir Stefáns Stef- ánssonar bókara, sem ættaður var úr Skagafirði, bróður Eyþórs tón- skálds á Sauðárkróki. Jömndur og Guðrún áttu bæði til tónlistarfólks og listamanna að telja og voru list- nautnafólk. Jömndur var einn fýrsti lærði auglýsingateiknari íslendinga og síðar nam hann arkitektúr í Kaupmannahöfn á meðan Guðrún sá fyrir börnum og búi heima á Fróni. Eftir að Jömndur komst á eftirlaun gaf hann sig alfarið að málaralist og varð þekktur Esjumál- ari. Guðrúnu og Jömndi varð þriggja barna auðið. Tvö komust upp en einn drengur lést í frumbernsku. Barnaböm Guðrúnar em sex og langömmubörn tvö. Guðrún hafði af þeim mikla gleði og eru fjölskyldu hennar hér sendar hugheilar samúð- arkveðjur. Guðrún var mikil lífslistakona. Söngrödd hafði hún fagra og skrif- aði afar fallega rithönd. En listin að lifa, gera gott úr hlutunum, mik- ið úr smáu og finna leiðir út úr vand- anum var hennar stóra lífskúnst. Guðrún og Jörundur settust að í Reykjavík og vann Guðrún ætíð úti. Fyrst vann hún hjá Haraldi Árna- syni, einnig var hún lengi starfskona í hinni þekktu verslun Markaðinum. Síðar hóf hún samstarf við Pál Mel- steð og settu þau upp tískuverslun- ina Guðrúnarbúð við Rauðarárstíg sem ber nafn hennar enn í dag, þótt hún hafi fyrir löngu horfið frá þeim rekstri. Árið 1961 setti hún ásamt Helgu systur sinni á stofn fataverslunina Guðrúnu við Klapparstíg og flutti inn úrvals fatnað eins og margir muna. Vömvöndun og góð þjónusta voru Guðrúnu mikið kappsmál. Þegar Guðrún var um sextugt var heilsu hennar þannig komið að hún sá þann kost vænstan að hætta rekstri búðar sinnar, en hún þjáðist af liðagigt. Guðrúnu var samt ijarri skapi að leggja árar í bát og vann ýmis ígripa- störf um hríð en fljótlega réðst hún til Námsflokka Reykjavíkur og varð skólaritari þar meðan aldur leyfði, eða í áratug. Það var ómetanlegt lán í svo margslungnum rekstri eins og starf- semi Námsflokkanna er, að fá til starfa konu með jafn víðfeðma reynslu og Guðrún hafði. Guðrún var fagkona, kunni lipurð og þjónustu og að gera öllum jafnt undir höfði. Því var hún bæðí hinum yngri starfs- mönnum og kennurum góð fyrir- mynd og hjálparhella. Við samstarfsfólk hennar nutum góðs af reynslu hennar og þekkingu á fjölmörgum sviðum. Ef halda átti hóf, þekkti hún uppskriftir og vissi hvað áætla þurfti til matar og súkk- ulaðið sem hún gerði svo meistara- lega vel var ómissandi á jólahátíðum skólans. Guðrún var líka meistarinn í laufabrauðsbakstrinum sem við dunduðum okkur við á aðventunni. Þannig var það í svo mörgu. Hún var meistari sem við gengum í smiðju til. Guðrún var líka ósérhlífin og úthaldsgóð í vinnu þó að heilsan væri farin að bila. Sérhlífni var ekki til í neinum afkima sálar hennar. Við sem unnum með henni á þessum síðasta áratug starfsævi hennar eig- um henni þökk að gjalda fyrir ein- staklega gott samstarf og trausta vináttu sem aldrei bar skugga á. Síðustu árin átti Guðrún við mikla vanheilsu að stríða og margir erfið- leikar steðjuðu að. Guðrún bognaði þó aldrei. Reist eins og eikin í óveðr- inu kunni hún að sveigja greinarnar og skýla öðrum, en brotnaði ekki sjálf fyrr en í „bylnum stóra seinast". Með þakklæti og trega kveðjum við hana Guðrúnu okkar. Guðrún J. Halldórsdóttir. Elskuleg kona og vinkona Guðrún Stefánsdóttir er kvödd í dag. Ég fann til mikils saknaðar og tómleika þegar Guðrún Ragnars, vinkona okkar beggja, hringdi og sagði mér lát hennar. Það kom mér reyndar ekki mjög á óvart, því Guðrún var búin að vera lengi veik. En það er nú svo, að þótt við búumst við að þurfa að kveðjast fráfv þessari jörð, þá erum við samt alltaf óviðbúin, sama hver aldurinn er. Það er þessi minningasjóður sem við öðl- umst á lífsleiðinni með góðu fólki sem gerir það að verkum að söknuð- ur verður svo mikill og maður á bágt með að sætta sig við að eiga ekki framar að hittast og gleðjast saman. Guðrún Stefánsdóttir var ein af þeim konum sem skilja eftir sig spor - spor sem ætíð voru gæfuspor fyr- ir alla hennar ástvini. Sumum tekst það, en öðrum ekki, en Guðrún var ein af þeim kjarn- orkukonum sem létu ekki erfiðleika eða aðra óárán á sig fá, hún bara gekk í málin og leysti þau. Hún vai^ ótrúleg, kjarkurinn og bjartsýnin alltaf í fyrirrúmi. Ég man aldrei eft- ir henni draga aðra niður þótt henni liði illa, heldur var hún svo þakklát að fá tækifæri til að gleðjast og njóta samveru vina sinna. Guðrún var ein af þeim konum sem aldrei bera áhyggjur sínar á torg, heldur bar hún gleðina og hressileikann með sér og lyfti okkur hinum upp ef eitt- hvað var. Guðrún var Akureyringur og bar alltaf góðar tilfinningar til síns fæð- ingarbæjar og þar hitti hún ástina?" sína Jörund Pálsson og voru þau sannarlega glæsileg hjón svo af bar. Man ég ennþá eftir Guðrúnu sem bam einmitt hve falleg mér þótti hún. Hún var snilldarkokkur og þau voru ófá skiptin sem ég og vinkon- urnar nutum þess að borða hjá þeim hjónum og spila brids. Alltaf var gestrisnin og gleðin í fyrirrúmi. Ég og við vinkonurnar söknum Guðrún- ar mikið og ég veit að þessi stór- brotna kona hefur gefið öllum þeim er henni kynntust innlegg í sitt eig- ið líf og þá er mikið sagt. Ég sendi börnum hennar og ást- vinum öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi sporin hennar Guðrúnar aldrei fyrnast. '•# Ásta Hauksdóttir. MARGRET JONS- DÓTTIR MÖLLER + Margrét Jóns- dóttir Möller fæddist á Stokks- eyri 6. janúar 1911. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ingi- leif Ingimundar- dóttir og Jón Gríms- son frá Stokkseyri. Þau eignuðust þrjár dætur; Jóhanna, f. 13. janúar 1908, gift Börge Jensen, bú- sett í Kaupmanna- höfn, og Ingunn, f. 5. júlí 1909, d. 10. apríl 1994, var gift Karli Ein- arssyni skipasmið. Einn uppeldisson áttu þau, Ólaf, en hann lést ungur af slysförum. Árið 1933 giftist Mar- grét Tage Möller, f. 15. janúar 1898, d. 20. október 1987. Áttu þau tvo syni, Jón Friðrik, f. 1939, og Carl, f. 1942. Útför Margrétar fer fram frá kapell- unni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. EIN af sómakonum íslands er fallin frá. Margrét hafði skilað sínu dags- verki er hún fékk hvíldina. Mig lang- ar að minnast tengdamóður minnar með fáeinum orðum og þakka henni af alhug fyrir allt sem hún var mér, alveg frá fyrstu stundu, þegar Carl sonur hennar kynnti mig fyrir for- eldrurn sínum. Þau tóku mér sem dóttur og reyndust mér alia tíð sem bestu vinir. Margrét var afburða húsmóðir og flink handavinnukona, sem aldrei lét verk úr hendi falla á meðan hún var og hét. Þegar Tage Möller féll frá missti Margrét mikið, sinn lífsförunaut í 50 ár og eftir það fór heilsu hennar verulega að hraka. Synir hennar, Jón Friðrik og Carl, sáu þó til þess að hana skorti ekkert og hugsuðu um hana af alúð. Tage átti son af fyrra hjónabandi, Birgi Möller. Birgir og Gunilla kona hans, ásamt sonum þeirra Carli Friðrik og Birgi Thor voru Margréti ávallt mjög góð og sýndu henni mikla umhyggju og ræktarsemi í gegnum árin. Margrét vildi ávallt láta gott af sér leiða Qg voru henni málefni van- gefmna mjög hjartfólgin. Dýravinur var hún mikill, hændi að sér allskyns fugla á svalimar á Skúlagötunni, og hafði hver fugl sitt nafn og var fasta- gestur. Hundamir okkar Kalla voru líka mjög hændir að Margréti og tók elsti hundurinn okkar Gutti ekki annað í mál en að fylgja henni heim, er hún kom í heimsókn til okkar út á Álftanes. Dýrin finna svo sannar- lega hið sanna eðli mannsins og þau löðuðust ósjálfrátt að henni. Ég veit að það er í anda MargréU ar að þakka fyrir sig og ætla ég ao biðja Þorsteini Blöndal lækni allrar blessunar, hann var henni sérstak- lega góður og alltaf til staðar ef eitt- hvað bjátaði á hjá henni. Innilegar þakkir til Ásgeirs Jónssonar læknis, sem passaði uppá hjartað hennar og var henni svo góður, og síðast en ekki síst Ársæls Jónssonar öldrunar- læknis, sem stundaði hana um ára- bi! og sá til þess að hún hefði það sem best, hjartans þakkir. Við ástvinir Margrétar flytjum öllu þessum læknum og starfsfólki heimahjúkrunar, á öldrunardeil^ Borgarspítalans og á Droplaugar- stöðum, þakkir fyrir frábæra umönn- un og allan þann hlýhug og hjálp sem það sýndi henni og okkur. Við biðjum ykkur öllum guðs blessunar. Margrét mín, við söknum þín mik- ið, en við vitum að nú ert þú hjá Tage og Ingu systur þinni sem var þér svo kær. í guðs friði. i, Þín tengdadóttir._ Ólöf Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.