Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRISTINN Tómasson með verðlaunabílinn á tölvuskjánum. Fjallað um bílahönnuð af íslenskum ættum í þekktu bílablaði Boðin vinna hjá BMW eftir sigur í samkeppni Byggt yfir g’öngii- götuna í Mjódd ÞANNIG lítur göngugatan milli Álfabakka og Þönglabakka út nú. SVONA á gatan að líta út eftir að byggt hefur verið yfir hana. KRISTINN Tómasson, 28 ára son- ur Helga Tómassonar, stjórnanda San Fransisco-bailettsins, og eig- inkonu hans, Marlene, var annar tveggja ungra hönnuða, sem unnu til verðlauna í samkeppni BMW 1992 fyrir hönnun á framtíðarbíl fyrirtækisins. Kristni var síðan boðið starf í hönnunarstöð BMW í Miinehen og starfar þar nú. Fjallað var um samkeppnina og verðlaunagrip Kristins í septemberhefti banda- riska bílablaðsins Automobile sem er eitt víðlesnasta bílablað í heim- inum. I greininni rifjar Robert Cumb- erford, leiðbeinandi ungu hönn- uðanna, upp hugi.iyndir þeirra og vinnsluferli, en þeir útskrifuðust allir úr Art Center College of Design skólanum í La-Tour-de- Peilz sumarið 1992. Hönnuðirnir upprennandi áttu að skapa þrívíða tölvumynd af nútímalegum bíl fyr- ir 21. öldina í smábílaflokki og velja í hann drifbúnað og vél. VerðlaunatiIIögurnar voru síðan mótaðar í leir. Tveggja dyra sportbíll Um Kristin segir Cumberford: „Tomasson tók loks af skarið og valdi eina leið úr þeim aragrúa hugmynda sem höfðu streymt frá honum. Hann hafði rissað upp fjöl- margar teikningar sem hann merkti Rizzi, ættarnafni móður sinnar. Hann hannaði glæsilegan tveggja dyra sportbíl sem ennþá bar dám af upphaflegnm hug- myndum hans um bíl úr mörgum samsettum flötum.“ Umhverfi fegrað og aðkoma bætt FRAMKVÆMDIR við byggingu glerþaks yfír göngugötuna í Mjóddinni í Breiðholti munu vænt- anlega hefjast innan skamms. Forráðamenn verslana í Mjódd segja að stefnt sé að þvf að þakið verði komið upp áður en jólaversl- unin héfst. Göngugatan liggur á milli versl- unarhúsanna við Þönglabakka og Álfabakka. Yfirbyggingin verður úr gleri og plasti en burðarvirkið úr límtré. Kostnaður við fram- kvæmdimar er áætlaður 30 millj- ónir króna og sér Límtré hf. um uppsetningu þaksins. Frekari tafir ólíklegar Framkvæmdir við glerþakið hafa verið í undirbúningi í rúmt ár og áttu framkvæmdir að hefj- ast nú í vor. Málið tafðist þó fram eftir sumri vegna þess að sam- þykki allra húseigenda var áskilið þar sem yfirbyggingin nær yfir lóðamörk. Fyrir skömmu tókst að ná fullri samstöðu meðal húseig- enda um málið en síðastliðinn fimmtudag var afgreiðslu bygg- ingarleyfís frestað hjá byggingar- nefnd Reykjavíkur þar sem hún telur bygginguna ekki fullnægja reglum um eldvarnir. Gunnar L. Gissurarson, formaður nefndar- innar, segir að enn eigi eftir að lagfæra nokkur atriði er snúi að eldvörnum áður en byggingarleyfi fáist. Hann á þó jafnvel von á að það takist fyrir næsta fund bygg- ingarnefndar, sem verður eftir hálfan mánuð. Gissur Jóhannsson, málsvari húseigenda í Mjódd, segir að hann eigi ekki von á að verkið tefjist frekar og stefnt sé að því að þak- ið verði komið upp áður en jóla- verslunin hefst. Kaupmenn og aðrir þjónustu- aðilar í Mjódd gera sér miklar vonir um að yfirbyggingin muni styrkja stöðu Mjóddarinnar gagn- vart öðrum verslanamiðstöðvum, ekki síst Kringlunni. Ásamt yfir- byggingunni er unnið að því að fegra svæðið í kringum verslun- armiðstöðina og auk. þess mun aðkoman batna verulega á næst- unni þar sem borgarráð hefur samþykkt að leyfa vinstri beygju frá Reykjanesbraut að Álfabakka. Christian Roth forstjóri íslenska álfélagsins Skynsamlegasta aðferðin við stækkun álversins NOTKUN þeirrar kertækni sem þegar er fyrir hendi hjá ÍSAL við fyrirhugaða stækkun álvers- ins er, að sögn Christians Roth, forstjóra ÍSAL, langskynsamlega aðferðin við stækkun verksmiðj- unnar. Með því verði minnstur fjárfestingarkostn- aður, lágmarks rekstrarkostnaður og rekstur verksmiðjunnar tryggður til næstu 30 ára. í viðtali við Pálma Stefánsson, tæknilegan framkvæmdastjóra Hydro Equipment AS í Nor- egi, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, sagði hann að skammsýni væri að stækka álverið í Straumsvík með sömu kertækni og þar er í dag, og hann telji óráðlegt af íslenska ríkinu að fjármagna stækkunina ef til þess kæmi. Þrjú meginmarkmið Roth segir að þrjú meginmarkmiðin með fyrir- hugaðri stækkun ÍSAL séu í fyrsta lagi lág- marks fjárfestingarkostnaður, en það þýði að nota grunngerð verksmiðjunnar sem þegar er fyrir hendi, í öðru lagi að ná fram lægri rekstr- arkostnaði, því aðeins verði hægt að selja ódýrt ál í framtíðinni, og í þriðja Iagi að gera fyrirtæk- ið þannig úr garði að rekstur þess næstu 30 árin verði tryggður. „Ef við værum að byggja nýja verksmiðju frá grunni myndum við auðvitað nota stærri ker, en vegna þess að við erum með verksmiðju í rekstri þá stækkum við hana með sömu kera- stærð og er fyrir í verksmiðjunni. Ástæðan er sú að fjárfestingarkostnaðurinn verður lægri, því þjónustudeildir eins og skautsmiðju og ker- smiðju er ekki hægt að nýta fyrir stærri ker eins og Pálmi talar um, en nýting þeirra verður hins vegar betri í þeirri stækkun sem fyrirhug- uð er. Rekstrarkostnaðurinn yrði einnig hærri ef um tvær mismunandi kerstærðir væri að ræða. Því fylgdi jafnframt mikil áhætta, því á komandi árum þyrftum við annaðhvort að breyta núverandi kerskálum til samræmis við nýja tækni eða hreinlega leggja niður hluta af verk- smiðjunni. Lífslíkur verksmiðjunnar eru því mun tryggari ef stækkunin verður með kenim af sömu gerð og nú þegar eru í notkun hjá ISAL,“ segir Roth. Kerin alls ekki úrelt Hann leggur áherslu á að kerin í álverinu séu alls ekki úrelt, heldur hafi þau verið end- urnýjuð og varið í það um 4,4 milljörðum króna. Þau séu því orðin gerbreytt frá þeim kerum sem upphaflega var byijað með, og alls ekki sam- bærileg við það sem lagt var upp með fyrir 25 árum. „Þetta er kannski ekki það fullkomnasta sem völ er á í dag, en engu að síður mjög nútíma- legt. Kerin eru nú 120 kílóamper eftir þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á þeim og ekki útilokað að hægt sé að auka afköstin meira. Við glímum ekki við nein stórvægileg vandamál lengur og við vitum hvað við erum að gera með þau ker sem eru í álverinu. Það er því alveg ljóst að hagkvæmast er að stækka verksmiðjuna með þessari tækni og að baki þessari ákvörðun liggja kristaltærir útreikningar," segir hann. Álitlegasta aðferðin í viðtalinu sagði Pálmi að kostnaðurinn við stækkun verksmiðjunnar yrði 13,6 milljarðar króna en ekki 10 eins og haldið hefur verið fram til þessa. Roth sagði það rétt hjá Pálma að kostnaðurinn yrði meiri en 10 milljarðar, en hann vildi hins vegar ekki nefna neina tölu í þessu sambandi. Hann sagðist undrast þá yfir- Iýsingu Pálma að hann vildi ekki fjárfesta í stækkun verksmiðjunanr eins og hún er fyrir- huguð og hann teldi óráðlegt fyrir íslenska rík- ið að taka þátt í kostnaðinum. „Þetta fínnst mér undarleg yfirlýsing, en hvað sem því líður þá held ég að Svisslending- arnir ætli sjálfir að fjármagna stækkunina, og það gera þeir einungis ef fjárfestingin er álit- leg. Þetta er álitlegasta aðferðin við stækkun og sjálfur myndi ég leggja hana til við Alusu- isse-Lonza ef öll mikilvæg skilyrði við svo stóra fjárfestingu eru að öðru leyti uppfyllt," sagði Christian Roth. Morgunblaðið/Sveinn Sæmundsson Valtá brúnni BÍLL valt á brúnni yfir Brúará við Spóastaði skammt sunnan vegamótanna að Skálholti og teppti umferð um veginn í 2 Vi tíma síðastliðinn laugardag. Til- drög slyssins eru ekki kunn en bíllinn lenti á handriði brúarinnar og hafnaði þversum á brúnni. Bandaríkjamaður ók bílnum og sakaði hann ekki en bíllinn er mikið skemmdur. Kranabíl þurfti til að losa bílinn og segir lögregl- an á Selfossi að ökumaðurinn hafí greitt allan kostnað sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.