Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvers vegna að breyta ríkisvið- skiptabönkunum í hlutafélög? FYRIR skömmu til- kynnti Finnur Ingólfs- son iðnaðar- og við- skiptaráðherra að hann hygðist setja á laggirnar nefnd sem hefði það hlutverk að undirbúa breytingu á ríkisviðskiptabönkun- um í hlutafélög. Þessi ákvörðun ráðherra er í samræmi við stjóm- arsáttmála ríkisstjóm- ar Davíðs Oddssonar. Ungir framsóknar- menn lýsa því nú yfir að viðskiptaráðherra eigi að fara sér hægt við þessar breytingar og að ekki hafí komið fram nein rök sem styðji þessi áform. Auðvitað þarf að standa að þessum breytingum með faglegum hætti. Hins vegar er brýnt að þessar breytingar eigi sér stað. I þessari grein verður leitast við að útskýra hvaða áhrif hlutafé- lagsbreyting ríkisbankanna hefur á starfsemi þeirra. Á síðustu fímm árum hafa um 30 lönd, m.a. fjöl- mörg Evrópuríki með bæði ríkis- stjórnir til hægri og vinstri, breytt ríkisbönkum í hlutafélög eða selt hlutabréf í ríkisbönkum á opnum markaði. Ég vil nefna hér nokkur atriði sem hafa verið talin veiga- mest um það að ríkisbönkum hefur verið breytt í hlutafélög og hvers vegna þessi sömu rök eiga við hér- lendis. Styrkir bankana Þegar ríkisbankarnir eru orðnir að hlutafélögum fá þeir aukið sjálf- stæði til ákvarðana. Það er afar mikilvægt í aukinni samkeppni á bankamarkaði, að fyr- irtækin séu eins hag- kvæm í rekstri og hægt er og að stjórn- endur þeirra geti tekið skjótar ákvarðanir sem byggjast á faglegu mati en ekki pólitísk- um sjónarmiðum. Þeg- ar breytingarnar voru gerðar á Útvegs- bankanum og hann sameinaður Alþýðu- banka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka, var helsta markmiðið með sameiningunni að styrkja bankakerfið. Sterkt bankakerfi er lykillinn að öflugu og hagkvæmu fjármála- kerfi. Það er því veigamikið atriði í þessum breytingum að ríkisvið- skiptabankarnir styrkist og geti eflt samkeppni á bankamarkaði og aukið hagkvæmni á honum. Minnkar pólitísk afskipti af bankakerfinu Með því að gera ríkisbankana að hlutafélögum er löggjafarvald og framkvæmdavald aðskilið betur og jafnframt eru viðskiptaleg og stjórnmálaleg sjórnarmið betur aðgreind. Þannig geta hlutafé- lagabankarnir byggt reksturinn fyrst og fremst á viðskiptalegum sjónarmiðum sem styrkja rekstur- inn. Vegna pólitískra afskipta af ríkisbönkunum hafa ákvarðanir um rekstur bankanna og val í stjórnunarstöður stundum verið teknar af öðrum en sérfræðingum bankanna. Þannig geta pólitísk áhrif í útlánastefnu eða mannar- áðningum leitt til þess að við- Á síðustu fimm árum hafa a.m.k. 30 ríki breytt ríkisbönkum í hlutafélög, segir Þór Sigfússon, til að styrkja sjálfstæði þeirra og samkeppnisstöðu. skiptavinum eða starfsmönnum er mismunað. Færir bankakerfið í nútímalegra horf Stofnun hlutafélaga um rekstur ríkisbankanna er framhald þeirra umbóta á skipulagi íslenska Ijá- magnsmarkaðarins, sem unnið hef- ur verið að á síðustu árum. Sett hafa verið ný lög um um viðskipta- banka og um sparisjóði, um verð- bréfaviðskipti og verðbréfasjóði og um eignaleigustarfsemi. Þá hefur verið dregið úr gjaldeyrishöftum í áföngum og nú er svo komið að veigamestu höft á þessu sviði heyra sögunni til. Þá hefur, í tengslum við aðild íslands að evrópska efna- hagssvæðinu, farið fram ítarleg endurskoðun á starfsemi íslenska ijármagnsmarkaðarins. Þar sem ríkisbankar eru starfræktir, eins og t.d. á Norðurlöndunum, eru bankarnir venjulegast í hlutafé- lagaformi. Víða þar sem ríkisbank- ar eru við lýði fer nú fram gagn- ger endurskoðun á bankakerfinu. Þar fara bæði flokkar til vinstri og hægri með forystuhlutverk í því að minnka pólitísk afskipti af bankakerfi og selja hlutabréf ríkis- ins í bönkum. Afnám ríkisábyrgðar Ríkissjóður ber ábyrgð á inn- lendum og erlendum skuldbinding- um ríkisviðskiptabankanna en hluthafar með hlutafé sínu á skuldbindingum hlutafélagsbanka. Geti ríkisviðskiptabanki ekki stað- ið við skuldbindingar kemur því til kasta ríkissjóðs. í hlutafélagi verðúr ábyrgð ríkisins takmörkuð við hlutafjáreign þess á hverjum tíma. Þar með lýkur ótakmarkaðri ábyrgð ríkisins á stofnunum þess, sem hefur kostað skattborgara verulega fjármuni. Ríkisábyrgð á rekstri fyrirtækis getur leitt til misnotkunar, þar sem fyrirtækið getur aldrei farið á höfuðið því ríkið mun ávallt hlaupa undir bagga ef illa gengur. Jafnvel þó líklegt megi telja að ríkið muni ekki láta hlutafélagsbanka fara á höfuðið, til að raska ekki um of fjármálakerfinu, er ljóst að aðhald hluthafa og aukið sjálfstæði í rekstrinum krefjast aukinnar ábyrgðar stjórnenda þeirra. Ef bankarnir fara illa vegna þess að bankarnir fylgdu ekki eðlilegri við- skiptastefnu, t.d. varðandi útlán, er við enga aðra að sakast en stjórnendur og því er ábyrgðin á þeim meiri. Stjórnendur hlutafé- lagsbanka, sem á í fjárhagsvand- ræðum, geta ekki kennt pólitískri útlánastefnu um hvernig komið er, þar sem hlutafélagsbankar eru reknir eins og hver önnur fyrir- tæki og stjórnendurnir, sem um- boðsmenn hluthafa, bera fulla ábyrgð á rekstri þeirra. Aðhald á stjórnendur hlutafélagsbanka felst Þór Sigfússon í því að ef stjórnun bankanna er léleg geta hluthafar sagt þeim upp. Treystir samkeppni Með því að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög er skapað aukið jafnræði á milli innlánsstofn- ana hérlendis sem eflir samkeppni í bankaviðskiptum. Eftir breyting- una munu allir bankar búa við sömu skattakjör og geta allir aflað sér rekstraríjármagns með útboði nýs hlutaljár. Þá mun ríkisábyrgð á innlánum ríkisviðskiptabankanna falla niður á þessu ári og munu þá öll innlán í bönkum vera tryggð af tryggingasjóði innlánsstofnana. Þannig er jafnræði tryggt. Meira til skiptanna Með því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög er reynt að bæta rekst- ur ríkisins og að nýta þannig al- mannafé betur. Með einfaldari og bættari ríkisrekstri verður meira til skiptanna og stjórnvöldum veitist aukið svigrúm til að sinna af kost- gæfni þeim félagslegu markmiðum sem þau setja sér. I stað þess að standa í rekstri á fyrirtækjum sem eru í beinni samkeppni við einkafyr- irtæki, eins og bankarekstri, geta ráðuneyti og stjórnkerfið í heild betur sinnt því að búa efnahagslíf- inu eðlilega umgjörð, treysta eftirlit með t.d. bankakerfmu og hlúa að þeim þáttum er allir eru ásáttir með að sé í hlutverki ríkisins, til að mynda rekstur skóla og sjúkrahúsa, vegagerð og fleira. Það hníga öll rök að því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Það er síðan Alþingis að ákveða með sölu hlutabréfanna. Sala hlutabréfa verður að tryggja dreifða eignaraðild og farsælast er að almenningi gefist kostur að kaupa hlut í bönkunum eins og gert var við sölu Lyijaverslunar íslands. Þar var sýnt fram á, að það þarf ekki þátttöku fyrirtækjablokkanna á ís- landi til að sala á hlutabréfum í ríkis- fyrirtækjum geti átt sér stað. Höfundur er hagfræðingur. Við eigum að byggja bamaspítala ÞEGAR veikindi steðja að breytir til- veran um lit hjá nán- ustu aðstandendum. í fjölskyldu hitta alvar- leg eða erfið veikindi aldrei sjúklinginn ein- an fyrir> þau verða mál fjölskyldunnar- allrar. Þegar lítið barn. tekst á við veikindi og sjúkrahúsvist reynir enn meira á fjölskyld- una, ekki síst foreldr- ana sem oftast setjast að við sjúkrarúmið í lengri eða skemmri tíma. Heimur sjúkrahússins er sér- stæð veröld og að dvelja á barna- deild og fylgjast með baráttu barn- anna við veikindi, afleiðingar slysa eða önnur áföll er lífsreynsla sem skilur eftir spor í sálinni. Það er komið hátt á annan áratug síðan ég gekk í fyrsta sinn inn um dyr Barnaspítala Hringsins á Landspít- alanum til að dveljast þar með ungum syni mínum en þessi fyrsta dvöl var endurtekin nokkrum sinn- um á næstu árum. Þegar ég lít til baka yfir daga, kvöld og oft nætur við sjúkrarúmið eða minnist stund- anna í óþreyju og bið eftir barninu af skurðstofunni er það í raun ekki endurminning um kvíða og vanlíðan sem fyllir hugann heldur fyrst og fremst þakklæti, hlýhugur og virðing gagnvart starfsfólkinu á barnadeildinni, sem ávallt sýnir ómetanlegan skilning og umburð- arlyndi við oft á tíðum óviðunandi aðstæður. Af starfsfólksins hálfu mætir þeim nánustu eingöngu velvild og umhyggja, ef barnið á erfitt og vill hafa mömmu eða pabba hjá sér um nótt er dýna lögð á gólf og angist og ótti er sefuð. Þá var sameinast í átaki Enn hanga á veggj- um Barnaspítala Hringsins innrammað- ar blaðagreinar með frásögnum af því átaki og stórhug sem var undanfari þess að bamadeildin flutti í nýbygging- una sem reis við Landspítalann árið 1965. En það voru Hringskon- ur sem fyrir rúmlega hálfri'öld hófu baráttu fyrir að barnaspítali risi í Reykjavík og náðu samkomu- lagi við stjórn Landspítalans um að barnadeild fengi inni í nýbygg- ingu spítalans á sínum tíma. Hringskonur hafa jafnan verið hin- ar góðu dísir Bamaspítala Hrings- ins, stutt starfsemi hans með fjár- veitingum til lækningatækja og búnaðar og aflað fjár með sjálf- boðavinnu og skýrir það nafn barnadeildarinnar. Sérhæfður barnaspítali Víða um lönd hefur verið lögð áhersla á sérhæfða barnaspítala í í upphafí síðasta árs ákvað ríkisstjórnin að byggja bamaspítala. Rannveig Guðmunds- dóttir segir að þeirri ákvörðun þurfi að fram- fylgja. stað þess að vera með aðstöðu fyrir börn á mörgum stöðum. Minnist ég þess að einungis eru tveir barnaspítalar í Montreal í Kanada, annar enskur en hinn franskur. Ég hef komið í enska spítalann og var þá tjáð að þang- að kæmu börn annars staðar frá þar sem lögð væri áhersla á að hátækniþjónusta slíkrar sjúkra- stofnunar væri öflug og þessvegna ekki unnt að dreifa henni. Þessa sömu stöðu hefur Barnaspítali Hringsins með um 2.500 sjúklinga á ári og 3.400-3.500 komur á bráðamóttökudeild sem læknar barnadeildar hafa með að gera. Hinsvegar má segja að við höfum valið að dreifa kröftum og aðbún- aði. Þannig var rómuð barnadeild jafnframt starfrækt á Landakoti og við samninga um yfirtöku Borgarspítala á starfsemi Landa- kots var lögð rík áhersla á að sú barnadeild yrði einnig starfrækt á Borgarspítala. Spytja má hvort þá hefði átt að sameinast um efl- ingu Barnaspitala Hringsins. Rannveig Guðmundsdóttir Þrátt fyrir að þessi leið var valin eru bæði læknar og hjúkrunar- fræðingar sammála um að nauð- synlegt sé að hraða byggingu sér- hæfðs barnaspítala. Hvert ætlum við að stefna? í upphafi síðasta árs ákvað ríkis- stjórnin að byggja barnaspítala á lóð Landspítalans. Heildarkostnað- ur var áætlaður um 600 milljónir króna og stærð hússins um 4.000 fermetrar. Ráðgert var að verkinu yrði lokið á þremur árum. Guð- mundur Árni Stefánsson þáverandi heilbrigðisráðherra undirritaði samstarfssamning ráðuneytis um bygginguna við Ríkisspítala og Hringinn auk þess sem fyrir lá að Reykjavíkurborg veitti 100 millj- óna króna framlag á tveimur árum til þessa mikilvæga verkefnis. í áætlun fólst að framlag úr bygg- ingasjóði Hringsins yrði 100 millj- ónir króna, framlag Reykjavíkur- borgar 100 miljónir króna, í Bygg- ingasjóði Ríkisspítala um 20 millj- ónir króna og á fjárlögum ríkisins yrði 125 milljóna króna framlag í þijú ár. Þess var og vænst að frjáls framlög til þessa brýna verkefnis gætu numið tugum milljóna króna. Gert var ráð fyrir óbreyttum fjölda rúma á barnadeildinni en aðstaða öll yrði gerbreytt, meðal annars verður stóraukin dag- og göngu- deildarþjónusta fyrir börn starf- rækt þar. Rýmið sem núverandi barnadeild hefur yrði hinsvegar til ráðstöfunar fyrir aðra starfsemi Landspítalans auk þess sem miðað var við að uppsteypa svokallaðrar K-álmu yrði í tveimur áföngum og áhersla lögð á að nýtanlegt rými þeirrar byggingar fengist fyrr í gagnið og fyrir minni fjármuni. Þessi áform hafa því miður ekki gengið eftir. ÞöguII hópur Sjúklingar eru ekki hávær þrýstihópur en nú er svo komið að ýmsir aðilar geta ekki orða bundist um aðstöðuna á barnadeild Landspítalans, þar á meðal hafa heyrst raddir foreldra sem einmitt þekkja svo gjörla stöðu mála. Umfjöllun um okkar heilbrigði- skerfi og kostnaður við það er á _þá lund að það virðist sem borið sé í bakkafullan lækinn að tala um nýbyggingu nú. Lífslíkur sjúkra og alvarlega slasaðra eru aðrar og meiri en áður fyrr og með nýrri tækni, öflugri iyfjum og dýrari aðgerðum aukast þær stöðugt en að sama skapi aukast heilbrigðis- útgjöld hins opinbera. Sighvatur Björgvinsson tókst á við það erfiða og óvinsæla hlutverk að hamla gegn sjálvirkninni í útgjaldaaukn- ingu ríkisins - við harða og óbil- gjarna gagnrýni - en það er viður- kennt að brýnt er að sporna gegn sjálfvirkri þenslu til að gera nauð- synlega stefnumörkun og áfram- haldandi uppbyggingu mögulega. Stefnan hefur verið mörkuð um byggingu barnaspítala með sam- starfssamningi um bygginguna á síðastliðnu ári. Nú þarf aftur átak Við eigum að byggja barnaspít- ala. Frá mínum bæjardyrum séð snýst bygging barnaspítala ekki beinlínis um nýtt Ijármagn, heldur fremur um skipulagsmál og áhersl- ur í byggingaáætlunum Ríkis- spítalanna. Miðað við samstarfs- samninginn og þau áform sem uppi voru á síðastliðnu ári á að vera unnt að sameinast í átaki líkt og fyrir 30 árum og með því setja aðbúnað sjúkra bama í forgang. Ég hvet til þess að við tökumst af alvöruþunga á við þetta brýna verkefni. Höfundur cr alþingismaður og formaður þingflokks Alþýðu- flokksins-Jafnaðarmannaflokks íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.