Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 25 -r. STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SEIÐATALNING VEKUR VONIR SEIÐAVÍSITALA þorska á þessu ári er yfir meðallagi síðustu tíu ára, litlu hærri en árið 1993 og sú hæsta síðan 1986. Þetta eru góðar fréttir. Að vísu er ekkert hægt að fullyrða um væntanlega stærð eða veiðiþol þessa þorskárgangs er fram líða stundir. Aðstæður í lífríki sjáv- ar, sem erfitt er að sjá fyrir, ráða mestu um vöxt hans og viðgang. Seiðafjöldi ýsu var og nokkru hærri en meðal- tal síðustu tíu ára. Seiðafjöldi karfa var á hinn bóginn litlu minni en meðaltal síðustu tíu ára en vel yfir meðal- tali síðustu tuttugu ára. Það hefur stundum verið sagt, að auðlindir sjávar geri ísland byggilegt. Staðreynd er, að bróðurparturinn af efni og lífskjörum íslendinga á þessari öld var sóttur í sjávardjúp. Þorskurinn og síldin voru langstærstu inn- leggjendur á velferðarreikning þjóðarinnar. Það lyftist því brúnin á landsmönnum, þegar meira fannst af þorsk- seiðum í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar en nokkru sinni undanfarin tíu ár. Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, lætur og að því liggja, að hér sé kominn efniviður í þorskárgang yfir meðallagi. Aðstæður í lífríki sjávar ráða, sem fyrr segir, mestu um vöxt og viðgang nytjastofnanna. Niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar úr nýafstöðnum rannsóknarleiðangri herma og að flæði hins hlýja Irminger-straums hafi verið alláberandi og fyrir Norðurlandi hafi ástand sjávar batn- að verulega síðan í vetur og vor. Nú varð vart við aukið flæði hlýsjávar norður fyrir land og allt að Langanesi. Bitur reynslan hefur kennt okkur að veiðisókn umfram veiðiþol nytjastofna hefur hörmulegar afleiðingar. Telja má fullvíst, að fjölþjóðleg ofveiði hafi, ásamt aðstæðum í lífríki sjávar, leitt til hruns Norðurlandssíldarinnar, sem vó þungt í efni og atvinnu þjóðarinnar lungann úr líð- andi öld. Sterkar líkur benda og til þess að við höfum gengið um of á þorskstofninn. Tölurnar tala sínu máli. Arið 1954 veiddust 540 þúsund þorsktonn á íslandsmiðum (þar af 306 þúsund tonn á íslenzk fiskveiðiskip) en að- eins 157 þúsund þorsktonn á síðasta fiskveiðiári. Ströng veiðistýring og friðun ungfiskssvæða hafa ótví- rætt skilað árangri. Batamerkin sjást. Óg þorskseiða- fjöldi yfir meðallagi eykur bjartsýni okkar, sem og upp- bygging norsk-íslenzka síldarstofnsins. En mestu varðar að ganga hægt um gleðinnar dyr og stuðla áfram og markvisst að uppbyggingu þorskstofnsins, sem svo þungt vegur í lífskjörum þjóðarinnar í bráð og lengd. MENNIN GARHLUT- VERKIÐNÓ NEFND á vegum Bandalags íslenzkra listamanna hef- ur lagt fram tillögur um nýtingu á Iðnó sem menn- ingarhúsi. í þeim er gert ráð fyrir, að starfsemi verði í húsinu allan ársins hring og hún nái til allra listgreina. Auk þess henti húsið til funda og ráðstefnuhalds, dans- leikja og sumarsýninga fyrir ferðamenn, svo því er ætlað fjölbreytt hlutverk. Gengið er út frá því í tillögunum, að Reykjavíkurborg eigi Iðnó, en reksturinn verði fenginn í hendur utanaðkomandi hlutafélaga. Inga Bjarnason, sem á sæti í nefndinni, segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið, að Iðnó eigi að vera vettvangur fyrir hvers konar menningarstarfsemi. „Það á að virkja allan þann sköpunarkraft, sem býr í listamönnum hér.“ Inga bendir á, að Iðnó sé eitt sögufrægasta hús lands- ins í menningarlegu tilliti og þar hafi t.d. leikritin Galdra- Loftur og Fjalla-Eyvindur verið frumsýnd. „Mér sýnist, að nóg sé af stofnunum, sem hýsa menningarstarfsemi, en það vantar fjölnota hús, sem allar listgreinar eiga aðgang að og meira er lagt upp úr innihaldi en umbúð- um,“ segir hún. Tillögur nefndarinnar eru allrar athygli verðar og und- ir það skal tekið, að Iðnó eigi fyrst og fremst að nota fyrir menningarstarfsemi. Ekkert annað er samboðið sögu þessa gamla og sérstæða húss. Iðnó hefur gegnt mikil- vægu menningarhlutverki í daglegu lífi margra kynslóða Reykvíkinga og raunar annarra Islendinga. Þann menn- ingararf þarf að virða. VIÐSKIPTIVIÐ KÍNA Enn allt á huldu um hvaða kjöt er leyfilegt að flylja inn Morgunblaðið/Stefán L. Stefánsson TVÖ íslensk fyrirtæki, Virkir-Orkint og Silfurtún, skrifuðu undir viðskiptasamninga við Kínverja á meðan á heimsókninni til Kína stóð. Krafturinn í efnahags- lífinu er með ólíkindum íslenskir og kínverskir ráðamenn og menn úr viðskiptalífinu báru saman bækur sínar um viðskipti landanna, á meðan á opinberri heimsókn forseta Islands til landsins stóð. Margrét Heinreksdóttir ræddi við Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra og Friðrik Sig- urðsson, stjómarformann Nordic Technologic Solutions, um afrakstur ferðarinnar. Shanghai. Morgunblaðið. AÐ er ekki hægt að lýsa því sem er að gerast hér í Shanghai, uppbyggingin er svo ótrúleg", sagði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, eftir að hafa dvalist hér i nokkra daga o g rætt við kínverska ráðamenn og menn úr viðskiptalífinu. „Hér er í reynd verið að byggja alveg nýja borg á nokkrum árum og sá kraftur sem er hér í efnahagslífinu er með ólíkindum. Ég hafði að vísu fengið lýsingu á þessu áður en samt ekki gert mér grein fyrir því.“ Utanríkisráðherra hefur verið með forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, í hinni opinberu heimsókn hennar hér í Kína og jafnframt haft forystu fyrir viðræðum viðskipta- nefndarinnar sem er hluti af opin- beru sendinefndinni. Viðskiptanefnd- in hefur hluta tímans fylgt sérstakri dagskrá sem hafði verið skipulögð sérstaklega með það fyrir augum að nefndarmenn gætu átt ítarlegar við- ræður við menn úr kínversku við- skiptalífi auk opinberra aðila á því sviði. Samkvæmt upplýsingum starfs- manna utanríkisráðuneytisins er það nýlunda að þannig sé staðið að opin- berri heimsókn forseta. En ein af ástæðunum til þess að ákveðið var að reyna þessa leið hafi verið hinn mikli halli á viðskiptum okkar við Kína, okkur í óhag. íslendingar selji vörur til Kína fyrir u.þ.b. 450 þús. doilara og kaupi af þeim fyrir rúmar 20 millj. dollara. Á síðasta ári var undirritaður milli íslands og Kína tvíhliða fjárfestingasamningur, þ.e. samningur um að hvetja til fjárfest- inga og veita þeim gagnkvæma vernd eins og segir í fyrirsögn hans og er hann grundvöllur þessara við- ræðna hér í Kína. Tvö íslensk fyrírtæki semja við Kínverja Nefndarmenn hafa virst mjög ánægðir með að fá þennan stuðning og höfðu á orði að hann hefði ráðið úrslitum um að samstarfssamningar voru undirritaður milli kínverskra fyrirtækja annars vegar og tveggja íslenskra fyrirtækja hins vegar. „Virkir-Orkint skrifaði undir samning um hitaveituframkvæmdir og Silfurtún undir samning um að selja hingað vélar og mun ef til vill fara í framleiðslu hér síðarmeir,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Að því er sjávarútveginn varðar hafa ís- lensku fyrirtækin komist í samband við mjög marga aðiia hér, bæði opin- bera og fyrirtæki og þeir hafa sagt mér að þetta flýti markaðsstarfi þeirra í Kína um eitt til tvö ár. Þau sambönd sem þeir hafa náð hér hefðu þeir ekki fengið nema á mjög löngum tíma ef þeir hefðu ekki ver- ið í opinberri sendinefnd. Hins vegar er of snemmt að segja hvað út úr því geti komið. Alla vega telja þeir að þetta hafi verið gagnlegt fyrir þá.“ Spurður um álit sitt á áhrifum þeirrar þróunar sem nú á sér stað í Kína sagði ráðherra að maður hlyti að spyija sig hversu lengi þetta gæti haldið áfram með þessum hætti. „En það er ljóst að hér á velmegun eftir að aukast mjög mikið í framtíð- inni og þar með kaupmáttur fólks- ins.“ Óbreytt þjóðskipulag? I persónulegum viðræðum við Kínverja hefur komið fram að þeir virðast trúaðir á að þjóðskipulagið geti haldið áfram óbreytt. „Ég hef nú verið að spyija Kínveija hver þróunin verði og hér eru náttúrulega mismunandi skoðanir eins og annars staðar í heiminum,“ sagði ráðherra. „Mér hefur verið svarað því til að svæðisbundin sjálfsstjórn muni auk- ast mikið, að tjáningarfrelsi eigi eftir að breytast og lýðræði að þró- ast. Hins vegar met ég það svo að ekki sé líklegt að fjölflokkakerfi verði tekið hér upp á næstunni og hef mínar efasemdir um að unnt sé að þróa Iýðræði með þessum hætti. En þeir segja að stöðugleikinn sé svo mikilvægur að Kínveijar muni leggja allt upp úr honum. Þeir séu búnir að fá nóg af stríði og deilum. Það skelfilegasta sem fyrir þá gæti komið væri að missa tök á málum eins og gerst hefur í Rússlandi. Það er nokkuð sem maður skilur", sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, að lokum. Ferðin til Kína braut ísinn Shanghai. Morgunblaðið. „ÞESSI ferð er brýtur ísinn og framhaldið ræðst af því hvernig okkur tekst að vinna úr því sem hér hefur átt sér stað. Með fyrir- komulagi þessarar heimsóknar er verið að vinna algert brautryðj- endastarf. Það eru ekki bara við sem vinnum að þessum málum heldur fylgir utanríkisráðherra þeim eftír og forseti Islands líka. Þetta er alveg nýtt og hefur geysi- leg áhrif.“ Svo mælti einn þeirra sem þátt tóku í viðskiptaviðræð- unum hér í Kína, Friðrik Sigurðs- son, sljórnarformaður Nordic Technologic Solutíons (NTS), fyr- irtækis sem sérhæfir sig í upplýs- ingatækni, hugbúnaði og fjarskipt- um. Að því standa mörg fyrirtæki bæði opinber og einkafyrirtæki. I viðræðunum hér hefur NTS verið í samvinnu við Streng sem Friðrik sagði eitt stærsta einkarekna hug- búnaðarfyrirtækið á íslandi í dag. „Við erum að selja saman i einn pakka alla þekkingu á sviði upp- lýsingatækni sem til er heima, í því skyni að koma honum á fram- færi við þróunarríkin. Við Islend- ingar eigum vel tölvuvætt þjóðfé- lag og við hjá NTS teljum okkur hafa sitthvað fram að færa. Við erum ekki aðeins að tala um smiði hugbúnaðar heldur og rekstur kerfa, uppsetningu véla og rekst- ur þeirra, öryggismál, stjórnunar- mál og fjarskiptamál, allt í einum pakka. Við erum að leita að sam- starfsaðilum hér í Kína til að vinna með áfram ogteljum okkur hafa fundið þá þótt við höfum ekki gert neina samninga. Okkur líst mjög vel á nokkra aðila og von- umst til að halda áfram sambandi við þá.“ Mikil tækifæri í Kína Friðrik kvaðst afskaplega hrif- inn af því sem hann hefði séð og heyrt í Kínaferðinni. „Það eru augljóslega mikil tækifæri hérna og Kínverjar vilja gjarnan eiga viðskipti við okkur, það mörkum við m.a. á því hversu margir þeirra sem komu á ráðstefnuna með okk- ur hér í Shanghai voru frá tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjuin. Enda þótt krafturinn í viðskipta- og efnahagslífinu hér sé með ólíkind- um og ég hefði ekki trúað að þeir væru komnir svo langt sem raun ber vitni, á það ekki við á tölvu- sviðinu. Við höfum séð hér hótel með mörg hundruð manns í vinnu nota talnagrind við uppgjörið á kössum sínum.“ Þess má að lokum geta að NTS er nú að vinna að uppbyggingu tölvumáia í Saigon í Víetnam og standa yfir samningaviðræður um framhald þess verkefnis. Friðrik vildi sem minnst um það segja á þessu stígi. „Eg get þó sagt að ákvörðunin í þessu máli verður tekin af forsætisráðherra Víetnam sem kom I opinbera heimsókn til Islands. Hefði hann ekki komið hefðum við líklega ekki átt mögu- leika á framhaldsverkefninu í Ví- etnam.“ Innflyljendur telja útboð tollkvóta brot á GATT-samningi YIRDÝRALÆKNIR telur líkur á að innflutningur alifuglakjöts frá Svíþjóð standist skilyrði reglu- gerðar landbúnaðarráðherra. Inn- flytjendur segja að innflutt kjöt sé almennt ekki samkeppnishæft vegna hárra tolla og gagnrýna sérstaklega útboð á tollkvótum sem þeir segja að standist ekki GATT-samninga. Brynjólfur Sandholt yfirdýralækn- ir segist ekki hafa yfirlit yfir það hvaða kjötvörur, og frá hvaða lönd- um, stæðust skilyrði reglugerðar landbúnaðarráðherra. Yrði tekið á málum eftir því sem þörf væri á. Það tæki hins vegar langan tíma þar sem fara þyrfti yfir ástand mála í við- komandi fram- leiðslulöndum. Á hann von á að málið skýrist á næstu sex mánuðum. Líkur á að leyfi fáist fyrir Bónus-kjúkling- unum Yfirdýralæknir segist vera kominn lengst með að at- huga innflutning kjúklinga frá Sví- þjóð vegna umsókn- ar Bónuss. Segir hann að reglur í ali- fuglarækt í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi séu um margt svip- aðar og hér á landi og telur líkur á að innflutningur kjúkl- inga verði heimilað- ur. Bónus flutti inn tíu tonn af kjúkling- um frá Svíþjóð og bíða þeir í frysti- geymslum á hafnar- bakkanum. Jóhann- es Jónsson kaup- Allt er á huldu um það enn hvaða kjöt er heimilt að flytja til landsins og hvaðan, þó að reglugerð hafi verið gefin út um efnið. Yfír- dýralæknir tekur á málum eftir því sem þau berast inn á hans borð. Fyrst reynir á kjúkl- inga frá Svíþjóð sem Bónus hefur flutt inn og bíða tollafgreiðslu á hafnarbakkanum. maður segir að sýni verði tekin af vör- unni í dag til að rannsaka hvort salmonella sé í henni. Býst hann við að niðurstaða liggi fyrir eftir 4-5 daga. Vonast Jóhannes til að geta selt kjúklingana á 800-900 kr. kílóið. Brynjólfur Sandholt segist hafa meiri efasemdir um annað kjöt en alifuglakjöt frá Norðurlöndunum því þar séu til sjúkdómar sem gætu borist hingað til lands með hráu kjöti. Aðspurður um möguleika á öðrum innflutningi, til dæmis nauta- kjöts frá Bandaríkjunum eð'a Arg- entínu segist yfirdýralæknir ekki geta svarað því. Þó bendir hann á að notuð séu hormónalyf og önnur vaxtaraukandi lyf við ---------- nautgriparækt í Banda- ríkjunum. Þyrfti að at- huga stöðu mála í viðkom- andi ríki og sláturhúsi þar vestra áður en þessu yrði svarað. Þá bendir hann á að gin- og klaufaveiki komi annað slagið upp í Argentínu. Gagnrýna háa tolla Forráðamenn nokkurra fyrirtækja sem hugað hafa að innflutningi kjöts segja flestir að erfitt sé að finna vörur sem standast skilyrði ráðu- JÓHANNES Jónsson, kaupmaður i Bónus, hefur gert tilraunir til að flytja inn ýmsar kjötvörur, m.a. kjúklinga og kalkúnalæri, en ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Fáar vörur sem uppfylla skilyrðin neytisins. Þó það tækist væri ávinn- ingurinn lítill vegna þess hversu miklir tollar eru lagðir á innfluttar kjötvörur. Ríkið verðleggi þær nán- ast út af markaðnum. A þetta jafnt við um hrátt kjöt og unnið. Þeir gagnrýna sérstaklega útboð á toll- kvótum, það er heimild til að flytja inn unnið kjöt með lægri tollum, og segja það stangast á við GATT-regl- ur. Einar Örn Jónsson kaupmaður í Nóatúnsverslununum segist ekki hafa kynnt sér nákvæmlega nýju reglurnar. Hann telur hins vegar mögulegt að ná sér í góðar vörur en þær verði bara svo dýrar vegna tolla hér að svigrúm- ið sé lítið. Nefnir hann skinku sem dæmi um þetta. Með núverandi tollum verði hún of dýr og ef svo eigi að bæta við kostnaði við uppboð á tollkvótum verði þetta vonlaust mál. Býst hann síður við því að Nóatún bjóði í tollkvótann. „Ég tek ekki þátt í svona vitleysu," segir hann. Einar Örn segir að hægt sé að fá keypta kjúklinga og kalkúna en samkvæmt lauslegum útreikningum verði þeir allt of dýrir, eða um 1.600 kr. kílóið. Haukur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Dreifingar hf., segist sjá ein- hveija möguleika á innflutningi kjöts og á þá verði einfaldlega að láta reyna. Hins vegar séu svo háir tollar lagðir á vöruna að erfitt verði að láta innflutninginn borga sig. Nefnir hann sem dæmi að hægt sé að fá kjúklinga keypta á 130-140 kr. kíló- ið en verðið tífaldist áður en varan kemst til neytandans, aðallega vegna tolla hér á landi. Hann segist geta keypt nautakjöt í Bandaríkjunum á 3 dali hvert pund og jafnvel á lægra verði. Samkvæmt lauslegum útreikn- ingi hans á útsöluverði þessa kjöts út úr búð hér, og sé þá miðað við lágmarks álagn- ingu, myndi hvert kíló af nautalundum kosta 2.800- 2.900 kr. Segir Haukur að þó þetta kjöt sé gott myndi það ekki standast verðsamanburð við innlenda framleiðslu. Segir hann að víða sé leyfilegt að nota vaxtarhvetj- andi lyf í búfjárrækt enda sé þess gætt að kjötið sé laust við lyfjaleyfar og því ekki hættulegt fyrir neytend- ur. Einnig sé hægt að fá kjöt frá framleiðendum sem ekki nota slík 'yf- Dreifing sótti um innflutning á 20 tonnum af kjötvörum, þegar ósk- að var eftir umsóknum um leyfi til innflutnings á lágmarkstollum, og var fyrirhugað að skipta þvi í fjórar sendingar. Það segir Haukur að sé hentug eining enda verði að gæta ýtrustu hagkvæmni til þess að inn- flutningurinn svari kostnaði og eigi möguleika í verðsamkeppni hér á markaðnum. Hann segist hafa verið með ákveðnar vörur í huga en vill ekki upplýsa hveijar þær eru. Hauk- ur segist hins vegar ekki vera búinn „ að ákveða hvort boðið verði í tollk- vótann, eftir að ráðuneytið ákvað að fara þá leiðina. Lýsir hann þeirri skoðun sinni að það sé út í hött að íþyngja inn- flytjendum og neyt- endum með því að hækka vöruverðið á þennan hátt, og ólöglegt samkvæmt GATT-samningn- um. Meira og minna lokað Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, segist ekki hafa sótt um tollkvóta. Segist ekki hafa fundið réttu vöruna. Hann segist hafa verið að athuga með niður- soðna danska skinku í dósum en enginn hafi treyst sér til að votta að ekki hefðu verið notaðir horm- ónar við eldi svín- anna. „Þetta er meira og minna lok- að,“ segir hartn. Steinþór Skúla- son, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands sem er helsti kjöt- framleiðandi lands- ins, segir að félagið hafi sótt um inn- flutning kjötvara innan tollfijálsa kvótans. Býst hann við að lagt verði fram tilboð í útboði ráðuneytisins. Hins vegar segist hann ekki eiga von á að SS hafi forystu um annan kjötinnflutning. En áfram verði fylgst með þróuninni og ef aðrir finni möguleika til inn- flutnings verði fyrirtækið að kanna málið. Eins og fram hefur komið sóttu tólf fyrirtæki um innflutning á 150 tonnum af kjöti innan tollkvótans. Leyfður verður innflutningur á 26 tonnum, í samræmi við GATT-samn- inga, og heldur meira á næsta ári. Stefán Guðjónsson, framkvæmda- --------- stjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, segir að inn- flytjendur matvæla séu mjög ósáttir við útboð á tollkvótum. Utboð séu ágæt aðferð þegar verið sé Vara tífaldast í verdi á leið til neytenda að selja eignir ríkisins en eigi ekki við í þessu tilviki. íslendingar hafi skuldbundið sig til að heimila toll- fijálsan innflutning á tilteknu magni. Ekki sé hægt að líta á uppboðsand- virðið öðruvísi en sem toll eða ígildi hans. Það standist því ekki GATT- samning og muni FIS gera athuga- semdir við þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.