Morgunblaðið - 06.09.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 06.09.1995, Síða 12
 12 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Bandalag kennara á Norðurlandi eystra Umtalsverðra kjarabóta krafist Á AÐALFUNDI Bandalags kennara á Norðurlandi eystra sem haldinn var á Laugum í Reykjadal fimmtu- daginn 31. ágúst si. var samþykkt harðorð ályktun um kjaramál. Þess er krafist að áður en kemur til flutn- ings á rekstri grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst 1996 verði lokið gerð nýs kjarasamnings þar sem kennurum verði tryggðar um- talsverðar kjarabætur. „Afar mikilvægt er að verulegar launahækkanir til kennara og skóla- stjóra verði teknar með í reikninginn þegar tekjustofnar vegna grunn- skólahalds verða ákveðnir til sveitar- félaga. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna er mikilvægt tæki- færi til uppstokkunar á kjörum og starfsaðstæðum kennara og ljóst að þar fara saman hagsmunir kennara- stéttarinnar og sveitarfélaganna," segir í ályktun fundarins. Þá lýsir aðalfundur BKNE yfir áhyggjum yfír því hve karlmenn eru orðnir fáir í kennarastétt. Fundurinn beinir því til yfirvalda menntamála að taka á þessum vanda og tryggja með því jafnrétti kynjanna í íslensku skólastarfi. Loks má nefna ályktun þar sem skorað er á fjármálaráðuneytið að stórauka fjármagn til endurmennt- unar svo hægt sé að verða við óskum kennara um námskeið sem bundin eru í kjarasamningum þeirra. Aflaheimildir ÚA skertar um tæp 2.300 tonn Brugðist við kvóta- skerðingunni með aukinni úthafsveiði Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson ÞAÐ var ys og þys á togarabryggjunni í gær þegar verið var að landa úr einum frystitogara Utgerðarfélags Akureyringa, Sléttbak. Hann er nýkominn í höfn eftir veiðiferð í Smuguna með afla að verðmæti um 50 milljónir króna. Kátir krakkar í skólanum SKÓLARNIR eru byrjaðir á ný eftir sumarleyfi. Krakkarnir í Síðuskóla voru bara ánægðir í góða veðrinu í gær, en alls verða nemendur í skólanum í vetur um 660 talsins og hafa líklega aldrei verið jafn margir nemendur í einum og sama skólanum á Akur- eyri áður. Fyrsta frostnóttin við Mývatn Mývatnssveit. Morgunblaðið. HÉR í Mývatnssveit er greini- legt að haustið er á næsta leiti og náttúran farin að skarta margbreytilegum haustlitum. Aðfaranótt mánu- dags var hér fyrsta frostnótt- in svo kartöflugras féll. Ekki er þó vitað um uppskeruhorf- ur. Berjaspretta virðist víða vera rýr hér um slóðir. Fyrstu göngur hefjast 7. og 8. sept- ember. Réttað verður í báðum réttum sunnudaginn 10. sept- ember. Grunnskól- inn settur GRUNNSKÓLINN í Reykja- hlíð var settur sunnudaginn 3. september. Nýr skólastjóri, Hólmfríður Guðmundsdóttir flutti ræðu við skólasetning- una. Nemendur verða um 50 í vetur og kennarar sjö, tveir í fullu starfi en aðrir að hluta. Síðastliðinn vetur var þýskur tónlistarskennari við skólann og verður hann áfram í vetur. 'AFLAHEIMILDIR Útgerðarfélags Akureyringa eru skertar um tæp 2.300 tonn á nýbyijuðu fiskveiðiári og er þetta einhver mesta skerðing sem um getur á einu ár frá því kvótakerfið var tekið upp. Nær skerðingin til allra fiskistofna, að undanskildum skarkola og rækju, en þyngst vegur niðurskurður í karfa og grálúðu. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi ÚA. Þorskkvóti félagsins er skertur um 150 tonn, ýsukvótinn um 160 tonn og ufsinn um 120 tonn. Karf- akvótinn er skorinn niður um 930 tonn og grálúðukvótinn um 935 tonn, en alls nemur skerðingin 2.295 tonnum. Heildarkvóti félags- ins nemur um 15.400 tonnum. Hlutur smábáta aukist á kostnað togara Fram kemur í ÚA-fréttum að minnkandi aflaheimildir í þorski séu tilkomnar vegna þess að hlutur smábáta hafi aukist á kostnað tog- ara, en önnur skerðing vegna minnkandi aflaheimilda. Segir framkvæmdastjóri félagsins, Gunn- ar Ragnars að aflaheimildir séu skertar vel á annað hundrað tonn vegna aukins ágangs smábáta, sem sífellt séu að fá stærri sneið af kökunni og séu ÚA-menn að sjálf- sögðu afar óánægðir með það. Lauslega áætlað sé gert ráð fyrir að skerðing á aflaheimildum geri að verkum að endanleg afkoma félagsins verði um 50 milljónum króna lakari en hún annars hefði orðið. Magnús Magnússson útgerðar- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði að félagið myndi bæta sér upp kvótatapið með því að sækja í auknum mæli í úthafsveiðar, en skip félagsins hafa að undanförnu verið að veiðum á Reykjaneshrygg, í Smugunni og á Flæmska hattin- um. Þá myndi félagið líkt og á undanförnum árum bæta kvótatap sitt með kaupum á kvóta. Vægið hefur breyst Magnús sagði að þrátt fyrir að ÚA hefði aukið aflaheimildir í þorskígildum hefði félagið misst heimildir í tonnum talið. Ástæðan væri sú að um nýliðin kvótaáramót hefði vægi tegunda breyst, þannig hefði vægi karfa og grálúðu tvö- faldast. Aflaheimildir ÚA hvað grálúðu varðar hefðu verið skornar niður um 1/3 miðað við það sem áður var en grálúðukvótinn þó aukist þrátt fyrir það í þorskígildum, en þorskí- gildisstuðull í grálúðu hefði verið 0,88 á nýliðnu kvótaári en hefði hækkað upp í 1,7 á því kvótaári sem nú er nýhafið. Samherji fer á Vest- urbakka HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að verða við erindi Samherja um fram- tíðaraðstöðu fyrir félagið á Vesturbakka Fiskihafnar. Þar sem aðstaða er enn ekki fyrir hendi á Vestur- bakka óskaði félagið eftir að fá bráðabirgðaaðstöðu á Austurbakka, annars vegar bráðabirgðalóð fyrir 120 fm hús og hins vegar 1.000 fer- metra lóð fyrir athafnasvæði sem verður girt. Til bráðabirgða á Austurbakka Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að verða við þessu er- indi Samheija og hefur jafn- framt veitt vilyrði fyrir að- stöðu á Vesturbakka þegar aðstaða þar hefur verið sköp- uð. Göngustígur lagður að Háskólanum FRAMKVÆMDANEFND Akureyrar hefur ákveðið að láta gera göngustíg frá Klettagerði að bílastæði við Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyrí. Alls er um að ræða 470 metra langan stíg og er áætl- aður kostnaður við gerð hans um 1,7 milljónir króna, sem rúmast innan fjárhagsáætlun- ar bæjarins. Nefndin hyggst einnig fara þess á leit við veitustjórn að lýsing verði sett á gönguleið- ina samhliða lagningu stígs- ins. ) > > > \ i i I i I' i i t I k E » I í I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.