Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 33 - AUGLYSINGAR TÓNLISTARSKOLI -/zz ifih: Tónlistarskóli F.Í.H. verður settur í dag, mið- vikudaginn 6. september, kl. 18.00 í sal skól- ans í Rauðagerði 28. Skólastjóri. T rommunámskeið Nýtt 8 vikna trommunámskeið hefst 10. októ- ber. Aðalkennari Gulli Briem. Þekktir gesta- kennarar. Kenndur verður lestur, tækni, sam- hæfing, stillingar og fieira. Sérútbúin náms- skrá fyrir hvern og einn. Bæði hóp- og einka- tímar - takmarkaður fjöldi. Upplýsingar í síma 581-4523 eða 896-5602. Kórskólinn í Seltjarnarneskirkju Kórskóli fyrir byrjendur og kórfólk hefst í Seltjarnarneskirkju 18. september og stend- ur námskeiðið í 6 vikur. Söngtímar, tónfræði og helgisiðir. Kennarar verða Alina Dubik, Egill Gunnars- son og Viera Guláziová. Upplýsingarísímum 551 9896 og 561 1550. HÚSNÆÐIÓSKAST Tindar-dagdeild Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir dagdeild Tinda. Til greina kemur skrifstofuhúsnæði með sérinngangi, þar sem möguleiki er á rúmgóðu fundarherbergi (ca. 40 fm) og eld- húsaðstöðu, ásamt.minni herbergjum, alls 150-200 fm. Einnig einbýlishús að lágmarki 150 fm. Staðsetning miðsvæðis í Reykjavík æskileg. Nánari upplýsingar hjá MRU, Suðurgötu 22, sími 552-8055. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir hér með eftir umsóknum um: A. Félagslegar eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúðir. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirtal- in skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka Hús- næðisstofnunar ríkisins, sem eru: Einstaklingar kr. 1.500.000. Hjón kr. 1.875.000. Viðbót v/barns kr. 250.000. Eignamörk kr. 1.900.000. 3. Sýna fram á greiðslugetu. Við það skal miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 28% af tekjum. B. Almennar kaupleiguíbúðir: Ekki er skilyrði um eigna- og tekjumörk, en sýna þarf fram á greiðslugetu. Lánahlutfall tekur mið af eignamörkum. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. og liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu húsnæðisnefndar á Strandgötu 11,3. hæð, en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar og í síma 5651300. Sérstök athygli er vakin á því, að eldri umsóknir falla úr gildi, verði þær ekki end- urnýjaðar. HUSNÆÐIIBOÐI Til sölu Heiðarhraun 57 - Grindavík Til sölu er gott raðhús í Grindavík með 3 svefnherbergjum og bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Áhv. eru tvö hagstæð byggingar- sjóðslán samtals kr. 2.440.000. Verð 7.700.000. Upplýsingar hjá Tölvík sf., fasteignasölu, sími 426-7090, fax 426-7091. Höfn íHornafirði Nýr umboðsmaður hefur tekið til starfa, Birna Arnaldsdóttir, Kirkjubraut 5, s. 478 1874. KIPULAG RÍKISINS Hringvegur um Fjallsá og Hrútá Mat á umhverfisáhrifum Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins samkvæmt lögum nr. 63/1993 Samkvæmt 8. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, hefur skipulagsstjóri rík- isins yfirfarið gögn þau, sem fram voru lögð af hálfu framkvæmdaraðila við tilkynningu, ásamt umsögnum og athugasemd. Fallist er á lagningu Hringvegar um Fjallsá og Hrútá í Öræfasveit, Austur-Skaftafells- sýslu eins og honum er lýst í frummats- skýrslu, Vegagerðarinnar, að uppfylltum eft- irfarandi skilyrðum: 1. Grjótnám verði í grjóturð við Múlalæk og unnið þar í fullu samráði við landeigendur og Náttúruverndarráð. 2. Haft verði samráð við eftirlitsmann Nátt- úruverndarráðs um sióðagerð að efnis- tökusvæðum, mörk svæðanna og frágang að efnistöku lokinni. Skipulagsstjóri ríkisins minnir á skyldur fram- kvæmdaraðila samkvæmt þjóðminjalögum nr. 88/1989, ef fornleifar finnast við fram- kvæmdina. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 63/1993 má kæra úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til um- hverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur fyrir viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. UTBOÐ Grjótgarðar Flateyri og Bolungarvík Vita- og hafnamálastofnun óskar eftir tilboði í sjóvörn á Flateyri og styrkingu grundar- garðs í Bolungarvík, alls um 3.700 m3. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. nóvem- ber 1995. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafna- málastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi, gegn 5.000 kr. greiðslu, frá miðvikudeginum 6. september 1995. Tilboð verða opnuð á Vita- og hafnamála- stofnun föstudaginn 15. september 1995 kl. 11.00. Vita- og hafnamálastjóri. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Útboð 1 Fiskiðjusamlag Húsavíkur óskar eftir tilboði í smíði, uppsetningu og klæðningu stálgrindar- húss yfir frystiklefa við rækjuverksmiðju fyrir- tækisins. Stærð húss er 16 mx18 m og vegghæð 8,75 m. Undirstöður hafa þegar verið steyptar. Bjóða skal í allt verkið og skal það unnið af einum eða í umsjón eins verk- taka. Áætluð verklok eru 24. nóvember nk. Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjón- ustunni hf., Garðarsbraut 18, Húsavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fiskiðjusamlagsins föstudaginn 22. september nk. kl. 11.00. Útboð2 Fiskiðjusamlag Húsavíkur óskar eftir tilboði í efni og uppsetningu á einangruðum vegg- og lofteiningum í frystiklefa við rækjuverk- smiðju fyrirtækisins. Stærð klefa er u.þ.b. 15,8 m x 13,8 m x 8,0 m. Verklok eru áætluð 1. desember nk. Útboðslýsing er afhent hjá Tækniþjónustunni hf., Garðarsbraut 18, Húsavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fiskiðjusamlags Húsavíkur föstudaginn 22. september nk. Forval Sala varnarliðseigna, f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli (lceland Defence Force), auglýsir hér með eftir aðilum, sem hafa áhuga á að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs um afhendingu á möl og sandi til varnarliðsins (the Gravel, Sand and Pitrun Contract). Samningstímabil er frá 1. desember 1995 til 30. nóvember 1996. Um er að ræða 6 flokka malar og sands og áætlað heildarmagn er 13.750 rúm„yardar“. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja umsókn- unum: Upplýsingar um tæknilega getu til að upp- fylla verkefnið. Upplýsingar um helstu stjórnendur/ein- staklinga, sem koma til með að bera ábyrgð á verkefninu. Þar komi m.a. fram kunnátta í enskri tungu. Upplýsingar um fyrri verkefni. Ársreikningar/skattframtal sl. tveggja ára. Staða opinberra gjalda þ.m.t. trygginga- gjald og virðisaukaskattur, staðfest af við- komandi innheimtuaðila. Staðfesting á skilum af lífeyrissjóðsgjaldi. Yfirlýsing banka um viðskipti. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Sölu varnarliðseigna eða í síma 553-1910 á milli kl. 9 og 12 alla virka daga. Þeir, sem áhuga hafa á að vera með í for- vali þessu, sendi skrifleg gögn og upplýs- ingar, í lokuðu umslagi, merktu „Forval", til skrifstofu Sölu varnarliðseigna eigi síðar en miðvikudaginn 20. september 1995. Sala varnarliðseigna, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Glæsileg sumarhús til sölu Nú er rétti tíminn til að gera góð kaup. Get- um afhent nú þegar tilbúin heilsárs sumar- hús, með landi ef óskað er. Húsin eru til sýnis hjá Sumarhúsum Hamra- verks hf. í Skútahrauni 9, Hafnarfirði, sími 555 3755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.