Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Samantekt á afbrotamálefn- um í vesturbæ Reykiavíkur NIÐURSTAÐA heildarúttektar á afbrotamálum í veturbænum, sem lögreglan í Reykjavík hefur látið gera, leiðir m.a. í ljós að 16,9% íbúa hafa orðið fórnarlömb afbrota að einhverju tagi og helstu vandamál hverfisins eru innbrot og þjófnaðir. Úttektin var unnin í framhaldi af almennum borgarafundi sem hald- inn var í maí sl. Þar sem margar fyrirspurnir hafa borist lögreglunni um úttektina, fylgja hér á eftir helstu niðurstöður hennar. Þegar í þessu tilviki er talað um vesturbæ er átt við hverfið vestan Lækjargötu, Tjarnargötu og Suður- götu. Þá náði úttektin einnig til Seltjamarness, enda er það hluti af löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík. Til að ná sem bestum árangri við úttektina var ákveðið að skipta svæðinu í fjórar smærri einingar: Seltjarnarnes, Gijótaþorp, vesturbæ sunnan Hringbrautar og vesturbæ norðan Hringbrautar. Þau mál sem við létum til okkar taka að þessu sinni voru margþætt en skiptust þannig í stórum drátt- um: Úttekt á afbrotum í þessum hverfum. Hver var tíðni helstu af- brota árið 1994 og hvers eðlis þau eru í hverju hverfi fyrir sig. Úttekt á umferðarmálum í hverfunum. Með skoðun á þeim málum má sjá hvar hafa orðið flest slys og hvað hefur verið gert til að fyrirbyggja þau í viðkomandi hverfum. Settir voru upp umferðarskynjarar sem gefa greinagóðar upplýsingar um dreifingu umferðar og samsetningu hennar. Með slíkum mælingum má sjá tíðni og tíma hraðaksturs á ein- stökum götum. Viðtöl við forráða- menn allra barna- og unglingaskóla á svæðinu voru tekin. Þau viðtöl eru mjög gagnleg til að sjá sérstök vandamál í hverfum sem oft koma ekki til kasta lögreglu. Gerð var könnun meðal íbúa í vesturbænum á ýmsum málefnum sem varða öryggi borgara. Alls voru sendir spumingalistar á 900 heimili en endurheimta þeirra var 314 eða um 35%. Að sjálfsögðu hefðum við viljað fá betri endur- heimtur en að teknu tilliti til þess að könnunin var gerð á mesta sum- arleyfistíma ársins og að fólk þurfti að leggja á sig nokkra fyrirhöfn við útfyllingu spurningalistans telst niðurstaðan ásættanleg og gefur mynd af hug íbúa og vilja þeirra í þessum málaflokkum. Afbrotamálin Ef við lítum á afbrotamálin sér- staklega sést að helstu vandamál vesturbæjar virðast vera innbrot og þjófnaðir. Það er áhyggjuefni hversu mörg slík mál koma árlega upp í hverfinu og brýn þörf er á aðgerðum. Guðmundur Guðjónsson eftir verðmæti í sætum eða á annan hátt sýnileg. Umferðarmálin Athugun okkar á umferðarmál- um sýndi að umferðaróhöpp eru algengust við Melatorg og Suður- götu við Brynjólfsgötu (Hótel Saga). Þegar tíðni óhappa er skoðuð sést einnig að lagfæringar á um- ferðarmannvirkjum hafa leitt til þess að fækkun hefur orðið á óhöpp- um. Sem dæmi má nefna Granda- garð - Mýrargötu og Tryggvagötu - Naustin. Áhyggjuefni er að nokk- uð ber á þvi að ökumenn virða ekki lögbundinn hámarkshraða. Einkum ber á slíku á götum þar sem slys eru tíð eins og á Suðurgötu. Vænta má aðgerða lögreglu vegna þessara mála á næstunni. Viðtöl við forráða- menn skóla Tekin voru viðtöl við forráða- menn allra skóla á svæðinu og þar kom fram að ekki virðist greinanleg aukning á afbrotum á skólasvæð- um. En þau atvik sem þar koma upp virðast þó fela í sér grófara ofbeldi en áður þekktist. Aukin samvinna lögreglu og skólayfir- valda verður vonandi til þess að sporna gegn fjöigun þessara mála. Afbrot tilkynnt lögreglu í miklum mæli Meðal þess sem kom í ljós í könn- un meðal íbúa var að rúm 70% af- brota virðast tilkynnt lögreglu. Ef litið er til annarra landa er jafnan talað um að 50% afbrota séu á skrám lögreglu. Tæplega 17% þeirra sem þátt tóku í könnuninni reyndust hafa orðið fórnarlömb afbrota af ýmsu tagi. Lægst er hlutfall fórnarlamba á Seltjarnarnesi, 8,1%, en hæst í Gijótaþorpi, 41%. Athygli vekur þessi mikli munur miili hverfa en einkum virðist hann stafa af fjölda skemmdarverka sem íbúar í Gijóta- þorpi verða fyrir. ákveðnar götur, ölvun unglinga og skemmd- arverk. Lögreglumaður taki hverfið í fóstur - Samvinna lögreglu og íbúa Aðspurðir vilja íbúar sjá breytingu á því lög- gæsluformi sem nú er viðhaft og flestir (61%) vilja fá lögreglumann til að sjá sérstaklega um sitt hverfi. Það lög- gæsluforin kallar á Karl Steinar meiri samvinnu lög- Valsson reglu og íbúa og ánægjulegt er einnig að meirihluti svarenda (76%) er til- búinn að leggja lögreglu lið í barátt- unni gegn afbrotum. Samt. Vesturbær Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl t£ '< Sept Okt Nóv Des Alls Bílþjófnaðir/Nytjast. 2 0 2 3 2 1 0 0 0 4 0 2 16 Innbrot í Fyrirtæki 4 2 3 4 6 5 5 9 8 23 4 8 81 Innbrot á heimili 0 0 4 6 1 1 3 5 1 1 2 0 24 Innbrot í skip 1 1 0 2 0 0 0 0 3 0 1 0 8 Innbrot í bíla 2 3 6 3 16 3 3 11 4 8 10 15 84 Innbrotstilraun 1 2 0 3 0 0 0 0 1 6 3 1 17 Innbrot í geymslu 0 0 0 4 0 0 11 0 2 3 4 0 24 Skemmdarv. á bíl 1 0 3 4 7 2 1 0 3 13 1 0 35 Skemmdaiv. almennt 0 0 0 0 2 1 1 1 1 0 1 2 9 Reiðhjólaþjófnaður 2 0 9 4 15 17 27 34 15 13 12 5 153 Rán 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 3 4 Samtals 13 8 27 33 49 30 51 60 39 71 38 36 455 í töflu 1. má sjá að mest ber á innbrotum í fyrirtæki í október eða nær 30% allra slíkra tilvika. Innbrot á heimili eru aftur á móti algeng- ust í apríl og ágúst. Þegar á heildina er litið eru það einkum fjórir mánuðir sem skera sig úr með ljölda afbrota, maí, júlí, ágúst og október. Af töflu 1 má sjá að brotist var inn í 84 bifreiðar í hverfinu. Vert er að benda á að í mörgum þeirra tilvika er brotist var inn í bifreiðar höfðu verið skilin 16,9% íbúa í vestur- bæ hafa orðið fórn- arlömb afbrota, segja Guðmundur Guðjóns- son og Karl Steinar Valsson, sem hér fjalla um úttekt á slíkum málum á þessu svæði. Reykjavík hefur hafið til þess að afbrotum fækki og öryggi borgara verði betur tryggt. Tölvunámskeið Nærri 40 Windows og Macintosh námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Windows, Word og Excel 15 klst námskeið @ 13.990,- 11.-15. september kl. 9:00-12:00 25.-29. september kl. 16:00-19:00 Excel töflureiknirinn 15 klst námskeið @ 16.200,- 11.-15. septemberkl. 13:00-16:00 Intemetiö og Netscape 4 klst námskeið @ 4.400,- 15. september kl. 13:00-17:00 Macintosh og ClarisWorks 15 klst námskeið @ 13.990,- 11.-15. september kl. 16:00-19:00 Word ritvinnsla 15 klst námskeið @ 13.990,- 18.-22.. september kl. 9:00-12:00 Hringið og fáið senda námskrá. Frábær aðstaða í nýjum húsakynnum á Grensásvegi 16! Tölvu- og verkfræðiþjónustan Sími: 568 8090 Finnst þér þú vera örugg/ur ein/n á ferð að næturlagi í þínu hverfi? (273 svöruðu) Seltjnes Grjótaþ. Suðurhl. Norðurhl. Meðaltal Alltaf 57% 20% 31,1% 3,6% 34,0% Oftast 37,4% 47% 40,1% 52,8% 41,1% Stundum 1,4% 6% 6,6% 12,7% 6,2% Sjaldan 1,4% 13,5% 3,3% 12,7% 5,1% Aldrei 2,8% 13,5% 18,9% 18,2% 13,6% TAFLA2 Hvaða vandamál finnst þér mest áberandi í þínu hverfi? (239 svörðuðu ) Seltjnes Grjótaþ. Suðurhl. Norðurhl. Meðaltal Ofbeldisverk 0% 0% 1,6% 3,7% 2,0% Innbrot /þjófnaðir 57,5% 0% 32,0% 22,8% 30,5% Umferðarmál 18,3% 0% 15,6% 22,8% 16,3% Áfengi selt börnum 6,0% 0% 2,4% 0% 2,0% Hávaði og ónæði 15,2% 61,0% 8,2% 20,7% 15,5% Annað 3,0% 39% 40,2% 30% 33,7% TAFLA4 FYRIR HAUSTIÐ Verð kr. 3.390 Niðurstaða þessarar ath. sýndi að skipting afbrota er eftirfarandi: Seltjarnarncs Innbrot í bfla Reiðhjþjófnaður GrjúUiþurji Skemmdarverk Ónæði um helgar Suðurhluti Vestb. Innbrot í bíla Bílþj./nytjast. Innbrot í fyrirtæki Hraðakstur. Norðurhluti Vcsturb. Innbrot á heimili Innbrot í fyrirtæki íbúar hafa áhyggjur af innbrotum og þjófnaðarmálum Samkvæmt könnuninni eru það einkum innbrot og þjófnaðir sem fólk telur vandamál í sínu hverfi. Sjátöflu 2 Mikið af öðrum vandamálum sem íbúar nefndu voru tengd umferðar- málum, eins og lagning bifreiða á gangstéttum, hraðakstur við Það sést á töflu 3 að flestir telja sig alltaf örugga á Seltjarnarnesi og þar eru einnig fæst fórnarlömb afbrota. Athygli vekur lágt hlutfall íbúa í norðurhluta vesturbæjar sem alltaf telja sig örugga án þess að einhlít skýring sé á því. Sjátöflu 4 Ráðstafanir lögreglunnar í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík hefur um nokkurra ára skeið rekið hverfalög- reglustöðvar. Ein slíkra er á Sel- tjarnarnesi og hefur gefið góða raun. Nú hefur verið ákveðið að bæta um betur og hefur ákveðinn lögreglumaður verið fenginn til að hafa umsjón með vesturbænum og annar með miðborgarsvæðinu. Hlutverk þeirra er að vinna frekar úr þeim vandamálum sem eru í hverfunum og vera tengiliðir íbúa við lögreglu. Sá sem hefur umsjón með vesturbænum mun hafa aðset- ur á lögreglustöðinni á Seltjarnar- nesi en hinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Að lokum má geta þess að íbúar virðast almennt ánægðir með hvernig lögreglan rækir skyldustörf sín: Mjögvel 23,4% Vel 38,3% Sæmilega 18,2% Illa 3,3% Óviss 16,8% Ljóst er að niðurstöður úr þess- ari athugun geta hjálpað lögreglu mjög í að móta starfsemi sína sem best fyrir borgarai Vilji íbúa til samstarfs við lögreglu er greinileg- ur og ánægjulegt er fyrir lögreglu að fá þann stuðning sem íbúar eru tilbúnir að leggja fram. Vonandi verður sú vinna sem lögreglan í Brúnt leður. Stœrðir: 20-30 íoðfóður. Stœrðir: 20-35 leðurfóður. SKOVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554-1754 Guðmundur Guðjónsson er yfirlögregluþjónn og Karl Steinar Vaisson er afbrotafræðingur og lögregluþjónn. Langar þig í öðruvísi skóla eitt kvöld i viku? □ Langar þig að fara í vandaðan og frjálslyndan einkaskóla sem ekki hefur sömu fordóma og allt ríkisskólakerfið hefur um meint samband okkar við framliðna og dulræn mál? □ Langar þig í öðruvísi skóla þar sem reynt er á víðsýnan hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar eru hugsanlegar orsakir dulrænna mála og trúarlegrar reynslu fólks raunverulega eru í víðu samhengi og í Ijósi sögunnar? [Zl Langar þig að fara í skemmtilegan kvöldskóla einu sinni í viku þar sem helstu möguleikar hugarorkunnar eru raktir í Ijósi reynslu mannkynsins á fordómalausan og skemmtilegan hátt? n Og langar þig ef til vill að setjast á skólabekk með bráðhressu og skemmtilegu fólki þar sem reynt er að gefa sem bestu yfirsýn yfir hvað miðilssamband raunverulega er, svo og hverjir séu helstu og þekktustu möguleikar þess, - en líka annmarkar? □ Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setjast í mjúkan skóla eitt kvöld í viku þar sem flest þessi fræði eru kennd á lifandi hátt og skólagjöldum er svo sannarlega stillt í hóf? Efsvo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og mörgum öðrum nemendum SálarrannsóknarskóLtns. Tveir byrjunarbekkir bcjja brán nám i sálarrannsóknum 1 nú á baustönn '95. Skráning stenduryfir. Hrinvdu ov fáðu allar nánari upplýsinvar í sírnum skólans 561 9015 og 588 6050. Yfir skráningardagana út september er aö jafnaði svarað í sima Sálarrnnsóknarskólans alla daga vikunnar frá kl. 14.30 til 19.00. Skrifstofa skólans verður hins vegar opin alla daga frá kl. 17.00 til 19.00, og á laugardögum frákl. 14.00 til 16.00. SálarrannsóknarskóHitit -skemmtilegur skóli- Vegmúla 2, Síma. 561 9015 & 588 6050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.